Morgunblaðið - 24.11.2000, Síða 49

Morgunblaðið - 24.11.2000, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ ____________________________FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 49 MINNINGAR " + Anna Bára Krist- insdóttir, verka- kona á Akureyri, fæddist að Bratta- vöilum, Þorvaldsdal við Eyjafjörð, 29.10. 1915. Hún lést á heimiii sínu á Eyrar- vegi 35, Akureyri, 15. nóv. siðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristinn Páisson og Sigríður Aðaibjörg Jóhanns- dóttir. Systkini Önnu voru: Halia, Hall- grímur, Valgarður, Björn, Líney, Guðrún, Sumarrós og Jóhanna. Þau eru öll látin. Anna var verkakona í Fagraskógi í 13 ár. Þar kynntist hún maka sín- um Elí Olsen frá Vági, Suðurey, Færeyjum. Þau giftust 28. októ- ber 1945. EIí lést 7. desember 1987. Börn þeirra eru: Örn, kvæntur Ingibjörgu Elísdóttur, þau eiga 4 börn; Elspa, hún á 7 böm; Sigurður, hann á 3 böm; Þegar ég settist niður til að skrifa nokkur orð um þig, mamma, fann ég vanmátt minn og tómleika. I þær þrjár vikur sem ég er búin að sitja við sjúkrabeð þinn hef ég kynnst þér betur en öll árin á undan. Ég er inni- lega þakklát fyrir að okkur tókst að tala um hluti sem við áttum óupp- gerða og ég skildi þá baráttu sem allt þitt líf hefur verið og veit að þú reyndir að gera þitt besta. Eg veit að allir sem minnast þín muna þig fyrir gjafmildi þína. Þó að þú ættir aldrei mikið af veraldlegum auði fannst þú alltaf eitthvað til að gefa. Ég gleðst við minninguna um allar ferðirnar okkar tii Sauðárkróks til Friðbergs bróður. Oft var dátt hleg- ið. Ég er skapara okkar þakklát fyrir að stríð þitt varð ekki lengra og minnist þess hvað þú varst lík sjálfri þér þegar þú fékkst fréttina um að þú værir með krabbamein. Þú sagðir við mig: „Ég vildi heist fá að deyja heima en ef ég verð mjög veik máttu ekki ofgera þér við að hugsa um mig.“ Hverja nótt sem ég var hjá þér hafðir þú alltaf áhyggjur af mér og blessuðum stúlkunum sem unnu við heimahlynninguna og skildir ekkert í þolinmæði þeirra. Þeim vil ég öllum þakka fyrir þeirra ómetanlegu að- stoð. Elsku Sigrún, Þorbjörg og Bryn- dís, ég mun aldrei gleyma kærleika ykkar við okkur. Megi Guð launa ykkur. Til enda er gatan gengin hrærir sorg hjartastrenginn. Burt varstu fús að fara í ferðina löngu, það er bara erfitt sára sorg að spara. Söknuður mér gengur nær. (Höf. ókunnur.) Farðu í friði, mamma mín. Vilborg Elídóttir. Kveðjuorð til langömmu. Nú bönkum við ekki lengur á hurðina þína og hrópum: „Langa, - rúsínu!“. Brosandi andlit blasir ekki lengur við eins og alltaf þegar hurð opnaðist og hönd laumaðist í skúffu og kom með þessar langþráðu rúsínur sem kættu barnssálina. Elsku langamma, ástai'þakkir fyr- ir kærleika þinn. Kveðjur frá Stefáni Jóni, Viiborgu Indu og Jóni Svavari. Fegursta manneskja í heimi sagði: Gefíð og yður mun gefið verða og svo gaf hún allt sem hún átti. Fegursta manneskja í heimi sagði: Að vera þreyttur eftir heiðarlega vinnu, það er í lagi en að vera þreytt- ur af dugleysi... Fegursta manneskja í heimi sagði: Börn eiga að vera skítug, um leið og hún lét renna í bað og tók fram nál og tvinna. Vilborg, gift Jóni B. Jóhannessyni, þau eiga 3 börn; Geir- þrúð, gift Ingimar Víglundssyni, þau eiga 4 böm; Jonna, sambýlismaður hennar er Vigfús Andrésson, hún á 4 börn; Ragnar, kvæntur Erlu Helga- dóttur, þau eiga 3 börn; Hallur, kvænt- ur Hjördísi Jónas- dóttur, þau eiga 3 börn. Fyrir átti Anna Friðberg, Bent og Líneyju sem iést 1962. Auk þess ólu Anna og Elí upp Önnu El- ísu dótturdóttur sína. Anna og Elí hófu búskap á Akureyri og bjuggu lengst af í Kaupvangs- stræti 1. Anna vann við húshjálp tii 1987 er hún lét af störfum vegna aldurs. Útför hennar verður gerð frá Akureyrarkirlqu 24. nóv. kl. 13.30. Fegursta manneskja í heimi kunni að gera ævintýri úr engu og breita smjörlíki í smjör. Fegursta manneskja í heimi kunni að brosa þrátt fyrir allt og alla og leyfði þér ekki að vola út af engu. Fegursta manneskja í heimi fram- kvæmdi kraftaverk án þess að depla auga og ætlaðist svo til að þú gerðir eins. Fegursta manneskja í heimi hlust- aði alvarleg á alvarlegar umræður og tók mark á litlu fólki. Fegursta manneskja í heimi sagði: þar sem nóg er hjartarúm þar er líka húsrúm og bjó um gest á eidhús- gólfinu. Fegursta manneskja í heimi sagði: Þú getur allt sem þú vilt og fékk þig til að trúa því. Fegursta manneskja í heimi sagði að góð samviska væri það besta af öllu og þá langaði þig til að biðjast fyrirgefningar. Fegursta manneskja í heimi sagði að allir væru mikilvægir og svo fóruð þið saman út til að bjarga flugum úr kóngulóarvefjum. Fegursta manneskja í heimi var hugrökk og hún kunni að gefa hug- rekki sitt í burtu. Fegursta manneskja í heimi gerði stórmál að smámálum og fékk þig til að hlæja að öllu saman Fegursta manneskja í heimi horfði á himininn og óskaði sér að eiga ein- mitt svona kjól. Fegursta manneskja í heimi henti ekki gullinu úr barnsvasa heldur fann undir það skartgripaskrín. Fegursta manneskja í heimi trúði á gömul gildi og sagði: Stattu við þitt og láttu aðra um sitt. Fegursta manneskja í heimi dó eins og hún lifði og hugsaði meira um aðra en sjálfa sig Fegursta manneskja í heimi, hún mamma mín. Hvernig er hægt að þakka heila ævi? Anna Elísa. Upphaf kynna okkar af Önnu Kristinsdóttur er ekki hægt að tíma- setja nákvæmlega. Hún kom inn í líf okkar áður en við munum eftir okk- ur. Anna var til staðar öll okkar upp- vaxtarár, hún var snar þáttur í lífi okkar og markaði þar djúp spor. Róleg í fasi með glettin tilsvör kom Anna inn á heimihð og nærvera hennar var notaleg. í dagsins önn gaukaði hún að okkur góðum ráðum, á hógværan hátt og lét okkur trúa því að við hefðum sjálf uppgötvað það sem hún ráðlagði. Á þessum árum vorum við böm og síðan óharðnaðir unglingar og var lífið einfalt í hugum okkar. Þarna var það sem Anna markaði sporin og tók þátt í að leiða okkur út í lífið. Það er góð tilfinning að hafa átt slíka kjöl- festu. Ekki þótti ráðlegt að efna til mannfagnaðar eða veisiuhalda af ýmsum tilefnum nema Anna væri nærstödd, en hún var fjölhæf til starfa. Þegar við lítum til baka, til uppvaxtaráranna, er Anna inni í þeirri mynd sem við sjáum, hvort sem það em myndir úr daglegu lffi eða frá hátíðarstundum í lífi fjöl- skyldu okkar. Hún var vinur okkar og tók þátt í gleði okkar þegar vel gekk og þegar á bjátaði var hún upp- örvandi. I barnslegri einlægni okkar héldum við að Anna yrði alltaf til staðar. Reyndar má það til sanns vegar færa, því lífsviska hennar og umhyggja er sjóður sem við enn get- um sótt í, þótt Anna hafi lokið lífs- göngu sinni. Það verður fátæklegra í hugum okkar brottfluttra að hugsa sér Akureyri og Eyjafjörð án henn- ar. Þótt við yxum úr grasi, hleyptum heimdraganum og fjölskyldan stækkaði þá rofnuðu ekki tengslin við Önnu, en samverustundunum fækkaði. Nýir fjölskyldumeðlimir áttu því láni að fagna að fá að kynn- ast Ónnu. Þeir muna hana sem kær- an fjölskylduvin. Anna var skemmtileg í samræðum og skopskynið var einstakt. Hún sá spaugilegar hliðar á hversdagsleg- um hlutum og aðstæðum. Skopskyn hennar auðgaði líf okkar og enn er í fjölskyldunni gjarnan gripið til skemmtilegra tilsvara hennar og orðatiltækja. Anna er okkur öllum ógleymanleg. Við þökkum fyrir það lán að hafa fengið að eiga Önnu Kristinsdóttur að vini. Aðstandendum hennar send- um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guðmundur Kari, Olga Björg, Nanna Ingibjörg, Jón Ingvar. Margseraðminnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margs er að sakna Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friðurguðsþigblessi hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við munum minnast þín með virð- ingu oghlýju. Og við þökkum þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Megi góður Guð geyma þig. Kristinn og Hrafnhildur. UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþj ónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. - Á t Sverrir ^4 iii- aj j Einarsson Sverrir tógl ll útfararstjóri, Olsen sítni 896 8242 útfararstjóri. Æm iBaklur ] Frederikscn I úlfararstjóri, jsími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is ANNA BARA KRISTINSDÓTTIR MAGNI BALD URSSON r + Magni Baldurs- son fæddist á Akureyri 17.1. 1942. Hann iést á Landspítalanum Fossvogi fimmtu- daginn 16. ndvember síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Baldur Svanlaugsson, bif- reiðasmíðameistari, f. 24.7. 1909, d. 15.6. 1970, og Sigurlaug Elín Guðmundsdótt- ir, skrifstofumaður, f. 29.9. 1912, d. 18.3. 1999. Systur Magna eru Svanlaug, f. 31.7. 1940, Hall- gerður, f. 6.10.1945, Ásgerður, f. 6.10. 1945 og Sigurlaug Hösk- uldsdóttir, f. 18.7. 1953. Magni kvæntist 2.9. 1967 Bryn- hildi Þorgeirsdóttur, þýðanda, f. 22.3. 1944. Dætur þeirra eru: 1) Vala, leikhúsfræðingur, f. 10.1. 1968. 2) Nanna, lögfræðingur, f. 10.3. 1973, sambýlismaður Gísli S. Jensson, veitingamaður, f. 6.5. 1972. Magni stund- aði nám í arkitektúr við Polytechnic of North London á ár- unum 1966-1972 (Dipl. Arch.). Hann starfaði á bygginga- deild London County Council 1965-66 og hjá Tripe & Wakeham Architects, London, 1969-70. Hann starfaði sem arki- V tekt hjá Hammet & Norton Architects í London 1972-74 og hjá Arkitektastofúnni EHF í Reykjavík firá 1974. Magni var í stjórn lffeyrissjóðs Arkitektafélags íslands 1976-79, formaður 1978-79 og varamaður í stjórn sjóðsins 1980-83. Hann var í laganefnd félagsins frá 1995. Utför Magna fer fram frá Háteigskirkju og hefst athöfnin klukkan 10.30. Stynur j örð við stormins óð ogstráinkveðadauð, hlíðin er hljóð, heiðinerauð. - Blómgröf, blundandi kraftur, við bíðum, það vorar þó aftur. Kemur skær í skýjum sólin, skín i draumum um jólin. Leiðir fuglinn í for ogfleyiðúrvör. Vakna lindir, viknar ís ogverðurmeiraljós. Einhugarís rekkurogdrós. - Æska, ellinnar samtíð, við eigum öll samleið - og framtíð. Aftni svipur sólar er yfir, sumarið í hjörtunum lifir. Blikarblómsyfirgröf, slærbrúyfirhöf. (EinarBenediktsson.) Með þökk fyrir samleið í þessu lífi. Heiðrún og Benedikt. Magni Baldursson, arkitekt, vinur minn og samstarfsmaður í fullan ald- arfjórðung er látinn, langt um aldur fram. Hann hefði orðið fimmtíu og níu ára í janúar á næsta ári, en það er ekki hár aldur nú til dags, sérstaklega ef menn eru fullir lífsorku eins og Magni var þegar hann greindist með illkynja krabbamein um mitt síðasta sumar. Sú lífsorka endurspeglaðist vel eftir að hann byijaði að glíma við sjúkdóminn. Hann gekk að störfum sínum og áhugamálum eins og þrek hans entist til og var ákveðinn í að beijast til hinstu stundar, sem hann og gerði. Þessa afstöðu má kalla lýsandi fyrir lundarfar Magna, sem einkenndist jafnan af bjartsýni, dugnaði, sam- viskusemi og kjarki. Þessum eiginleik- um kynntumst við starfsfélagar hans vel á löngum, sameiginlegum ferli. Magni lauk prófi í ai'kitektúr frá Polytechnic of North London á Eng- landi árið 1972 og starfsréttindaprófi þar í landi ári síðar. Með námi og í tvö ár að því loknu vann hann á arkitekt- astofum í London, en hóf störf á arki- tektastofu okkar Ömólfs árið 1974. Tildrög þess vom þau að bróðir minn vakti athygli mína á að kominn væri til landsins ungur arkitekt frá Englandi, sem hann reyndar þekkti ekki, en vissi að væri kvæntur Bryn- hildi, skólasystur sinni, og hlyti að vera eitthvað í þann mann spunnið sem næði slíkum kvenkosti. Þetta var á uppgangstímum og mikið byggt rétt eins og nú. Er ekki að orðlengja það að Magni réðst til starfa með okk- ur og vann hér á stofunni, allt þar til yfir lauk. I störfum Magna nutum við starfs- félagamir sem og viðskiptavinir okk- ar í ríkum mæli mannkosta hans og góðra hæfileika. Öll störf hans eim kenndust af vandvirkni, nákvæmni og kunnáttu. Menn fundu fljótt að Magna mátti treysta, bæði orðum hans og verkum. Of langt yrði upp að telja öll þau verk sem Magni kom að á löngum starfsferli sínum, en ég vil minna á ör- fá þeirra, sem hann átti stóran þátt í og þá ekki síst í samskiptum við verk- kaupann, bæði á hönnunar- og fram- kvæmdastigi: Ýmis mannvii-ki fyrir Hitaveitu Suðumesja, Blönduvirkj- un, Öskjuhlíðarskóla og Fellaskóla í Reykjavík, Menntaskólann og íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum og sjúkrahúsin á Blönduósi og í Keflavík. Magni tók virkan þátt í starfi Arki- tektafélags Islands. Hann átti meðal annars sæti í laganefnd og í stjórpr Lífeyrissjóðs Arkitektafeálgs íslands þar sem hann var formaðm' um skeið. Þótt störf Magna séu ómetanleg er það hinn góði drengur og félagi sem við söknum nú þegar hann er ailur. Fyrir hönd okkar starfsfélaganna á Arkitektastofunni votta ég Brynhildi og dætrunum, Völu og Nönnu, innileg- ustu samúð okkar. Þeirra er missirinn mestur og söknuðurinn sárastur. Ormar Þór Guðmundsson. f | Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan ’^ág sólarhringinn. • ‘a*"*TÍ) * í I í Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja mMMf UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.