Morgunblaðið - 24.11.2000, Síða 36

Morgunblaðið - 24.11.2000, Síða 36
36 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HSTIR Nýjar bækur FJÖLMIÐLUN Norræn skýrsla um fjölþjóðlegar ritstjórnir Endurspegla fjöl- þjóðlegt samfélag Fjölmiðluin í Danmörku, Svíþjöð og Noregi hefur almennt ekki tekist að ná til innflytjenda í löndunum þremur. • ÚT er komin bókin Takk, mamma mín, minningabók, eftir Þorstcin J. Vilhjálmsson. í fréttatilkynn- ingu frá út- gefanda segir að bókin sé tileinkuð minningu móður höfundarins, Ingibjargar Þor- steinsdóttur. „Þetta er óvenju- leg æviminninga- Þorsteinn J. bók þar sem Þor- Vilhjálmsson steinn bregður upp svipmyndum af lífi mömmu sinnar, Ingibjargar Þorsteinsdóttur, og samvistum þeirra síðustu mánuð- ina sem hún lifði. Ingibjörg lést úr lungnakrabbameini af völdum reyk- inga fyrir um þremur árum.“ Bókin ergefín út afhöfundi, prentuð í Gutenberg og hönnuð af Snæbirni Arngrímssyni. Hún er 72 bls. aðstærð. • ÚT er komin bókin Gegn einelti - handbók fyrir skóla. Ritstjórar eru Sonia Sharp og Peter K. Smith. Ingibjörg Markúsdóttir þýddi. I fréttatilkynningu segir: „I bók- inni er fjallað um hagnýtar leiðir íyr- ir skólana í baráttunni gegn einelti. Hugmyndir og aðferðir sem þar koma fram eru byggðar á yfir- gripsmiklum rannsóknum auk reynslu sérfræðinga við úrlausn ein- eltismála. Fjallað er um á aðgengi- legan hátt hvernig skólar geta haft áhrif á einelti með mótun heild- stæðrar stefnu í eineltismálum, námskrármiðuðum úrræðum og réttum viðbrögðum þegar einelti kemur upp. Bókin gefur einnig hug- mynd um mismunandi leiðir í for- vörnum og viðbrögðum við einelti sem skólar geta sniðið að sínum þörfum. Bókin er ætluð skólastjóm- endum og öðru starfsfólki skóla auk tómstundaráðgjafa félagsmiðstöðva en gæti ekki síður komið nemendum og foreldrum að góðu gagni.“ Útgefandi erÆskan ehf. Bókin er 104 bls., prentuð íprentsmiðjunni Odda hf. Verð: 2.050 krónur. • ÚT er komin smábókin Káta krakkabókin. í fréttatilkynningu segir: „í bók- inni eru yfir 220 brandarar og gátur fyrir hressa krakka á öllum aldri. Brandarar um dýr, fólk, krakka, lækna og allt annað milli himins og jarðar að ógleymdum skemmtileg- umgátum.11 Utgefandi er bókaútgáfan Stein- egg. Bókin er 120 bls., 8,5x6,5 sm að stærð, prentuð í prentsmiðjunni Odda hf. Leiðbeinandi verð: 880 krónur. • IJT er komin bókin Lífí Eyjafírði í tilefni aldamóta og nýrrar þús- aldar. Ritstjóri er Bragi Guð- mundsson, dósent við Háskólann á Akureyri. I fréttatilkynningu segir: „I bók- inni fjalla 22 höfundar um líf í Eyja- firði, Bókina piýða um 200 litmyndir af margvíslegu tagi. Meðal við- fangsefna eru landslýsing, fersk- vatns- og sjávarlíf, örverur, lífverur í mold, flóra Eyjafjarðar og fána. Náttúrulegu umhverfi er ítarlega lýst og brugðið er upp myndum af breytingum á húsakynnum. Sjón- menntum, munum og minjum eru gerð nokkur skil og sérstakir kaflar eru um eyfirskar bókmenntir og búsetubreytingar. Þá er ótalinn nýstárlegur kafli um grenndarfræði sem leið til að efla sjálfsvitund fólks og lokakafli með mörgum hugmynd- um um vettvangsferðir með ólíka aldurshópa." Útgefandi er Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri. • ÚT er komin bókin Saga Hafn- ar í Hornafírði - síðara bindi eft- ir Arnþór Gunnarsson. Arið 1997 kom út fyrra bindi af Sögu Hafnar í Hornafirði og var sagan rakin til 1940. í þessu seinna bindi er rakin saga kaup- túnsins frá 1940-1975. Fjallað er ítarlega um atvinnumál, sveitar- stjórnarmál, menntamál, heil- brigðismál, félags- og menningar- líf o.fl. Landbúnaður og samgöngur í sveitum Austur- Skaftafellssýslu fá sérstaka um- fjöllun enda er þróun Hafnar og sveitahreppanna samofin. Útgefandi er Sveitarfélagið Hornafjörður en Mál og mynd sér um dreifingu.. Bókin er 548 bls. með um 400 ljósmyndum, auk fjölda taflna, korta og uppdrátta. Umbrot, prentun og bókband var í höndum Þrentsmiðjunnar Odda hf. Leiðbeinandi verð: 7.000 krónur. • ÚT er komin Spurningabókin 2000. Af hverju geta naut ekki verið klæðskerar? í fréttatilkynningu segir: „Brydd- að er upp á ýmsu, meðal annars eru þar vísbendingaspumingar, rétt/ rangt-spurningar og talnaþrautir. Markmiðið er að bókin sé bæði til fróðleiks og skemmtunar og að þar finni allir spumingar við hæfi en þeim er skipt í flokka eftir erfið- leikastigi. Ritstjórar eru Guðjón Ingi Eiríks- son ogJón Hjaltason en útgefandi Bókaútgáfan Hólar. Bókin er prent- uð íPrentsmiðjunni Odda og er 64 bls. Leiðbeinandi verð: 990 krónur. Fjölmiðlum í Dan- mörku, Noregi og Sví- þjóð hefur mistekist að endurspegla fjölþjóð- legt samfélag í löndun- um þremur. Anna G. Ólafsdóttir kynnti sér nýútkomna skýrsiu und- ir yfirskriftinni Fjöl- þjóðlegar ritstjórnir? og áttaði sig á því að víða stendur til að ná því markmiði með því að grípa til sérstakra ráð- stafana til að fá innflytj- endur til starfa á rit- stjórnunum. SPURNINGIN um hvemig stuðla megi að því að fjöl- miðlar endurspegli fjöl- þjóðleg samfélög er ekki ný af nálinni í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Sú staðreynd helgast ekki hvað síst af því hversu vandinn er nátengdur hlutverki fjölmiðla í hin- um vestræna heimi. Fjölmiðlar eiga að þjóna almenningi með því að miðla upplýsingum og veita ráðandi valdhöfum aðhald í takt við lýðræð- islega stjórnarhætti. Ef ekki tekst að ná til allra hópa í þjóðfélaginu segir sig sjálft að því tvíþætta hlut- verki verður ekki sinnt með viðun- andi hætti. Norræna blaðamannamiðstöðin í Árósum ákvað að taka af skarið og láta fara fram sérstaka athugun á ástandinu og leiðum til úrbóta fyrr á árinu. Norska fræðasetrinu Fafos í Ósló var falið að vinna að athugun- inni og fljótlega var ákveðið að af- marka úrtakið við ákveðnar menntastofnanir á sviði fjölmiðlun- ar, fagfélög, áberandi fjölmiðla og blaðamenn af erlendum uppruna. Af fjölmiðlum var í Danmörku leitað til Berlingske Tidende, Jyllandspost; en, Danmarks Radio (DR) og TV2. í Svíþjóð var leitað til Dagens Ny- heter, Aftonbladet, Sverges Televis- on (SVT) og TV4. í Noregi var leit- að til Aftenposten, Dagsavisen, Norsk Rikskringkasting (NRK) og TV2. Eftir nokkra umhugsun var ákveðið að sækja upplýsingar til menntastofnana og fagfélaga í gegnum síma og tölvusamskipti. Lengri viðtöl voru tekin við 27 starfsmenn fjölmiðlanna og spurn- ingarlistar sendir út til 50 starfandi blaðamanna og Ijósmyndara með er- lendan bakgrunn. Vondur draumur Skemmst er frá því að segja að flestar ritstjómirnar höfðu á að skipa einhverjum blaðamönnum með erlendan bakgrunn. Hins vegar fór því víðsfjarri að hlutfallið væri svipað og úti í samfélaginu. Sú stað- reynd endurspeglaðist í uppsetn- ingu og efni fjölmiðlanna almennt. íbúar með erlendan bakgrunn komu sjaldan fram nema í tengslum við umfjöllun um innflytjendastefnu eða glæpi. Engu að síður virtist vax- andi meðvitund vera um að ekki væri ástæða til að nefna sérstaklega erlendan uppruna geranda í tengsl- um við umfjöllun um glæpi. Sér- staklega var tekið fram á einum fjölmiðlanna að blaðamaður af er- lendum uppruna hefði opin augu fyrir því hvort hægt væri að greina kynþáttafordóma í fréttaflutningn- um. A fundi í tengslum við útkomu niðurstaðna athugunarinnar undir heitinu Fjölþjóðlegar ritstjórnir? tók Einar Hanseid, ritstjóri Aften- posten, fram hversu umhugsunar- vert væri hvernig fjölmiðlum hefði gengið að afla írétta af brunanum í diskóteki í Gautaborg fyrir tveimur árum. Bruninn varð í eins konar skemmu í úthverfi að 90% hluta byggðu innflytjendum af ólíku þjóð- erni, t.d. frá ýmsum löndum í Aust- ur-Evrópu og Sómalíu. Fjölmiðlar vöknuðu upp við þann vonda draum að átta sig á því að nánast engin tengsl voru inn í hverfið. Fyrir utan að stór hluti ættingja fórnarlamb- anna 63 átti í erfiðleikum með að tjá sig á sænsku. Eins og gefur að skilja hamlaði ástandi verulega fréttaflutningi af atburðunum og seinkaði því að heildarmyndin yrði lýðum ljós. Göteborgposten tók um- fjöllun sína um innflytjendur til rækilegrar endurskoðunar eftir slysið og opnaði sérstaka ritstjórn- arskrifstofu í hverfi innflytjenda í því skyni að ná til íbúanna. Fjölmiðlar ekki hátt skrifaðir Elin Svensen, sem vann að athug- uninni fyrir hönd Fafos, veltir því talsvert fyrir sér hvers vegna ekki séu fleiri blaðamenn af erlendum uppruna starfandi á ritstjórnar- skrifstofum stærstu fjölmiðlanna í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Með tilvísun til eldri rannsókna kemst hún að því að unglingar af erlendum uppruna hafi minni áhuga heldur en unglingar af norrænum uppruna á því að starfa við fjölmiðla. Viðamikil könnun á því við hvað norska ungl- inga dreymir um að starfa um fer- tugt sýnir fram á að 3,7% vilja verða blaðamenn eða rithöfundar. Ef teknir eru sérstaklega út unglingar með norskan bakgrunn er hlutfallið 4,4%. Á hinn bóginn fellur hlutfallið fyrir unglinga með erlendan bak- grunn niður í 1,2%. Ekki ósvipaðar niðurstöður koma fram þegar skoðað er hvers konar hærri menntun ungmenni í stærsta minnihlutahópnum frá Pakistan sækjast eftir í Noregi. Langvinsæl- ustu greinarnar eru læknis- og verkfræði. Heilbrigðisgreinar eru sérstaklega vinsælar meðal kven- nemenda af erlendum uppruna, t.d. vekur athygli ef miðað er við að að- eins 10% nemenda í Óslóar-háskóla eru af erlendum uppruna að 25% nemenda í heilbrigðisgreinum eru af erlendum uppruna. Óvinsælustu fögin meðal nemenda af erlendum uppruna eru bókasafns- og fjöl- miðlafræði. Áhrif foreldranna á námsval virð- ast skipta mestu og ekki hvað síst í tengslum við hvaða menntun er í mestum metum í heimalandinu, t.d. er mest litið upp til lækna og verk- fræðinga í Pakistan. Eins er eðlilegt að hafa í huga ólíkt hlutverk fjöl- miðla í löndum með mismunandi stjómarfyrirkomulag. Víða eru fjölmiðlar aðeins nýttir til að halda niðri gagnrýni almennings á ríkj- andi valdahafa. Almenningur lítur því eðlilega fjölmiðla ekki sömu aug- um og í lýðræðisríkjum. Engu að síður ber ekki að draga úr því að fjölmiðlar virðast ekki hafa sinnt innflytjendum nægilega vel. Skekkt mynd þykir því líkleg til að fæla ungmenn frekar frá því að starfa innan fjölmiðlanna. Af niður- stöðum kannana er greinilegt að danskir innflytjendur eru óánægðir með þjónustu fjölmiðla. Innflytjend- ur voru spurðir að því hvort áhugi væri fyrir því að fá fleiri fréttir á móðurmálinu frá Danmörku, upp- runalandinu eða útlöndum. Afger- andi vilji var fyrir því að fá fleiri fréttir á móðurmálinu af innan- landsmálum í Danmörku. Annars var greinilegt að innflytjendur brugðust við slælegri þjónustu fjöl- miðla með því að nýta sér erlenda miðla og alveg sérstaklega sjónvarp. Tungumálið vandamál Önnur ástæðan fyrir því að ungt fólk með erlendan bakgrunn sækir síður í fjölmiðla tengist tungu- málaerfiðleikum og fram kemur í niðurstöðum athugunarinnar að tæknigreinar henti tvítyngdum sér- staklega vel. Hinu er heldur ekki að leyna að innflytjendur af fyrstu og jafnvel annarri kynslóð hafa ekki allir nægilega gott vald á tungu- málinu til að starfa við fjölmiðla. Sú staðreynd hefur ýmsar afleiðingar, t.d. virðast innflytjendumir síður treysta sér til að fara í fjölmiðlanám og ströng inntökuskilyrði í mennt- astofnanir á sviði fjölmiðlunar virð- ast ýmsum þrándur í götu. Hin hliðin á því sama felst í því að fordóma virðist gæta gagnvart tungumálakunnáttu fólks með er- lent nafn í löndunum þremur. Flest- ir svarendanna úr hópi blaðamanna og ljósmyndara af erlendum upp- runa voru sammála um að erlendur bakgrunnur hefði haft neikvæð áhrif á möguleika á að fá starf á fjöl- miðli. Meira að segja var dæmi um að blaðamaður skipti um nafn til að freista þess að komast í viðtal hjá einum af stóru miðlunum. Ekki fylgdi sögunni hvort að hann komst í viðtalið eða ekki - grípum aðeins niður í tilvitnanirnar: • „Hef sótt um 500 til 600 störf frá árinu 1992. Fór í 20 til 40 viðtöl. Erlendur bakgrunnur gæti hafa haft áhrif á að ég fékk engin at- vinnutilboð."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.