Morgunblaðið - 30.12.2000, Side 31

Morgunblaðið - 30.12.2000, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ VIKU LM LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 31 Nýjar upplýsingar um verkun þunglyndislyfja Greiða fyrir myndun nýrra taugafrumna New York. Reuters. í ljósi þess hve notkun þung- Með því að gefa rottum efni sem er að finna í al- lyndislyfja er algeng má ef til vill -:-r--:—--——:-~ ~~ kaiiast undariegt að í raun er utið gengum þunglyndislyfjum hafa visindamenn synt iyf vírka. nú íiggja ný svör fyrir á íram a að þessi efm virðast haía 1 íor með ser að ^TÍð6 Yai^SÍTí BandaríS taugafrumum fjölgar í ákveðnum hluta heilans. unum. Associated Press Paul Greengard pró- fessor við Rockefell- er-háskóla í New York í Bandaríkjun- um er einn þeirra sem unnið hefur að rannsóknum sem tengjast þunglyndi og verkan lyQa. Greengard fékk fyrr í ár Nóbelsverðlaun- in í læknisfræði fyrir rannsóknir sínar á því hvemig boð flytj- ast á milli frumna í heila en þetta starf hans mun nýtast við rannsóknir á ýmsum heilasjúkdómum svo sem Parkinsons og þunglyndi. Tilraunin var gerð á rottum og fólst í því að þær voru reglulega sprautaðar með þunglyndislyfjum. I ljós kom að þetta varð til þess að fjölga nýjum frumum í þeim hluta heilans sem nefndur er „dreki“ á ís- lensku en nefnist „hippocampus“ á latínu læknavísindanna. Vitað er að frumum í dreka fækkar hjá fólki sem á við þunglyndi að stríða en þessi hluti heilans gegnir lykilhlut- verki við nám og ræður miklu um minni og geðslag. Sýnt hefur verið fram á með óyggjandi hætti að fjölmargar teg- undir lyfja duga vel gegn einkenn- um þunglyndis en lítið er enn vitað um nákvæmlega hvemig lyf þessi virka, segir dr. Ronald S. Duman, sem starfar við Yale-háskóla í Connecticut í Bandaríkjunum. í viðtali við Reutere-fréttastof- una lagði Duman áherslu á að enn væri ekki unnt að fullyrða að helsta verkun þunglyndislyfja fælist í því að greiða fyrir myndun nýrra frumna í heilanum. Hins vegar væri ljóst að þama væri fundinn hluti skýringarinnar. Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að þunglyndi og streita - andleg sem Iíkamleg - geta eyðilagt tauga- frumur og komið í veg fyrir vöxt þeirra í hippocampus (dreka). Duman og aðstoðarmenn hans gáfu rottum ýmist tranylcypromine, fluoxetine eða reboxetine en öll era þessi efni virk í ýmsum tegundum þunglyndislyfja. Rotturnar fengu einnig raflost og lyf við geðveiki. Taugaframum í rottum, sem fengu þunglyndislyfin, fjölgaði um 20-40% á tveimur til fjóram vikum, að því er fram kemur í rannsókn- inni, sem birt er í tímaritinu Journ- a1 of Neuroscience 15. þessa mán- aðar. Á sama tímabili fjölgaði taugaframum í rottum þeim sem fengu raflost í kringum 50% en sú meðferð er árangursríkust við al- varlegu þunglyndi. I skýrslunni er tekið fram að nokkur tími líði áður en þunglyndislyfin taka að hafa þau áhrif að taugafrumum fjölgi. Rottur sem fengu lyfin í 1-5 daga sýndu engin merki um að taugafrumum í heila hefði fjölgað. Geðlyfið sem notað var reyndist ekki hafa nein slík áhrif. Vera kann að þunglyndislyf hafi önnur áhrif á sjúldinga umfram þau að greiða fyrir fjölgun taugaframna í heila. Þetta hyggjast dr. Duman og samstarfsmenn hans nú rann- saka. „Við ætlum að einbeita okkur að því að rannsaka hvemig lyfin hafa áhrif á fjölda taugaframna í heila,“ segir Duman. Hann bætir við að geti vísindamenn komist að því hvernig slík lyf hafa áhrif á frumuvöxt verði ef til vill unnt að þróa mun áhrifameiri lyf í þessum sama tilgangi. TENGLAR Journal of Neuroscience: www.jneuro- sci.org/ Veður og færð á Netinu S' mbl.is -ALLTAf= eiTTH\SAO NYTT INNK0LLUN VEGNA RAFRÆNNAR SKRÁNINGAR HLUTABRÉFA í PHARMAC0 HF. Mánudaginn 8. janúar 2000 verða hlutabréf í Pharmaco hf. tekin til raf- rænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu íslands hf. í samræmi við ákvörðun stjórnar Pharmaco hf. þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglu- gerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í Pharmaco hf. tekin til rafrænnar skrán- ingar en þau eru öll í einum flokki og gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skoraö á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Pharmaco hf. að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár Pharmaco hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ eða í síma 535 7000. Komi í Ijós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reiknings- stofnun, þ.e. banka, verðbréfafyritæki eða sparisjóð sem gert hefur aðild- arsamning við Verðbréfaskráningu íslands hf, fyrir skráningardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu að undanskildum sjálfum skráningardeginum. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta. Reikningsstofnun mun í þessu skyni stofna VS-reikning í nafni viðkomandi hluthafa. Hluthöfum félagsins verður kynnt þetta bréfleiðis. Pharmaco Hörgatúni 2,210 Garðabær Pósthólf 200, 212 Garðabær Slmi 535 7000, www.pharmaco.is Stjóm Pharmaco hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.