Morgunblaðið - 24.10.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.10.2000, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBE R 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ f Vinnuverndarvikan 2000,23.-27. október Heilsa ein- staklingsins ómetanleg Vinnuverndarvikunni 2000 var formlega ýtt úr vör á blaðamannafundi í gær. Vinnueftirlit ríkisins sér um framkvæmd verkefnisins hérlendis en Vinnuverndarvikan er sameiginlegt átak Evrópuþjóðanna. í VINNUVERNDARVIKUNNI í ár er lögð áhersla á að auka vitund fólks um gildi þess að gera vinnu- staðinn heilsusamlegri og öruggari og er átakinu beint gegn atvinnu- tengdum álagseinkennum í stoðkerf- inu, vöðvum og liðum. Talið er að 70- 80% fólks finni fyrir meiri eða minni óþægindum í bald einhvem tímann á lífsleiðinni og er vandann að finna hjá starfsfólki í öllum greinum at- vinnulífsins. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra setti fundinn og þar með átaksvikuna. Ráðherra kynnti kjör- orð vikunnar, „Bakverkinn burt“, og sagði vinnu vikunnar miða að því að upplýsa og fræða fólk um heilsu- vernd á vinnustað. Til þess að ná því markmiði verður reynt að ná til allra vinnustaða landsins með einum eða öðrum hætti. í dag og á fimmtudag verða eftirlitsmenn frá Vinnueftirlit- inu með fræðsluátak í völdum fyrir- tækjum. í dag fara þeir í iðnfyrir- tæki, vélsmiðjur og trésmiðjur en á fimmtudag í þjónustufyrirtæki, svo sem skrifstofur og verslanir. Mikið starf er að sögn Páls framundan í að greina heilsufarshættur á vinnustað og hvetja til forvama gegn þeim. Liður í því starfi er útgáfa bæklings um heilsuvernd á vinnustað sem Vinnueftirlitið, ASÍ, BSRB og Sam- tök atvinnulífsins standa að útgáfu á. Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlitsins sagði algengi stoð- kerfiseinkenna, t.d. bakverks, vera „gríðarlega umfangsmikið vanda- mál“, sem væri stór þáttur í vinnu- tapi bæði til lengri og skemmri tíma. 1% landsframleiðslu glatast á ári vegna vandamála í stoðkerfi Evrópskar rannsóknir sýna að um þriðjungur starfsmanna finni íyrir bakverkjum í tengslum við vinnu en um þriðjungur óþæginda frá stoð- kerfi er talinn tengjast vinnu. Eyjólf- ur sagði Finna framarlega á sviði rannsókna á atvinnusjúkdómum. Tölur Finnanna áætla að 1% lands- framleiðslu þjóðarinnar glatist vegna vandamála í stoðkerfi sem tengjast vinnu. Ekkert bendir til þess að vandamálið sé minna hér á landi að sögn Eyjólfs og ef þessi tala væri umreiknuð við íslenskar að- stæður væri talan sjö miHjarðar ís- lenskra króna á ári og snerti hag og heilsu tuga þúsunda Islendinga. Því væri brýn ástæða til að vekja fólk til umhugsunar um nauðsyn vinnu- verndar á vinnustað, vekja athygli á útbreiðslu vandans og orsökum og beina athygli starfsmanna og stjóm- enda að lausnum við vandanum. Rannsóknir sýna að með markvissu forvamarstarfi og öryggisstjómun innan fyrirtækja fækki veikinda- fjarvistum starfsmanna og gæði vinnunnar og framleiðni fyrirtækja eykst að ógleymdum bættum lífs- gæðum vinnandi fólks. Morgunblaðið/Ásdís Páll Pétursson félagsmálaráðherra setti Vinnuverndarvikuna 2000. Kristinn Tómasson yfirlæknfr sagði að um 30% af langtímafjar- vistum frá vinnu væra vegna stoð- kerfissjúkdóma. Kristinn vitnaði til íslenskrar athugunar Ólafar Steing- rímsdóttur frá 1988 sem birt var í Læknablaðinu. Þar segir að óþæg- indi frá hálsi, herðum og mjóbaki hefðu verið til staðar á síðustu 7 dög- um hjá 20-30% karla og yfir 40% kvenna. Fjarverandi frá vinnu vegna þessara óþæginda voru um 10-20% kvenna og 5-15% karla. Tapaðar vinnustundir á ári væra því sam- kvæmt þessum tölum fjölmargar á ári hverju. Kristinn sagði nauðsyn- legt að gera rannsóknir á stoðkerfa- vandamálum þar sem þekkja þyrfti vandamál til að geta fyrirbyggt þau. Grunnur að betra starfi Niðurstöður rannsókna vekja at- hygli á hvaða óþægindi eða vanheilsa herjar á starfsmenn, hvort heldur sem er líkamleg, andleg eða félags- leg. Niðurstöðumar era notaðar til að gera tillögur að úrbótum og leggja þannig grann að betra vinnuvernd- arstarfi, þær tengja vinnuumhverfi og óþægindi og finna starfsmenn sem era í sérstakri áhættu. Kristinn sagði einnig að þar sem baksjúkdóm- ar og önnur stoðkerfavandamál væra oft langvinn væri vert að skoða getu einstaklinganna til að snúa aft- ur til vinnu eftir langtímafjarvistir en sú geta væri afar breytileg milli landa og háð félagslegum bótum, at- vinnuöryggi í veikindafjarvistum og endurhæfingarmöguleikum. „Kostnaður vegna stoðkerfasjúk- dóma er gríðarlegur en heilsuna er erfitt að meta til fjár þar sem hún er sérhverjum einstaklingi ómetanleg." Heilsuefling á vinnustað Vinnueftirlitið hvetur starfsmenn og stjómendur fyrirtækja til að taka þátt í átakinu til að ná í sameiningu markmiðum þess en undirbúningur átaksins hefur staðið yfir lengi að sögn Inghildar Einarsdóttur verk- efnisstjóra þess. Á morgun fer fram málþingið Bakverkinn burt - HeOsu- vemd á vinnustað, á Grand Hóteli þar sem málefni vikunnar verða rædd ofan í kjölinn. En Hedsuefling á vinnustað er samtstillt átak vinnu- veitenda, starfsmanna og þjóðfélags- ins sem miðar að því að bæta heilsu og líðan vinnandi fólks. Markmiðum heilsueflingarinnar verður náð með því að bæta vinnuskipulag og vinnu- umhverfi, hvetja td virkrar þátttöku og ýta undir þroska einstaklingsins eins og segir á heimasíðu Vinnueftir- litsins á slóðinni: h ttp://www. ver.is/. „Góð heilsa er ein mikilvægasta forsendan fyrir þróun jákvæðra afla eins og áhuga, sköpunargáfu, sam- vinnu, vOja tO að læra og leggja sig fram. Heilsuefling á vinnustað er því fjárfesting til framtíðar.“ Vinnuverndarátak í skólum, í sam- starfi við Evrópuverkefnið Heilsuefl- ing í skólum, sem stýrt er af Land- læknisembættinu, verður á föstudag þar sem tölvuver verða sérstaklega skoðuð og börnum kennt og leiðbeint um hvemig ber að sitja við tölvu. Liður í samkomulagi Reykjavíkur, Háskólans og Islenskrar erfðagreiningar Háskóli íslands fær 62 milljóna króna fjárframlag Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarsljóri afhendir Páli Skúlasyni rekt- or fjárframlag til eflingar Háskóla íslands. Sitjandi eru Hjörleifur Kvaran borgarlögmaður og Kári Stefánsson, forstjóri fslenskrar erfða- greiningar. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri afhenti í gær Páli Skúlasyni, rektor Háskóla íslands, rúmlega 62 milljóna króna fjár- framlag, en féð er helmingur þeirr- ar greiðslu sem Reykjavíkurborg fékk frá íslenskri erfðagreiningu fyrir byggingrrétt á lóð á háskóla- svæðinu. Fjárframlag þetta er liður í sam- komulagi milli Háskóla íslands, Reykjavíkurborgar og íslenskrar erfðagreiningar, sem gert var í febrúar síðastliðnum, um uppbygg- ingu öflugrar vísinda- og atvinnu- starfsemi á sviði heilbrigðisvísinda og líftæknirannsókna á háskóla- svæðinu. Liður í þessu samkomu- lagi var að gerð yrði breyting á deiliskipulagi háskólasvæðisins á þann veg að þar yrði leyft að reisa byggingu undir starfsemi íslenskr- ar erfðagreiningar. Var gert ráð fyrir því að bygging íslenskrar erfðagreiningar yrði 10.000 fer- metrar að stærð og að fyrirtækið greiddi rúmlega 104 milljónir króna fyrir byggingarréttinn. Greiðslunni skyldi skipta í tvo jafna hluta, þar sem helmingi yrði varið til eflingar Háskóla íslands. Við afhendingu styrksins sagði Ingibjörg Sólrún að borgaryfirvöld teldu gott samstarf við Háskóla ís- lands afar mikilvægt. Hún benti á að samningur Reykjavíkurborgar Háskóla Islands og íslenskrar erfðagreiningar væri í samræmi við þá stefnu Reykjavíkurborgar að styrkja höfuðborgina sem háskóla- borg, sem og miðstöð menntunar og þekkingar. Hún benti jafnframt á að Reykja- víkurborg hefði í samræmi við þessa stefnu leitað ýmissa leiða til að styrkja tengsl borgarinnar og Háskólans, meðal annars með ný- legum samningum um Borgar- fræðasetur og jafnréttisrannsóknir. Páll Skúlason sagði að vilji borg- aryfirvalda til að efla Háskóla Is- lands og rannsóknar- og vísinda- starf á Háskólasvæðinu, hefði mikla þýðingu fyrir Háskólann. Hann benti á að samningur Reykjavíkur- borgar, Háskólans og Islenskrar erfðagreiningar væri mikilvægt skref í þá átt að tryggja samstarf borgarinnar, Háskólans og fyrir- tækja. Páll sagðist eiga von á því að samstarf Reykjavíkurborgar og Háskólans ætti eftir að eflast enn frekar, en nauðsynlegt væri að Há- skólinn og borgin horfðu saman til framtíðar, sérstaklega hvað varðaði uppbyggingu á háskólasvæðinu. Vilja úttekt á ástandi eigna á helstu skjálftasvæðum Markmið- ið að efla varnir og viðbúnað í ÞINGSÁLYKTUNARTILLÖGU sem lögð hefur verið fram á Al- þingi er lagt til að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að láta fara fram rannsókn og úttekt á ástandi eigna á öllum helstu jarðskjálfta- svæðum á íslandi. Tilefni tillög- unnar eru jarðskjálftarnir öflugu % sem urðu á Suðurlandi í sumar. Margrét Frímannsdóttir, Sam- fylkingu, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en meðflutningsmenn eru alls sex og koma úr Samfylk- ingu, Framsóknarflokki og Sjálf- stæðisflokki. Tillagan gerir ráð fyrir að umrædd rannsókn fari fram á næstu tíu árum og mark- mið hennar verði að efla varnir og .: viðbúnað gegn jarðskjálftum þar | sem megináhersla verði lögð á að » fyrirbyggja manntjón og draga úr fj slysum, sem og að lágmarka skemmdir á byggingum, tækni- kerfum og innanstokksmunum. Yflrumsjön á Selfossi Lagt er til að Rannsóknarmið- stöð Háskóla íslands í jarð- skjálftaverkfræði á Selfossi hafi yfiramsjón með verkinu. Skulu niðurstöður birtar strax að lokinni úttekt á fyrsta svæði sem rannsak- að verður og síðan ákveðið hvernig staðið verði að því að bæta og kaupa þær eignir sem teljast var- hugaverðar með tilliti til mögulegs tjóns af völdum jarðskjálfta. Kostnaður við verkið skuli greið- ast úr ríkissjóði. „Mikilvægt er að á næstu árum verði unnið rétt og skipulega að undirbúningi jarðskjálftavarna,“ segir í greinargerð. „Liður í því er að nýta þá vitneskju sem fékkst í sumar um eðli og afleiðingar jarð- skjálfta. Þar verður að forðast all- ar öfgar og má hvorki stinga höfð- inu í sandinn og vona að nú sé þetta búið í bili og ekkert þurfi að gera né að ganga of langt í var- kárni og öryggiskröfum. Jarðskjálftar á íslandi eru stað- reynd sem nauðsynlegt er að búa sig undir af skynsemi og af vark- árni.“ Þing BSRB hefst á mið- vikudag ÞING BSRB, hið 39. í röð- inni, verður haldið dagana 25.-28. október nk. í Borgar- túni 6, 4. hæð. Þingið verður sett við há- tíðlega athöfn miðvikudaginn 25. október kl. 13 í Bíóborg- inni, Snorrabraut 37, og er þingsetningin öllum opin. Að þingsetningu lokinni kl. 15 er boðið upp á veitingar í húsi BSRB, Grettisigötu 89. Framhald þingstarfa hefst síðan kl. 17 í Borgartúni 6. Gestafyrirlesarar á þinginu verða Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Kristinn Tómasson, yfir- læknir Vinnueftirlits ríkisins. Fyrirlestur Þorsteins hefst kl. 13.15 fimmtudaginn 26. október og nefnist: Á lands- byggðin sér von? Fyrirlestur Kristins hefst kl. 13, föstu- daginn 27. október og fjallar hann um heilsuvernd starfs- manna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.