Morgunblaðið - 24.10.2000, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Kraftur á landsbyggðinni
EIN helsta sérstaða
Reykjavíkur - menn-
ingarborgar Evrópu
árið 2000 í samanburði
við hinar menningar-
borgirnar átta er hið
víðtæka samstarf sem
tókst á þessu ári milli
menningarborgarinnar
og sveitarfélaga í öllum
landshlutum. Þetta
samstarf hefur þegar
skilað meiri árangri en
nökkur þorði að vona.
Upphaf þessa sam-
starfs má rekja rúm tvö
ár aftur í tímann en 1.
september 1998 sendu
forsvarsmenn menningarborgarinn-
ar erindi til allra sveitarfélaga á
landinu þar sem þeim var boðið til
samstarfs á menningarárinu 2000.
Viðbrögðin voru afar góð og tóku 30
sveitarfélög í öllum landshlutum
þessari áskorun um samstarf.
Verkefni sveitarfélaganna voru af-
ar margbreytileg og endurspegluðu
m.a. sterk tengsl heimamanna við
náttúru sína og sögu. Nokkur sveit-
arfélög settu á fót menningarhátíðir
með fjölbreyttum dagskrárliðum,
AJnnur einstaka listviðburði og loks
voru nokkur sveitarfélög sem notuðu
menningarárið til að opna eða
byggja upp aðstöðu til ýmiss konar
menningarstarfsemi.
Vandaður undirbúningur
Menningarborgin stóð að kynn-
ingu á þessum samstarfsverkefnum
- í dagskrárritum sín-
um bæði á íslensku og
ensku sem var dreift í
tugþúsundum eintaka
heima og erlendis, á
mánaðarlegum vegg-
spjöldum, á fjölsóttum
vef menningarborgar-
innar, sem er bæði á ís-
lensku og ensku, og
með sérstökmn aðgerð-
um. Þá styrkti menn-
ingarborgin nokkur
viðamestu verkefnin
með beinum fjárfram-
lögum. Alls má meta
þetta framlag menn-
ingarborgarinnar tii
samstarfsverkefna við sveitarfélögin
á þriðja tug milljóna króna. Ástæða
er þó til að leggja áherslu á að sveit-
arfélögin sjálf eiga mestan heiður af
þessum verkefnum, þau hafa lagt
fram hugmyndirnar og séð um fram-
kvæmdina í aðalatriðum.
Þetta samstarf hefur þegar vakið
athygli og hefur t.d. verið til skoðun-
ar í nefnd á vegum menntamálaráð-
herra sem nú er að skila skýrslu um
eflingu menningarmála á lands-
byggðinni. Nauðsynlegt er að halda
áfram þessu gjöfula samstarfi milli
höfuðborgar og landsbyggðar, t.d. er
nú verið að styrkja starfsumhverfi
Listahátíðar og vel mætti nýta þann
vettvang til að halda áfram formlegu
menningarsamstarfi ríkis og borgar
annars vegar og sveitarfélaga út um
landið hins vegar. Rifja má upp orð
borgarstjórans í Reykjavík á Horna-
Menning
Heimamenn eru best til
þess fallnir, segir Skúli
Helgason, að nýta þær
auðlindir sem búa í sögu
þeirra, menningu og
umhverfi.
firði fyrir tæpu ári þegar samstarfs-
verkefnin voru kynnt. Þar lagði
borgarstjóri áherslu á að Reykjavík
ræktaði samstöðu með öðrum sveit-
arfélögum í landinu í stað þess að
þessum aðilum sé stillt upp sem and-
stæðum pólum.
Glæsileg uppskera
Flest samstarfsverkefnin við
sveitarfélögin eru nú um garð gengin
eða 29 af 33 verkefnum. Árangur af
þessu samstarfi er ótvú-æður og í
mörgum tilvikum hefur tekist frá-
bærlega til. Þar má nefna jöklasýn-
ingu á Hornafirði sem fléttaði listi-
lega saman sögu, náttúru og
menningu þar sem Vatnajökull,
stærsti jökull Evrópu, var í for-
grunni. Álls sóttu 3.000 gestir þessa
sýningu og veltan var í kringum 9
milljónir króna. Áhugi er á að sýn-
ingin myndi grundvöll jöklasafns á
Hornafirði í framtíðinni.
í Sögusetrinu á Hvolsvelli var boð-
ið upp á söguveislu með söngdagskrá
og leikþætti byggðum á Njálu auk
veislumáltíðar að hætti forfeðranna.
Uppselt hefur verið á nær allar sýn-
ingar til þessa og hafa alls 2.000
manns tekið þátt í söguveislunni,
veltan er 11 milljónii- og skapast hafa
störf fyrir 12 manns. Nú stendur til
að þýða dagskrána á þýsku og ensku
fyrir erlenda ferðamenn. Loks má
nefna galdrasýninguna á Ströndum
en fyrsti áfangi hennar opnaði á
Hólmavík um Jónsmessu. Velgengni
þessarar sýningar hefur verið iyg-
inni líkust - hvorki fleiri né færri en
6.000 manns hafa sótt sýninguna
sem er ríflega þrettánfaldur íbúa-
fjöldi Hólmavíkur en þar búa 450
manns. Galdrasýningar verða opnað-
ar í Trékyllisvík, Bjarnafirði og
Hrútafirði á næstu þremur árum.
Fleiri dæmi um metnaðarfull verk-
efni má nefna: Til dæmis sýningu
Vesturfarasetursins á Hofsósi um
sögu Utah-faranna, Bjartar nætur á
Héraði, menningarveislu á Isafirði,
þjóðlagahátíðina á Siglufirði, dagskrá
Skagfirðinga: Búðir í Hópi og viða-
mikiar dagskrár Hafnfirðinga, Grind-
víkinga og Akumesinga um tengsl
menningar og náttúruauðæfa. Mörg
þessara verkefna munu eiga sér fram-
haldslíf, góðar viðtökur á þessu sumri
hafa kveikt elda í hugum aðstandenda
sem vilja gjaman nýta meðbyrinn tii
frekari dáða á næsta ári.
Gífurleg aðsókn
Alls hafa tæplega 70.000 gestir
sótt þessa 29 viðburði á menningar-
Skúli Helgason
árinu. Fjómm verkefnum er ólokið,
þ.á m. fjölmennustu sveitarfélag-
anna utan Reykjavíkur: Kópavogs
og Akureyrar. Því er ljóst að aðsókn-
artölur eiga eftir að hækka umtals-
vert.
Ljóst er að þegar heimamenn
bjóða upp á fyrsta flokks menningar-
viðburði, sem laða til sín þúsundir
gesta, rennir það stoðum undir
ferðaþjónustu og annan efnahag í
héraðinu. Slíkir menningarviðburðir
em í senn atvinnuskapandi og laða
að fjölda ferðamanna sem kaupir
vörar og þjónustu í héraðinu. Marg-
földunaráhrif slíkra menningarvið-
burða era því ótvíræð fyrir sveitar-
félögin ef vel er staðið að undir-
búningi og framkvæmd.
Lykillinn er heima
Reynslan af samstarfi menningar-
borgarinnar við sveitarfélögin hefur
sannfært mig um að sóknarfærin í
menningarmálum landsbyggðar
felist í því að virkja frumkvæði
heimamanna á grandvelli samstarfs
höfuðborgar og landsbyggðai'.
Heimamenn era best til þess fallnir
að nýta þær auðlindir sem búa í
sögu, menningu og náttúra síns
heimabæjar. Opinberir aðilar, s.s.
menntamálaráðuneyti og Reykjavík-
urborg geta hins vegar lagt fram
mikilvægan skerf með fjárframlög-
um, aðstoð og ráðgjöf, m.a. við mark-
aðssetningu.
Því eiga stjórnvöld ekki að ein-
blína á flutning stofnana út á land
heldur fjárfesta í heimamönnum og
aðstoða þá við að hrinda metnaðar-
fullum hugmyndum í framkvæmd.
Höfundur er framkvæmdastjóri
innlendra viðburða Reykjavík -
menningarborg Evrópu árið 2000.
Askrift að sálum
ÞEGAR barn fæðist
í dag gerist einn afar
sérkennilegur hlutur;
það er skráð í félag.
Af augljósum ástæð-
um var það ekki spurt
að því hvort það vildi
vera meðlimur í félagi
þessu, og ekki voru
foreldrar þess spurðir
að því. Nei, það er ís-
lenska ríkið sem tók þá
ákvörðun með lögum
að skrá það í eitthvert
félag við fæðingu.
vjiíerkilega þægilegt
fyrir félag þetta, ekki
síst vegna þess að ríkið
mun hefja greiðslur til
félagsins vegna vera barnsins í því
er það nær 16 ára aldri. Það er ein-
mitt aldurinn sem barnið verður að
komast á til þess að geta sjálft tek-
ið ákvörðun um úrsögn úr félaginu.
Hvaða félag er þetta nú? Jú þetta
er félag áhugafólks um ósýnilegan
anda sem á heima uppi í himninum,
oftast kallað þjóðkirkjan. Hið sama
gildir reyndar um önnur svipuð fé-
lög, hvaða anda sem þau aðhyllast.
Sökum stærðar þessa félags, um
88% þjóðarinnar (1. des. 1999),
hefur það augljóslega mestan hag
þessu fyrirkomulagi, fyrirkomu-
lagi sem ekki á heima í siðmennt-
uðu þjóðfélagi nútímans.
Lögin - lögleysan
Lítum nú á „Lög
um trúfélög" frá 1975.
Þar stendur skýrum
stöfum í 2. grein:
„Enginn getur að lög-
um bundist skyldu
eða skuldbundið ann-
an til að vera eða vera
ekki aðili að trúfélagi,
trúmálasamtökum
eða trúarreglu.11
Ósamræmið kemur
svo í 5. grein sömu
laga, en þar segir í
upphafi hennar:
„Barn, sem fætt er í
hjónabandi, skal frá
fæðingu talið heyra til sama trúfé-
lagi og foreldrar þess.“ Hvað er
etta annað en skráning í trúfélag?
þessari sömu grein er svo kveðið
á um að barn skuli tilheyra trúfé-
lagi móður þess ef foreldrar era
ekki í sama trúfélagi. Þetta hlýtur
útaf fyrir sig að stangast á við jafn-
réttislög. Lögin segja sem sagt
„það á ekki að skrá barn í trúfélag"
og „það á að skrá barn í trúfélag".
Þetta gengur ekki upp, það sér
hver maður að hér er einhverju of-
aukið. Það er vonandi enginn í vafa
um að 2. greinin á fullan rétt á sér,
og þar af leiðandi hlýtur það að
vera eðlileg krafa að 5. greinin falli
út!
Magnús Ingi
Magnússon
vasfíhugi
A L H L I Ð A
VIÐ5KIPTAHUGBÚNAÐUR
1 Fjárhagsbókhald
1 Sölukerfi
i Viðskiptamanna
kerfi
Birgðakerfi
i Tilboðskerfi
l Verkefna- og
parrtanakerfi
Launakerfi
i Tollakerfi
tU*'askhugi ehf. Síðumúla 15- Sími 568-2680
Hugtakið „upplýst samþykki" er
talsvert í umræðunni þessa dagana
og ætti það að eiga við í þessu máli
þ.e. að enginn skuli vera skráður í
félög eða samtök hverskonar, án
upplýsts og sjálfstæðs vilja um
slíkt. Börn hafa augljóslega ekki
þroska til að mynda heilsteypta og
sjálfstæða skoðun á trúmálum svo
vel sé, og því ætti í raun enginn
sem ekki er kominn á sjálfræðis-
aldur að geta skráð sig í trúfélag.
Fólk hlýtur að geta trúað á sinn
anda og stundað sín andahús,
(kirkjur, moskur, o.þ.h.) án þess að
vera skráð í félag eða vera orðinn
16 ára.
Það að breyta þessu til betri veg-
ar gæti verið fyrsta skrefið til að
hefja hinn löngu tímabæra aðskiln-
að ríkis og kirkju. Eins þarf hið
Trú
Brýnustu verkefnin eru,
að mati Magnúsar
Inga Magnússonar,
að hætta sjálfvirkri
skráningu í (trú)félög og
hætta að dæla pening-
um í þau, ásamt því að
taka trúboð út úr nám-
skrá grunnskóla.
fyrsta að hætta hinum óhugnan-
lega fjáraustri úr ríkissjóði til trú-
félaga (var á þessu ári a.m.k. 4
milljarðar en er sennilega mun
meira). Það geta allir verið sam-
mála um að það er nú eitt og annað
þarfara hægt að gera við 4 þúsund
milljónir. Það er merkilegt að fólk
þurfi þvílíkt magn af peningum til
að trúa á eitthvað. Skemmst er í
því sambandi að minnast kristni-
töku óhófsins. Sjaldan hefur jafn
miklu af peningum verið jafn illa
varið og fyrir jafn fáa, hvað svo
sem líður afneitun sumra manna
varðandi aðsóknina. Hvar á það
heima í siðfræði kristninnar að
safna einhverju smotteríi til að
leysa þrælabörn á Indlandi úr
ánauð en skemmta sér svo fyrir
margfalda þá upphæð á Þingvöllum
og láta ríkið borga; þvílík yfirgengi-
leg hræsni! Það að þetta sé mögu-
legt er algjörlega óviðunandi
ástand.
Að lokum. Þetta tvennt, að hætta
sjálfvirkri skráningu í (trú)félög og
að hætta að dæla peningum í þau,
ásamt því reyndar að taka trúboð
út úr námskrá grunnskóla, eru
brýnustu verkefnin í þessum mála-
flokki. Því segi ég: hættum opin-
beru trúboði í hvaða mynd sem það
er - STRAX!
Höfundur er vaktmaður og
meðlimur i SAMT (Samfólag
trúlausra).
Vinnum gegn ör-
birgð og ofbeldi!
í DAG, þriðjudaginn
24. október, verður
efnt til heimsgöngu og
útifundar. Safnast
verður saman á
Hlemmi kl. 17:30 og
gengið niður Lauga-
veginn að Ingólfstorgi
þar sem haldinn verð-
ur útifundur. Heims-
ganga kvenna gegn ör-
birgð og ofbeldi er
átak kvenna um allan
heim í því skyni að
knýja fram breyting-
ar. Fjöldi samtaka í
157 þjóðlöndum hafa
ákveðið að taka þátt í
átakinu. Við á íslandi
látum ekki á okkur standa, við ætl-
um líka að ganga og það langt
fram á veginn í baráttunni gegn
örbirgð og ofbeldi.
Það var rennt blint í sjóinn þeg-
ar boðað var til stofnfundar Sam-
taka um kvennaathvarf 2. júní
1982. Fundarboðendur voru konur
úr ýmsum kvennahreyfingum
ásamt konum sem höfðu kynnst
áhrifum heimilisofbeldis í starfi
sínu. Fyrirmyndin var einkum sótt
til kvennaathvarfa á Norðurlönd-
um en fyrsta kvennaathvarfið í
þeirri mynd sem við þekkjum var
opnað í London 1972.
Ofbeldi á heimilum hafði lítið
verið rætt opinberlega hér á landi
og fáir gerðu sér grein fyrir að um
útbreitt samfélagsvandamál væri
að ræða. „Slíkt gerist ekki hér,“
heyrðist jafnvel fullyrt. En fólk
dreif að, salurinn reyndist of lítill
og strax á fundinum gerðust 200
einstaklingar og félagasamtök
stofnfélagar. Um sumarið og
haustið var málefnið kynnt fyrir
ráðamönnum, leitað að hentugu
húsnæði, starfsfólk ráðið og þjálfað
og 6. desember 1982 var Kvenna-
athvarfið opnað í Reykjavík.
Markmið Samtaka um
kvennaathvarf
1) Að reka athvarf, annars vegar
fyrir konur og börn þeirra þegar
dvöl í heimahúsi er
þeim óbærileg vegna
andlegs eða líkam-
legs ofbeldis eigin-
manns, sambýlis-
manns eða annarra
heimilismanna og
hins vegar fyrir kon-
ur sem verða fyrir
nauðgun.
2) Að veita ráðgjöf
og upplýsingar, efla
fræðslu og umræðu
um ofbeldi innan fjöl-
skyldu, m.a. til að
auka skilning í þjóð
félaginu á eðli ofbeld-
is og afleiðingum
þess og stuðla að því
að þjóðfélagið, lög þess og stofnan-
ir verndi og aðstoði þá er slíkt of-
beldi þola.
Ganga
s A
I dag, segir Asta Júlía
Arnardóttir, verður
gengið gegn ofbeldi.
Á íslandi búa margar konur við
ofbeldi á heimilum sínum. Það get-
ur birst í ýmsum myndum og verið
bæði líkamlegt og andlegt. Fjöldi
kvenna býr við ofbeldi án þess að
bera þess sýnileg merki. Öfbeldið
læðist oft hægt inn í sambandið en
getur einnig þróast á skömmum
tíma og þrífst í skjóli friðhelgi
heimilisins.
I dag verður gengið gegn of-
beldi. Við hjá Samtökum um
kvennaathvarf viljum minna á að á
Islandi býr fjöldi kvenna við of-
beldi á heimilum sínum. Ætlum við
að láta það viðgangast?
Við hvetjum alla til þess að taka
þátt í göngunni í dag frá Hlemmi
því leiðin „GEGN OFBELDI“ er
bara hálfnuð.
Höfundur er fræðslu- og kynningar-
fulltrúi Samtaka um kvennaathvarf.
Ásta Júlía
Amardúttir