Morgunblaðið - 24.10.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.10.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Sérblöð í dag Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is FRÉTTIR KEA og Samheiji ræða um kaup á sjávarútvegsfyrirtækinu BGB-Snæfelli máSmS^ iMim. Ríkharður og Tryggvi gerðu 15 mörk hvor í norsku deildinni / B12 Haukar féllu úr keppni í meistara- deildinni í handknattieik / B6 Bæjarstjórnin hefur áhyggjur af sameiningu INGILEIF Ástvaldsdóttir, formað- ur bæjarráðs Dalvíkurbæjar, segir að bæjarstjórnarmenn í Dalvík hafi áhyggjur af því ef forsjá 10.000 tonna kvóta færist frá bænum, en stjómendur KEA og Samherja eiga nú í viðræðum um að sjávarútvegs- fyrirtækið BGB-Snæfell verði dótt- urfyrirtæki Samherja. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður KE A, og Finnbogi Jónsson, stjómarformaður Sam- herja, áttu í gær fund með bæjar- stjórn Dalvíkurbæjar þar sem farið var yfir málið. Ingileif sagði eftir fundinn að mönnum væri heldur rórra nú en fyrir fundinn. „Tilfinning manna eftir þennan fund er góð. Við fengum svör við þeim spurningum sem við vomm að velta fyrir okkur. Bæjarstjómin ályktaði ekki um málið en ég held að ég megi segja að við höfum öll áhyggjur af því að forsjá yfir 10.000 tonna kvóta skuli vera að færast úr byggðarlaginu,“ sagði Ingileif. Davíkurbær er ekki eignaraðili að þeim fyrirtækjum sem nú eiga í við- ræðum og Ingileif sagði að þetta mál yrði því leitt til lykta án þess að bær- inn kæmi þar að með beinum hætti. Viðræðum lýkur í vikunni Jóhannes Geir sagði að viðræðum Samherja og KEA væri ekki lokið en látið yrði á það reyna á næstu tveim- ur dögum hvort samkomulag næðist. Hann gæti ekki svarað hve stóran hlut KEA myndi eignast í Samherja ef þessi viðskipti gengju eftir, en fé- lagið yrði væntanlega stærsti ein- staki eigandinn í Samherja. Sam- herji og KEA eru tveir stærstu eignaraðilar í BGB-Snæfelli og eiga samtals um 80% hlutafjár. BGB- Snæfell ræður yfir rúmlega 10.000 tonna kvóta, en Samherji hefur yfir að ráða rúmlega 20.000 tonna kvóta. Banaslys á Snæfellsnesi NÍTJÁN ára stúlka lést þegar bíll hennar valt skömmu fyrir hádegi á sunnudag. Hún hét Elín Þóra Helga- dóttir, til heimilis á Hraunsmúla í Kolbeinsstaðahreppi. Slysið varð á Hraunsmúlavegi, sem er afleggjari út frá Ólafsvíkurvegi skammt frá Kaldármelum. Tildrög slyssins eru ókunn en málið er í rannsókn hjá lög- reglu. Morgunblaðið/Arni Sæberg Hjálmur sigmannsins fannst eftir 100 mílna rek HJÁLMUR, sem Friðrik Höskulds- son, sigmaður í þyrlusveit Land- helgisgæslunnar, tapaði við björg- unarstörf á Breiðafirði sl. sumar, fannst í Barðsvík nyrst á Hom- ströndum mánuði síðar. Hafði hann þá rekið kringum 100 sjómílna leið. Friðrik sagðist hafa tapað hjálm- inum þegar hann var við björgun- arstörf um borð í Æskunni sem fórst á Breiðafirði á liðnu sumri. Var hann að aðstoða skipvetja við að koma dælu í gang sem gekk brösuglega og urðu þeir að yfirgefa bátinn í skyndingu. Var þá enginn tími til að setja á sig hjálminn og hann hvarf með bátnum. Mánuði síðar hafði ferðamaður samband við Friðrik til að skila hjálminum en hann var merktur. Hafði hann fundist í Barðsvík sem er nokkm sunnar en Látravík á austanverðum Homströndum. Friðrik sagði hjálminn ónýtan, leð- urfóður væri ónýtt og sömuleiðis fjarskiptabúnaður sem í honum er. Hann varðveitir hins vegar hjálm- inn í dag sem stofustáss. Góss úr innbrot- um á Islandi sótt til Rúmeníu Rannsóknai-lögi eglumenn frá lög- reglunni í Reykjavík komu til lands- ins um helgina með hluta þýfis sem sent hafði verið til Rúmeníu. Þýfið er úr ýmsum innbrotum sem rúmensk- ur karlmaður hefur verið ákærður fyrir. Munfrnir fundust á heimili móður hans og systur í borginni Braila, sem er u.þ.b. 200 km frá höf- uðborginni, Búkarest. Rúmeninn kom hingað í júní á fólskum skilríkjum og óskaði eftir pólitísku hæli hér á landi. Lögreglan í Reykjavík handtók Rúmenann 17. ágúst sl., vegna gruns um að hann hefði framið nokkur innbrot í skart- gripaverslanir, hljómtækjaverslun á höfðuborgarsvæðinu og tvö innbrot á Höfn í Hornafirði. Lögreglan lagði hald á þýfi, skai-tgripi o.fl., sem Rúm- eninn hugðist senda úr landi, á póst- húsi í Reykjavík. Hann var úrskurð- aður í þriggja vikna gæsluvarðhald, sem var framlengt í október um einn mánuð. Ákæra var þá og gefin út á hendur manninum fyrir innbrotin. Ólík starfsaðstaða Upplýst var að manninum tókst að senda hluta þýfisins til Rúmeníu, að- allega skartgi-ipi og myndbands- upptökuvélar. Að beiðni lögreglu hér og fyrir milligöngu alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra lagði rúmenska lögreglan hald á muni sem líklegt var talið að hefðu komið héðan. Tveir rannsóknarlögreglumenn frá lög- reglunni í Reykjavík fóru utan 16. október og sneru aftur sl. laugardag með þann hluta þýfisins sem sannan- lega hafði komið héðan. Verið er að vinna úr gögnum, sem fengust ytra. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík nutu íslensku rannsóknarlögreglumennimir góðs liðsinnis rúmenskra starfsfélaga sinna, en skrifræði tafði störf þeirra þó nokkuð. í ljós kom að mikill mun- ur er á starfsaðstöðu og búnaði lög- reglu hér á landi og í Rúmeníu. Ólík- ur aðbúnaður lögregluliða í Rúmeníu og á íslandi. Lögi-eglumenn þar fá lágt kaup og þurfa auk þess að kosta skriffæri sín og pappír sjálfir. Þeir hafa auk þess mjög takmarkaðan að- gang að ökutækjum og þurfa því að nota eigin ökutæki í starfi án þess að fá fyrir það sérstaka greiðslu. „Lögreglumennirnir ytra voru mjög hrifnir af vinnu og búnaði okkar manna og höfðu mikinn áhuga á að fá að kynnast hvernig löggæslumálum er háttað hér á landi. Vonandi eigum við möguleika síðar til aðstoða félaga okkar ytra með einhverjum hætti,“ sagði Ómar Smári Armannsson að- stoðaryfirlögregluþjónn við. Frétta- vef Morgunblaðsins: „Þrátt fyrir tak- markaða möguleika og lág laun virðist ríkja mikill áhugi á meðal lög- reglumanna ytra á starfi sínu og þeir reyna greinilega að gera sitt besta við erfiðar aðstæður. Merki um upp- byggingu löggæslunnar í Rúmeníu er greinileg miðað við það sem áður var og starfsfólk hennar horfir augsýni- lega vongott fram á veginn." Aukin alþjóðleg samvinna Að sögn Ómars Smára segir fengin reynsla lögi'eglunnar að í framtíðinni munu lögreglumenn hér bæði þurfa að starfa við ýmsar aðstæður erlend- is vegna mála, sem koma upp hér og teygja anga sína út, og jafnframt geta tekið á móti erlendum lögreglumönn- um er þurfa að rannsaka afbrot fram- in þar hér á landi. Nýleg dæmi eru morðmál á Leifsgötu og fíkniefnamál er teygðu anga sína til Spánar, Hol- lands, Danmerkur og víðar. Ung stúlka varð fyrir slysaskoti UNG stúlka varð fyrir slysa- skoti úr haglabyssu á Fjarð- arheiði þar sem hún var á rjúpnaveiðum ásamt þremur piltum um hádegið á sunnu- dag. Skotið hljóp í framan- vert lærið á stúlkunni af stuttu færi og er hún talsvert slösuð. Hún var flutt með sjúkraflugi á slysadeild Land- spítalans-Háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Ungmennin eru á aldrinum 16-20 ára. Þau höfðu haldið til rjúpnaveiða um morguninn en einn piltanna hafði skot- vopnaleyfi. Skotið hljóp úr byssu hans þegar ungmennin ætluðu að halda heim á leið en þoka var þá að skella á. Haglabyssan er einhleypt en pilturinn taldi sig ekki hafa spennt hamarinn á byssunni. Hann tjáði lögreglu að slíkt gerði hann aldrei nema þegar hann væri í þann mund að hleypa af. Létu lögreglu vita í farsíma Ungmennin voru með far- síma og gátu því látið lög- reglu vita en lögreglan á Seyðisfirði fékk tilkynningu um slysið um hádegisbilið í gær. Einn piltanna hljóp jafn- framt að bifreið þeirra sem var á vegi nokkuð frá slys- staðnum. Hann fylgdi lækni til baka að staðnum þar sem stúlkan lá. Þrátt fyrir mikla þoku gekk vel að finna stað- inn en læknirinn var kominn á staðinn um klukkustund eftir slysið. Stúlkan var þá orðin nokkuð köld. Björgunarsveitir komu að skömmu síðar og fluttu stúlk- una til Egilsstaða. Þaðan var hún flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur um klukkan hálfþrjú. Piltarnir fengu áfallahjálp. IÐJUDOGUM Heimíli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.