Morgunblaðið - 24.11.2000, Page 44

Morgunblaðið - 24.11.2000, Page 44
44 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 1____________________________ MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Guðrún Diðriks- dóttir fæddist í Oddgeirshóla Austurkoti í Flóa 21. mars 1902. Hún and- aðist á Dvalarheim- ilinu Höfða á Akra- nesi 18. nóvember sl. Foreldrar hennar voru hjónin Diðrík Diðriksson bóndi, af sunnlenskum ættum, .. og Guðríður Jóns- dóttir, systir Ás- gríms Jónssonar list- málara. Guðrún var elst af sex bömum þeirra hjóna. Næstir voru fjórir bræður og systir yngst. Á lifl eru einn bræðranna og systirin. Guðrún ólst upp hjá foreldrum sínum og fluttist með þeim að Langholti í sömu sveit. Þegar hún var 16 ára gömul fór hún til starfa hjá frænku sinni í Reykja- vfk. Hún var stórvel gefín og hafði sterka löngun til frekara náms í framhaldi af bamaskóla- Guðrún Diðriksdóttir var ein sú merkilegasta, stórbrotnasta og ynd- islegasta kona sem ég hef kynnst. Meiri elsku og hlýhug og jafnmiklum áhuga á mönnum og málefnum hef ég varla kynnst annars staðar en í nota- legu herberginu hennar á Höfða. Það var alltaf gott að koma til ömmu Guðrúnar, maula á smákök- um, drekka appelsín úr ísskápnum og ræða málefni líðandi stundar. Hún hafði brennandi áhuga á öllu sem var að gerast í kringum hana, þó sérstak- lega á því sem bömin hennar, bama- böm og langömmubömin höfðu fyrir .ötafni. Hún fylgdist vel með bæði sigmm og ósigrum, gladdist fyrir allra hönd þegar vel gekk og hvatti alla áfram ef á móti blés. Dætmm okkar Hjartar þótti ein- staklega gaman að koma til lang- ömmu sinnar. Þær höfðu alltaf frá einhverju að segja, og ætíð hlustaði amma Guðrún með athygli. Það vom yndislegar stundir og minningar okkar em dýrmætar. Um daginn vomm við fjölskyldan og amma Guðrún hjá Svövu og Hróðmari sem vom nýbúin að fá sér tölvu. Guðrún hafði mikinn áhuga á að sjá gripinn og Hjörtur sýndi henni ýmislegt sem tölvan var fær um að gera. Þau heimsóttu meira að segja veraldarvefinn, og það fannst 98 ára gamalli konunni afskaplega merki- legt. En svona var hún, hún hafði óbilandi áhuga á umheiminum og vildi alltaf kynna sér nýjungar. Meira að segja möguleika veraldarvefsins! Guðrún var amma hans Hjartar míns. En hún var líka eins og amma mín. Ég mun ætíð geyma minning- una um ljúfa og dásamlega konu í hjarta mínu. Konu, sem við elskuðum öll og virtum, konu sem veitti okkur alltaf nýja og betri sýn á lífið. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Indriðadóttir. í dag kveð ég elskulega ömmu mína, hana ömmu Guðrúnu. Hún amma var mér og minni fjöl- skyldu miklu meira en amma, hún var mikill vinur okkar og hafði fram á síðasta dag óþrjótandi áhuga á öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. náminu. Því hóf hún nám í kvöldskóla í Reykjavík og fagnaði því mjög að geta auk- ið þekkingu sína. Þetta var haustið 1918 og spánska veik- in geisaði. Frænka Guðrúnar lést úr henni og sjálf varð hún að hverfa frá starfí og námi og halda heim. En löng- un til að auka mennt- un sína lét hana ekki í friði. Árið 1922 fór hún í Kennaraskólann og var þar í einn vetur. Lengri gat dvölin ekki orðið vegna fjár- skorts. Næsta vetur var hún heim- iliskennari í Sandgerði og eftir það kenndi hún f tvo vetur á Hólmavík. Þar kynntist Guðrún Finnboga Guðmundssyni trésmið frá Dröngum í Strandasýslu. Þau gengu í hjónaband og settust að á Eyrarbakka. Þar bjuggu þau í 17 ár. Þau eignuðust tvö börn: 1) Alltaf vissi hún hvað hver var að gera hveiju sinni og hvað var framundan hjá okkur öllum. Það eru mikil for- réttindi að hafa fengið að njóta henn- ar svo lengi en hún hefði orðið 99 ára á næsta ári. Þrátt íyrir háan aldur var hún mjög vel á sig komin, alger- lega skýr og fór allra sinna ferða með göngugrindina sína. Amma var sér- staklega fróð kona og vel lesin, fylgd- ist vel með málefnum líðandi stundar og reyndi eftir fremsta megni að setja sig inn í tækniframfarir sem eru örar í nútímaþjóðfélagi. Hún amma var ekki mikið íyrir það að taka þátt í hinu svokallaða lífsgæða- kapphlaupi, hennar kappsmál síð- ustu árin var að halda í það sem hún hafði, þ.e.a.s. sína hreyfigetu og íylgjast vel með öllu sem fram fór í kringum hana og svo sannarlega tókst henni það. Minningarnar um ömmu eru margar og ljúfar, alltaf var hún „himinlifandi", eins og hún orðaði það, þegar ég birtist þrátt fyr- ir að stundum væri maður á hraðferð en hún hafði alltaf fullan skilning á því. Ég þakka Guði fyrir að ævikvöldi hennar lauk með þeim hætti sem það gerði, það að hún skyldi fá að sofna svefninum langa í rúminu sínu án nokkurra veikinda eða breytinga á hennar högum, ég veit að svona hefði hún helst kosið að hafa það. Amma var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að dvelja síðustu æviár sín á Dvalar- heimilinu Höfða þar sem henni leið alla tíð ákaflega vel og talaði hún oft um það hversu allt starfsfólkið þar væri sér „framúrskarandi gott“ og þakka ég öllu starfsfólki Höfða inni- lega alla umönnun við hana ömmu síðustu árin. Það verður stórt skarð sem amma skilur eftir sig og öll eig- um við eftir að finna fyrir tómarúmi sem ekki verður uppfyllt en lífið hel- ur áfram og bjartar minningar eiga eftir að ylja okkur um ókomin ár. Elsku amma, hafðu þökk fyrir alla þína elsku, áhuga og kærleik í okkar garð, hvfldu í friði og Guð geymi þig. Þín Guðrún. Mikil sómakona hefur lokið langri ævi. Skyndilega er lífsþráðurinn slit- Guðmundur búsettur í Reykjavík, kvæntur Roswithu Kreye Finn- bogason. Þau hjón reka eigið ferðaþjónustufyrirtæki. Börn þeirra eru fjögur; 2) Svava, hús- móðir á Akranesi, gift Hróðmari Hjartarsyni rafvirkjameistara. Þau eiga þijú börn. Finnbogi lést árið 1976. Guðrún starfaði hjá HB og Co. á Akranesi um 16 ára skeið. Þá vann hún mikið að prjónaskap og var landskunn prjónakona. Það eru ekki nema tvö ár síðan hún lagði prjónana sína frá sér fyrir fullt og allt. Fé- lagsmál lét Guðrún mjög til sín taka. Hún var um langt skeið rit- ari í kvennadeild Verkalýðsfélags Akraness og í stúkunni Akur- blómi nr. 3 starfaði hún af lifandi áhuga bindindishugsjóninni til heilla og blessunar. Árið 1990 flutti Guðrún á Dval- arheimilið Höfða á Akranesi, átti þar heima upp frá því og undi hag sfnum hið besta, elskuð og virt af öllum þeim sem áttu samleið með henni, skyldum jafnt sem vanda- lausum. Utför Guðrúnar verður gerð frá Akraneskirkju í dag, og fer athöfnin fram klukkan 11. Jarð- sett verður í Eyrarbakkakirkju- garði síðdegis sama dag. inn, það gerði engin boð á undan sér. En lífið á sín takmörk, og hún kvaddi með fullri andlegri reisn. Það var fagurt veður laugardaginn 18. nóv. Ég lagði því land undir fót og labbaði inn á Dvalarheimilið Höfða. Eftir að hafa litið á handavinnu heim- ilismanna, sem var til sýnis og sölu þennan dag, leit ég inn í matsalinn, og þar sat vinkona mín, Guðrún Diðr- iksdóttir. Eftir að hafa heilsað henni fór ég með henni upp á herbergið hennar. Eins og venjulega þegar fundum okkar bar saman var um nóg að spjalla, gamalt og nýtt. Það var aldrei komið að tómum kofunum hjá henni Guðrúnu. Með sín 98 ár að baki var hún ótrúlega hress, hugurinn op- inn og minnið trútt. Þótt sjón og heym væru farin að dofna fylgdist hún með öllu, hlustaði á útvarpið, ekki síst fréttir. Hljóðbækur hafði hún við höndina og fylgdist þannig með nýju efni og sótti í gamla sjóði. I þetta sinn voru skólamálin ofarlega í huga hennar, og við ræddum um þær miklu breytingar sem orðið hafa í þeim efnum síðan við vorum ungar. Ég kynntist Guðrúnu fljótlega eft- ir að ég flutti á Akranes fyrir 40 ár- um. Við áttum samleið í St. Akur- blómi, sem þá var í fullu starfi, fundir tvisvar í mánuði og einnig spilakvöld, svo það var nóg að gera og hún lét ekki sitt eftir liggja. Hún var alla tíð einlægur og ákveðinn templari og bar hag reglunnar fyrir brjósti. Og nú þegar St. Akurblóm hefur verið lögð niður fannst henni það sorglegt, en skildi breyttar aðstæður og var sátt við lokin. Guðrún hafði gaman af að ferðast og fór nokkrar ferðir með ferðahópn- um okkai- og var góður ferðafélagi. Hún tók vel eftir því sem sagt var og lagði það á minnið, og kom fróðari heim. Hún minntist þess oft og rifjaði upp ferðasögumar, hún hafði engu gleymt. Hún var svo jákvæð á allan hátt, og aldrei heyrði ég hana tala illa um nokkurn mann. Hún bar hag bama sinna og barnabama fyrir bijósti og fylgdist vel með lífi þeirra, námi og störfum. Guðrún var mikil handavinnukona, sat löngum og prjónaði lopapeysur og aðra eigulega muni. Allt var það vel gert eins og best varð á kosið. Ég mun minnast dagsins er ég heimsótti hana í síðasta sinn. Hún fylgdi mér fram ganginn og ekki granaði mig að við væram að kveðjast í síðasta sinn. Stuttu seinna var hún öll. Ég veit ég mæli fyrir munn vinanna þinna allra, við söknum þín, en við vitum að tím- inn var kominn, minningamar lifa. Þökk fyrir allt. Ég votta samúð mína börnum og öllum afkomendum. Helga Helgadóttir. Þessi fallegi bjarti haustdagur, 18. nóv., var að kvöldi kominn þegar hún Svafa dóttir Guðrúnar Driðriksdóttir hringdi til mín og sagði mér að móðir hennar hefði dáið í dag. Æ, æ, en hvað ég er þó fegin að hafa átt með henni góða stund í fyrradag. Ég var búin að vera dálítið óánægð með sjálfa mig hvað það hefði dregist að ég heimsækti Guð- rúnu mína. Ég var orðin eitthvað kjarklaus við að aka Skódanum mín- um nú í seinni tíð því sjónin hafði daprast og hauströkkrið færst yfir. En í fyrradag hafði ég ekkert látið hamla mér og ók inn á Höfða og átti með henni góða stund. O, hvað ég var nú fegin að hafa fengið að sitja hjá henni glaðri og hressri með óbilað minni og ræða um gömul og ný mál- efni. Ég fór upp í íbúð hennar en hún var ekki inni hjá sér. Ég fór fram á gang að spilabprðinu hennar en hún var þar ekki. Ég frétti að hún væri hætt að spila, sjónin leyfði það ekki lengur. Þá fór ég til baka og ætlaði að bíða hennar, en þá sé ég hvar hún sit- ur við gluggann á ganginum og horfir til heiðarinnar og á síðdegis kvöld- bjarmann. Hún reis upp glöð og hress, studdist við grindina sína og við gengum inn til hennar og sett- umst hlið við hlið á rúmið hennar með fallega tíglateppinu yfir. Og við ræddum málin. Okkur varð tíðrætt um Alþýðusambandsþingið og allt uppnámið þar og okkur kom saman um það að við skildum ekki ögn leng- ur í þeim málum sem verkalýðs- hreyfingin stæði í nú til dags. Við voram þó ekki ókunnugar þeim mál- um. Höfðum áram saman meðan við voram og hétum verið mikið starf- andi í verkalýðsfél. Akraness, ég sem formaður kvennadeildarinnar og hún sem ritari hennar. Og það var gott að vinna með henni Guðrúnu minni, þessari yfir- veguðu gáfuðu konu. Það var óhætt að treysta henni og fara eftir því sem hún lagði til. Hún kveikti á spólutæk- inu sínu og sagðist ætla að lofa mér að heyra hvað hún væri að hlusta á núna. En það var Bréf til Lára. Það er svo gaman að hlusta á gömlu skáldin, sagði hún og að hlusta á hann Pétur Pétursson lesa ævisögu séra Árna Þórarinssonar og það sem hann er núna að lesa, I kompaníi við Þórberg, það er einhver dýrðlegasta lesning sem maður hefur hlustað á. Þó má ég um leið nefna það að nýlega las hann Amar leikari Sjálfstætt fólk í útvarpinu og það var líka gull og milljón að hlusta á það. Þannig sátum við hlið við hlið og röbbuðum um gamalt og nýtt því við höfðum átt svo margt sameiginlegt í lífinu. Um ára- bil ferðuðumst við saman í gamla ferðahópnum okkar á hverju sumri um byggðir og óbyggðir landsins. Hrifumst með vinum okkar og ferða- félögum yfir fegurð og tign ættjarð- arinnar. Við höfðum einnig á efri ár- um ferðast saman erlendis. Mér er minnisstæð ferð sem við fórum með góðum hópi um Norðurlöndin árið sem hún varð áttræð og við vinkonur hennar nokkram áram yngri dáð- umst að dugnaði hennar og þekkingu á þeim löndum sem leið okkar lá um. En nú er langri ævi lokið og hún dáin og horfin. Hamingja mín var að eiga það sem best er af öllu, vináttu hennar í meira en hálfa öld og starfa með henni að félagsmálum og öðram áhugamálum okkar um áratuga- skeið. Fyrir allt þetta vil ég að leiðar- lokum þakka henni með hlýjum hugsunum og hjartans bestu kveðj- um. Ástvinum hennar öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðrúnar Dið- riksdóttur. Herdís Ólafsdóttir. Nú er hún elsku amma mín búin að kveðja í hinsta sinn og fallegar og ljúfar minningar hrannast upp, minningar baðaðar kærleika og handleiðslu. Amma er sú sem hefur haft hvað mest áhrif á mig á lífsleið- inni og aldrei féll skuggi á okkar sam- band. Ein af fyrstu æskuminningum mínum var þegar ég fór með ömmu niður á skrifstofu hjá Haraldi Böð- varsyni, þar sem amma vann, til að taka á móti orlofsmerkjunum sínum. Það var næstum heilög stund þegar amma límdi merkin inn í orlofs- merkjabókina sína. Þetta átti síðan að takast út sumarið á eftir til að fólk- ið gæti tekið sér frí. Amma hafði fyrir fjölskyldu að sjá, þar sem afi var Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. GUÐRUN DIÐRIKSDÓTTIR sjúklingur. Hún hafði því sjaldnast efni á því að taka sér frí. Þvert á móti tók hún að sér aukaverkefni. Hún gerði samning og fór að prjóna sokka fyrir knattspymuliðin í landinu. Hún vaknaði iðulega eldsnemma á morgn- ana og prjónaði þangað til hún fór í frystihúsið klukkan átta að morgni þar sem hún vann til klukkan sjö. Hún kenndi mér þannig dugnað, nægjusemi og samviskusemi. Þegar ég var unglingur fór ég að vinna hjá niðursuðuverksmiðju HB, síðar á eyr- inni hjá Heimaskaga. Þar sem amma bjó í nágrenninu, borðaði ég vanalega hjá henni hádegismat þar sem mér var alltaf tekið opnum örmum. Alltaf var amma gefandi gagnvart okkur bamabömunum, full af hvatn- ingu, umhyggju, skilyrðislausum kærleika og áhuga á öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Enda fylgdist hún alla tíð vel með okkur. Hún tók ekki þátt í þessu mikla lífs- gæðakapphlaupi sem flest okkar gera. Hennar kapp fólst í því að gefa af sér og standa sig frábærlega í því sem hún tók sér fyrir hendur. Amma var menntuð sem kennari og hafði alla tíð mikinn áhuga á skóla- og fræðslumálum. Á skólaáram mín- um las ég gjaman fyrir próf hjá ömmu. Hún hafði til fyrir mig mat og hressingu til þess að mér liði nú ör- ugglega sem allra best. Þegar ég fór í próf sagði hún gjaman: „Helgi minn, ég verð með þér í huganum.“ Þegar ég fór í nám til útlanda hélt ég áfram að hafa samband við ömmu í gegnum bréfaskriftir. Það segir mikið um hug minn til ömmu þegar nemendunum var falið að skrifa ritgerð um hetju, manneskju sem hefði með lífi sínu skarað fram úr fyrir dugnað og þrautseigju. Flestir skrifuðu um heimsfræga íþróttamenn, fram- kvöðla í viðskiptum eða pólitfk. Mín ritgerð var um ömmu. Ég ferðast mikið til útlanda vegna atvinnu minnar. Eins og venjulega hringdi ég í ömmu fyrir síðustu ferð mína, fimmtudaginn áður en hún dó. Hún sagðist verða með mér í hugan- um og hlakkaði til að heyra í mér þegar ég kæmi aftur, ég væri jú að heimsækja borg sem ég hefði ekki komið til áður. Hún vildi gjaman fræðast um staðhætti og menningu. Ég fékk ekki tækifæri til þess, því að ég fékk skilaboð meðan ég var í þess- ari ferð að amma hefði kvatt í hinsta sinn. Amma var skarpgreind og stál- minnug og hélt fullkomlega andlegu atgervi allt til hinstu stundar, þrátt fyrir að vera elsti flbúi á Dvalarheim- ilinu Höfða, komin á 99. aldursár. Amma lagði mikinn metnað í það að hún vildi sem allra lengst fá að vera í íbúðinni sinni. Hún dásamaði mikið allan aðbúnað, þjónustu, hlýju og al- úð starfsfólksins á Höfða gagnvart sér. Fyrir mér var amma meira en venjuleg amma. Hún var fyrst og fremst yndislegur vinur sem alla tíð stóð við bakið á mér og fjölskyldu minni, sífellt í því hlutverki að byggja upp og hvetja. Hennar fjársjóður fólst í þeim kærleika sem hún veitti. Amma var vel heima í þjóðmálun- umn og fylgdist alltaf með fréttum. Hún hafði sterkar skoðanir á mönn- um og málefnum. Þó heyrði ég hana aldrei tala illa um nokkum mann. Hún var yfir það hafin. Hún hafði yndi af því að lesa og átti veglegt bókasafn. Seinni árin þegar sjónin fór að gefa sig naut hún þess að hlusta á hljóðbækur. Eitt af hjartansmálum ömmu var jöfnuður og réttlæti í samfélaginu. Hún tók þátt í verkalýðsbaráttu og fylgdist alla tíð vel með þeim málum. Þá var hún alla tíð stúkumanneskja og var sönn og heil í því sem öðra sem hún tók sér fyrir hendur. Elsku amma, ég þakka þér hjart- anlega allt það stórkostlega sem þú varst mér og fjölskyldu minni, hvem- ig þú hvattir okkur og sýndir ást þína og væntumþykju í verki. Ég mun alla ævi geyma bjartar og hlýjar minn- ingar um þig í hjarta mínu og lofa Guð fyrir að hafa fengið að njóta þess að vera, eins og þú orðaðir svo oft, drengurinn þinn. Ég bið góðan Guð að blessa þig og varðveita. Blessuð sé minning Guðrúnar Diðriksdóttur. Helgi Hrdðmarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.