Morgunblaðið - 30.12.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.12.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ VIKU LM LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 31 Nýjar upplýsingar um verkun þunglyndislyfja Greiða fyrir myndun nýrra taugafrumna New York. Reuters. í ljósi þess hve notkun þung- Með því að gefa rottum efni sem er að finna í al- lyndislyfja er algeng má ef til vill -:-r--:—--——:-~ ~~ kaiiast undariegt að í raun er utið gengum þunglyndislyfjum hafa visindamenn synt iyf vírka. nú íiggja ný svör fyrir á íram a að þessi efm virðast haía 1 íor með ser að ^TÍð6 Yai^SÍTí BandaríS taugafrumum fjölgar í ákveðnum hluta heilans. unum. Associated Press Paul Greengard pró- fessor við Rockefell- er-háskóla í New York í Bandaríkjun- um er einn þeirra sem unnið hefur að rannsóknum sem tengjast þunglyndi og verkan lyQa. Greengard fékk fyrr í ár Nóbelsverðlaun- in í læknisfræði fyrir rannsóknir sínar á því hvemig boð flytj- ast á milli frumna í heila en þetta starf hans mun nýtast við rannsóknir á ýmsum heilasjúkdómum svo sem Parkinsons og þunglyndi. Tilraunin var gerð á rottum og fólst í því að þær voru reglulega sprautaðar með þunglyndislyfjum. I ljós kom að þetta varð til þess að fjölga nýjum frumum í þeim hluta heilans sem nefndur er „dreki“ á ís- lensku en nefnist „hippocampus“ á latínu læknavísindanna. Vitað er að frumum í dreka fækkar hjá fólki sem á við þunglyndi að stríða en þessi hluti heilans gegnir lykilhlut- verki við nám og ræður miklu um minni og geðslag. Sýnt hefur verið fram á með óyggjandi hætti að fjölmargar teg- undir lyfja duga vel gegn einkenn- um þunglyndis en lítið er enn vitað um nákvæmlega hvemig lyf þessi virka, segir dr. Ronald S. Duman, sem starfar við Yale-háskóla í Connecticut í Bandaríkjunum. í viðtali við Reutere-fréttastof- una lagði Duman áherslu á að enn væri ekki unnt að fullyrða að helsta verkun þunglyndislyfja fælist í því að greiða fyrir myndun nýrra frumna í heilanum. Hins vegar væri ljóst að þama væri fundinn hluti skýringarinnar. Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að þunglyndi og streita - andleg sem Iíkamleg - geta eyðilagt tauga- frumur og komið í veg fyrir vöxt þeirra í hippocampus (dreka). Duman og aðstoðarmenn hans gáfu rottum ýmist tranylcypromine, fluoxetine eða reboxetine en öll era þessi efni virk í ýmsum tegundum þunglyndislyfja. Rotturnar fengu einnig raflost og lyf við geðveiki. Taugaframum í rottum, sem fengu þunglyndislyfin, fjölgaði um 20-40% á tveimur til fjóram vikum, að því er fram kemur í rannsókn- inni, sem birt er í tímaritinu Journ- a1 of Neuroscience 15. þessa mán- aðar. Á sama tímabili fjölgaði taugaframum í rottum þeim sem fengu raflost í kringum 50% en sú meðferð er árangursríkust við al- varlegu þunglyndi. I skýrslunni er tekið fram að nokkur tími líði áður en þunglyndislyfin taka að hafa þau áhrif að taugafrumum fjölgi. Rottur sem fengu lyfin í 1-5 daga sýndu engin merki um að taugafrumum í heila hefði fjölgað. Geðlyfið sem notað var reyndist ekki hafa nein slík áhrif. Vera kann að þunglyndislyf hafi önnur áhrif á sjúldinga umfram þau að greiða fyrir fjölgun taugaframna í heila. Þetta hyggjast dr. Duman og samstarfsmenn hans nú rann- saka. „Við ætlum að einbeita okkur að því að rannsaka hvemig lyfin hafa áhrif á fjölda taugaframna í heila,“ segir Duman. Hann bætir við að geti vísindamenn komist að því hvernig slík lyf hafa áhrif á frumuvöxt verði ef til vill unnt að þróa mun áhrifameiri lyf í þessum sama tilgangi. TENGLAR Journal of Neuroscience: www.jneuro- sci.org/ Veður og færð á Netinu S' mbl.is -ALLTAf= eiTTH\SAO NYTT INNK0LLUN VEGNA RAFRÆNNAR SKRÁNINGAR HLUTABRÉFA í PHARMAC0 HF. Mánudaginn 8. janúar 2000 verða hlutabréf í Pharmaco hf. tekin til raf- rænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu íslands hf. í samræmi við ákvörðun stjórnar Pharmaco hf. þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglu- gerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í Pharmaco hf. tekin til rafrænnar skrán- ingar en þau eru öll í einum flokki og gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skoraö á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Pharmaco hf. að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár Pharmaco hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ eða í síma 535 7000. Komi í Ijós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reiknings- stofnun, þ.e. banka, verðbréfafyritæki eða sparisjóð sem gert hefur aðild- arsamning við Verðbréfaskráningu íslands hf, fyrir skráningardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu að undanskildum sjálfum skráningardeginum. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta. Reikningsstofnun mun í þessu skyni stofna VS-reikning í nafni viðkomandi hluthafa. Hluthöfum félagsins verður kynnt þetta bréfleiðis. Pharmaco Hörgatúni 2,210 Garðabær Pósthólf 200, 212 Garðabær Slmi 535 7000, www.pharmaco.is Stjóm Pharmaco hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.