Morgunblaðið - 24.11.2000, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 24.11.2000, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 35 LISTIR „AREA“ MYJVPLIST Kjarvalsstaðir MYNDVERK/ MYNDBÖND LISTAMENN FRÁ SUÐUR-AFRÍKU Opið alla daga frá kl. 10-18. Til 7 janúar 2001. Aðgangur 400 krón- ur. Sýningarskrá 1.200 krónur. ÞAÐ er með sann ekki á hverjum degi að hingað á útskerið slæðist sýnishorn þess sem er að gerast á vettvangi framsækinna sjónmennta í Suður-Afríku, hafi það þá ein- hvern tíma skeð. I raun þekkjum við íslendingar harla lítið til núlista á þessu svæði, jafnvel ekki til myndlistar þjóða sem eru til muna nær okkur. Uppgötvaði sjálfur á at- hyglisverðri sýningu í Kunstforen- ingen í Kaupmannahöfn íyrir ári eða svo, að ég hafði fram til þess tíma verið h'tt fróður um landslags- hefðina í Kanadískri málaralist og eiga þeir þó sína toppa eins og við Ásgrím, Jón Stefánsson og Kjarval, varð furðu lostinn, skoðaði niður kjölinn í tvígang, og hugsaði að vonum margt. Og nú fyrir skömmu varð mér reikað um sali Schim- sýningahallarinnar í Frankfurt, en þar var að Ijúka sýningu á pólskri landslagshefð í nokkrar aldir, sett upp í tilefni bókakaupstefnunnar í október sl., og þar stóð ég líka á gati. Nefna má löndin jaðarþjóðir í myndlist, sem við sjálfir erum út og í gegn, og slíkar þekkja framlag fjarlægra stórþjóða iðulega stórum betur en nágranna sinna, til að mynda í Kína, Japan og Suður-Am- eríku. Og svo auðvitað myndlistar- forustuþjóða núlista austan hafs sem vestan, markaðssett í spreng. En ekki getum við með nokkurri sanngirni afskrifað sjónmennta- hefð minna þekktra heilda frekar en okkar sjálfra, og má koma hér fram að skáli Kanada á heimssýn- ingunni í Hannover innibar sjón- ræna opinberun og var í alla staði hámenningarlegur. Kannski ástæð- ulaust að velta því fyrir sér hver þekking yngri kynslóða á landi hér sé á norrænni málaralist yfirleitt, en við tilhugsunina eina setur að mér hroll. - Hvað frumstæða myndlist Afr- íkuþjóða snertir þekkir heimurinn hana betur en flest annað af því tagi, hún hefur ekki einasta dreifst um allar jarðir heldur eru áhrif hennar meira en sýnileg í núlistum aldarinnar. Þá eru mannfræðisöfn víðast hvar með ríkulegt sýnishorn hennar og fátt er sannari lifun en að reika um sali þeirra í stór- borgunum, ekki síst í París. Lífrænn skúlptúr úr myrkviðum Afríku varð módernistunum borg- arinnar ótæmandi uppspretta áhrifa á fyrstu áratugum 20. aldar, sem andsvar við kaldri iðnaðar- og vélaöld. Aftur á móti vita menn víð- ast hvar harla Mtið hver áhrif seinni tíma samtímalist í heiminum hefur haft á afrísk menningarsamfélög, og hér er Suður-Afríka fjærst okk- ur í álfunni. Sýningunni AREA ^000, Art Region End of Africa, á Kjar- valsstöðum, er ætlað að bæta hér að nokkru úr vanþekkingu okkar og sanna um leið að samtímahst í vestrænu samhengi hefur einnig náð að festa rætur sunnan mið- baugs. Sýningarstjórinn, Gavin Younge, vinnur á alþjóðavettvangi sem myndhöggvari, rithöfundur, jafnframt skipuleggjandi sýninga og er prófessor við Háskólann í Höfðaborg, þar sem hann kennir höggmyndaMst og er jafnframt Mst- rænn ráðgjafi við RíkisHstasafnið í Amsterdam. Hann Vinnur sem sagt á alþjóðlegum grunni, tók þátt í höggmyndasýningu í París í ár og hefur haldið einkasýningar í Frakklandi. Einnig má að ósekju nefna hér að annar Afríkubúi, Okwui Enwesor að nafni, hefur verið valinn listrænn stjómandi og skipuleggjandi Dokumenta 11 í Kassel, sem opnar dyr sínar eftir 19 mánuði. Fróðlegt viðtal við Enwesor er í desemberhefti af, art das Kunstmagasin, Hamborg, sem kom einmitt inn úr dyrunum er ég hóf þessi skrif mín. Enwesor kom til Bandríkjanna 1982, nam bók- menntir og stjórnmálavísindi í New York, er þannig vel að merkja ekki Hstsögufræðingur, en í Mstheimin- um eru menn metnir eftir verkum sínum og stjómunarhæfni en ekki fræðititlum. Varð fyrst þekktur fyrir sýningu sem hann skipulagði á afrískum ljósmyndum frá 1940 til nútímans, og haldin var í Guggen- heim-safninu í New York, og árið 1997 stóð hann fyrir tvíæringi í Jó- hannesarborg, sem stjórnmála- menn snerust gegn. Ýmislegt fleira athygMsvert Mggur eftir hann og er að auk í sigti á næstunni. Þá ber jafnframt að geta þess að í sjö manna hópnum, sem er ábyrgur fyrir Dokumenta 11, er einnig Sar- at Maharaj frá Suður-Afríku, sem er prófessor í Mstasögu og listfræði við Goldsmiths CoMege, London, einnig prófessor í Mstasögu við Humboldt-háskólann í BerHn. Þetta er tekið með til að það sé alveg á hreinu að Afríkubúar eru að hasla sér völl í Hstheiminum þótt róðurinn sé víðast þungur í heima- löndum þeirra, blakkir stjómmála- menn ekki síður glámskyggnir hvítum í þessum efnum víðast hvar og leggja á flótta þegar talið berst að skapandi hugviti. Það sem sýningin á Kjarvals- stöðum segir okkur helst er að vissulega séu Afríkubúar með á nótunum í núMstum og að ungir em ekki síður hrifnir af hátækni þar suður frá en hér á útskerinu í norðri. Hins vegar er beinni þekk- ingu minni á afrískri samtímalist þ.e. frá 1945 til nútímans þann veg farið, að ég hef minni samanburð en skyldi, trúi þó ekki öðra en að um nokkra breidd sé að ræða, í öMu falH meiri en fram kemur í þessari úttekt. Og í ljósi þess að þetta er fyrsti glugginn sem opnaður er upp á gátt suður þangað hefði mér þótt meira en eðlilegt að frammi lægju hlutlægar bækur og upplýsingar um þróun mála á sviðinu. Margt sem fyrir augu ber gæti svo sem allt eins verið eftir vesturálfubúa sem sótt hafa föng sín til Afríku og um leið kemur tilhneigingin til einsleitrar alþjóðavæðingar einkar vel fram. Alþjóðavæðingar, sem við þekkjum mætavel er svo er komið, og era víða að gera sýningaheiminn ískyggilega tormeltan fyrir allan almenning, og svokallaðar nýjung- ar í myndlistinni helst þreifmgar til annarra Mstforma til hMðar, leik- rænna tilburða, hreyfimynda og jafnvel hljóða. Stóra og ríku þjóð- imar gefa hér tóninn og soga hinar smærri til sín líkast svarthoM, ekk- ert má vera þjóðlegt nema það sem þekkjanlegt er innan landamæra þeirra sjálfra, það er hin sannasta og skilvirkasta alþjóðavæðing í þeirra augum. Þá kemur til að mynda nýuppgötvað og ævafomt Mstform frambyggja Ástralíu, eins og ferskur vindgustur á vit hins opna Hstnjótanda, jafn nútímalegt og nokkuð annað á listamarkaðin- um. Og maður spyr sjálfan sig ósjálfrátt hvort hin stóra og mikla Afríka, vagga mannkynsins, eigi virkilega enga hhðstæður til áréttingar sérstöðu sinni í núlistum heimsins. Maður freistast til að svara því sjálfur játandi og það era margar og óþrjótandi gullnámur að sækja föng til. Miðlun og heimildasöfnun, com- muniation og dokumentation, er vissulega mál málanna í alþjóða- væðingu myndMstar í dag, og hvorttveggja fullgild föng til skap- andi athafna. En svo einnig hvim- leiðar endurtekningar að ekki sé talað um klónun, sem er jafn vafa- samt fyrirbæri í Mstum sem í mann- heimi. Veigur sýningarinnar þykir mér mestur og uppranalegastur í samvinnuverkefni sagnfræðinga og grafíklistamanna, Egazini, er hermir af baráttunni um Grahams- town. Aðskilnaðarstefnan er vísu orðin að fortíð, ýmsar hliðar hennar þó ennþá nærtækt myndefni, en einnig að ætla mætti fjölmargar hremmingar í sögu heimsálfunnar þar sem hvíti maðurinn kemur hvergi við sögu og umheimurinn hefur haft öllu minni fregnir af. Það er margt athyghsvert á sýn- ingunni á Kjarvalsstöðum, jafnt gætt óhugnaði sem yndisþokka og maður er þakklátur fyrir að hafa fengið þetta sýnishom hingað, en þó með nefndum fyrirvara, þá er alltaf jafn misvísandi að setja samasemmerki við aldur og nýj- ungar í skapandi athöfnum, þótt nú um stundir sé í tízku hjá fræðing- um og jafnframt ofrausn að stinga hugtakinu samtímalist að megin- hluta í vasa ungra. Fyrirvarinn nær einnig til fræðilegs og tyrfins for- mála í sýningarskrá, sem er afar einkennandi fyrir skyldar fram- kvæmdir og höfðar einungis til fárra innvígðra og á helst heima í kennslustofum æðri Mstaskóla. Þó ber að þakka framtakið í heild sinni með virktum og vissulega era menn nokkra nær um eina hMð afr- ískrar Mstar eftir skoðun sýningar- innar. Bragi Ásgeirsson Nú er veturgengin í garð og tími til komin að setja vetrardekkin undir bílinn. Hjá Bílkó færðu úrvals vetrardekk af öllum stærðum og gerðum. Spólaðu ekki í sama farinu! Pantaðu tfma í sfma 557 9110 eða komdu við á smiðjuvegi 34-36 og þú færð toppþjónustu á hreint ótrúlegu verði. BÍLKÓ EHF,- Bifreiðaþjónusta - Dekkjaverkstæði - Bflaþvottur Smiðjuvegur 34-36 ■ Kópavogl ■ Simi557 9110 ■ Rauðgata OPIÐ 08-18 MÁN-FÖS. OPIB 10-16 LAU. NEYÐARÞ3ÓNUSTAN ALLTAFOPINSÍMI800 4949.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.