Morgunblaðið - 30.12.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.12.2000, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frimerkjasafn Axels H.R. Schiöth opnað með viðhöfn á Amtsbdkasafninu á Akureyri Safnið hefur verið geymt í bankahólfi í nær hálfa öld FRÍMERK J AS AFN Axels H.R. Schiöth var opnað með viðhöfn á Amtsbókasafninu á Akureyri í gær- morgun, en það hefur verið í bankahólfi frá því í lok september árið 1953. Axel ánafnaði Lystigarði Akureyrar frímerkjasafn sitt til minningar um móður sína, Onnu Caatrine Schiöth, sem stofnaði Lystigarðsfélagið árið 1910. f gjafabréfi Axels eru ákvæði sem heimila opnun þess árið 2000. Frímerkjasafn Axels H.R. Schi- öth hefur verið geymt í bankahólfi í Landsbankanum á Akureyri í nær hálfa öld og var það flutt í lög- reglufylgd þaðan og á Amts- bókasafnið. Valgerður Schiöth, afkomandi hjónanna Axels og Margrétar Schiöth, þakkaði þann sóma sem minningu afa síns og ömmu væri sýndur og lýsti ánægju sinn með þá snjöllu hugmynd gamla mannsins að ganga frá frímerkjasafni sínu í kassa sem geymast skyldi í tæpa hálfa öld. Hún sagði að afi sinn hefði varðveitt safn sitt vel en í stríðinu hefði hann óttast um það og því gengið með það langt fram í fjörð og bað fólk þar um að gæta þess meðan ófriðurinn varði. Margrét stofnaði Lystigarðinn árið 1912 og var þeim hjónum mjög um- hugað um vöxt hans og viðgang alla tíð. Björgvin Steindórsson, for- stöðumaður Lystigarðsins á Ak- ureyri, sagði að ekki lægi fyrir nú hvert verðmæti frímerkjasafnsins væri, en til þess bærir menn yrðu fengnir til að meta það. Ljóst þykir að í safninu eru mörg fágæt frí- merki. Um 20 þúsund frímerki í safninu f gjafabréfi Axels kemur fram að hann hafí allt frá því móðir hans stofnaði Lystigarðsfélagið safnað frímerkjum, bæði stimpluðum og óstimpluðum, sem hann ætlaði til styrktar og stuðnings félaginu. I safninu eru um 20 þúsund frímerki, þar af um 3000 erlend en önnur ís- lensk og þar á meðal segir hann vera frúnerki sem ófáanleg voru Morgunblaðið/Bjöm Gislason Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri og Sigríður Schiöth, tengdadóttir Margrétar og Axels Schiöth, skoða í kassann sem opnaður var á Amts- bókasafninu f gær. f ljós kom að þar er að finna mörg fágæt frímerki. þegar hann ritaði gjafabréfið, árið 1953. Ennfremur segir Axel þar að sala á frímerkjunum megi fara fram um næstu aldamót, eða árið 2000, og að andvirðið verði notað í þágu Lysti- garðsins á 100 ára stofndegi þess árið 2010. Sala á merkjunum megi þó fara fram fyrr álíti stjórn garðs- ins það heppilegra. Forystumenn Öryrkjabandalags fslands funduðu með forseta fslands á Bessastöðum ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for- seti íslands, hefur ekki ákveðið hvort hann muni með einhverjum hætti grípa inn í deilur Öryrkja- bandalags íslands og ríkisstjórn- arinnar um dóm Hæstaréttar um tekjutryggingu örorkubóta. For- ystumenn Öryrkjabandalagsins og lögfræðingur þess áttu um einnar og hálfrar klukkustundar fund með forsetanum á Bessastöðum í gær- morgun, þar sem forsetinn var m.a. beðinn um að beita áhrifavaldi sínu í þessu máli. „Sá fundur sem við áttum hér var mjög fróðlegur og ég er þakk- látur fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að eiga viðræður við for- ystusveit Öryrkjabandalagsins og heyra þeirra sjónarmið og áhyggj- ur,“ sagði Ólafur. „Þau gerðu skýra grein fyrir sínu máli bæði eins og það snertir stöðu öryrkja og dóm Hæstaréttar og líka gagn- vart grundvallarreglum í okkar stjórnskipan og okkar lýðræðis- skipan. Eg hef einnig á undanförnum dögum átt samræður við forsætis- ráðhen-a og heilbrigðisráðherra um þessi mál og mun í ljósi þess- ara samtala allra hugleiða málið og hef í sjálfu sér á þessu stigi ekki meira um það að segja.“ Ólafur Ragnar sagði að það hefði löngum verið á meðal verkefna for- seta Islands að sameina hópa eða einstaklinga í þjóðfélaginu og að hann hafi fylgt þeirri venju í sinni forsetatíð. Gagnlegur og árangurs- ríkur fundur Garðar Sverrisson, formaður Ör- yrkjabandalagsins, sagðist hafa beðið um fund með forsetanum til þess að óska þess að hann beitti sér í málinu, en það væri auðvitað forsetans að ákveða hvort hann gerði það. „Þetta var ánægjulegur, gagn- legur og að okkar mati árangurs- ríkur fundur,“ sagði Garðar. „Það kannski segir sína sögu hversu skjótt og vel var brugðist við og hér boðið til fundar á þessum stað ræðna forseta íslands við sendiráð Bandaríkjanna um veru varnarliðs- ins hér á landi. Þegar Ragnar var spurður að því hvaða lagaheimildir styddu það að forsetinn myndi beita sér í málinu sagði hann að samkvæmt stjórnskipuninni færi hann með framkvæmdavald og lög- gjafarvald ásamt öðrum valdhöf- um. Fyrst og fremst rætt um stjórnskipunina „Það var auðvitað fyrst og fremst verið að ræða stjórnskip- unina,“ sagði Ragnar, „hvaða hætt- ur það hefur í för með sér fyrir lýðveldið að árekstrar verði á milli valdhafanna." Ragnar sagði að það væri erfitt að sjá hvert þessi átök stefndu lýð- veldinu og lýðræðinu í landinu. „Það er erfitt að sjá tilganginn vegna þess að dómurinn er í máli á milli Öryrkjabandalagsins Islands og ríkisins. Dómsorðið eitt ræður réttarstöðunni á milli þessara að- ila. Það er afar skýrt og ekki hægt að deila um dómsorðið sjálft. Það ber að gera upp samkvæmt því.“ Ragnar sagði að framkvæmda- valdið hygðist nú jafnvel hunsa dóm Hæstaréttar og það væri al- varlegt mál. „Ríkisstjórnin hefur sagt að það verði aðeins farið eftir dómnum ef tillögur þær sem hún leggur fyrir Alþingi verði samþykktar. Fræði- lega séð er hugsanlegt að allar þær tillögur verði felldar og þá mun ríkisstjórnin ekki fara eftir dómn- um. í þessu eru skilaboð um það að minnihlutahópar í landinu skuli ekki leita til dómstólanna með það misrétti sem þeir kunna að vera beittir." Ætla að berjast áfram fyrir rétti sínum Garðar sagði að Öryrkjabanda- lagið myndi halda áfram að berjast fyrir rétti sínum í samvinnu við önnur samtök, því menn væru ugg- andi yfir því að ef framkvæmda- valdið kæmist upp með þetta þá lyti það í raun engu taumhaldi. Forsetinn beðinn að beita áhrifavaldi Morgunblaðið/Kristinn Forystumenn Öryrkjabandalags íslands funduðu með forseta íslands á Bessastöðum í gær. Frá vinstri: Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, Garðar Sverrisson, framkvæmdastjdri Öryrkjabandalagsins, og Ragnar Að- alsteinsson, lögfræðingur Öryrkjabandalagsins. af þessu tilefni. Við lýstum okkar alvarlegu áhyggjum og heyrðum ekki annað en að forsetinn skildi þær. Einnig afhentum við honum ýmis gögn um málið.“ Garðar sagðist hafa beðið forset- ann að beita sínu áhrifavaldi í þessu máli, annaðhvort beint eða óbeint, til þess að laga samskipti valdhafanna við öryrkja og annað fólk í landinu. Sérstaklega þar sem það lægi fyrir að ríkið myndi halda áfram að taka ófrjálsri hendi fé af fólki þrátt fyrir dóm Hæstaréttar. Garðar vildi ekki svara neinu um það hvort forsetinn hefði gefið ein- hver fyrirheit um að beita sér í málinu. Hann sagði að það væri forsetans að tjá sig um það. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Öryrkjabandalagsins, sagði að for- dæmi væru fyrir því að forsetinn hefði beitt sér í svipuðum málum og vísaði í því sambandi til sam- Mjög mikið vinnu- álag meðal hjúkr- unarfræðinga FJÓRÐUNGUR hjúkrunarfræðinga kemst ekki í samningsbundin matarhlé í vinnutíma vegna vinnuálags. Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnun sem gerð var á vinnuálagi hjúkr- unarfræðinga. Könnunin var gerð með til- viijunarúrtaki 522 hjúkrunarfræðinga og var svarhlutfall 42%. Greint er frá niðurstöð- unum í Tímariti hjúkrunarfræðinga. Þátttakendur unnu að meðaltali 38,5 stundir á viku og þar af voru 5,8 yfirvinnu- stundir. Meðalvinnuvika þeirra sem voru í fullu starfi var 47,5 stundir. Rúmur helmingur þátttakenda sagðist oft eða stundum vera kallaður út til að vinna á frídögum. Um 60% þátttakenda komust stundum eða oft ekki úr vinnu á réttum tíma vegna álags. Hjúkrunarfræðingar sem vinna á sjúkrahúsum verða marktækt oftar fyrir fyrirvaralausum breytingum á vöktum en þeir sem ekki vinna á sjúkrahúsum. Hjúkrunarfræðingar á sjúkrahúsum eru einnig oftar en aðrir þátttakendur kallaðir á aukavaktir (32,3%) en hjúkrunarfræðingar á dvalar- og hjúkrunarheimilum eru sjaldnar kallaðir út (7,3%). Meiri hreyfing er á starfs- fólki á vinnustöðum þar sem hjúkrunarfræð- ingar eru oft kallaðir á aukavaktir. Þannig hættu að meðaltali 3,56 hjúkrunarfræðingar á vinnustöðum þar sem þátttakendur voru kallaðir út á aukavaktir, samanborið við 1,79 þar sem þátttakendur voru sjaldan eða aldr- ei kallaðir út á aukavaktir. Vaktavinna hefur mikil áhrif á fjölskyldulíf 61,6% þátttakenda unnu vaktavinnu. Að sögn þátttakenda í könnuninni hafði vakta- vinnan mikil áhrif á fjölskyldulíf þeirra en 86,7% töldu vaktavinnuna hafa töluverð eða mikil áhrif á fjölskyldulífið. Á rúmlega þriðjungi deilda höfðu verið sett upp aukarúm vikuna áður en þátttak- endur svöruðu spurningalistum og í 12% til- vika á hverjum degi vikunnar. Þátttakendur töldu innlögnum hafa fjölg- að, legutíma hafa styst, að undirmannað væri á þeirra vinnustað og nokkuð vantaði á að stöðugildi hjúkrunarfræðinga væru fuli- setin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.