Morgunblaðið - 24.11.2000, Page 25

Morgunblaðið - 24.11.2000, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 25 VIÐSKIPTI Forstjóri Fjármálaeftirlitsins sefflr þróun í kjölfar síaukinna útlána vera óviðunandi Stjórnendur þurfa að taka hættumerkin alvarlega MIKIL aukning útlána undanfarin tvö ár er varhugaverð þróun að mati Fjármálaeftirlits- ins og telur Páll Gunn- ar Pálsson forstjóri FME að slík útlána- aukning langt umfram aukningu þjóðar- framleiðslu geti ekki staðist til lengdar. Ár- leg útlánaaukning frá árinu 1998 hefur að jafnaði verið 25-30% á meðan sambærileg aukning útlána áranna 1996 og 1997 var um 12%, og segir Páll að í ljósi aðstæðna sé þróun á eigin- fjárhlutfalli lánastofnana óviðun- andi. Þetta kom m.a. fram í ræðu Páls Gunnars á ársfundi Fjármálaeftir- litsins í gær, þar sem kynnt var fyrsta ársskýrsla FME. í ræðu sinni taldi Páll Gunnar nauðsynlegt að gera útlánavöxt og eiginfjár- stöðu lánastofnana að sérstöku um- talsefni og sagði að Fjármálaeftir- litið hefði gert margvíslegar athugasemdir við útlánavöxt og þróun eiginfjárhlutfalls og áhættu- stýringu því tengda. Páll Gunnar sagði að auk þess sem hröð útlánaaukning yki af- skriftaþörf skapaði hraðvaxandi umsvif einnig hættu á að ekki væri nægilega vandað til útlánaákvarð- ana og áhættugreiningar. Hann sagði jafnframt að með hliðsjón af fyrirliggjandi spám um minnkandi hagvöxt mætti ætla að afskriftar- framlög væru nú í lágmarki, en ef arðsemi eigin fjár breyttist ekki yrði ekki svigrúm til að auka af- skriftarframlögin nema með því að auka tekjur eða draga úr kostnaði. Innra eftirlit setið á hakanum „Við þessar aðstæð- ur er því nauðsynlegt fyrir lánastofnanir að sýna sterka eiginfjár- stöðu. Vandinn er hins vegar sá að af- leiðing hinna auknu umsvifa er lækkun eiginfjárhlutfalla. Lögboðið eiginfjár- hlutfall viðskipta- banka og stærstu sparisjóða hefur í heild lækkað úr 12,7% i 9,4% frá árslokum 1995 til miðs árs 2000. Víkjandi lán, sem talin eru með í útreikningi á eiginfjárhlutfalli, hafa aukist verulega á þessu tímabili eða úr 2,2 milljörðum króna í 15,3 milljarða króna. Eiginfjárhlutfall án víkjandi lána hefur því lækkað enn meira en hið lögboðna eigin- fjárhlutfall, eða úr 11,7% í 6,6% á tímabilinu. Þessi þróun eiginfjár- hlutfalls er óviðunandi," sagði Páll Gunnar. Þá sagði Páll Gunnar að Fjár- málaeftirlitið hefði gert athuga- semdir við skipulag og eftirlit varð- andi markaðsáhættu fjármála- fyrirtækja, en sú áhætta hefði vaxið mjög hratt og að innra eftir- lit hefði setið á hakanum í ýmsum tilfellum. Markaðsbréfaeign stærstu fjármálafyrirtækjanna jókst úr 20 milljörðum króna í 96 milljarða króna frá árslokum 1995 til ársloka 1999 og er því sífellt stærri hluti eigna þessara fyrir- Páll Gunnar Pálsson Fjármálaeftirlitið hefur undanfarið gert athugasemdir við skipulag og eftirlit varðandi markaðsáhættu fjármála- fyrirtækja, en vaxandi hluti eignaþeirra er bundinn í markaðsverðbréfum sem eru háð gengissveiflum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg tækja bundinn í markaðsverðbréf- um, sem eru háð gengissveiflum á markaði. Þessi þróun leiðir til þess að fjármálafyrirtækin eru við- kvæmari en áður fyrir ytri áhrifum á efnahag og rekstur og sagði Páll Gunnar mikilvægt að eiginfjárstaða þeirra væri nægilega sterk til að mæta óvæntum áföllum og tæki á hverjum tíma mið af áhættustigi viðkomandi fjármálafyrirtækis. Þróunin ekki sýnt breytingu til batnaðar „Á kynningarfundi Fjármálaeft- irlitsins fyrir rúmu ári var vikið sérstaklega að þróun útlána, þróun framlaga í afskriftareikning og þróun eiginfjárhlutfalla, með og án víkjandi lána. Bent var á að áhættustig fjármálafyrirtækja væri mismunandi eftir einstökum fyrir- tækjum og því eðlilegt að gera mis- munandi kröfur um lágmarkseigin- fjárhlutfall. Síðan þá hefur þróunin hér á landi ekki sýnt breytingu til batn- aðar. Fjármálaeftirlitið telur þessa stöðu óviðunandi og vill brýna fyrir stjórnendum fjármálafyrirtækja að taka alvarlega þau hættumerki sem í þessari þróun felast," sagði Páll Gunnar. I máli hans kom fram að Fjár- málaeftirlitið hefði m.a. brugðist við þessari þróun með því að huga sérstaklega að áhættustýringu og innra eftirliti lánastofnana og gert athugasemdir og hvatt til úrbóta. Þá hefur FME ma. lýst því yfir að stærstu lánastofnanir hér á landi með virka áhættustýringu og innra eftirlit skuli stefna að því að eigin- fjárhlutfall samkvæmt lögum sé á hverjum tíma að lágmarki 10% í stað 8%, og að þær aðstæður sem nú væru uppi gerðu þetta mjög brýnt. Jafnframt væri ljóst að margar lánastofnanir þyrftu að setja sér hærri markmið um eigið fé í samræmi við áhættu í starf- semi sinni. í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins kemur fram að margt bendi til þess að afkoma lánastofnana fari versnandi, en afkoman á fyrri hluta ársins 2000 samsvarar einungis 9% arðsemi eigin fjár miðað við heilt ár, sem er svipuð arðsemi og var árið 1996. Á árunum 1995-1999 batnaði hins vegai- heildarafkoma helstu fjármálafyrirtækja stöðugt, og var arðsemi eigin fjár banka og stærstu sparisjóða 7% árið 1995 og 18% árið 1999. I skýrslunni kemur fram að versnandi afkoma á fyrri hluta þessa árs skýrist að hluta til af matsverðsbreytingu fjárfestingar- skuldabréfa í tengslum við óhag- stæða þróun markaðsvaxta á lang- tímamarkaði, en án gjaldfærslu vegna þeirra breytinga hefði arð- semi eigin fjár orðið um 13% í stað 9%. Önnur meginskýring er sam- dráttur í öðrum rekstrartekjum en vöxtum, einkum gengishagnaði af skuldabréfaviðskiptum. www.microtouch.com SNERTISKJÁIR IÐNAÐARTÆKNI ehf. Þverholti 15A, sími 562 7127 MONSOON M A K E U P litir sem lífga m-twvsKi t altt að 36 mánuðt öílcUhöfðt 20 l 10 Reykjavík simi $10 SOQ0 www husgagnahollin.U Amerískur lífstíll Borðstofuhúsgögnin frá EBACO, eru klassísk og vönduð. Smáatriðunum er gefið gaum (hönnuninni, falleg smámunstur, og bogadregnar línur eru einkennandi. Komdu í Húsgagnahöllina þegar þú ætlar að velja þér húsgögn til framtíðar. Teg. Bristol Cherry: Borðstofusett með 6 stólum og glerskáp kr. 367.630,- HÚSGAGNAHÖLLIIU VISA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.