Morgunblaðið - 24.10.2000, Side 14

Morgunblaðið - 24.10.2000, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBE R 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ f Vinnuverndarvikan 2000,23.-27. október Heilsa ein- staklingsins ómetanleg Vinnuverndarvikunni 2000 var formlega ýtt úr vör á blaðamannafundi í gær. Vinnueftirlit ríkisins sér um framkvæmd verkefnisins hérlendis en Vinnuverndarvikan er sameiginlegt átak Evrópuþjóðanna. í VINNUVERNDARVIKUNNI í ár er lögð áhersla á að auka vitund fólks um gildi þess að gera vinnu- staðinn heilsusamlegri og öruggari og er átakinu beint gegn atvinnu- tengdum álagseinkennum í stoðkerf- inu, vöðvum og liðum. Talið er að 70- 80% fólks finni fyrir meiri eða minni óþægindum í bald einhvem tímann á lífsleiðinni og er vandann að finna hjá starfsfólki í öllum greinum at- vinnulífsins. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra setti fundinn og þar með átaksvikuna. Ráðherra kynnti kjör- orð vikunnar, „Bakverkinn burt“, og sagði vinnu vikunnar miða að því að upplýsa og fræða fólk um heilsu- vernd á vinnustað. Til þess að ná því markmiði verður reynt að ná til allra vinnustaða landsins með einum eða öðrum hætti. í dag og á fimmtudag verða eftirlitsmenn frá Vinnueftirlit- inu með fræðsluátak í völdum fyrir- tækjum. í dag fara þeir í iðnfyrir- tæki, vélsmiðjur og trésmiðjur en á fimmtudag í þjónustufyrirtæki, svo sem skrifstofur og verslanir. Mikið starf er að sögn Páls framundan í að greina heilsufarshættur á vinnustað og hvetja til forvama gegn þeim. Liður í því starfi er útgáfa bæklings um heilsuvernd á vinnustað sem Vinnueftirlitið, ASÍ, BSRB og Sam- tök atvinnulífsins standa að útgáfu á. Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlitsins sagði algengi stoð- kerfiseinkenna, t.d. bakverks, vera „gríðarlega umfangsmikið vanda- mál“, sem væri stór þáttur í vinnu- tapi bæði til lengri og skemmri tíma. 1% landsframleiðslu glatast á ári vegna vandamála í stoðkerfi Evrópskar rannsóknir sýna að um þriðjungur starfsmanna finni íyrir bakverkjum í tengslum við vinnu en um þriðjungur óþæginda frá stoð- kerfi er talinn tengjast vinnu. Eyjólf- ur sagði Finna framarlega á sviði rannsókna á atvinnusjúkdómum. Tölur Finnanna áætla að 1% lands- framleiðslu þjóðarinnar glatist vegna vandamála í stoðkerfi sem tengjast vinnu. Ekkert bendir til þess að vandamálið sé minna hér á landi að sögn Eyjólfs og ef þessi tala væri umreiknuð við íslenskar að- stæður væri talan sjö miHjarðar ís- lenskra króna á ári og snerti hag og heilsu tuga þúsunda Islendinga. Því væri brýn ástæða til að vekja fólk til umhugsunar um nauðsyn vinnu- verndar á vinnustað, vekja athygli á útbreiðslu vandans og orsökum og beina athygli starfsmanna og stjóm- enda að lausnum við vandanum. Rannsóknir sýna að með markvissu forvamarstarfi og öryggisstjómun innan fyrirtækja fækki veikinda- fjarvistum starfsmanna og gæði vinnunnar og framleiðni fyrirtækja eykst að ógleymdum bættum lífs- gæðum vinnandi fólks. Morgunblaðið/Ásdís Páll Pétursson félagsmálaráðherra setti Vinnuverndarvikuna 2000. Kristinn Tómasson yfirlæknfr sagði að um 30% af langtímafjar- vistum frá vinnu væra vegna stoð- kerfissjúkdóma. Kristinn vitnaði til íslenskrar athugunar Ólafar Steing- rímsdóttur frá 1988 sem birt var í Læknablaðinu. Þar segir að óþæg- indi frá hálsi, herðum og mjóbaki hefðu verið til staðar á síðustu 7 dög- um hjá 20-30% karla og yfir 40% kvenna. Fjarverandi frá vinnu vegna þessara óþæginda voru um 10-20% kvenna og 5-15% karla. Tapaðar vinnustundir á ári væra því sam- kvæmt þessum tölum fjölmargar á ári hverju. Kristinn sagði nauðsyn- legt að gera rannsóknir á stoðkerfa- vandamálum þar sem þekkja þyrfti vandamál til að geta fyrirbyggt þau. Grunnur að betra starfi Niðurstöður rannsókna vekja at- hygli á hvaða óþægindi eða vanheilsa herjar á starfsmenn, hvort heldur sem er líkamleg, andleg eða félags- leg. Niðurstöðumar era notaðar til að gera tillögur að úrbótum og leggja þannig grann að betra vinnuvernd- arstarfi, þær tengja vinnuumhverfi og óþægindi og finna starfsmenn sem era í sérstakri áhættu. Kristinn sagði einnig að þar sem baksjúkdóm- ar og önnur stoðkerfavandamál væra oft langvinn væri vert að skoða getu einstaklinganna til að snúa aft- ur til vinnu eftir langtímafjarvistir en sú geta væri afar breytileg milli landa og háð félagslegum bótum, at- vinnuöryggi í veikindafjarvistum og endurhæfingarmöguleikum. „Kostnaður vegna stoðkerfasjúk- dóma er gríðarlegur en heilsuna er erfitt að meta til fjár þar sem hún er sérhverjum einstaklingi ómetanleg." Heilsuefling á vinnustað Vinnueftirlitið hvetur starfsmenn og stjómendur fyrirtækja til að taka þátt í átakinu til að ná í sameiningu markmiðum þess en undirbúningur átaksins hefur staðið yfir lengi að sögn Inghildar Einarsdóttur verk- efnisstjóra þess. Á morgun fer fram málþingið Bakverkinn burt - HeOsu- vemd á vinnustað, á Grand Hóteli þar sem málefni vikunnar verða rædd ofan í kjölinn. En Hedsuefling á vinnustað er samtstillt átak vinnu- veitenda, starfsmanna og þjóðfélags- ins sem miðar að því að bæta heilsu og líðan vinnandi fólks. Markmiðum heilsueflingarinnar verður náð með því að bæta vinnuskipulag og vinnu- umhverfi, hvetja td virkrar þátttöku og ýta undir þroska einstaklingsins eins og segir á heimasíðu Vinnueftir- litsins á slóðinni: h ttp://www. ver.is/. „Góð heilsa er ein mikilvægasta forsendan fyrir þróun jákvæðra afla eins og áhuga, sköpunargáfu, sam- vinnu, vOja tO að læra og leggja sig fram. Heilsuefling á vinnustað er því fjárfesting til framtíðar.“ Vinnuverndarátak í skólum, í sam- starfi við Evrópuverkefnið Heilsuefl- ing í skólum, sem stýrt er af Land- læknisembættinu, verður á föstudag þar sem tölvuver verða sérstaklega skoðuð og börnum kennt og leiðbeint um hvemig ber að sitja við tölvu. Liður í samkomulagi Reykjavíkur, Háskólans og Islenskrar erfðagreiningar Háskóli íslands fær 62 milljóna króna fjárframlag Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarsljóri afhendir Páli Skúlasyni rekt- or fjárframlag til eflingar Háskóla íslands. Sitjandi eru Hjörleifur Kvaran borgarlögmaður og Kári Stefánsson, forstjóri fslenskrar erfða- greiningar. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri afhenti í gær Páli Skúlasyni, rektor Háskóla íslands, rúmlega 62 milljóna króna fjár- framlag, en féð er helmingur þeirr- ar greiðslu sem Reykjavíkurborg fékk frá íslenskri erfðagreiningu fyrir byggingrrétt á lóð á háskóla- svæðinu. Fjárframlag þetta er liður í sam- komulagi milli Háskóla íslands, Reykjavíkurborgar og íslenskrar erfðagreiningar, sem gert var í febrúar síðastliðnum, um uppbygg- ingu öflugrar vísinda- og atvinnu- starfsemi á sviði heilbrigðisvísinda og líftæknirannsókna á háskóla- svæðinu. Liður í þessu samkomu- lagi var að gerð yrði breyting á deiliskipulagi háskólasvæðisins á þann veg að þar yrði leyft að reisa byggingu undir starfsemi íslenskr- ar erfðagreiningar. Var gert ráð fyrir því að bygging íslenskrar erfðagreiningar yrði 10.000 fer- metrar að stærð og að fyrirtækið greiddi rúmlega 104 milljónir króna fyrir byggingarréttinn. Greiðslunni skyldi skipta í tvo jafna hluta, þar sem helmingi yrði varið til eflingar Háskóla íslands. Við afhendingu styrksins sagði Ingibjörg Sólrún að borgaryfirvöld teldu gott samstarf við Háskóla ís- lands afar mikilvægt. Hún benti á að samningur Reykjavíkurborgar Háskóla Islands og íslenskrar erfðagreiningar væri í samræmi við þá stefnu Reykjavíkurborgar að styrkja höfuðborgina sem háskóla- borg, sem og miðstöð menntunar og þekkingar. Hún benti jafnframt á að Reykja- víkurborg hefði í samræmi við þessa stefnu leitað ýmissa leiða til að styrkja tengsl borgarinnar og Háskólans, meðal annars með ný- legum samningum um Borgar- fræðasetur og jafnréttisrannsóknir. Páll Skúlason sagði að vilji borg- aryfirvalda til að efla Háskóla Is- lands og rannsóknar- og vísinda- starf á Háskólasvæðinu, hefði mikla þýðingu fyrir Háskólann. Hann benti á að samningur Reykjavíkur- borgar, Háskólans og Islenskrar erfðagreiningar væri mikilvægt skref í þá átt að tryggja samstarf borgarinnar, Háskólans og fyrir- tækja. Páll sagðist eiga von á því að samstarf Reykjavíkurborgar og Háskólans ætti eftir að eflast enn frekar, en nauðsynlegt væri að Há- skólinn og borgin horfðu saman til framtíðar, sérstaklega hvað varðaði uppbyggingu á háskólasvæðinu. Vilja úttekt á ástandi eigna á helstu skjálftasvæðum Markmið- ið að efla varnir og viðbúnað í ÞINGSÁLYKTUNARTILLÖGU sem lögð hefur verið fram á Al- þingi er lagt til að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að láta fara fram rannsókn og úttekt á ástandi eigna á öllum helstu jarðskjálfta- svæðum á íslandi. Tilefni tillög- unnar eru jarðskjálftarnir öflugu % sem urðu á Suðurlandi í sumar. Margrét Frímannsdóttir, Sam- fylkingu, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en meðflutningsmenn eru alls sex og koma úr Samfylk- ingu, Framsóknarflokki og Sjálf- stæðisflokki. Tillagan gerir ráð fyrir að umrædd rannsókn fari fram á næstu tíu árum og mark- mið hennar verði að efla varnir og .: viðbúnað gegn jarðskjálftum þar | sem megináhersla verði lögð á að » fyrirbyggja manntjón og draga úr fj slysum, sem og að lágmarka skemmdir á byggingum, tækni- kerfum og innanstokksmunum. Yflrumsjön á Selfossi Lagt er til að Rannsóknarmið- stöð Háskóla íslands í jarð- skjálftaverkfræði á Selfossi hafi yfiramsjón með verkinu. Skulu niðurstöður birtar strax að lokinni úttekt á fyrsta svæði sem rannsak- að verður og síðan ákveðið hvernig staðið verði að því að bæta og kaupa þær eignir sem teljast var- hugaverðar með tilliti til mögulegs tjóns af völdum jarðskjálfta. Kostnaður við verkið skuli greið- ast úr ríkissjóði. „Mikilvægt er að á næstu árum verði unnið rétt og skipulega að undirbúningi jarðskjálftavarna,“ segir í greinargerð. „Liður í því er að nýta þá vitneskju sem fékkst í sumar um eðli og afleiðingar jarð- skjálfta. Þar verður að forðast all- ar öfgar og má hvorki stinga höfð- inu í sandinn og vona að nú sé þetta búið í bili og ekkert þurfi að gera né að ganga of langt í var- kárni og öryggiskröfum. Jarðskjálftar á íslandi eru stað- reynd sem nauðsynlegt er að búa sig undir af skynsemi og af vark- árni.“ Þing BSRB hefst á mið- vikudag ÞING BSRB, hið 39. í röð- inni, verður haldið dagana 25.-28. október nk. í Borgar- túni 6, 4. hæð. Þingið verður sett við há- tíðlega athöfn miðvikudaginn 25. október kl. 13 í Bíóborg- inni, Snorrabraut 37, og er þingsetningin öllum opin. Að þingsetningu lokinni kl. 15 er boðið upp á veitingar í húsi BSRB, Grettisigötu 89. Framhald þingstarfa hefst síðan kl. 17 í Borgartúni 6. Gestafyrirlesarar á þinginu verða Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Kristinn Tómasson, yfir- læknir Vinnueftirlits ríkisins. Fyrirlestur Þorsteins hefst kl. 13.15 fimmtudaginn 26. október og nefnist: Á lands- byggðin sér von? Fyrirlestur Kristins hefst kl. 13, föstu- daginn 27. október og fjallar hann um heilsuvernd starfs- manna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.