Morgunblaðið - 24.11.2000, Page 28

Morgunblaðið - 24.11.2000, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Málamiðlunartillögur settar fram á loftslagsráðstefnunni f Haag Enn eitt skrefíð að lokaniðurstöðum Fimm þúsund manna ráðstefna tekur ekki stökk heldur mjakast áfram eins og snigill, segir Sigrún Davíðsdóttir eftir að hafa horft upp á ráðstefnuferlið á loftslagsráð- stefnunni 1 Haag. En kemst þótt hægt fari. Reuters Frank Loy, aðalfulltrúi Bandaríkjanna á loftslagsráðstefnunni, fékk tertu í andlitið í gær. Var markmiðið með uppákomunni sagt vera að gagnrýna stefnu Bandaríkjamanna varðandi gróðurhúsaáhrifin. ÞAÐ er ekki einfalt verk að steypa hagsmunum um 180 landa í eina heild, en því verki stýrir Jan Pronk, umhverfisráðherra Hollands, á lofts- lagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Haag þessa dagana. Með skopskyni og föstum tökum stýrir hann hveij- um fundinum á fætur öðrum, sem all- ir miðast að því að komast að sam- komulagi um eitt skjal fyrir laugardagsmorgun. „Hann spilar þetta eftir eyranu,“ segir Siv Frið- leifsdóttir umhverfísráðherra, en hún er ein margra sem dást að þeim tökum sem Pronk hefur á verkefni sínu, sem næstum virðist ofurmann- legt. I gær skiluðu undimefndir tillög- um til Pronk, sem hann notaði síðan til þess að búa til uppkast. Þetta upp- kast var lagt fram upp úr kl. 20 í gær, þegar Pronk afhenti það sjálfur for- mönnum blokkanna, þjóðahópanna sem hafa haldið saman í viðræðunum. Fyrst var talað um að farið yrði leynt með tillögumar en fljótlega kom í ljós að svo var ekki heldur vora þær prentaðar í stóra upplagi og þeim dreift, líka til fjölmiðla. Pronk hefur lagt mikla áherslu á sem opnast ferli til þess að koma í veg fyrir tor- tryggni og ergelsi. Eins og við var að búast vora við- tökumar misjafnar. Islenska sendi- nefndin vildi ekki ræða þær í einstök- um atriðum og svipað var upp á teningnum hjá öðram sendinefndum. Það beið ráðherrafundar sem hefjast átti á miðnætti í gærkvöld, en þar átti að ræða tillögumar. í þeim er aðeins tekið á stóra deilumálunum, ekki á öllum atriðum og þá ekki heldur á ís- lenskum sérmálum, sem era losun í litlum hagkerfum.Vonin er svo að ís- lensk mál verði leyst þegar gengið verður frá heildarpakkanum. íslensk sérmál í biðstöðu Það era mörg viðkvæm mál enn óráðin. „Stefna Islands er mjög óskýr,“ segir Ami Finnsson, formað- ur Náttúravemdarsamtaka íslands, í viðtali við Morgunblaðið og segir það helgast af því að það sé stefna ís- lensku sendinefndarinnar að koma sér ekki illa við neinn sem gæti þá unnið gegn því að íslenskir sérhags- munir yrðu virtir. „Varðandi mengun sjávar tekur ísland afstöðu í öllum málum, en hér í engum og það er mjög sláandi. Hér era hagsmunir ís- lands skilgreindir algjörlega í þágu stóriðju, sem að mínu viti era skammtímahagsmunir.“ Siv segir aftur á móti að einstök lönd tali ekki skýrt út því að enginn vilji styggja aðra. Það sé dæmigert samninga- ferli. Aður en tillögum Pronks var dreift í gærkvöld var orðrómur á kreiki um að þær mundu valda mikilli óánægju og óróa, en þar sem ráðherramir hugðust ekki funda fyrr en á mið- nætti í gærkvöld var ekki ljóst fyrr en eftir það hvernig tillögunum yrði í raun tekið. Umhverfisvemdarsam- tök eins og WWF ályktuðu þó fljót- lega sem svo að tillögur Pronk væra aðför að loftslagi í heiminum. Nauð- synlegt væri að síðasti sólarhringur ráðstefnunnar yrði notaður til þess að ýta stjómmálum til hliðar og taka umhverfið inn í myndina. Samtökin Vinir jarðar ályktuðu í sama anda og sögðu að Bandaríkin fengju í tillögunni ekkert aðhald til að skera niður loftmengun heima fyrir. Með þessum tillögum yrði enginn endi bundinn á loftslagsbreytingar af völdum losunar koltvísýrings, hvað þá að þróuninni yrði breytt til hins betra. Ekki afgerandi en upphafíð Náttúravemdarsamtök hafa flest fyrirfram fullyrt að niðurstaða Haag-ráðstefnunnar muni litlu breyta. Losun verði eftir sem áður alltof mikil. Jafnvel þótt tækist að ná markmiðinu um að minnka losun sex gróðurhúsalofttegunda um 5,2 prós- ent miðað við útblásturinn 1990 hafi það lítið að segja. Ofan á þetta bætist að nú þegar verið er að koma sér saman um hvemig þetta skuli gert reyni ýmis ríki, til dæmis Bandaríkin, leynt og ljóst að skjóta sér undan. Bandaríkin era í „regnhlífarhópnum" svonefnda, þjóðahópi sem Islending- ar era einnig í. Aðrir taka þó annan pól í hæðina, þar á meðal ýmsir vísindamenn. Pew- miðstöðin um loftslagsbreytingar er ein margra samtaka, sem hafa bar- áttu gegn gróðurhúsaáhrifum á verk- efnaskrá sinni. Samtökin vinna með ýmsum stórfyrirtækjum sem hafa viðurkennt að eitthvað þurfi að gera. Eileen Claussen, forseti samtakanna, sagði á blaðamannafundi í gær að það væri nauðsynlegt að líta á ráðstefn- una raunsæjum augum. Hún benti á að það hefði aldrei ver- ið ætlun áhrifamikilla landa eins og Bandaríkjanna að leysa öll mál, svo hægt væri að staðfesta Kyoto-bókun- ina. Ráðstefnan gæti ekki verið ann- að en upphaf ferhs, þar sem vonandi yrði hægt að leysa úr tæknilegum málum í sambandi við framkvæmd bókunarinnar. Allt breytingaferli væri fimaþungt í vöfum í Bandaríkjunum, það tæki varla minna en tvö ár að koma bókun- inni í gegnum þingið og vitað væri að þar væra ýmsir harðir andstæðingar bókunarinnar, en það hefðu líka bæst við öflugir stuðningsmenn hennar eins og Hillary Rodham Clinton, eig- inkona Bandaríkjaforseta, en Rodh- am Clinton er nú orðin öldungadeild- arþingmaður. Eftir þetta tæki svo við að setja reglur um framkvæmd. Þær þyrfti að bera undir almenning, síðan að móta þær að fullu og koma þeirn á framkvæmdastig. Atta ár væra ekki langur tími í þessu ferh, en bókunin tekur til áranna 2008-2012. Til dæm- is tóku lög um hreint loft gödi í Bandaríkjunum 1990 eftir tíu ára ferh. En bæði Claussen og ýmsir aðrir, sem vilja hta bjartsýnum augum á ráðstefnuna, leggja áherslu á að ráð- stefnan sé mikilvægt skref í átt til þess að hefta loftmengun. Það starf krefjist margra skrefa og baráttan standi um ófyrirsjáanlega fi’amtíð. j Höfuðverkur fyrir trygg- ingafélögin Tjón af völdum flóða og fárviðra ýta undir fólk að tryggja gegn slíku, en trygginga- félögin geta ekki ein tekið á sig vaxandi tjón af veðurfarsbreytingum. SJÖTÍU prósent allra golfvalla í Bretlandi hafa orðið fyrir tjóni, sem rekja má til gróðurhúsaáhrifa, svo það fer ekki hjá því að menn í við- skiptalífinu finni fyrir gróðurhúsa- áhrifum,“ sagði Andrew Dlugolecki hjá Umhverfisáætlun Sameinuðu þjóðanna, UNEP, með brosglampa í augunum er hann kynnti blaðamönn- um á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Haag þær aðstæður, sem blasa við tryggingafélögum vegna gróðurhúsaáhrifa. „Ef ekkert verður að gert mun bótakúrva tryggingafélaga fara fram úr þjóðarframleiðslu heimsins 2065,“ benti Dlugolecki á, en bætti við að hann byggist auðvitað ekki við að hægt væri að draga kúrvuna áfram frá deginum í dag. Eitthvað yrði gert og vísbendingar um umhverfisáhrif væra þegar svo óyggjandi að trygg- ingafélög eins og aðrar stofnanir tækju þær með í reikninginn. Robert Watson, formaður IPCC, ráðgjafanefndar Sameinuðu þjóð- anna um gróðurhúsaáhrif, undir- strikaði að náttúran væri lang- minnug. Sjötíu ára losun loft- tegunda, sem valda gróðurhúsa- áhrifum, hefði ekki aðeins áhrif í nokkra áratugi heldur í þúsund ár. Stökk en ekki jafnar breytingar Það er ekki aðeins spurning um hvort einn og einn stormur stafi af gróðurhúsaáhrifum. Þegar litið er til lengri tíma má einfaldlega sjá að tíðni stórviðra um allan heim hefur aukist. Dlugolecki bendir á að gera megi ráð fyrir tíu prósenta tjónaaukningu af völdum óveðra næstu árin. En málið er ekki svo einfalt. „Loftslags- breytingar munu ekki aðeins hafa vaxandi áhrif, heldur áhrif á stig- magnandi hátt,“ bendir Dlugolecki á. „Tíu prósent meiri vindhraði eykur tjón um 150 prósent. Þegar loftslags- breytingar byrja af alvöra þá er þetta skriðið." Og það er ekki aðeins spurning um að tíðni náttúraham- fara á borð við flóð og storma aukist. Hitatímabil í heitu löndunum verða heitari, regntíminn ákafari. Allt þetta hefur griðarleg áhrif á efnahag þeirra svæða, sem búa við þetta. Þessi áhrif leiða til tjóns og það tjón þarf tryggingageirinn að takast á við. Og áhrifm dreifast ekki jafnt. Borgarstjórinn í Haag lét fulltrúum á loftslagsráðstefnunni í té hlaupahjól í gær. Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra er lengst til hægri. Suðurhvelið verður verr fyrir barð- inu á breytingunum en norðurhvelið. „Ti’yggingageirinn er hluti af svarinu, en getur ekki verið eina svarið við loftslagsbreytingum af völdum gróðurhúsaáhrifa,“ sagði Dlugolecki. „En tryggingafélögin verða vissulega að bregðast við, meðal annars með því að afla sér upplýsinga frá samtökum eins og IPCC, sem búa yfir miklu magni upplýsinga.“ Nýjar aðstæður, nýir möguleikar Nýjar aðstæður krefjast nýs hugsunarháttar og það gildir í hæsta máta fyrir tryggingafélög á tímum gróðurhúsaáhrifa. Það er ljóst að tryggingageirinn muni eiga erfitt með að mæta tjónakröfum og hann er reyndar þegar farinn að finna fyr- ir vaxandi byrði af völdum óhemjug- angs í veðrinu. Það er misjafnt hvaða hátt trygg- ingageirinn í einstökum löndum hef- ur á varðandi tjón af völdum veðurs og flóða. í Hollandi era engar trygg- ingar á því sviði, því flóðatjón er talið falla undir almannaheill og það er því hið opinbera sem tekur á sig slíkar bætur. í Bretlandi eru tryggingar, sem nýlega hafa komið þeim til góða, sem hafa orðið fyrir barðinu á við- varandi flóðum undanfarið. Það er ljóst að það þarf ómældar fjárhæðir næstu áratugi til að greiða fyrir tjón af völdum gróðurhúsa- áhrifa. Ráðleggingin til trygginga- geirans er því að leita nýrra sam- starfsaðila og nýrra leiða í fjármögnun. Og tryggingafélög munu einnig án efa endurskoða allar tryggingar er varða tjón af völdum veðurs. Dlugolecki leggur áherslu á að tryggingaiélög muni aðeins tryggja ef eitthvað verði að gert til að draga úr áhrifunum. Ein geti þau ekki staðið undir tryggingum. En það eru fleiri sem þurfa að hugsa sig um. Dlugolecki bendir á að fjárfestingargeirinn þurfi einnig að huga að þeim mikla markaði sem verður á sviði umhverfisbætandi tækni næstu ár og áratugi. Þai- muni ómældir og nýir möguleikar koma fram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.