Morgunblaðið - 24.11.2000, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 24.11.2000, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 45 MINNINGAR + Ingigerður Eyj- ólfsdóttir var fædd 28. desember 1916 og ólst upp á Sólheimum í Laxár- dal, Dalasýslu. Húu lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut aðfara- nótt 15. nóvember sl. Hún var dóttir hjón- anna Eyjólfs Jónas- sonar (1889-1989), bónda á Sólheimum og Sigríðar Ólafs- dóttur (1896-1925) konu hans. Systkini hennar, börn Eyjólfs og Sigríðar, eru: Ólafur Ingvi (1915-1994) bóndi á Sólheimum, Guðrún (1920- ), Una (1925-1988). Börn Eyjólfs og seinni konu hans, Ingiríðar Guðmundsdóttur, eru: Steinn (1939-) og Sigríður Sólborg (1945- 1993). Ingigerður fluttist að Kjörseyri í Hrútafirði árið 1938 og hóf búskap með eiginmanni sín- um, Jón Kristjánssyni (1908-1981) bónda á Kjörseyri og síðar rann- sóknarmanni á Keldum. Foreldrar hans voru Kristján Jónsson (1865- 1922), bóndi á Kjörseyri og kona hans Margrét Sigvaldadóttir (1879-1954). Ingigerður og Jón giftu sig 10. september 1939 og áttu fjögur börn: 1) Georg Jón Jónsson (f. 8. júlí 1939) bónda á Kjörseyri, kona hans er Dagmar Brynjólfsdóttir (f. 27. nóv. 1943) frá Borðeyri, Hrútafirði, börn þeirra eru: a) Guðrún Georgsdótt- Elsku amma. Ég hélt þú værir eilíf. Annað kom einhvern veginn aldrei til greina. En allt tekur enda, maður veit það núna. Ég var svo viss um að geta komið til þín i kaffi hvenær sem er. Það er að segja ef þú varst ekki upptekin en oft var það nú þannig að þú hafðir svo mikið að gera að skipuleggja varð heimsókn með nokkurra daga fyrirvara. En þessar heimsóknir voru gersemar því að við þig var hægt að tala um allt því að þú varst ekki bara amma mín ir (f. 14.júní 1962) flugfreyja hjá Flug- leiðum, dóttir hennar og Hjartar Grétars- sonar (f. 22. júlí 1965), kvikmyndagerðar- manns, er Melkorka Embla (f. 8.apríl 1997), b) Jón Ingi Georgsson (f. 28. sept. 1963) tæknifræðingur hjá Tristan, börn hans með fyrrverandi sam- býliskonu sinni, Önnu Guðrúnu NorðQörð (31.des. 1965), bókara hjá Garra, eru Ása Dagmar (f. 18. janúar 1989) og Georg Jón (f. 5. apríl 1991), c) Ragna Björk Georgsdóttir (f. 29. nóv. 1964), deildarstjóri hjá Ur- vali-Útsýn, dætur hennar og eigin- manns hennar, Páls Eggertssonar (f. 7. jan. 1964), verkfræðings hjá Isal, eru Álfhildur (f. ll.des. 1989) og Dagmar (f. 24. jan. 1998), d) Brynja Georgsdóttir (f. 25. jan. 1967), tæknifræðingur hjá Dan- foss í Danmörku, sambýlismaður hennar er Smári Jóhannsson, tæknifræðingur hjá Danfoss í Danmörku, e) Inga Hrönn Georgs- dóttir (f. 27. jan. 1969) bókari hjá Japis, börn hennar og fyrrverandi sambýlismanns hennar, Ragnars Friðbergs Ragnarssonar (f. ll.mars 1967), eru Lilja Guðrún (f. 22.mars 1991) og Arnar Ingi (f. 9.sept. 1992), f) Hulda Dögg Georgsdóttir (f. 14.apríl 1976) að- stoðarverslunarstjóri í Pennanum, heldur líka vinur sem ekki var endi- lega nauðsynlegt að segja neitt við - þú bara vissir, sagðir ekkert né spurðir heldur fannst og skildir án orða. Hjá þér var líka alltaf opið hús, stundum nefnt félagsheimilið, þar sem allir fjölskyldumeðlimir hittust yfir kaffibolla og kleinu. Við eldhús- borðið urðu svo ævinlega litríkar umræður sem ég tel að þú hafir oft haft lúmskt gaman af þó ekki segðir þú margt. Sem barn, þegar maður var að koma í bæinn, kom ekki ann- sambýlismaður hennar er Jóhann- es Kári Bragason (f. 4. ág. 1976), nemi, g) Harpa Dröfn Georgsdótt- ir (f. 11. okt. 1978) nemi, sambýlis- maður hennar er Elvar Daníelsson (f. 28. jan. 1977), nemi, h) Brynjólf- ur Már Georgsson (f. 8. maí 1982) nemi. 2) Sigríður Jónsdóttir (f. 16. ágúst 1947) búsett að Sólheimum í Grímsnesi. 3) Margrét Jónsdóttir (f. 3. sept. 1948) rannsóknarmaður á Keldum, eiginmaður hennar er Úlfar Benónýsson (f. 13.maí 1941), bifreiðastjóri hjá Gúmmívinnu- stofunni, _ dætur þeirra eru: a) Laufey Úlfarsdóttir (f. 15. des. 1966), bókari hjá Olíudreifingu, synir hennar og eignmanns henn- ar, Páls Reynis Pálssonar (f. 11. ág. 1962), bókbindara hjá Prent- smiðjunni Odda, eru Úlfar (f. 21. júlí 1989) og Fannar (f. 16. júní 1995), b) Inga Jóna Úlfarsdóttir (f. 13. júní 1970) verkefnastjóri hjá Prentsmiðjunni Odda, dóttir hennar og sambýlismanns hennar, Rúnars Kárasonar (f. 17. júlí 1969), verkstjóra hjá Bæjardekkj- um, er Rakel (f. 25. febr. 1998). 4) Elfa Kristín Jónsdóttir (f. 10. júlí 1959), fjármálastjóri hjá Japis, dóttir hennar og fyrrverandi eig- inmanns hennar, Harðar Harðar- sonar (f. 6. nóv. 1958), húsasmiðs, er Berglind Halla (f. 23. júní 1978) nemi. Arið 1965 bregða þau Ingi- gerður og Jón búi og flytja til Reykjavíkur. Við búinu tóku son- ur þeirra Georg Jón og Dagmar kona hans. í Reykjavík vann Ingi- gerður ýmis sóknarstörf, fyrstu árin á Landspítalanum en síðar hjá Sjálfsbjörgu. Ingigerður verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 24. nóvember og hefst útförin kl. 13.30. að til greina en að gista hjá þér, þó að klukkan í stofunni héldi fyrir manni vöku langt fram á nótt. Því að það var hvergi jafn gaman, þar komu allir og þú áttir alltaf kleinur eða annað gotterí. Svo eftir að mað- ur eltist og þú fluttir niður á Skúla- götu þá urðu heimsóknirnar öðru- vísi. Þá settumst við niður, að sjálfsögðu með kaffi og kleinu, og rökræddum um heima og geima langt fram á nótt. Þú gafst mér inn- sýn í fólk og hluti sem ég þekkti aldrei og varst dugleg við að minna mann á að rækta sjálfan sig. Ég á aldrei eftir að geta sagt hversu mik- ið þú gafst mér og gefur enn með minningunum, enda það ekki nauð- synlegt, þú bara veist. Elsku amma mín ég kveð þig með þessum orðum og hugga mig við það að þú fórst sátt þó svo að ég hefði viljað hafa þig svo miklu lengur. Tár, tár sem féll undir tvöfóldum himni tveggja heima. Undir tvöfóldum himni býr tjáning þess dags sem mér tókst ekki að gleyma. Meðan hlátur minn týndist í tvísáinn akur tveggja heima. (Steinn Steinarr.) Þín Hulda Dögg. Það er svo óraunverulegt að sitja hér og skrifa til þín nokkur fátækleg kveðjuorð. Þú hvarfst svo snöggt. Mér varð það ljóst þegar ég sat yfir dánarbeði þínum og sá líf þitt fjara út hægt og hljótt hversu dauðinn er nálægur og oft miskunnarlaus. Ég sættist ekki við hann að taka þig svo snögglega héðan en ég lofa að læra að lifa með því. Þú varst dugnaðar- forkur og hörkukona, þitt lífshlaup var ekki eintómur dans á rósum. Þú misstir móður þína kornung. Þurftir að láta frá þér vanheilt barn í fóstur, varðst ekkja rúmlega sextug, varst búin að missa þrjú systkini þín og það gekk á ýmsu í kringum þig hjá vinum og vandamönnum. Þar varst þú kletturinn. Það var alltaf hægt að leita til þín, þú varst rík af lífsgleði, kímnigáfu og raunsæi. Ég og systk- ini mín áttum öll okkar annað heim- ili hjá þér hér í Reykjavík, ykkur afa meðan hann lifði en ekki síður þér. Þú tókst okkur alltaf opnum örmum og alltaf var nóg pláss og nægur tími fyrir okkur. Ég veit satt best að segja ekki hvemig við hefðum farið að án þín. En svona varstu alltaf að hugsa um aðra og gefandi, þó svo mörg okkar séu hátt á fertugsaldri varstu enn að hugsa um okkur, bjóða okkur í mat og athuga hvort allt gengi ekki sinn vanagang. Síðan voru barnabarnabörnin. A þau prjónaðir þú ógrynni af peysum, sokkum, vettlingum og húfum, þú þurftir að hlúa að þeim líka. Ef Mel- korka Embla veiktist, var eins víst og næsti dagur kæmi að þú kæmir gangandi þegar ég bjó á Karlagöt- unni sama hvemig viðraði með mat í poka og til að athuga hvort þú gætir ekki hjálpað til, hvort ég vildi eklíi skreppa út eða leggja mig. Þannig varst þú, spurðir alltaf um hagi ann- arra hvernig maður hefði það og hvort allir væm ekki frískir og hvort allt væri ekki í lagi. Þú kvart- aðir aldrei né barst þig illa. Amma, það em svo mai’gar stundir minn- inganna. Sunnudagarnir í Hraun- bænum en þangað þustum við öll og sátum allan daginn og fram á kvöld. Heimili þitt var stundum eins og fé- lagsheimili. Ferðin okkar til Spánar fyrir tveim ámm með Melkorku Émblu. Það átti að verða fyrsta ferð^ okkar af svo mörgum. Við ætluðum til Krítar í vor. Mig óraði ekki fyrir því að þú færir svo fljótt, ég var svo viss um að eiga með þér nokkur góð ár til viðbótar. Ég veit að Gunna amma og Jonni afi hafa tekið vel á móti þér og verið glöð að fá þig sem og pabbi þinn og mamma, systkini og Halla og Jóna. Og ég sé ykkur fyrir mér hlæjandi, rifjandi upp sög- ur af mönnum og málefnum, þras- andi um pólitík, gerandi grín. Ég kveð þig í bili elsku amma mín og veit að einhvern tíma hittumst við aftur, en við óskum þess báðar að úr þessu verði einhverjir áratugir þar til. Ég vona að ég fái skilað til barn- anna minna þeirri ást, hlýju og alúð sem þú veittir mér. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig að og að Mel- korka Embla hafi kynnst þér. Og töfrum er það líkast hvað tíminn flýg- ur hjá, og týnd sú vísa er morgunblærinn kvað; svo kom það aldrei fram sem það kvæði var að spá, að kæmi af hafi skip og legði að. Samtbíðégeftirþér og þú bíður eftir mér, við bíðum - bíðum hvort á sínum stað. Og töfrum er það líkast að sá logi brann *■ svo fljótt sem lék að okkar skuggum tær og hreinn. En sumarið er liðið, á næstu grösum nótt - og nú er brotinn okkar rauði steinn. Vilt þú biðja fyrir mér? Ég skal biðja fyrir þér þó bænir okkar heyri aldrei neinn. (Úr Þjóðlag úr Álfhamri e. Guðmundur Böðvarss.) Hvfl í friði. Guðrún. INGIGERÐUR EYJÓLFSDÓTTIR + Þröstur Bjarna- son fæddist á Blönduósi 23. ágúst 1945. Ilann lést á heimili sínu aðfara- nótt 15. nóvember síðastliðins. Faðir hans var Bjarni Kristinsson, bóndi og verkamaður, f. 28.4. 1915, d. 18.2. 1982, og móðir hans er Jónina A. Krist- jánsdóttir, f. 25.11. 1925, húsmóðir á Selfossi. Þröstur var fjórði í röðinni af tíu systkinum. sem eru: Gréta Svala, f. 2.10. 1941, gift Guðmundi Steindórssyni, Kristín Erla, f. 7.10. 1942, gift Hannesi Guðna- syni, Ingunn Hofdís, f. 29.6. 1944, hún var gift Óla Þór Ólafssyni, sem lést 2.6. 1997, Viðar, f. 5.4. 1948, kvæntur Eygló Lilju Granz, Kristinn, f. 21.4. 1950, sambýliskona Erla Haraldsdóttir, Þor- steinn Ingi, f. 19.1. 1952, kvæntur Sjöfn Einarsdóttur, Sig- valdi, f. 3.5. 1955, kvænt.ur Irisi Sigrid Guðmundsdóttur, Hugrún Elva, f. 25.1. 1958, hún var gift Ágústi Inga Sigurðs- syni, sem lést 5.1. 1997, og Ölver, f. 21.5. 1959, kvæntur Jó- hönnu Guðmunds- dóttur. Arið 1966 giftist Þröstur Lovísu G. Sigfúsdóttur frá Vestmanna- eyjum, f. 5.9. 1946, d. 17.1. 1980. Börn þeirra eru: Heimir, fæddur 28.12. 1965, og Jónína, fædd 16.12. 1966. Sambýliskona Heimis er Jóhanna J. Helgadóttir. Synir þeirra eru: Ragnar Már, Þröstur Ingi og Matthías Bjarni. Fyrir átti Heimir synina Martein Arnar og Magnús Frey. Börn Jóhönnu úr fyrra sambandi eru Helgi Hreinn og Dóra Lilja. Jóm'na er gift Kristni T. Har- aldssyni. Árið 1984 giftist Þröstur Önnu Vilhjálmsdóttur, f. 14.9. 1945, þau slitu samvistir. Sambýliskona Þrastar síðastliðin þrjú ár og heit- kona er Kolbrún Benjamínsdóttir, f. 20.7. 1952, og á hún Ijögur börn, Ilannes, Þórð, Hugrúnu Dögg og Harald. Þröstur ólst upp á Blönduósi til sjö ára aldurs og fluttist fjölskyld- an þá í Auðsholtshjáleigu í Ölfusi. Þar byrjaði hann snemma að sinna sveitastörfunum. Þröstur stundaði sjómennsku og ýmis verkamannastörf á yngri árum, en árið 1979 tók hann sveinspróf í múraraiðn og í framhaldi af því fékk hann meistararéttindi og starfaði að mestu leyti við þá iðngrein upp frá því. Utför Þrastar fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, föstu- daginn 24. nóvember, og hefst at- höfnin kl. 15. ÞROSTUR BJARNASON Elsku Þröstur okkar. Við kveðjum þig með miklum söknuði í hjarta. En við vitum að þú ert hjá Guði og þér líður vel. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi, það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta, þásitur eftirylur i okkar mædda hjarta. (Friðrik G. Þórleifsson.) Ástarkveðja, Hugrún Dögg og Haraldur. Við ætluðum ekki að trúa þeirri sorgarfrétt er við fengum um and- lát frænda okkar. Hann var mikill barnavinur og munum við ekki eft- ir öðru en að hann hafi alltaf tekið okkur vel. Þröstur var vanur að bregða á leik með okkur börnunum þegar við hittumst. Þó að stundirn- ar hafi ekki verið margar með þessum yndislega frænda okkar mun hann ávallt eiga stað í hjarta okkar. Við látum hér fylgja með fallegt ljóð eftir föður hans og afa okkar. Kveðja Minningin er mild og góð, man ég alúð þína, stundum getur lítið ljóð, látið sorgir dvína. Drottinn sem að lífið léði, líka hinsta hvílu bjó, dýrð sé yfir dánarbeði, dreymi þig í friði og ró. (Bjarni Kristinsson.) Við vottum ömmu, Heimi, Jón- ínu, Kollu og fjölskyldum dýpstu samúð og biðjum guð að styrkja ykkur í sorginni. Jónfna Bjarney, Jónina Ásta og Jóna Guðrún. Móðurbróðir minn Þröstur Bjarnason varð bráðkvaddur að heimili sínu 15.11. sl. Þegar mér bárust þær fréttir að Þröstur frændi væri allur, rifjuðust ósjálfrátt upp þær minningar sem ég á um hann. Þröstur var alltaf svo kátur og brosandi þegar ég hitti hann og stutt var í smitandi hláturinn. Ég man eftir því þegar hann kom í heimsóknir til okkar fjölskyldunn- ar í Hrísholtinu, þá hændumst ég og tveir yngri bræður mínir að honum því hann var alltaf að sýna og kenna okkur ýmsar þrautir og leiki og gantast í okkur þannig að okkur var mikið skemmt. Ég man sérstaklega eftir því hvað hann var klár í að skjóta upp í sig molasykri og hvað það var gaman þegar hann sagði okkur frá henni „Lúsý“ sinni sem bjó í hárinu á honum. Einnig fannst mér mjög gaman og spenn- andi þegar hann hét eitt sinn á mig pening þegar ég var að fara í sund- keppni. Ég hugsaði um hann allan tíman á meðan ég synti og það hvatti mig áfram. Þegar ég kom heim fékk ég 500 krónur, sem hann hafði látið mömmu geyma til að af- henda mér. Þetta var mikill pen- ingur þá. Alltaf fannst mér mjög gaman og viðkunnanlegt að hitta Þröst á fjölskyldumótum og hvar sem var, hann var alltaf mjög elskulegur, faðmaði mig og kyssti og án undan- tekninga hafði hann alltaf orð á því hvað væri góð lykt af mér og það var sama hvað það leið langur tími á milli þess sem við hittumst, hann mundi alltaf hvað ilmvatnið „mitt“ heitir. Þröstur var mikill fjörkálfur og ég man hvað mér þótti alltaf gaman að fylgjast með honum dansa á þorrablótum. Ég þakka þér samfylgdina í líf- inu og fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér, ég á margar góðar minn- ingar um góðan dreng. Allri fjölskyldu hans og aðstand- endum vottum við okkar innileg- ustu samúð með von um að himna- faðirinn styrki ykkur í sorginni og leiði ykkur inn í ljósið að nýju. Bryndís Guðmundsdóttir og fjölskylda. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, j hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. |
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.