Morgunblaðið - 24.10.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.10.2000, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Og hvar geymið þið svo vindlana, strákar? Heilsufar starfsmanna Járnblendiverksmiðjunnar Kólesteról lækkaði um 13,4% á tíu árum VERULEG breyting til hins betra hefur orðið á kólesterólgildum starfsmanna Járnblendiverksmiðj- unnar í Grundartanga síðustu tíu ár- in. Kemur þetta fram í rannsókn Reynis Þorsteinssonar, læknis á heilsugæslustöðinni á Akranesi, og samstarfsmanna hans. Draga þeir þá ályktun að heilsuhvetjandi aðgerðir og almenn umræða hafi leitt til lækk- unar á blóðfitugildum meðal starfs- manna sem muni fækka ótíma- bærum dauðsföllum af völdum hjartasjúkdóma. Rannsóknin var kynnt á vísinda- þingi Félags ísl. heimilislækna um síðustu helgi. Árið 1989 voru könnuð heilbrigði og lífsstíll starfsmanna Járnblendiverksmiðjunnar og í framhaldi var gerð „metnaðarfull til- raun til að bæta mataræði starfs- manna á vinnustað og gefnar leið- beiningar um gæfulegan lífsstíl,“ segir m.a. í útdrætti um rannsókn- ina. Blóðfita, kólesteról og HDL, sem oft er nefnt góða kólesterólið, var mælt. Er góða kólesterólið skilgreint sem það sem færir fitu frá æðakerf- inu en vonda kólesterólið það sem flytur það inn í æðamar. Reynir hef- ur unnið við rannsóknimar frá upp- hafi og með honum læknamir Þórir Þórhallsson og Gísli Baldursson. Kólesteról 155 mannalækkaði um 7,6% á tveimur árum „Breyting á matartæði í verk- smiðjunni og þær leiðbeiningar sem fylgdu leiddu til þess að á tveimur ár- um lækkaði kólesteról meðal 155 starfsmanna um 7,6%. Að þessum tveimur árum liðnum breyttust for- sendur í rekstri verksmiðjunnar og var meðal annars horfið frá þessu átaki í mataræði í mötuneyti starfs- manna. Það kom m.a. í ljós að sá mat- ur sem boðið var uppá var dýrari en góðu hófi gegndi að mati rekstrarað- ila. Síðan þá hefur mataræði verið einfaldara, en þó reynt að hafa á boð- stólum fitulítinn mat,“ segir einnig í útdrættinum. Upphafskólesterólgildi 105 starfs- manna var 6,56 mmól/1 árið 1989 en 10 árum síðar reyndist það 5,68 mmól/1, sem er 13,4% lækkun. Með- alaldur þessa hóps er 48,7 ár. Reynir segir að æskilegt gildi sé kringum 5. Meðal nýrri starfsmanna eru kólest- erólgildi 5,31 mmól/1 en meðalaldur þeirra er 38,4 ár. Meðalaldur alls hópsins er 45,9 ár og kólesterólgildi 5,56 mmól/1. Reynir segir að þessi árangur hafi náðst án lyfja en kveðst ekki geta staðhæft að hann væri eingöngu að þakka heilsuhvetjandi aðgerðum meðal starfsmanna. Þar kæmi einnig til almenn umræða í þjóðfélaginu og hugsanlega hefðu menn einnig breytt mataræði sínu heima fyrir en ekki aðeins á vinnustaðnum. Hann sagði áfram unnið að starfsmanna- heilsuvemd, en læknarnir ræða við alla starfsmenn einu sinni á ári. Ú T S A L A Höfum opnað úfsölumarkað í kjallaranum Mikill afsláttur Efni frá kr. 10O metrinn Efni - Heimilisvörur - Dúkar - Handklæði og fleira Heimsganga kvenna Gegn örbirgð og ofbeldi Heimsganga kvenna gegn ör- birgð og ofbeldi er átak kvenna um allan heim. Hér á landi verður gengið frá Hlemmi í dag klukkan 17.30 og niður Laugaveg- inn að Ingólfstorgi þar sem haldinn verður útifundur. María S. Gunnarsdóttir er formaður Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna. Hún var spurð um tilgang þessa átaks? „Þetta er átak kvenna um allan heim í því skyni að knýja fram breytingar á högum þeirra. Hugmynd kom upp á kvennaráðstefn- unni í Peking 1995 um að konur um allan heim myndu sameinast á árinu 2000. Það eru félög og hóp- ar í 159 þjóðlöndum sem eru þátt- takendur í þessu átaki. Það hafa verið göngur um allan heim allt frá 8. mars sl. og undirskriftarsöfnun var í gangi þar sem kröfum um raunhæfar ráðstafanir gegn fá- tækt og ofbeldi var beint til Sam- einuðu þjóðanna og aðildarþjóða þeirra. Vonast var til að safnað yrði a.m.k. tveimur milljónum undirskrifta en þær urðu nálægt fimm milljónum. Þessar undir- skriftir voru afhentar Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, í New York sl. þriðjudag." -Hvers konar breytingar eru það sem Iögð er áhersla á að ná fram? „Við beinum ekki aðgerðum okkar aðeins að konum heldur fólki. Við viljum horfa á heiminn í heild sinni. Þá sjáum við að í þess- um heimi, þar sem tækniframfarir eru miklar og stöðug framleiðslu- aukning og ýmislegt jákvætt hefur orðið á sl. árum, býr eigi að síður stór hópur fólks við örbirgð og of- beldi. Til þessa vísar yfirskrift að- gerða okkar: Gegn örbirgð og of- beldi. Mitt félag, Menningar- og friðarsamtök kvenna, er elsta frið- arfélag á Islandi og við álítum að friður verði ekki tryggður í heim- inum íyrr en allar þjóðir fá tæki- færi til að lifa mannsæmandi lífi. Ég get kannski bent á það að á meðan Vesturlöndin hafa verið að hagnast á hagvexti hefur kaup- máttur 80 fátækustu landa heims ekkert aukist sl. tíu ár, samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna. í mörgum þessara landa eru stríð og ofbeldi daglegt brauð. Jöfnuður á milli landa og milli fólks, kvenna og karla í hverju landi, er forsenda fyrir friðvænlegri heimi. Það að berjast gegn fátækt stuðlar að friði. Við Islendingar græðum á því að t.d. kaffi, kakó og bómull eru ódýrar afurðir en við getum ekki endalaust grætt á eymd ann- arra. Heimurinn er ein heild og það er kominn tími til að breyta skiptingu auðsins. 2,8 milljarðar manna, eða 60% jarðarbúa, lifa á minna en 160 krónum, eða sem samsvarar tveimur bandaríkja- dollurum á dag. Samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna myndu 40 milljarðar __________ bandaríkjadollara nægja til að útrýma mestu fátæktinni í heiminum og auk þess duga til að tryggja öll- um jarðarbúum drykkjarvatn, lág- marksheilbrigðisþjón- ——- ustu og menntun." -Hvemig skUgreinir þú hug- takiðfátækt? „Margir virðast álíta að fátækt sé breyta sem sé mismunandi eftir því hvernig litið sé á hlutina. En svo er ekki. Fátæktarmörk eru reiknuð út samkvæmt formúlu frá María S. Gunnarsdóttir ► María S. Gunnarsdóttir fædd- ist í Reykjavík 1956. Hún lauk stúdentsprófí frá Menntaskólan- um við Tjörnina 1976, stundaði nám University of Sussex í Brighton í Englandi og lauk sið- an námi í bókasafnsfræði frá Há- skóla fslands 1983. Hún starfaði sem forstöðumaður Safnahússins í Vestmannaeyjum 1983 til 1986 og var deildarstjóri íslenskra bóka hjá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar til hausts 1989. Eftir það hefur hún starfað við Valhúsaskóla á Seltjamamesi. Maður Maríu er Gérard Lemarquis kennari og frétta- ritari og eiga þau fjögur börn. Fjörutíu millj- ónir banda- ríkjadollara nægja til að útrýma mestu fátæktinni Sameinuðu þjóðunum sem felst í því að þeir sem hafa minna en sem nemur helmingi meðaltekna í við- komandi landi teljast lifa undir fá- tæktarmörkum. Það er því sjálf- gefið að fátæktarmörk eru önnur á Islandi en í Sviss eða Mósambík- enda er framfærslukostnaður mis- jafn í þessum löndum. í vor var talað um að 31% einstæðra mæðra lifðu hér á landi undir fátæktar- mörkum. Það er algjörlega óvið- undandi að hjá svo ríkri þjóð sem ísland er fari þetta hlutfall vax- andi - en þannig er það í raun.“ -Hvað verður á dagskrá úti- fundarins á Ingólfstorgi? „Það eru tuttugu og þijú stétt- arfélög og frjáls félagasamtök sem standa að fundinum, meðal ann- arra má nefna Barnaheill, Félag eldri borga og Öryrkjabandalagið, ýmis kvennafélög, BHM, BSRB og Kennarasambandið. Á Hlemmi, meðan fólk er að safnast saman, mun Margrét Pálmadóttir stjórna söng hundrað kvenna úr Vox Feminae og Gospelsystrum Reykjavíkur. Gengið verður undir kröfuspjöldum sem á er letrað: Gegn örbirgð og ofbeldi en auk þess munu einstök félög gera sig sýnileg í göngunni með eigin kröfugerð. A Ingólfstorgi verður aðalræðumaður Guðlaug Teits- dóttir skólastjóri í Einholtsskóla. Sungið verður m.a.: Dómar heims- ins dóttir góð, ljóð Jóhannesar úr Kötlum undir stjóm Margrétar Pálmadóttur. Kaffi- og veitingahús á svæðinu munu opna dyr sínar fyrir fundargestum eft- ir fundinn og hugmynd- in er að skapa viðlíka stemmningu og ríkti fyrir 25 árum - á kvennadaginn. Þó ekki sé verið að gera það sama nú og þá. Við vonumst til að nú sameinist bæði karlar og konur undir kröf- unum: Gegn örbirgð og ofbeldi. Við erum ekki aðeins að vinna gegn fátækt og ofbeldi annars staðar í heiminum heldur líka á íslandi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.