Morgunblaðið - 24.10.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 24.10.2000, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sannleikurinn um fjárveiting- ar til ríkislögr eglustj órans FULLYRT hefur verið í umræðu á opin- berum vettvangi að undanfðrnu, að fjár- veitingar til löggæsl- unnar séu skomar niður. Einnig hefur því verið haldið fram að embætti ríkislög- reglustjórans dragi til sín fjármagn til lög- gæslumála á kostnað annarra lögregluemb- ætta í landinu. Þetta er rangt. Fjárveitingar til löggæslu hafa hækkað og skemmst er að minnast 50 milljóna króna hækkunar á þessu ári til efl- ingar fíkniefnalöggæslu, þar af 20 milljóna króna framlags til lög- reglunnar í Reykjavík. Á sama tíma voru hækkaðar fjárveitingar í því skyni að ráða sérstaka lög- reglumenn til fíkniefnavarna hjá nokkrum lögreglustjóraembættum á Suðvesturlandi. Þá hafa verið veittar sérstakar aukafjárveitingar til nýrra verkefna sem nýtast öll- um lögregiuliðum, svo sem til endurnýjunar lögreglubifreiða, stofnsetningar sér- stakrar fjarskipta- miðstöðvar, til kaupa á nýjum fjarskipta- búnaði fyrir lög- regluna og vegna und- irbúnings að Scheng- en-samstarfínu. Kraf- an um 1,7% kostn- aðarlækkun með hag- ræðingu í rekstri breytir þar engu um. Samkvæmt frum- varpi til fjárlaga fyrir árið 2001 verður heild- arvelta til embættis ríkislögreglustjórans samtals 685 mkr brúttó, en að frádregnum tekjum sem embættinu er ætlað að afla, leigutekjur af lögreglubifreið- um og söluandvirði notaðra lög- reglubifreiða, er framlag úr ríkis- sjóði áætlað 488 mkr. Því hefur verið haldið fram í tengslum við umræðu um þessa fjárveitingu að embættið „bólgni út“, eins og það hefur verið orðað. I umræðunni hefur þess þó ekki verið getið hvernig talan 685 mkr er til orðin. Hún er gripin á lofti án þekkingar eða jafnvel athugunar á því hvern- ig hún er fengin. Þannig hefur um- ræðan gengið án athugasemda frá manni til manns. Með lestri fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 2001, bls. 157 og 385-390, er leikur einn að kynna sér helstu stað- reyndir málsins. Eins og segir í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2001, aukast útgjöld til stofnana og verkefna á sviði löggæslu og ör- yggismála um alls tæplega 290 mkr og eru nokkrar tilfærslur gerðar á framlögum innan málefnaflokksins sem skýra hluta hækkunar fjár- veitinga til ríkislögreglustjórans. Af 685 mkr fjárveitingu til emb- ættis ríkislögreglustjórans er sam- tals um að ræða 446 mkr fjárveit- ingu sem nýtist meira og minna öllum lögreglustjóraembættum í landinu, en er ekki eingöngu ætluð til almenns rekstrar embættis ríkislögreglustjórans. Má þar nefna kaup og rekstur lögreglubifreiða fyrir öll lögreglustjóraembættin, stofn- og rekstrarkostnað fjar- skiptamiðstöðvar lögreglustjóra- embættanna á suðvesturhorni landsins, þ.m.t. lögreglustjórans í Reykjavík, stofn- og rekstrarkostn- að SIRENE-skrifstofu vegna Schengen-samstarfsins, fjárveit- ingu til aukins umferðareftirlits á öllu landinu, fjárveitingu til kaupa á tækjum og búnaði fyrir lögreglu- stjóraembættin, innheimtu sekta fyrir öll lögreglustjóraembætti landsins, rekstur sérsveitar ríkislögreglustjórans (Víkingasveit- arinnar) sem þjónar landinu öllu, gerð aukins hugbúnaðar fyrir tölvukerfi lögreglu, fjárveitingu til kaupa á fatnaði lögreglumanna og auglýsingum, kostnað við að fylgja brottvísuðum útlendingum úr landi, tímabundna formennsku og rekst- ur skrifstofu í samstarfi lögreglu og tollyfirvalda á Norðurlöndum og aukið áfengiseftirlit á landinu öllu. Þegar framangreint hefur verið virt standa eftir 239 mkr sem eru til rekstrar embættis ríkislögreglu- stjórans sjálfs á árinu 2001. Til samanburðar má geta þess að á fyrsta heila starfsári embættisins, árið 1998, nam heildarrekstrar- Haraldur Johannessen Lögreglan Þegar framangreint hefur verið virt standa eftir 239 m.kr. sem eru til rekstrar embættis ríkislögreglustj órans sjálfs á árinu 2001, segir Haraldur Johannessen. Til samanburðar má geta þess að á fyrsta heila starfsári embætt- isins, árið 1998, nam heildarrekstrarkostnað- ur samkvæmt ríkis- reikningi 216,3 m.kr. kostnaður samkvæmt ríkisreikn- ingi 216,3 mkr. Þegar þessar stað- reyndir eru hafðar í huga hljóta menn að gera sér grein fyrir því að fullyrðingar um útþenslu embættis ríkislögreglustjórans á kostnað lög- reglunnar í landinu fá ekki staðist. Höfundur er ríkislögreglusijóri. Sjúklingar og kvartanir þeirra TIL samtakanna Lífsvogar berast reglu- lega íyrirspurnir þess efnis hvort mikið hafi verið kvartað yfir þeim lækni er sjúklingar hyggjast leita til. Við tjáum sjúklingum kurt- eislega að því miður get- um við ekki veitt upplýs- ingar um kvartanir vegna einstakra starfs- manna, til þess höfum við ekki leyfi. Við getum einungis vísað á þær upplýsingar sem við höf- um nú þegar birt og er á okkar færi að birta, s.s. fjölda kvartana innan séríræðigreina lækninga sem og fjölda þeirra vegna -^ömu lækna. Það er síðan landlæknis- embættið og heilbrigðisráðuneytið sem hefur yfir að ráða upplýsingum um hvort kvörtun hefur í för með sér athugasemd eða áminningu til handa viðkomandi heilbrigðisstarfsmanni, hve margar kvartanir eru innan ein- stakra sérfræðigreina, sem og hvort leyfissvipting eða brottvikning úr starfi kunni að hafa átt sér stað í kjöl- far vegna uppsafnaðra áminninga. Jórunn Anna Sigurðarddttir Sjúkir Sjúklingatrygging, segja Guðrún María Oskarsdóttir og Jórunn Anna Sigurðardóttir, er nú loks til staðar. Guðrún María Óskarsdóttir Mistök? Ef til vill kann svo að vera að um óhappatilvik kunni að hafa verið að ræða varðandi kvörtun, en afskaplega mikilvægt er einmitt að flokka í sund- ur fjölda óhappatilvika og kvartana er hafa í för með sér alvarlega áminn- íngu þar sem um er að ræða einhverja vankanta í hinni faglegu meðferð er fram skal fara. Okkur er kunnugt um að bæta átti skráningarkerfi á sjúkrahúsum hvað varðar hvers konar mistök/óhappa- tilvik, er eiga sér stað þar, en hvort sama á við um einkastofur lækna er ekki ljóst. Það er hins vegar Ijóst að umfang starfsemi hins opinbera í þjónustu við heilbrigði landsmanna frá brjóstastækkunum til hjartaað- gerða, og kynskiptaaðgerðum til kvilla í maga, er eðli máls samkvæmt /indirorpið viðhorfi sjúklingsins á þeirri meðferð sem hann fær. í aukn- um mæli og réttu samhengi við upp- lýsingastreymi um sjúkdóma og með- höndlun þeirra koma fram kvartanir, þar sem sjúklingar telja sig ekki hafa fengið þá bestu þjónustu sem á hverj- um tíma er völ á að veita. Læknamis- tök eiga sér stað eins og mistök ann- ars staðar hjá vinnandi mönnum. Sjúklingatrygging er nú loks til stað- ar í okkar umfangsmikla heilbrigðis- kerfi og er það vel, en eigi að síður vantar enn sárlega tölulegar upplýs- ingar af hálfu opinberrra aðila, sem eru aðgengilegar almenningi, varð- andi fjölda skráðra kvartana hjá hinu opinbera, flokkun þeirra og meðferð hvað varðar áminnngarferli fjölda óhappatilvika og fjölda leyfissviptinga til handa heilbrigðistarfsmönnum ár hvert. Sjúklingar, sem eru einnig skattgreiðendur er reka heilbrigðis- keríið, eiga rétt á þessum upplýsing- um í nútíma samfélagi. Höfundar eru sijórnarmenn í Lífsvog. Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, félag laganema Stendur V fyrir vont og G fyrir gott? EFNALEG vel- gengni vesturlanda nú á tímum er ekki ein- ber tilviljun. Hún byggist öðru fremur á því, að mönnum er frjálst, á jafnréttis- grundvelli við aðra, að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Sú regla gildir yfirleitt í réttar- ríkjum. Hún leiðir til efnalegs ávinnings vegna þess, að þá fá þeir að spreyta sig sem helzt vilja leggja sig fram. Síðastliðið vor af- nam Hæstiréttur ís- lands þessa reglu hvað varðar mik- ilvægasta atvinnuveg íslendinga. Vonandi var það einber tilviljun, að um alllanga hríð áður höfðu aðrir handhafar ríkisvalds gefið til kynna að önnur niðurstaða hins sjálfstæða og óháða æðsta dóm- stóls þjóðarinnar yrði ekki liðin. Við skulum vona að þessir at- burðir leiði ekki til neinna hörm- unga, og vissulega bendir flest til þess nú, að hið norræna konunga- blóð í íslendingum sé ekki svo þykkt að á slíkt muni reyna. En sá maður, sem framar flestum öðrum hefur reynt að hindra að þannig gæti farið, Valdimar Jóhannesson, liggur nú undir þvaðri, sem þannig er sett fram í fjölmiðlum, að engu er likara en að verið sé að tala þar um siðferðilega ámælisverða hegð- un eða jafnvel eitthvað ólöglegt. Við því er ekkert að segja að hé- gómagjarn oflátungur, sem ekki fær náð því, sem hann telur sig í fávizku sinni eiga tilkall til, bregð- ist þannig við þegar hann loksins missir annarra traust. Sjálfsagt getur það verið mikil fróun að skemma fyrir öðrum, ef manni gengur ekki nógu vel sjálfum. En það er vissulega kaldhæðnislegt, að hugsjónamaðurinn Valdimar Jó- hannesson skuli umfram aðra þurfa að sæta afleiðingum slíks hlutskiptis annarra manna. Það tilefni sem til þess er notað er ekki merkilegt, en engu að síður virðist fjölmiðlafólk líta svo á, að nú reyni á skyldu þess við að upplýsa almenning um það sem mikilvæg- ast er að gerast. Nú skal fjallað um pólitík. Og pólitík er einmitt atburðir af þessu tagi. Þetta hlutverk fjöl- miðla er rækt með því að veita landslýð kost á sem mestri „um- ræðu“ um þessi merku mál. Þannig má ætla að þeir telji sig efla skilning almennings á vandamálum samfélagsins og eðli þeirra deilna sem uppi eru. Pólitík Þetta er hin eina 300.000 króna historía, segir Lúðvík Emil Kaaber, sem mér er kunnugt um. En mér hnykkti við, þegar ég heyrði ofangreindan Gunnar Inga Gunnarsson nefna nafn mitt í sjón- varpsviðtalsþætti á stöð 1 sl. þriðjudagskvöld. Ég hafði að vísu ekki haft nenning til að hlusta á hjal hans og fjölmiðlunganna er þar kukluðu við að gera skyldu sína við samfélagið, og áttaði mig því ekki á hvers vegna ég var allt í einu kominn inn í apparatið. Síðan hefur mér verið tjáð að þar hafi verið gefið í skyn, eða sagt, að ég hafi fengið eða átt að fá 300.000 kr, sem ég síðan hefði átt að koma til Valdimars Jóhannessonar í sam- bandi við eitthvað, sem ég veit að vísu ekki hvað er eða var, en var sko ábyggilega ekki par fallegt. Það er ekki gott, að einn ruglari skuli geta þvingað fólk, sem nóg annað hefur fyrir stafni, til að ómaka sig við andsvör. Odd mun ég þó brjóta af oflæti mínu í þetta sinn, þó að mér sé það þvert um geð. Eg upplýsi því, að um það leyti sem atburðir þeir gerðust, er síðar urðu að svonefndu Vatneyr- armáli, vildu nokkrir áhugamenn um að ísland íylgdi lýðfrjálsum löndum í atvinnumálum og mann- réttindamálum gera rækilega lög- fræðilega könnun á möguleikum þess að bera undir dómstóla þau grundvallaratriði fiskveiði- stjórnkerfisins, sem síðar kom svo dásamlega í ljós að stangast hvergi á við íslenzk lög. Á þeim tíma var ekki vitað með vissu að svo væri, enda var Davíð Oddsson ekki í hópnum. í þessu skyni þurfti að gera nokkra leit meðal þeirra al- mennu íslendinga, sem helzt áttu um sárt að binda vegna þess kerfis. Ekki var að vísu hörgull á slíku fólki, en aðstaða þess þurfti að vera slík, að bezt hentaði til rekst- urs prófmáls. I þessu hefði verið fólgin mikil vinna, og aflar sá sem hana innir af hendi ekki tekna á meðan, nema fyrir hana sé greitt. Formaður Frjálslynda flokksins, Sverrir Hermannsson, hafði þá samband við mig, og tjáði mér, að Frjálslyndi ílokkurinn væri reiðu- búinn til að inna af hendi kr. 300.000 til undirbúnings slíks máls og vinnu við það. Vegna Vatneyr- armálsins kom þó ekki til þess að sú vinna yrði innt af hendi, og því var ekki eftir fénu leitað. Þetta er hin eina 300.000 króna historía sem mér er kunnugt um. Eftir standa tvær spurningar. Hin fyrri er hvort það geti verið til framdráttar þeim hugsjónum Valdimars Jóhannessonar og von- andi einhverra fleiri, að íslending- ar eignist stjórnmálamenn sem eru færir um að virða grundvallarregl- ur vestrænna samfélaga og Hæsta- rétt sem þorir að gera það - að „pólitísk" umræða á Islandi skuli vera á slíku plani. Hin síðari er hvar mörkin liggja milli trúverð- ugrar heimsku eða vanþekkingar, og meðvitaðrar lygi Tölvur og tækni á Netinu ^mbl.is ALLTAf= eiTTHVAO HÝT) Lúðvík Emil Kaaber Höfundur er lögfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.