Morgunblaðið - 24.10.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.10.2000, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Tugþúsundir mótmæla ETA BORGARSTJÓRI Bilbao, Iiiaki Azcuna, sameinaðist tugþúsund- um Spánverja í nokkurra mínútna þögn í gær til að mótmæla morði ETA, hryðjuverkasamtaka að- skilnaðarsinna Baska, á fanga- verðinum Maximo Casado. Azcuna stendur hér (í fremstu röð, með yfirvararskegg) á tröpp- um ráðhússins í Bilbao ásamt öðr- um meðlimum borgarstjórnarinn- ar. Einnig var efnt til fjölmennra mótmæla víða um landið síðdegis. Casado lét lifið á sunnudag þegar sprengja sprakk undir bíl hans. Hann var á leið til vinnu þegar at- vikið átti sér stað, en hann vann í fangelsi í Vitora, höfuðstað Baskalands, þar sem 40 liðsmenn ETA eru fangelsaðir. Morðið, sem er sextánda tilræði eignað ETA á árinu, er talið vera svar við fjölmennum mótmælum Spánverja í Bilbao á laugardag. Þá krafðist mannfjöldinn að ETA legði niður vopnin og hætti hryðjuverkum. Talið er að ETA vilji með morðunum ná ríkisstjórn Spánar aftur að samningaborðinu en hún hefur lagst eindregið gegn aðskilnaðarstefnu Baska og slitn- aði upp úr samningaviðræðum á sfðasta ári. Reuters If v : IJÉ filfeíÉ M STYRKUR - KRAFTUR Fæst í apótekum Ginkgo Biioba Sterkar æðar phyto AtFAtFA AirMíA Bláberjalyng Sterkar æðar Jurtaúrræði j'MVTO Alf Al i A A*»A»r,v Alfalfa • Salvía Rík af Phytoöstrogeni Sólhattur Styrkur Arkopharma Engifer Styrkur/Sterkur Magi echinacea GRF.AT burdock AKKOOM'S Síberíu Ginseng Kraftur STARFLOWER OIL ARKOCAfó y Krókalappa Hrein húð Hjólkrónuolía Sterk húð AZINC Menopause Sérstök blanda bætiefna: • Þorskalýsi • Kvöldvorrósarotia • Soja lecitin ,jN7 • Kalk • Betakarotín • E-vítamín • Zink V RÍKT AF PHYTOÖSTROGENI www.dentalia.is Dæmi um gæði BILBlíRRV ARKfK AI’S mmr P Sul m ÞURRFRYSTAR JURTIR Neitar njósna- ákæru NORSKUR blaðamaður, Stein Viksveen, hefur neitað ásökun- um norskra yflrvalda um að hann hafi stundað njósnir fyrir austurþvsku leynilögregluna, Stasi. „Ég lagði ekki stund á neitt ólöglegt athæfi fyrir aust- ur-þýska alþýðulýðveldið," sagði Viksveen fyrir rétti í Ósló í gær. Viksveen var leynilega ákærður fyrir tveimur árum fyrir að hafa látið Stasi fá leyni- leg NATO-skjöl frá árinu 1962 fram að falli Berlínarmúrsins, 1989. Hann var fyrst yfirheyrð- ur af norsku lejmiþjónustunni í Brussel 1998. í október 1999 var gerð húsleit á heimili hans og skrifstofu í Brussel og heim- ili hans í Stafangri. Lögreglan gerði tölvur, farsíma, minnis- blöð, kort og heimilisfangabæk- ur upptækar. Að sögn norskra fjölmiðla er norska leyniþjón- ustan að leita að fyrrverandi njósnara Stasi sem gekk undir dulnefninu Lanze. Viksveen hefur neitað því að vera sá mað- ur og segist hafa misst trú á hæfi norsku lögreglunnar til hlutlausrar rannsóknar. Afsög-n páfa möguleg? EINN áhrifamesti kardináli kaþólsku kirkjunnar í Evrópu, Belginn Godfried Danneels, hefur hafið umræðu á opinber- um vettvangi um það hvort ekki sé ráð að takmarka setu páfa í embætti. Danneels segist þó ekki vera að leggja til að hinn 81 árs gamli Jóhannes Páll páfi II segi af sér á næsta ári. í ný- útkominni bók sinni, Hrein- skilnislega, sex samræður við kardinálann, segir hann að það kæmi sér ekki á óvart þótt páf- inn segði af sér þegar alda- mótaárið væri liðið. Páfagarður svarar því til að hugmyndimar séu persónuleg skoðun Dann- eels og ennfremur að Jóhannes Páll páfi II sé fullfær um að sinna starfi sínu þrátt fyrir að hann sé haldinn parkinsons- veiki og hafi átt erfitt með gang frá því að hann gekkst undir mjaðmaaðgerð fyrir sex árum. Danneels, sem hefur verið nefndur sem hugsanlegur arf- taki núverandi páfa, hefur hins vegar sagt að hugmyndir sínar muni fá hljómgrunn með tím- anum, þó að fólki þyki þær frá- leitar núna. Sóun í frak BRESK stjómvöld ásaka for- seta Iraks, Saddam Hussein, um að eyða óhóflega í munaðar- varning fyrir undirsáta sína á sama tíma og íraskur almenn- ingur líður skort vegna við- skiptabanns á landið. Aðstoðar- utanríkisráðherra Bretlands, Peter Hain, sagði á blaða- mannafundi í gær að Saddam Hussein hefði komið upp að- setri fyrir húsbóndaholla emb- ættismenn í Tharthar, vestur af Bagdad. Þar sé að finna sjúkra- hús, skemmtigarð og dýragarð. Hain lagði fram skýrslur SÞ sem sýna að írak flytur inn hundruð milljóna sígarettna og hundmð þúsunda lítra af áfengi á mánuði um leið og kvartað er yfir skorti á nauðsynjavöru. Hain sagði þessar tölur sýna þá spillingu sem ríkti í írak.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.