Morgunblaðið - 24.10.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.10.2000, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Ný hönnun frá Mora, MORATEMP kemur skemmtilega á óvart TCflGI ■r——ini»~iiiir"—M Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 564 1088 • Fax: 5641089 • tengi.is VIÐSKIPTI s •• Oendurskoðað 9 mánaða árshlutauppgciör Ossurar hf. Hagnaður 610 milljón- ir króna fyrir afskriftir SAMKVÆMT óendurskoðuðu níu mánaða árshlutauppgjöri Össurar hf. er hagnaður fyrir afskriftir 610 milljónir króna og í endurskoðaðri áætlun er nú gert ráð fyrir 762 milljóna króna hagnaði fyrir af- skriftir fyrir árið í heild. I tilkynningu frá Össuri hf. er heildarvelta samstæðunnar á tíma- bilinu janúar til september 2.827 milljónir króna eða um 170% hærri en á sama tíma í fyrra. Helstu ástæður veltuaukningarinnar eru að rekstrarniðurstöðu Flex-Foot gætir í rekstri félagsins frá 1. apríl, sala á nýjum vörum, sem settar voru á markað á tímabilinu, hefur gengið vel, auk þess sem sölukerfi félagsins í Bandaríkjunum hefur náð fullum afköstum og afslættir voru lækkaðir til dreifiaðila 1. júlí, sem hækkar sölutekjur fyrirtækis- ins, auk þess sem bandaríkjadollar hefur hækkað á tímabilinu. Rekstrarkostnaður samstæðunn- ar á tímabilinu janúar til septem- ber er 2.289 milljónir króna. Þar af var þróunarkostnaður 136 milljónir og er hann allur gjaldfærður á tímabilinu. Fjármagnsliðir eru neikvæðir um 142 milljónir fyrir tímabilið jan- úar til september og munar þar mestu um vaxtagreiðslur og geng- ismun af 14 milljóna dollara lang- tímaláni sem tekið var í lok júní vegna kaupanna á Flex-Foot. I til- kynningu Óssurar segir að þó svo að gerðir hafi verið framvirkir samningar á móti lántöku í sam- ræmi við gengiskörfu samstæðunn- ar, sé ljóst að gengissveiflur hafa áhrif á nettóhagnað samstæðunnar. Nettóhagnaður samstæðunnar eftir skatta fyrir tímabilið janúar til september er 260 milljónir króna eða 105% hærri en á sama tíma í fyrra. Að teknu tilliti til óreglulegrar afskriftar viðskipta- vildar vegna kaupanna á Flex-Foot að upphæð 3.688 milljónir, er nett- ótap ársins í lok september 3.415 milljónir króna. Alls voru útistandandi 277,2 milljónir útgefinna hluta í félaginu hinn 30. september síðastliðinn. Salan í sameinuðu félagi farið vel af stað Sölustarfsemi Össurar hefur far- ið vel af stað í Bandaríkjunum en í lok júní var sölustarfsemin samein- uð á einum stað. Innri vöxtur fé- lagsins á heimsvísu fyrstu níu mán- uði ársins er 15% talið í bandaríkjadollurum. Félagið rekur fjórar söluskrif- stofur í Evrópu, ef skrifstofur sænsku fyrirtækjanna tveggja, sem Össur hefur keypt, eru taldar með. Unnið er að athugun á fyrir- komulagi sölumála í Evrópu og er niðurstöðu að vænta í byrjun næsta árs. Aætlanir félagsins gerðu ráð fyr- ir að sala hæfist á tveimur nýjum vörum á síðasta ársfjórðungi ársins 2000 en báðum þeim vörum hefur seinkað þar til á öðrum árs- fjórðungi 2001. Ekki er gert ráð fyrir að þetta hafi áhrif á núver- andi söluáætlun ársins 2000, að því er segir í tilkynningu Össurar hf. Nettótap samstæðunnar 3.754 milljónir króna á árinu Fyrir áhrif kaupa félagsins á Pi Medical A/B og Karlsson og Berg- ström A/B í Svíþjóð, gerir endur- skoðuð áætlun félagsins ráð fyrir 750 milljóna króna hagnaði fyrir af- skriftir, eða tæplega 9% hækkun umfram áætlun frá því í júlí síðast- liðnum. Heildarvelta ársins er áætluð 3.380 milljónir króna og er það rúmlega 5% hækkun frá fyrri áætlun. „Tilkoma sænsku félaganna hef- ur jákvæð áhrif á afkomu samstæð- unnar á árinu. Veltuaukning sam- stæðunnar mun nema 110 millj- ónum króna og veltan mun verða 3.490 milljónir króna. Hagnaður fé- laganna tveggja fyrir afskriftir (EBIDTA) mun nema 12 milljónum króna síðustu tvo mánuði ársins og hagnaður fyrir afskriftir er því áætlaður 762 milljónir króna. Við- skiptavild félaganna verður afskrif- uð að fullu á árinu og munu óreglu- legar afskriftir félagsins hækka um 416 milljónir frá endurskoðaðri áætlun í lok júní. Óregluleg afskrift er áætluð 4.091 milljón í lok ársins og nettótap samstæðunnar á árinu mun því nema 3.754 milljónum króna,“ segir í tilkynningunni. COMPACL Compaq EY turnvél Geisladrif & hljóðkort 10 Gb harður diskur Windows 98 stýrikerfi 17" Compaq skjár 3 ára ábyrgð Aukahlutir Stœkkun úr 17“ í 19“ skjá Epson Laser EPL 5700 3Com XL 10/100 netkort Intel EtherExp Pro 10/100 netkort Kr.6.800.- m.vsk *Sértilboðsverö meðan birgðir endast. Vinnustöd 119.900.- verdm.vsk* Kr.l 5.000,-m.vsk Kr.44.900.- m.vsk Kr.6.800.-m.vsk Tæknival 650Mhz Intel PIII örgjörvi 64 Mb vinnsluminni Prokaria semur um heildarlausn í upplýsingatækni LÍFTÆKNIFYRIRTÆKIÐ Prok- aria hefur gert saming við Nýherja um kaup á öllum samskipta- og tölvubúnaði og þjónustu varðandi búnaðinn, sem tekinn verður í notk- un þegar fyrirtækið flytur í nýtt hús- næði á Gylfaflöt 5 á næstunni. Um heildarlausn er að ræða þar sem Nýherji sér um alia þætti upplýs- ingatækninnar. Prokaria er líftæknifyrirtæki, sem notar nýjustu tækni við einangrun og rannsóknir á erfðavísum úr örver- um í íslenskri náttúru. Megináhersl- an er á hveraörverur en aðrir vaxtar- möguleikar eru á sviði flétta, kuldakærra örvera og sjávarlífvera. Markmið fyrirtækisins er að skapa verðmæta þekkingu og þróa ný líf- efni til nota í iðnaði, rannsóknum og í lyfjaframleiðslu, en nafn fyrirtækis- ins er dregið af örveruríkinu Prokar- yota, sem býr yfir mestum erfðafjöl- breytileika lífheimsins og hefur fram til þessa verið mikilvægasta upp- spretta mannkyns fyrir bæði lífhvata oglyf. Aðeins um 1% allra náttúrulegra örverutegunda hafa verið einangrað- ar fram til þessa og því er stærsti hluti lífheimsins enn órannsakaður og vannýttur. Prokaria hefur þróað nýjar aðferðir til að rækta hærra hlutfall óþekktra hveraörvera en hingað til hefur verið mögulegt og getur þannig nýtt mun fleiri tegund- ir til hagnýtrar genaleitar en áður var hægt með góðu móti. Fyrirtækið notar DNA-raðgreiningu og líf- tæknigagnagrunn til að finna og þróa ný ensím og smásameindir úr náttúrulegum örverum. Þessi efna- sambönd eru ein af megin stoðunum í þróun líftækninnar á komandi öld, en hitaþolin ensím gegna mikilvægu og sívaxandi hlutverki í fjölmörgum iðnaðar- og rannsóknarferlum. Hjá Prokaria starfa nú um 20 manns og er búist við að þeim fjölgi talsvert á næstunni. í lagi að nota olíusjóðinn Osló. Morgunblaðið. ÝMSIR prófessorar við Óslóarhá- skóla og helstu viðskiptaháskóla Noregs hafa gagnrýnt norska fjár- málaráðherrann fyrir að halda of fast í olíusjóð Norðmanna og segja að efnahagslífið þoh vel að hið opinbera noti aðeins meiri olíupeninga. Þetta kemur fram í Dagens Næringsliv. Karl Eirik Schjptt-Pedersen, fjármálaráðherra í ríkisstjóm Verka- mannaflokksins, hefur í kynningu sinni á fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár, lagt þunga áherslu á að draga úr útgjöldum ríkisins og halda áfram að leggja tekjur af olíuframleiðslu Norðmanna í olíusjóðinn svokallaða. Markmiðið er að komast hjá fleiri vaxtahækkunum Seðlabankans. 01- íusjóðurinn hefur farið ört vaxandi með háu olíuverði en honum er haldið utan við fjárlög ríkisins. Að mati viðskiptaprófessoranna er ekki óeðlilegt að a.m.k. hluti þeirra viðbótartekna sem hærra olíuverð hefur skapað, verði notaður í þágu þjóðarinnar. Þeir gagnrýna fjármála- ráðherrann fyrir skammtímasjónar- mið og að hann verði að hafa fleira í huga en vaxtahækkun og þenslu í efnahagslífinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.