Morgunblaðið - 30.12.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
■
Öryrkjar leita til forsetans vegna viöbragða stjórnvalda:
r Ráðherrar hundsa
æðsta dómstölinn
/roRJÉTiNN
T&rAu^O
Þetta verður ekki létt við að eiga Garðar minn. Þetta eru nú fagmenn.
merki
NORÐURORKA kynnti nýverið
nýtt merki fyrirtækisins en það
hannaði Jóhann Heiðar Jónsson. Til-
laga hans varð hlutskörpust í lokaðri
samkeppni sem fyrirtækið stóð að en
alls bárust 15 tíllögur í keppnina.
Jafnframt voru verðlaun fyrir nýtt
nafn á sameinuðu fyrirtæki Hita- og
vatnsveitu Akureyrar og Rafveitu
Akureyrar, en nafnið Norðurorka
varð fyrir valinu og verðlaunahafinn
var Hlynur Kristjánsson.
Form hins nýja merkis byggist á
efnafræðilegri samsetningu vatns en
það sýnir eitt súrefnisatóm bindast
tveimur vetnisatómum. Auk þess
mynda formin nokkurs konar ör sem
vísar í norður og þrískiptíng for-
manna vísar til hinnar þríþættu
orkuframleiðslu fyrirtækisins. Þá
hefur jafnframt verið ákveðið að
Norðurorka fái slagorðið Nýtt afl.
Morgunblaðið/Björn Gíslason
Jöhann Heiðar Jónsson við hið nýja merki Norðurorku.
Morgunblaðið/Högni Sigurþórsson
Uppaf Fremri-Breiðadal er fjallið Skógarhorn. Fyrir botni dalsins er Þverfjall og Breiðadalsheiði þar inn af.
Bleik tún undir bleikum himni
Flateyri. Morgunblaðið.
ALLT frá landnámstið hefur þjóð-
leiðin milli Onundarfjarðar og
Skutulsfjarðar legið um Breiða-
dalsheiði. í aldanna rás var bærinn
á Fremri-Breiðadal áfangastaður
ferðamanna á þessari erfiðu leið
sem telst með hæstu fjallvegum
landsins. Akfær vegur var lagður
um heiðina árið 1936 en þrátt fyrir
það var heiðin að mestu leyti teppt
og ófær á vetuma fram á áttunda
áratuginn þegar breytingar urðu á
snjómokstri. Kenningar um að
Breiðadalurinn dragi nafn sitt af
orðinu breði sem þýðir hjarnbreiða
eða fannbreiða eru því ekki alveg
úr lausu lofti gripnar þótt til sanns
vegar megi færa að Breiðadalur sé
einnig dala breiðastur á þessum
slóðum. Hvemig sem á málið er lit-
ið þykir það í frásögur færandi að
enn skuli sjást stingandi strá á tún-
unum í þessum snjóþunga dal þcgar
svo langt er liðið á veturinn.
Hollvinasamtök félagsvísindadeildar
Eiga að efla
samskipti
Haraldur Ólafsson
STOFNUÐ voru 1.
desember sl. Holl-
vinasamtök félags-
vísindadeildar Háskóla Is-
lands. Formaður þeirra er
Haraldur Ólafsson prófess-
or. Hann var spurður hvert
væri markmið þessara
samtaka?
„Að efla fagleg samskipti
deildarinnar og þeirra sem
lokið hafa þaðan námi og
allraannarra sem starfa við
félagsvísindi hér á landi.
Það er einnig markmið
samtakanna að stuðla að
því með öðrum að kynna
félagsvísindin út á við og
eiga þannig hlut að því að
sýna fram á gildi þeirra fyr-
ir land og þjóð.“
-Hver verða viðfangs-
efhi samtakanna?
„Þau verða væntanlega fólgin í
ýmsum verkefnum í samráði og
samstarfi við marga aðila. Það
verður reynt að hafa skipulag sam-
takanna þannig að þau verði
sveigjanleg þannig að hægt verði
að ná til sem flestra faghópa innan
félagvísindanna. Hugsanleg verk-
efni eru mörg. Fyrsta verk stjóm-
ar samtakanna er að ná tíl fulltrúa
faghópa og þeirra greina sem
kenndar eru við félagsvísindadeild.
Það hefur verið rætt um að meðal
verkefna verði að setja upp frétta-
vefi á Netinu. Jafnvel hefúr komið
fram hugmynd um að stofna raf-
rænt tímarit um félagsvísindi,
tímarit sem verði mjög vandað og
fræðilegt. Þá er einnig áhugi á að
standa fyrir fyrirlestrum og fund-
um með öðrum og jafnvel að að-
stoða við að halda ráðstefnur. Þá er
hugsanlegt að samtökin getí verið
ráðgefandi um rannsóknarverk-
efni og komið með ábendingar um
þróun náms við deildina. Einnig er
hugsanlegt að samtökin getíð
stuðlað að endurmenntun í félags-
vísindum."
- Hafa engin svona samtök verið
starfandi í tengslum við félagsvís-
indadeild fyrr?
„Ekki hollvinasamtök en innan
deildarinnar eru nemendafélög
hinna ýmsu greina og síðan eru
félög hinna ýmsu fagreina þeirra
sem útskrifaðir eru og starfa að
þessum greinum, svo sem sálfræð-
inga, félagsfræðinga, mannfræð-
inga o.s.frv. Eitt fyrsta verkefni
Hollvinasamtakanna verður að
hafa samband við þessi fagfélög og
ætlunin er að mynda samráðshópa
hinna ýmsu greina. Það verður
lagt allt kapp á að ná til sem allra
flestra sem lokið hafa námi frá
deildinni og reyndar allra sem
áhuga hafa á félagsvísindum eða
stunda nám í þeim greinum hvar
sem er í heiminum.“
- Hefur orðið mikil þróun í þess-
um vísindum frá því þú fórst að
leggja stund á þau?
„Já, alveg gífurleg. Þau hafa
bæði þanist út að magni og gæð-
um. Félagsvísindadeild er ein af
þremur fjölmennustu deildum HÍ.
Ég held að það eigi við um allar
greinar sem kenndar eru við deild-
ina að það þurfi að fara
fram endurskoðun á
námsefni með jöfnu
millibili. Rannsóknar-
aðferðir hafa breyst og
orðið nákvæmari og þó
aðgrundvöllur félags-
vísinda sé hinn sami hefur bæst við
gífurlega mikil ný þekldng og er
stöðugt að bætast við hana.“
- Munu Hollvinasamtökin reyna
að stuðla að auknu fjármagni tH
deildarinnar?
„Já, það er að sjálfsögðu eitt af
verkefnum hollvinasamtaka hinna
ýmsu greina háskólans að stuðla að
framgangi greinanna og að hjálpa
► Haraldur Ólafsson fæddist í
Stykkishólmi 14. jiilí 1930. Hann
lauk stúdentsprófí frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1952 og
stundaði cftir það háskólanám í
Frakklandi og Svíþjóð eftir að
hafa stundað blaðamennsku um
hrfð. Hann lauk Fil.Iic-prófí f
mannfræði og trúarbragðafræð-
um frá Stokkhólmsháskóla 1966.
Hann hefur komið viða við, hann
var dagskrárstjóri RÚV í 6 ár,
kennari við Háskóla íslands frá
1. janúar 1973. Varð Iektor, dós-
ent og prófessor þar til í haust
er hann hætti 70 ára. Hann átti
einnig sæti á Alþingi um hríð.
Hann er nú í Reykjavíkur-
Akademfunni. Haraldur er
kvæntur Hólmfríði Gunnars-
dóttur doktor phil. í heilbrigðis-
visindum. Þau eiga tvö börn.
til við að útvega kennslugögn,
hjálpargögn, standa að fundum og
ráðstefnum og leita til aðila sem
væru fúsir tíl að styðja ýmiss kon-
ar starfsemi á sviði félagsvísinda."
-Eru til hollvinasamtök ann-
arradeildaíHP.
„Já, þau kallast yfirleitt holl-
vinafélög og þau eru til við hinar
ýmsu deildir. Ég held að ég megi
fullyrða að með starfi þeirra hafi
ýmislegt áunnist.“
- Hvað með tengsl slíkra félaga
við Hollvinasamtök Háskóla Is-
lands?
„ Þau eru að sjálfsögðu mikil og
við leitum að sjálfsögðu mikið til
starfsmanns Hollvinasamtaka Há-
skóla íslans.“
- Hafa svona félög erlenda fyr-
irmynd?
„ Já, t.d. í Ameríku er þetta mjög
algengt, að fyrrverandi nemendur
hafi náin tengsl við sína gömlu
menntastofnun og vinna oft gífur-
legt starf, styrkja stofnunina og
starfsemi hennar bæði fjárhags-
lega og siðferðilega. Þó að fyrir-
myndimar séu að sumu leytí er-
lendar hljóta hollvinasamtök sem
þessi að taka mið af aðstæðum hér
á landi. Það er ekki síst mikilvægt
að þeir sem fást við einhverjar
greinar félagsvísinda fái tækifæri
tíl þess að fylgjast með
því sem er að gerast
innan deildarinnar og í
hinum ýmsu fagfélög-
um.“
-Er þýðing félags-
vísinda fyrir íslenskt
samfélag mikil?
„Já, hún er gríðarlega mikil.
Þessi vísindi auka skilning okkar á
okkar samfélagi og okkur sjálfum.
Þótt þær greinar sem kenndar eru
við félagsvísindadeild séu ólíkar
eiga þær þó það sameiginlegt að
fást við manneskjuna og rýna jafnt
inn í innstu kima sálarinnar sem á
ystu mörk atferlisins.
Auka skilning
á samfélag-
inuogokkur
sjálfum