Morgunblaðið - 30.12.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.12.2000, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ESB-formennsku- tíð Frakka gefín slæm einkunn London. Thc Daily Telegraph. HÁLFS árs formennskutímabili Frakka í ráðherraráði Evrópusam- bandsins (ESB) lýkur nú um ára- mótin og harma það fáir, að sögn The Daily Telegraph, að aðrir taki nú við formennskuhlutverkinu. Svíar gegna þvi næsta hálfa árið. Munu jafnvel stuðningsmenn vinstriflokkanna sem standa að frönsku ríkisstjóminni vera á því máli, að ekki hafi vel tekizt til. Leiðtogar Frakklands, þeir Jacq- ues Chirac forseti og Lionel Jospin forsætisráðherra, voru fullir sjálfs- trausts og metnaðar er þeir tóku við ESB-formennskunni í sumar sem leið, en mega nú þola orrahríð gagn- rýni á frammistöðuna. Peir hafa enga sannfærandi sýn á hvert ESB skuli stefna. í leiðara hins vinstri- sinnaða dagblaðs Liberation í fyrra- dag segir: .Atburðarásin [á leiðtoga- fundinum] í Nice sýndu hve alvarlegt tjónið er. Það örlar ekki á neinum skýrum hugmyndum um það hvert framtíðarfyrirkomulag hinna evr- ópsku stofnana skuli vera, fyrir utan hinn illskilgreinda boðskap um „dýpkun" ESB-samstarfsins.“ I fréttaskýringu f sama blaði er fullyrt að formennskutímabilið hafi verið, þrátt fyrir árangur á fáeinum sviðum, verið „pólitísk hörmung" og að afrakstur leiðtogafundarins í Nice væri „langt frá þeim metnaðarfullu markmiðum sem stjómin í París hafði stefnt að“. Að ekki skyldi takast að fá aðild- arríkin til að fallast á að gefa neit- unarvald sitt í skattamálum eftir er í greininni kallað „alvarlegur áfanga- ósigur fyrir uppbyggingu Evrópu". Til að ná áþreifanlegum árangri hefðu Chirac og Jospin þurft að ná samkomulagi við Þjóðverja um að vera samstiga í að knýja í gegn metnaðarfulla umbótaáætlun, eða þá að fá öll hin aðildarríkin á sitt band með sveigjanlegum sannfæringar- krafti, en þeim hafi tekizt hvorugt. Þessi gagnrýni í Liberation er nýj- asta dæmið um að franska for- mennskumisserinu sé gefin slæm einkunn, einkum af hálfu vinstri- manna í meginlandsríkjunum, sem eru vonsviknir yfir því að ekki skuli hafa tekizt að hnekkja neitunarvaldi aðildarríkjanna í skatta- og félags- málum. I þýzkum ljölmiðlum hafa verið áberandi frásagnir af hrokafullri að- ferðafræði franskra stjómmála- manna og stjómarerindreka í við- ræðustjómun á vettvangi ESB síðastliðna mánuði. Fulltrúar hinna smærri ríkja sambandsins og ríkjanna sem em að semja um aðild hafi einkum og sér í lagi fengið að kenna á þessu. Fær franski Evrópu- málaráðherrann Pierre Moscovici sérstaklega slæma dóma í þessu sambandi. Franska stjómin hefur varizt gagnrýninni. Utanríkisráðherrann Hubert Vedrine hefur í því skyni fullyrt að engu öðra hinna aðildar- ríkjanna fjórtán myndi hafa tekizt betur upp. Baiikastjóri Englandsbanka um pundið og EMU Segir evruna þurfa að styrkjast frekar London. AFP. GENGI evrunnar á alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði er vissulega byrjað að styrkjast á ný, en enn er langt í land að gengisþróun hennar geri það fýsilegt fyrir Breta að sameina sterlingspundið Evrópu- myntinni. Þetta sagði Eddie George, bankastjóri Englands- banka, í fréttaviðtali í brezka rík- isútvarpinu BBC í gær. Sagði George að þrátt fyrir að gengi evrannar hefði styrkzt tölu- vert á mörkuðum að undanförnu væri samt enn fjarri því að gengi evru og punds væri með þeim hætti að það gerði inngöngu Bret- lands í Efnahags- og myntbanda- lagið (EMU) fýsilega. „Nauðsynleg forsenda fyrir því að það komi til greina að ganga í myntbandalagið er að evran hafi styrkzt; hún er nú að byrja að styrkjast," sagði George. Miðað við „gömlu myntirnar" væri gengið enn undir 3,20 þýzkum mörkum gegn sterlingspundi, en það væri brezku efnahagslífi beinlínis skað- legt að taka upp evruna á meðan gengið er á þessu róli, að hans sögn. Hornsteinn gildandi stefnu brezku ríkisstjórnarinnar í mynt- bandalagsmálinu era svokallaðir „efnahagslegir prófsteinar", en þar vega þyngst gengi punds og evru og að hagsveiflan í Bretlandi og á evra-svæðinu nálgist nægjanlega. AP Jacques Chirac Frakklandsforseti og Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, á fundi í Stokkhólmi í siðasta mánuði. í viðtalinu varaði George hins vegar við því, að hagþróun í Bret- landi mundi að líkindum verða fyr- ir neikvæðum áhrifum af vænt- anlegum hagvaxtarsamdrætti í Bandaríkjunum. anuíferThverlra Okv eromsi oast u r Beint teiqutlugj Nú þegar eru fjölmargar brottfarir uppseldar svo það er um að gera að tryggja sér sœti í sólina strax. 3. 10. og 17. jan 1 vika Örfá sæti laus möguleiki á framlengingu um 1 viku Tilboðin miðast við 2 í íbúð á Los Cactus. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Opið í söluskrifstofu okkar f Kringlunni: Laugardag 30. des. 10-16 Sunnudag 31. des. 9-13 5. jan 5 dagar möguleiki á framlengingu um 1 viku Lágmúla 4: sími 585 4000, grænl númer: 800 6300, Kringlan: sími 585 4070, Kópavogl: sími 585 4100, Keflavík: sími 585 4250, Akureyri: sími 585 4200, Selfoss: sfmi 482 1666 - og hjá umboðsmönnum um land allt. www.urvalutsyn.is Sími 585 4070 Einnig er hægt að bóka á netinu Samverkamenn Milosevic flýja land The Daily Telepraph. MARGIR af samverkamönnum og skjólstæðingum Slobodans Milos- evics, fyrrverandi forseta Júgó- slavíu, hafa á síðustu vikum flúið land, af ótta við að hin nýja stjóm lýðræðis- sinna, sem tekur við völdum í byrjun jan- úar, muni sækja þá til saka. Sem kunnugt er bar lýðræðissinninn Vojislav Kostunica sigurorð af Milosevic í forsetakosningunum í Júgóslavíu í lok sept- ember, og kosninga- bandalag lýðræðis- flokka vann stórsigur í þingkosningunum í Serbíu, öðra samb- andsríkja Júgóslavíu, fyrr í þessum mánuði. Sigurvegarar kosn- inganna hafa síðan keppst við að gefa yf- irlýsingar um að réttað verði yfir Milosevic og þeim sem störfuðu í skjóli hans. Nýja Júgóslavíustjórn- in, undir forystu Kostunica, hefur síðan í október haft stjórn á landa- mæram ríkisins, og þegar hin nýja ríkisstjórn í Serbíu tekur við völd- um í byrjun janúar lokast síðasta flóttaleiðin fyrir samverkamenn Milosevics; flugvellirnir. Margir þeirra hafa enda yfírgefið landið að undanförnu. Hadzi Dragan Antic, fyrrverandi ritstjóri Politika, elsta dagblaðsins í Belgrad, og fyrrverandi elskhugi Mariju, dóttur Milosevic, keypti sér til dæmis flugmiða til Kúbu og síðan hefur einnig frést af honum í Moskvu, þar sem hann mun hafa tengsl við háttsetta menn. Félagar Antics innan serbneska Sósíalista- flokksins vísa því þó á bug að hann hafi flúið land og segja hann vera í „meðferð" erlendis. The Daily Telegraph innti fyrram samstarfs- mann hans á Politica eftir þessu, en sá mun hafa hlegið við og sagt að þá væri um „varanlega með- ferð“ að ræða. Annar skjólstæð- ingur Milosevic sem flúið hefur land er Miodrag Zecevic, fyrrverandi banka- stjóri Jubmes-bank- ans, en hans er nú leitað af lögreglunni. Mihail Kertes, fyrr- verandi yfirmaður júgóslavnesku toll- gæslunnar, hefur hins vegar þegar verið handtekinn og ákærð- ur fyrir að misnota vald sitt sem embætt- ismaður. Líklegt er að margra félaga forset- ans fyrrverandi bíði slík örlög, og að sama skapi er víst að marg- ir munu reyna að flýja þau. „Flugvöllurinn hérna mun brátt minna á lokaatriðið í kvikmyndinni Casablanca“ hafði The Daily Tele- graph eftir einum af aðstoðar- mönnum Kostunica. „Þeir sem hafa eitthvað að fela hafa enn tíma til að flýja land flugleiðis, en það tekur enda.“ Milosevic handtekinn í janúar? Vladan Batic, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra Serb- íu, hefur heitið því að Slobodan Milosevic missi brátt lögreglu- vernd. Þá hafa háttsettir embætt- ismenn gefið til kynna að forsetinn fyrrverandi verði jafnvel handtek- inn strax í janúar og sóttur til saka. Sonur hans, Marko, flúði land í október, en hann hélt til Moskvu ásamt eiginkonu sinni og syni. Slobodan Milosevic
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.