Morgunblaðið - 24.10.2000, Page 8

Morgunblaðið - 24.10.2000, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Og hvar geymið þið svo vindlana, strákar? Heilsufar starfsmanna Járnblendiverksmiðjunnar Kólesteról lækkaði um 13,4% á tíu árum VERULEG breyting til hins betra hefur orðið á kólesterólgildum starfsmanna Járnblendiverksmiðj- unnar í Grundartanga síðustu tíu ár- in. Kemur þetta fram í rannsókn Reynis Þorsteinssonar, læknis á heilsugæslustöðinni á Akranesi, og samstarfsmanna hans. Draga þeir þá ályktun að heilsuhvetjandi aðgerðir og almenn umræða hafi leitt til lækk- unar á blóðfitugildum meðal starfs- manna sem muni fækka ótíma- bærum dauðsföllum af völdum hjartasjúkdóma. Rannsóknin var kynnt á vísinda- þingi Félags ísl. heimilislækna um síðustu helgi. Árið 1989 voru könnuð heilbrigði og lífsstíll starfsmanna Járnblendiverksmiðjunnar og í framhaldi var gerð „metnaðarfull til- raun til að bæta mataræði starfs- manna á vinnustað og gefnar leið- beiningar um gæfulegan lífsstíl,“ segir m.a. í útdrætti um rannsókn- ina. Blóðfita, kólesteról og HDL, sem oft er nefnt góða kólesterólið, var mælt. Er góða kólesterólið skilgreint sem það sem færir fitu frá æðakerf- inu en vonda kólesterólið það sem flytur það inn í æðamar. Reynir hef- ur unnið við rannsóknimar frá upp- hafi og með honum læknamir Þórir Þórhallsson og Gísli Baldursson. Kólesteról 155 mannalækkaði um 7,6% á tveimur árum „Breyting á matartæði í verk- smiðjunni og þær leiðbeiningar sem fylgdu leiddu til þess að á tveimur ár- um lækkaði kólesteról meðal 155 starfsmanna um 7,6%. Að þessum tveimur árum liðnum breyttust for- sendur í rekstri verksmiðjunnar og var meðal annars horfið frá þessu átaki í mataræði í mötuneyti starfs- manna. Það kom m.a. í ljós að sá mat- ur sem boðið var uppá var dýrari en góðu hófi gegndi að mati rekstrarað- ila. Síðan þá hefur mataræði verið einfaldara, en þó reynt að hafa á boð- stólum fitulítinn mat,“ segir einnig í útdrættinum. Upphafskólesterólgildi 105 starfs- manna var 6,56 mmól/1 árið 1989 en 10 árum síðar reyndist það 5,68 mmól/1, sem er 13,4% lækkun. Með- alaldur þessa hóps er 48,7 ár. Reynir segir að æskilegt gildi sé kringum 5. Meðal nýrri starfsmanna eru kólest- erólgildi 5,31 mmól/1 en meðalaldur þeirra er 38,4 ár. Meðalaldur alls hópsins er 45,9 ár og kólesterólgildi 5,56 mmól/1. Reynir segir að þessi árangur hafi náðst án lyfja en kveðst ekki geta staðhæft að hann væri eingöngu að þakka heilsuhvetjandi aðgerðum meðal starfsmanna. Þar kæmi einnig til almenn umræða í þjóðfélaginu og hugsanlega hefðu menn einnig breytt mataræði sínu heima fyrir en ekki aðeins á vinnustaðnum. Hann sagði áfram unnið að starfsmanna- heilsuvemd, en læknarnir ræða við alla starfsmenn einu sinni á ári. Ú T S A L A Höfum opnað úfsölumarkað í kjallaranum Mikill afsláttur Efni frá kr. 10O metrinn Efni - Heimilisvörur - Dúkar - Handklæði og fleira Heimsganga kvenna Gegn örbirgð og ofbeldi Heimsganga kvenna gegn ör- birgð og ofbeldi er átak kvenna um allan heim. Hér á landi verður gengið frá Hlemmi í dag klukkan 17.30 og niður Laugaveg- inn að Ingólfstorgi þar sem haldinn verður útifundur. María S. Gunnarsdóttir er formaður Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna. Hún var spurð um tilgang þessa átaks? „Þetta er átak kvenna um allan heim í því skyni að knýja fram breytingar á högum þeirra. Hugmynd kom upp á kvennaráðstefn- unni í Peking 1995 um að konur um allan heim myndu sameinast á árinu 2000. Það eru félög og hóp- ar í 159 þjóðlöndum sem eru þátt- takendur í þessu átaki. Það hafa verið göngur um allan heim allt frá 8. mars sl. og undirskriftarsöfnun var í gangi þar sem kröfum um raunhæfar ráðstafanir gegn fá- tækt og ofbeldi var beint til Sam- einuðu þjóðanna og aðildarþjóða þeirra. Vonast var til að safnað yrði a.m.k. tveimur milljónum undirskrifta en þær urðu nálægt fimm milljónum. Þessar undir- skriftir voru afhentar Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, í New York sl. þriðjudag." -Hvers konar breytingar eru það sem Iögð er áhersla á að ná fram? „Við beinum ekki aðgerðum okkar aðeins að konum heldur fólki. Við viljum horfa á heiminn í heild sinni. Þá sjáum við að í þess- um heimi, þar sem tækniframfarir eru miklar og stöðug framleiðslu- aukning og ýmislegt jákvætt hefur orðið á sl. árum, býr eigi að síður stór hópur fólks við örbirgð og of- beldi. Til þessa vísar yfirskrift að- gerða okkar: Gegn örbirgð og of- beldi. Mitt félag, Menningar- og friðarsamtök kvenna, er elsta frið- arfélag á Islandi og við álítum að friður verði ekki tryggður í heim- inum íyrr en allar þjóðir fá tæki- færi til að lifa mannsæmandi lífi. Ég get kannski bent á það að á meðan Vesturlöndin hafa verið að hagnast á hagvexti hefur kaup- máttur 80 fátækustu landa heims ekkert aukist sl. tíu ár, samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna. í mörgum þessara landa eru stríð og ofbeldi daglegt brauð. Jöfnuður á milli landa og milli fólks, kvenna og karla í hverju landi, er forsenda fyrir friðvænlegri heimi. Það að berjast gegn fátækt stuðlar að friði. Við Islendingar græðum á því að t.d. kaffi, kakó og bómull eru ódýrar afurðir en við getum ekki endalaust grætt á eymd ann- arra. Heimurinn er ein heild og það er kominn tími til að breyta skiptingu auðsins. 2,8 milljarðar manna, eða 60% jarðarbúa, lifa á minna en 160 krónum, eða sem samsvarar tveimur bandaríkja- dollurum á dag. Samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna myndu 40 milljarðar __________ bandaríkjadollara nægja til að útrýma mestu fátæktinni í heiminum og auk þess duga til að tryggja öll- um jarðarbúum drykkjarvatn, lág- marksheilbrigðisþjón- ——- ustu og menntun." -Hvemig skUgreinir þú hug- takiðfátækt? „Margir virðast álíta að fátækt sé breyta sem sé mismunandi eftir því hvernig litið sé á hlutina. En svo er ekki. Fátæktarmörk eru reiknuð út samkvæmt formúlu frá María S. Gunnarsdóttir ► María S. Gunnarsdóttir fædd- ist í Reykjavík 1956. Hún lauk stúdentsprófí frá Menntaskólan- um við Tjörnina 1976, stundaði nám University of Sussex í Brighton í Englandi og lauk sið- an námi í bókasafnsfræði frá Há- skóla fslands 1983. Hún starfaði sem forstöðumaður Safnahússins í Vestmannaeyjum 1983 til 1986 og var deildarstjóri íslenskra bóka hjá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar til hausts 1989. Eftir það hefur hún starfað við Valhúsaskóla á Seltjamamesi. Maður Maríu er Gérard Lemarquis kennari og frétta- ritari og eiga þau fjögur börn. Fjörutíu millj- ónir banda- ríkjadollara nægja til að útrýma mestu fátæktinni Sameinuðu þjóðunum sem felst í því að þeir sem hafa minna en sem nemur helmingi meðaltekna í við- komandi landi teljast lifa undir fá- tæktarmörkum. Það er því sjálf- gefið að fátæktarmörk eru önnur á Islandi en í Sviss eða Mósambík- enda er framfærslukostnaður mis- jafn í þessum löndum. í vor var talað um að 31% einstæðra mæðra lifðu hér á landi undir fátæktar- mörkum. Það er algjörlega óvið- undandi að hjá svo ríkri þjóð sem ísland er fari þetta hlutfall vax- andi - en þannig er það í raun.“ -Hvað verður á dagskrá úti- fundarins á Ingólfstorgi? „Það eru tuttugu og þijú stétt- arfélög og frjáls félagasamtök sem standa að fundinum, meðal ann- arra má nefna Barnaheill, Félag eldri borga og Öryrkjabandalagið, ýmis kvennafélög, BHM, BSRB og Kennarasambandið. Á Hlemmi, meðan fólk er að safnast saman, mun Margrét Pálmadóttir stjórna söng hundrað kvenna úr Vox Feminae og Gospelsystrum Reykjavíkur. Gengið verður undir kröfuspjöldum sem á er letrað: Gegn örbirgð og ofbeldi en auk þess munu einstök félög gera sig sýnileg í göngunni með eigin kröfugerð. A Ingólfstorgi verður aðalræðumaður Guðlaug Teits- dóttir skólastjóri í Einholtsskóla. Sungið verður m.a.: Dómar heims- ins dóttir góð, ljóð Jóhannesar úr Kötlum undir stjóm Margrétar Pálmadóttur. Kaffi- og veitingahús á svæðinu munu opna dyr sínar fyrir fundargestum eft- ir fundinn og hugmynd- in er að skapa viðlíka stemmningu og ríkti fyrir 25 árum - á kvennadaginn. Þó ekki sé verið að gera það sama nú og þá. Við vonumst til að nú sameinist bæði karlar og konur undir kröf- unum: Gegn örbirgð og ofbeldi. Við erum ekki aðeins að vinna gegn fátækt og ofbeldi annars staðar í heiminum heldur líka á íslandi."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.