Morgunblaðið - 30.12.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.12.2000, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Gunnsteinn Sig'- urður Steinsson fæddist á Hrauni á Skaga 10. janúar 1915. Hann lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 19. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Steinn Leó Sveinsson, f. 17.1. 1886, d. 27.11. 1957, bóndi og hreppstjóri á Hrauni á Skaga, og Guðrún Sigríður Kristmundsdóttir, f. 12.10. 1892, d. 24.10. 1978, hús- freyja. Steinn og Guðrún áttu tólf börn og komust ellefu þeirra upp. Systkini Gunnsteins eru: Guðrún, f. 4.9.1916, d. 7.3.1999, húsfreyja á Reynistað í Skagafirði; Rögn- valdur, f. 3.10. 1918, búsettur á Hrauni á Skaga; Svava, f. 17.11. 1919, búsett á Skagaströnd; Guð- björg Jónfna, f. 30.1. 1921, búsett í Reykjavík; Tryggvina Ingibjörg, f. 7.4. 1922, búsett í Reykjavík; Kristmundur, f. 5.1. 1924, búsett- ur í Reykjavík; Svanfríður, f. Ég get ekki sagt annað en að mér hafi brugðið allverulega þegar ég fékk þær fregnir fyrir skemmstu að afí minn hefði veikst alvarlega og verið fluttur á sjúkrahús. Á þeirri stundu flugu margar hugsanir um huga minn á örskotshraða. Það var svo stutt síðan hann kom í heim- sókn til okkar barnabarnanna í Reykjavík. Þá var hann svo hress að það hvarflaði ekki að mér að það yrði í síðasta sinn sem ég sæi hann á lífi. Hann afi minn var alltaf svo þróttmikill að ekkert virtist bíta á hann. Daginn eftir að mér voru til- kynntar þessar fréttir dó afi. Ég á eftir að sakna afa ákaflega mikið. Það var alltaf gaman að fara í heimsókn til hans og ömmu í litla vinalega húsið þeirra á Skógargöt- unni á Króknum. Öllum var tekið með kostum og kynjum og alltaf voru veitingar í boði. Oftar en ekki settist maður niður í eldhúsinu þeirra og þáði margvíslegar góð- gerðir á meðan spurningum um það helsta sem á daga manns hafði drif- ið undanfarið var svarað. Síðan færðum við okkur um set inn í stofu og ræddum um allt milli himins og jarðar, allt frá hversdagslegum at- burðum eins og fréttum af fjöl- skyldunni og ættfræði til gagna- grunns á heilbrigðissviði og annarra pólitískra mála. Þar var ekki látið staðar numið heldur færðist um- ræðan oft yfir í alþjóðamál, ástandið í Rússlandi, forsetakosningar í Bandaríkjunum og kosti og galla Evrópusambandsins svo fátt eitt sé nefnt. Við afi gátum rætt saman um alla skapaða hluti tímunum saman og aldrei kom maður að tómum kof- anum hjá honum. Að því dáðist ég mjög enda naut ég þessara samtala okkar ríkulega. Eg held að hann hafi haft gaman af þeim líka. Við afi höfðum nefnilega ákaflega svipaðar skoðanir á hlutunum. Síðustu árin hef ég orðið nokkuð pólitískur en er þó ekki í sama stjórnmálaflokki og afi minn var. Hann var mikill og sanntrúaður sjálfstæðismaður en aldrei deildum við þó. Það var helst að stundum brygði fyrir glettnisglampa í augum hans og hann stríddi mér á mistök- um minna manna. Ég tók því þá bara karlmannlega og spaugaði á móti. Afi var ekki mikið menntaður á mælikvarða dagsins í dag. Hann lauk þó gagnfræðaprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1936. Ef- laust hefúr það þótt töluvert í þá tíð þegar ekki áttu allir kost á jafn- ódýrri menntun og við búum við í dag. Þrátt fyrir að afi nyti ekki lengri skólagöngu en þetta var hann einhver upplýstasti maður sem ég hef þekkt. Hann átti mikið safn bóka og las mikið, jafnvel bækur og tímarit á dönsku, ensku og þýsku. Afi var grúskari af lífi og sál. 18.10. 1926, búsett á Sauðárkróki; Sveinn, f. 8.9. 1929, búsettur í Geitagerði í Skaga- firði; Ásta, f. 27.11. 1930, búsett í Reykja- vík; Hafsteinn, f. 7.5. 1933, búsettur í Reykjavík; Hrefna, f. 11.5. 1935, d. 19.8. 1935. Gunnsteinn kvænt- ist 2.11. 1945 Guð- björgu Hólmfríði Guðmundsdóttur, f. 15.4. 1922, húsfreyju á Sauðárkróki. For- eldrar hennar voru Einar Guð- mundsson, bóndi á Saurum á Skaga, f. 27.2. 1892, d. 24.4. 1973, og Margrét Benediktsdóttir, f. 14.10. 1896, d. 1.1. 1973, hús- freyja. Gunnsteinn og Guðbjörg eignuðust tvær dætur. Þær eru: 1) Hrefna, f. 11.4. 1945, húsfreyja í Ketu á Skaga, eiginmaður henn- ar var Björn Halldórsson, f. 29.11. 1943, d. 5.9. 2000, og eiga þau þrjú börn: a) Gunnsteinn, eig- inkona hans er Sigríður Kára- dóttir, þeirra börn eru Steinunn, Afi átti mörg önnur áhugamál og hafði marga góða hæfileika. Hann var ákaflega laginn í höndunum og hafði sannkallað smiðsauga. Hann hafði milda ánægju af að dytta að húsinu á Skógargötunni, jafnt innan dyra sem utan. Það sést vel á snyrtilegu heimili þeirra ömmu. Grindverkið sem liggur í kringum húsið málaði hann á nánast hverju sumri. I fyrrasumai’ tók hann sig til og reif upp stóran hluta þess, gróf fyrir nýjum staurum og sagaði og negldi uns upp var komið nýtt og enn betra grindverk. Svona var afi minn og hann var 84 ára gamall að þessu bardúsi sínu. Eins og áður sagði var stutt síðan afi kom suður síðast. Stoppaði hann lengi hjá okkur systkinunum og átt- um við gott tal saman. Við ræddum meira að segja ljóðlist sem bar ekki svo oft á góma okkar. Afi fór með kvæði eftir mörg skáld og mest eftir Jón Helgason, sem hann hafði mikið dálæti á. Mér varð hugsað til þess- arar stundar þegar ég frétti að hann væri allur. Vissulega gæfi ég mikið til að njóta fleiri slíkra stunda. Eitt er þó huggun harmi gegn. Afi átti stutta og þjáning- arlausa banalegu og ég er ekki í vafa um að hann hefði viljað sjálfur að svo færi. Afi naut ánægjuríks lífs. Hann ólst upp á stóru og ástríku heimili, elstur ellefu systkina sem komust á legg. Hann komst til nokkurra mennta, var bóndi á góðu búi, var valinn til margvíslegra ábyrgðar- starfa fyrir sveit sína og starfaði seinni árin hjá ágætu fyrirtæki á Króknum að búskap loknum. Jafn- framt vinnu var hann lengi umboðs- maður skattstjóra á Sauðárkróki og sá í mörg ár um frágang skatta- skýrslna fyrir hina ýmsu aðila. Ekki er svo ýkja langt síðan hann hætti þeirri vinnu. Síðast en ekki síst átti afi ákaflega góða eiginkonu sem þarf nú að sjá á eftir manni sínum. Sárt er vinar að sakna, sorgin er djúp og hljóð. Minningar cfóúpar vakna, svo var þín samíylgd góð. Daprast hugur og þjarta, húmskuggi féll á brá. Lifir þó Ijósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta vinur þó falli frá. Góðar minningar geyma, gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma, þér munum við ei gleyma, sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Mikill, góður og heiðarlegur mað- ur er genginn á vit feðra sinna. Ég kveð afa minn með sárum söknuði en veit jafnframt að nú er hann á góðum stað þar sem honum líður vel og hann er örugglega á þessari Hafþór, Ægir Björn og Hrannar Orn. b) Guðrún Halldóra. c) Sig- urður Ingimar. 2) Guðrún, f. 26.4. 1949, húsfreyja í Stóru-Gröf syðri í Skagafírði, eiginmaður hennar er Sigfús Helgason, f. 11.9. 1939, og eiga þau níu börn: a) Guðbjörg Steinunn, sambýlismaður hennar er Ómar Bragason, þeirra börn eru Eva Berglind og Andri Valur. b) Jóhann Þór. c) Þóra Björk, hennar barn er Kristófer Aron Ægisson. d) Linda Margrét. e) Sigfús Ingi. f) Gunnsteinn Rúnar. g) Elsa Auður. h) Helga Rós. i) Sigrún Alda. Gunnsteinn lauk gagnfræða- prófi frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1936. Hann var búsettur á Hrauni til 1953 og stundaði á þeim tíma aðallega sjómennsku og smíðar. Gunnsteinn var bóndi í Ketu á Skaga 1953-1974 en flutt- ist þá ásamt konu sinni til Sauð- árkróks. Stundaði hann þar störf í skinnaverkuninni Loðskinni hf. auk þess sem hann var um árabil umboðsmaður skattstjóra á Sauð- árkróki. Gunnsteinn starfaði mik- ið að félagsmálum og var m.a. hreppsljóri og sýslunefndarmað- ur fyrir Skefilsstaðahrepp um árabil auk þess að gegna fjöl- mörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. títfór Gunnsteins fer fram frá Ketukirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. stundu einmitt að ræða landsins gagn og nauðsynjar við vini og ætt- ingja handan við móðuna miklu. Sigfús Ingi. Okkur langar með nokkrum orð- um að minnast afa míns, Gunn- steins Steinssonar, sem skyndilega var kvaddur frá okkur nú stuttu fyrir jólin. Afi er ættaður frá Hrauni á Skaga, en þau amma bjuggu flest sín búskaparár í Ketu á Skaga. Það- an á ég góðar minningar frá því ég var lítU, þegar við fjölskyldan í Stóru-Gröf fórum í heimsókn til ömmu og afa og Hrefnu og Bjössa, þá var oft farið í fjöruna og gersem- arnar þar skoðaðar. Þegar afi og amma hættu búskap í Ketu fluttu þau til Sauðárkróks. Fyrstu árin bjuggu þau á Lindar- götunni, en fluttu síðan á Skógar- götu 9, þar sem þau hafa búið síðan. Afi var heimakær, honum leið vel heima hjá sér og hann hafði gaman af að fá góða vini í heimsókn. Hann fór sjaldan í ferðlög, en þá helst út á Skaga, þangað sem ræturnar lágu. Afi var víðlesinn og fróður, hann las mikið og hafði gaman af góðum bókum. Þegar við komum í heim- sókn á Skógargötuna sat hann oft við skrifborðið og las eða skrifaði, hann þýddi ýmsar greinar úr er- lendum blöðum sér til fróðleiks og skemmtunar. Alltaf var Eva Bergl- ind velkomin að skrifborðinu til langafa, hún settist á stól við hliðina á borðinu og fékk blað og penna, eða skoðaði þá hluti sem voru á borðinu. Afa var fleira til lista lagt, hann var vel laghentur og iðinn. Nýlega tók hann sig til og endurbyggði gríndverkið utan um litlu lóðina á Skógargötunni og húsið málaði hann að utan hjálparlaust og má það teljast vel að verki staðið af manni á hans aldri. Afa þótti vænt um fólkið sitt og hann fylgdist vel með hvemig því vegnaði. Alltaf spurði hann frétta af bamabörnunum, hvernig þeim gengi við nám og störf. Afi var hæglátur maður, traustur, reglusamur og gætinn í orðum og athöfnum, hann var heiðursmaður. Gunnsteinn afi, þín er sárt sakn- að. Við sendum Guðbjörgu ömmu og öllum ættingjum og vinum samúð- arkveðjur. Guðbjörg Steinunn Sigfúsdóttir og fjölskylda, Varmahlíð. Gunnsteinn í Ketu var mikill heiðursmaður. Við eyddum þremur summm saman snemma á sjöunda áratugnum en áður en ég náði ferm- ingaraldri var ég í sveit hjá Boggu og Gunnsteini í Ketu. Þetta var fyr- ir daga þægindanna á Skaganum sem komu síðar með rafmagni, upp- byggðum vegi, brú yfir Gauksstaða- ána og traustum bílum á breiðum dekkjum. Dráttarvélarnar vom samt að koma almennt á bæina á Skaganum á þessum ámm og höfðu í för með sér miklar breytingar. Skagamenn em bæði harðfr og seigir og Gunnsteinn var þar engin undantekning. Hann var útsjónar- samnur og nægjusamur og bjó vel að sínu. Gunnsteinn var hreppstjóri á Skaganum og umboðsmaður skatt- stjóra. Hann var mjög glöggur á tölur og aðgætinn við allt sem sneri að framtölum manna. Stök regla og snyrtimennska einnkenndi alla pappíra sem fóm um hendur hans. Hann kynnti sér jafnan afar vel allt sem hann þurfti að vita vegna slíkra starfa og var mjög fróður um lög og reglur. Gunnsteinn hefði líklega val- ið sér annan starfsvettvang en bú- skap hefði hann verið ungur maður nú á tímum. Gunnsteinn var ótrúlega þolin- móður við mig strákinn og viljugur til þess að ræða við mig um landsins gagn og nauðsynjar þótt ekki væri ég gamall og hafi eflaust spurt hann margra barnalegra spuminga. Gunnsteinn var mikill sjálfstæðis- maður og keypti bæði Morgunblað- ið og ísafold og Vörð sem komu í vikuskömmtum með Guðmundi pósti á Þorbjargarstöðum. Blöðin voru lesin síðu fyrir síðu, bæði frétt- ir og greinar. Ekki var heldur sleppt útvarpsfréttum í hádegi og á kvöldin. Atburðir líðandi stundar og stjórnmálin urðu okkur að enda- lausu umræðuefni. Gunnsteinn upp- fræddi mig eins og besti kennari í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokks- ins eða prófessor í stjórnmálafræði og var mjög vel heima í málum hvort heldur það voru innlend stjórnmál eða alþjóðamál. Eftir þessa vist var víst aldrei nokkur spuming um stjórnmálaskoðanir mínar. Ég minnist áranna í Ketu með miklu þakklæti því að þar bjó ég við gott atlæti og umhyggju hjá þeim hjónum. Toppurinn á tilverunni var á ágústkvöldum þegar berin voru orðin fullsprottin. Þá var skotist uppfyrir veg og bláber tínd í glas eða krukku og þau síðan borðuð með nýskildum ijóma og sykri. í minningunni hefur enginn eftirrétt- ur náð að gæðum bláberjunum og tjómanum hjá Boggu í Ketu þrátt fyrir að ég hafi síðan ýmsa góða veisluna setið. Eitt sinn leit ég inn hjá Boggu og Gunnsteini á Króknum í aðdrag- anda kosninga. Mér þótti vænt um að Gunnsteinn hafði engu gleymt frá því á árum áður og fjölmörgu nýju bætt við sig. Hann var vel heima í öllu sem var að gerast inn- anlands sem utan og setti skoðanir sínar fram af sömu einurðinni og rökfestunni og áður. Það var allt eins og fyrr í þeim efnum og ekki hafði hún minnkað, sjálfstæðishug- sjónin. Ég votta Boggu og dætrunum Hrefnu og Gunnu og fjölskyldum þeirra samúð mína og þakklæti. Þau geta öll verið stolt af þeim mikla sæmdardreng sem nú er genginn. Vilhjálmur Egilsson. Tilkynning um dauðsfall náins ættingja kemur alltaf á óvart og vekur okkur til umhugsunar um fallvaltleika lífsins. Eins var það er fréttist að Gunnsteinn frá Ketu, bróðir, mágur og frændi þeirra er þetta rita, hefði fyrirvaralaust kvatt sína jarðnesku tilvist nú rétt fyrir jólin. Löngum vinnudegi hans var lokið, vinnudegi sem skilaði miklu til samfélagsins. Gunnsteinn fæddist á Hrauni á Skaga 10. janúar 1915, elstur í hópi 12 systkina sem öll komust á legg utan Hrefnu sem dó í frumbernsku. Eins og þá var til siðs hóf hann snemma að leggja sitt af mörkum við vinnu á þessu mannmarga heim- ili og kom fljótt í ljós að hann var útsjónarsamur og laghentur svo eft- GUNNSTEINN STEINSSON ir var tekið. Á Hrauni hefur sjósókn skipað stóran sess í lífi ábúenda í gegnum tíðina og hneigðist Gunn- steinn fljótt til sjómennsku, fyrst með föður sínum, en síðar á eigin vélbát. Á Reyni stundaði hann jöfn- um höndum fiskveiðar og flutninga, einkum á rekavið, en langt fram á öldina þurftu Skagabændur að treysta á samgöngur á sjó við þungaflutninga. Árið 1953 flutti Gunnsteinn ásamt konu sinni, Guð- björgu Guðmundsdóttur, og dætr- um þeirra, Hrefnu og Guðrúnu, að Ketu á Skaga og bjuggu þau hjón þar allt til 1974 er þau fluttu til Sauðárkróks en Hrefna tók við búi ásamt manni sínum, Birni Halldórs- syni, sem nú er látinn. Guðrún býr á hinn bóginn í Stóru-Gröf í Skaga- firði ásamt Sigfúsi Helgasyni, manni sínum. Búskapurinn í Ketu var hefð- bundinn sauðfjárbúskapur en ávallt var treyst á sjóinn með og þá ekki síst á grásleppuveiðar á vorin sem Gunnsteinn stundaði frá Hrauni ásamt Rögnvaldi bróður sínum. Var það drjúgt búsílag þegar afurðaverð var hagstætt. Gunnsteinn var afar vel greindur maður og fróður. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Akureyii ungur að árum en menntaði sig alla ævi til viðbótar með bóklestri og grúski. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörf- um í heimasveit og var lengi hrepp- stjóri og sýslunefndarmaður en þeim störfum tók hann við af föður sínum, Steini á Hrauni. Á Sauð- árkróki var hann lengi umboðsmað- ur skattstjórans auk þess að dvelja við störf svo vikum skipti á skrif- stofu embættisins á Siglufirði. Lengst af var hann þó starfsmaður Loðskinns og þau hjón bæði eftir að þau fluttu í Krókinn. Það var sama hvað Gunnsteinn tók sér fyrir hend- ur, nákvæmni og samviskusemi voru hans einkunnarorð, ekki var hrapað að neinu án umhugsunar. Smíðar voru meðal þeirra mörgu verkþátta er hann lagði stund á. Gilti þá einu hvort um var að ræða húsbyggingar eða smíði og lagfær- ingar á smáhlutum. Mörg handtökin var hann búinn að leggja í húsið þeirra Boggu í Skógargötu 9. Nú síðast málaði hann þakið og setti upp spánnýja girðingu í kringum garðinn. „Það var nú skolli hart að grafa fyrir staurunum, en þeir eru allir teknir eftir snúru,“ sagði Gunnsteinn eins og ekkert væri sjálfsagðara en að 85 ára gamall maður stæði í slíkum framkvæmd- um. Gestrisni þeirra Boggu er róm- uð og margir hafa í gegnum tíðina sopið kaffi við eldhúsborðin þeirra hvar sem þau hafa staðið. Barna- börnin hafa átt vísan samastað hjá ömmu og afa á Króknum og eitt- hvert þeirra búið þar til skiptis við nám eða störf nú um langa hríð. Gunnsteinn vai’ heilsuhraustur að eðlisfari. Fyrir nokkrum árum varð hann þó fyrir áfalli sem olli honum mikilli fötlun á báðum höndum. En með geysilegum dugnaði og einbeit- ingu tókst honum að öðlast styrk á ný og meira að segja þjálfa upp lýtalausa rithönd, sem var honum mikils virði. Að slíkum manni gengnum hafa lokast dyr að miklum fróðleik, gömlum og nýjum, sem hann bjó yf- ir enda minnið óskeikult til dán- ardags. Sem betur fer er til töluvert af rituðum heimildum eftir Gunn- stein og ekki síst í tengslum við skrásetningu á byggðasögu Skag- firðinga þar sem Gunnsteinn veitti Hjalta Pálssyni mikla aðstoð. En mörgu var ólokið og sumt mun enda í glatkistunni eins og svo oft vill verða þegar við hin eftirlifandi er- um of sein á að átta okkur á því „hve margt er gott sem gamlir kveða“. Með Gunnsteini er genginn ein- staklingur sem verður minnst fyrir allt sem prýða má einn mann. Hann lifði með reisn og dó með reisn. Elsku Bogga, Hrefna; Gunna og aðstandendur allir. Árið hefur reynst ykkur þungt í skauti vegna ástvinamissis. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur ykkur til handa og biðjum góðan guð að styrkja ykkur í sorginni. Rögnvaldur, Guðlaug, synir og fjölskyldur þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.