Morgunblaðið - 24.10.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.10.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 41 LISTIR Ljósmynd á 20 km fresti BÆKUR 1881 k in LJÓSMYNDIR EFTIR PÁL STEFÁNSSON Hönnun: Páll Stefánsson og Erling- ur Páll Ingvarsson. Litgreiningar: Prentmyndastofan hf. Prentað í Singapore. Iceland Review, 2000. 98 bls. Verð kr. 4.200 PÁLL Stefánsson ljósmyndari hef- ur veríð ötull við útgáfu á síðustu ár- um og sent frá sér vandaðar bækur með litljósmyndum af landinu. I þess- ari nýju bók Páls, 1881 km, kveður við nýjan tón í höfundarverki hans. I stað úrvals mynda, þar sem hann raðar saman því besta sem hann hefur náð á ferðum um tiltekin svæði, eins og í Land, eða úrvali mynda sem hann hefur tekið í tilteknu mynda „for- mati“, eins og í Panorama, hefur Páll hér gert hreinræktað „konsept" verk og pakkað því inn í þessa myndarlegu bók með eldrauðum spjöldum. Bókin birtir myndir úr einum leið- angri þar sem Ijósmyndarinn setti sér mjög strangar skorður. Á fjórum dög- um ók hann hring í kringum ísland, rangsælis þar sem „veðurspáin var þannig." Ferðin hófst á Lækjartorgi, núllpunkti þjóðvegakerfisins, og síð- an nam Páll staðar á 20 km fresti og tók ljósmynd, eða myndir, og er ein af hverjum þessara skilyrtu áfangastaða birt í bókinni. Ljósmyndarinn gekk aldrei meira en 50 metra frá bifreið- inni til að finna myndefni en gat not- ast við hvert það mynda„format“ sem honum þótti henta hverju sinni, hvort sem þar voru panórama-myndir, ferkantaðar eða 35 mm, aðdráttar- eða víðlinsur. Ferðinni lauk hann fjór- um dögum síðar, aftur í miðborginni. Þegar ljósmyndarinn setur sér skorður sem þessar lendir hann stundum í birtu sem varia þætti eftir- sóknarverð íyrir landslagsmyndir, hann þarf að taka mynd með áhuga- verða staði rétt fyrir framan eða skammt fyrir aftan og þar getur verið ákaflega fátt áhugavert að sjá. En það eru einmitt þessar hömlur sem gera bókina forvitnilega. Að sjá hvemig þessi margreyndi landslags- og nátt- úruljósmyndari tekst á við þjóðveg- inn, súldina og manngert landslagið umhverfis; hvemig hann tekst á við hversdagsleika vegarins. Þetta er landið sem flestir þekkja, landið kringum veginn, ekld dularfullir töfr- ar hálendisins eða falinna slóða; en ljósmyndaranum tekst samt oft að gæða þá staði þar sem hann nemur staðar vissum töfram og draga fram sérkenni þeirra þótt sérkenni ann- arra séu þau hversu dæmigerðir þeir era í raun. Vegurinn sjálfur er leiðarminni í myndunum og síendurtekinn; möl eða malbik, beinn eða í beygju; hann hverfur út við sjóndeildai’hringinn og eftir honum brana bílar jafnt sem reiðhjól. Við komum að mörgum kirkjum og sumum myndrænum, bóndabæir og slegin tún eru áber- andi, í Langadal er ekið fram á árekstur og ljósmyndarinn tók sjálfs- mynd á Stöðvarfirði. I verki sem þessu verða myndimar vitaskuld missterkar jjósmyndalega og í hönnuninni er líka leikið með það. A sumum opnum skapa þrjár, fjórar litlar myndir ræmu eða veg yfir síð- umar en betri myndir fylla síður eða heilar opnur. Þannig eru myndir eins og af álftafjölskyldu á Dynjandisheiði og netgirðingu i Mjóafirði sérlega glæsilegar á meðan myndir eins og af graslendi í Mýrdal og vegskilti í Bitrufirði færa frásögnina aðeins áfram - og lesandann eftir veginum. Hönnun bókarinnar er mjög vel lukkuð. Sterkrauður liturinn á kápu og síðum milli kafla hefur mikið að- dráttarafl og flæði myndanna er mjög gott frá einni síðu til annarrar. Það er ánægjulegt að sjá reyndan ijósmyndara eins og Pál Stefánsson takast á við verkefni sem þetta, „kon- sept“ verk sem setur honum strangar skorður þar sem ekki er mögulegt að hafa sama jafnvægið í myndrænum gæðum og í hefðbundnum ljósmynda- bókum. En hann kemst vel frá því og auðnast enn að víkka út á áhugaverð- an hátt hvemig hann nálgast þetta land og færir öðram til að njóta. Einar Falur Ingólfsson Hetjur hænsnakofans KVIKMYIVDIR Bíðhö 11 id, Háskóla- bíð, Nýja bíð Akureyri, Nýja bíð Keflavfk KJÚKLINGAFLÓTTINN - CHICKEN RUN ★ ★★ Leikstjórar Peter Lord og Nick Park. Handritshöfundur Karey Kirkpatrick. Tónskáld. Leirbrúðu- mynd. Islensk talsetning: Hilmir Snær Guðnason, Helga Jónsdóttir. Inga María Valdimarsdóttir, o.fl. Bandarísk talsetning: Mel Gibson, Miranda Richardson, Tony Hayg- arth, Julia Sawalha, Jane Horr- ocks, ofl. Sýningartími 85 mrn. Bandarísk. DreamWorks. Árgerð 2000. INNAN veggja Teweedy-fang- elsisins dúsa ekki bófar og brota- menn, heldur lífsleiðir hænsnfuglar sem þrá frelsið úti fyrir. Það gengur illa að láta drauminn rætast, allar flóttatilraunir eru kæfðar í fæðingu. Hið breska pútnabú byggist á eggjaframleiðslu en Ginger (Richardson), aðaluppreisnarsegg- urinn, skynjar yfirvofandi vá í lofti. Það kemur líka á daginn að til stendur að breyta því í risavaxna kjúklingabökuframleiðslu og nú eru góð ráð dýr, eins gott að reyna að komast í burtu áður en maður lend- ir í bökunni. Ginger reynir að fá am- eríska einfarann Rocky (Mel Gi- bson), til liðs við sig, en yfirforingi fangabúðanna/eggjabúsins er gam- all jálkur sem tók þátt í síðari heimsstyrjöldinn með Konunglega breska flughernum, og er tekin að glepjast af aldurs sökum. Það er vel til fundið að færa Flóttann mikla - The Great Escape, í leirbrúðu- og teiknimyndaformið, og lukkast vel í höndum þeirra Lord og Park, sem hafa unnið til Óskars- verðlauna fyrir stuttmyndir af þess- ari gerð. Handritshöfundurinn Kar- ey Kirkpatrick, blandar síðan inní frásöguna léttu ívafi í anda Water- ship Down. Það er þó baráttuandi flóttamyndarinnar góðu sem svífur yfir vötnunum með Rocky sem hinn fiðraða Steve McQuinn, með hafna- boltahanska-atriðinu, verst að þeir slepptu mótórhjólastökkinu hans fræga og var það minnisstæðasta af mörgum góðum. Ginger er sam- nefnari bresku þrautseigjunnar sem kristallaðist í Richard Atten- borough. Það er greinilegt að Katz- enberg er að gera góða hluti hjá teiknimyndadeild DreamWorks, hins ört vaxandi fyrirtækis hans, Spielbergs og Davids Gefen. Hann var orðinn of áberandi fyrir Michael Eisner, Disney-stjóra, sem hrakti hann á braut úr músargarði og er nú að byrja að súpa af því seyðið. Að þessu sinni varð upprunalega útgáf- an fyrir valinu hjá gagnrýnandan- um og þar ber hæst óvænta þátt- töku ofurstjörnunnar Mels Gibson, sem gerir sína hluti vel að vanda. Nú er svo komið að það þykir eftir- sóknarvert að ljá teiknimyndafígúr- um raddir sínar í kvikmyndaborg- inni. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.