Morgunblaðið - 24.10.2000, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 24.10.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 67 1 I FRÉTTIR Tillögur um tekjustofna sveitarfélaga Kostar ríkissjóð 3 milljarða á næsta ári Geir H. Haarde fjármálaráðherra Ekki til álita að miða bæt- ur við launa- vísitölu GEIR H. Haarde fjármálaráðheiTa segir aðspurður ekki ástæðu til að hækka bætur almannatrygginga í samræmi við launavísitölu. Bendh’ hann á að í launavísitölu kunni að koma fram það sem greitt sé umfram samningsbundnar kauphækkanir, þ.e. launaskrið. Slíkt skrið sé mis- mikið milli launþegahópa og tímabila og því hafi aldrei komið til álita að miða bætur almannatrygginganna við það. Geir var spurður að þessu í tilefni ítarlegrar úttektar Morgunblaðsins á kjörum eldri borgara fyrir nokkru. Þar kom m.a. fram að grunnlífeyrir og tekjutrygging Trygginga- stofnunar ríkisins hefðu hækkað um 30% frá árinu 1995 en að á sama tíma hefði launavísitala hækkað um 41,5%. „í almannatryggingalögum er kveðið svo á að ákvörðun bóta almannatrygginga skuli taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag sam- kvæmt vísitölu neysluverðs. Miðað er við samningsbundnar kauphækkanir þegar ákvörðun er tekin um bætur hverju sinni,“ segir fjármálaráð- herra. „í launavísitölu koma ekki aðeins fram samningsbundnar hækkanir heldur einnig það sem kann að vera greitt umfram samninga, það er svokallað launaskrið. Slíkt skrið er, eðli málsins samkvæmt, mismikið milli launþegahópa og tímabila og hefur aldrei komið til álita að miða bætur almannatrygginganna við það. Vísa ég í því sambandi m.a. til leiðara Morgunblaðsins sl. sunnudag." Ráðherra bendir þó á að bætumar séu verðtryggðar, eins og fram komi í fyrmefndu lagaákvæði, sem ekki eigi við um almenn laun. „Það þýðir að ef aðstæður í þjóðarbúskapnum breyt- ast til verri vegar og kaupmáttur al- mennra launa rýrnar, þá mun kaup- máttur bóta haldast." Skattalegt hagræði vegna rannsókna í FRUMVARPI sem lagt hefur verið fram á Alþingi er lagt til að bætt verði við lög um tekju- skatt og eignarskatt ákvæði þess efnis að fyrirtækjum verði heimilaður sérstakur frádrátt- ur sem numið geti allt að helm- ingi þess kostnaðar sem þau hafa haft afrannsókna- og þró- unarstarfi. í tengslum við það verði síðan lögum um Rann- sóknarráð íslands breytt þann- ig að ráðinu verði falið að meta hvort rannsókna- og þróunar- verkefni, sem fyrirtæki hyggst eiga aðild að, teljist þess eðlis að þau geti notið frádráttarins. Það er Páll Magnússon, varaþingmaður Framsóknar- flokksins, sem flytur málið og mælti hann fyrir þvi á fimmtu- dag. Frumvarpið er samið að danskri fyrirmynd og fram kemur í greinargerð þess að tilgangurinn sé að hvetja fyrir- tæki til nýrrar sóknar á sviði nýsköpunar- og þróunarverk- efna. íslensku atvinnulífi sé nauðsynlegt að auka framleiðni en nauðsynleg forsenda þess að framleiðsla verði verðmætari sé að fyrirtæki stórauki rann- sókna- og þróunarstarf. Segir í greinargerð að til þess að fyrirtæki hins vegar treysti sér í slíka vinnu sé nauð- synlegt að veita þeim skatta- legt hagræði vegna rannsókna og þróunar. GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að tillögur nefndar um tekju- stofna sveitarfélaga kosti ríkissjóð um þrjá milljarða á næsta ári og um 2,4 milljarða króna á ári þar á eftir. Tillögur nefndarinnar voru kynntar í fyrradag og að sögn Geirs er ríkis- stjórnin sátt við niðurstöður henn- ar. Þar er m.a. lagt til að fasteigna- skattur verði miðaður við fasteignamat sem og að leyfð verði hækkun hámarksprósentu útsvars um tæpt 1% á næstu tveimur árum. A móti kemur lækkun á tekju- skattshlutfalli um 0,33 prósentustig. Af þeim þremur milljörðum sem tillögurnar kosta ríkissjóð á næsta ári eru að sögn Geirs um 1,25 millj- arðar vegna lækkunar tekjuskatts, um 0,7 milljarðar vegna sérstaks framlags til jöfnunarsjóðs sveitarfé- laganna og um 1,1 milljarð vegna lækkunar á fasteignagjöldum á landsbyggðinni. Ríkissjóður mun greiða sveitarfélögunum þær tekjur sem þau verða af vegna lækkunar fasteignagjalda í gegnum jöfnunar- sjóð sveitarfélaganna. Ekki er í til- lögunum gert ráð fyrir 0,7 milljarða króna sérframlagi á þarnæsta ári en ríkissjóður mun áfram taka á sig kostnað vegna tekjuskattslækkun- arinnar og lækkunar fasteigna- gjaldanna. Það mun með öðrum orðum þýða að ríkissjóður verði af tekjum um 2,3 til 2,4 milljarða króna á ári. Þegar Geir er spurður að því hvort hann telji ástæðu til þess að ríkissjóður lækki tekjuskatt í fullu samræmi við hækkun útsvarsins segir hann svo ekki vera. Segist hann telja að það sé ekki ríkissjóðs að bæta sveitarfélögunum þær tekjur sem þau telji sig hafa misst af. „Okkur finnst krafan um að ríkið bæti þetta að fullu ekki eðlileg,“ segir hann. Bendir hann á að kjörn- ir fulltrúar sveitarfélaganna verði að vega það og meta hvort þeir muni nýta útsvarsprósentuna að fullu eða ekki og taka svo ábyrgð á sínum gerðum gagnvart kjósendum. „Eg hef verið með innlegg frá Stoðtækni sl. 4 ár. Mér finnstinnleggin mín algjörlega ómissandi. Þau veita mér stuðning og ég þreytist mikið síður. Það er aiveg ótrúlegt hvað það munarmiklu að hafa tábergspúða - ég hefði ekki trúað því. Núna er það þannig aðefég er ískóm án innleggja þá get ég varla beðið eftir því að komast á þau aftur." Guðrún Arnardóttir frjálsiþróttakona Hlaupa- og göngugreining Tímapantanír i síma 581 4711 Kringlan 8-12,3. hœð, Reykjavík. Borgarapótek, Álftamýri 1-3, Reykjavík Fagleg og persónuleg þjónusta Sérfræðiráðgjöf Alhliða stoðtækjasmíði og ráðgjöf Sérsmíði á skóm - spelkum - gervilimum - innleggjum Hjólastólar - göngugrindur - hækjur - stafir * STOÐTÆKNI Gísli Ferdinandsson efif ÁITIAD HELLULEGGJA C (V 4/1 bo o 3 <U 1 Enn er tími! Gæöavara Góö verö ■ I ■ . I HELLUSTEYPA JVJ Vagnhöfda 17- 110 Reykjavík Simi 587 2222 - Fax 587 2223 www.hellusteypa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.