Morgunblaðið - 30.12.2000, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Viðskipti með hlutabréf innan Veróbréfaþings ísfands og utan á árinu
Aukning*
í viðskiptum
með hlutabréf
ÚRVALSVÍSITALA Aðallista VÞÍ
lækkaði um 19,31% frá síðustu ára-
mótum til síðasta viðskiptadags árs-
ins, sem var í gær. Vísitalan er nú
1.305,900 stig.
Viðskipti með hlutabréf á VÞÍ
námu alls 57 milljörðum króna á árinu
en voru 41 milljarður á árinu 1999.
Aukningin er því 39%. Utanþingsvið-
skipti með hlutabréf á árinu 2000 voru
137 milljarðar króna samanborið við
106 miUjarða árið áður. Heildarvið-
skipti með hlutabréf á árinu 2000
námu samtals 194 miHjörðum króna
en 147 milljörðum á árinu 1999 og
jukust því um nærri þriðjung á milli
ára eða 32%
Markaðsverðmæti bankanna
lækkar um 12 milljarða
Markaðsverðmæti íslandsbanka-
FBA er mest á Aðallista Verðbréfa-
þings íslands, eða 41,5 milljarður
króna. Landsbankinn kemur næstur,
en hann er metinn á 23,6 milljarða, og
Eimskip er þriðja verðmætasta félag-
ið, metið á 22,3 milijarða. Næstu félög
þar á eftir eru Búnaðarbankinn, Öss-
ur og Sjóvá-Almennar tryggingar.
Samanlagt verðmæti viðskipta-
bankanna þriggja, Islandsbanka-
FBA, Landsbankans og Búnaðar-
bankans er 84,6 milljarðar króna.
Samanlagt verðmæti bankanna fjög-
urra fyrir ári, þ.e. áður en íslands-
banki og FBA voru sameinaðir, var
hins vegar tæpir 97 milljarðar. Sam-
anlagt verðmæti bankanna hefur þvi
minnkað um 12 milljarða króna á
árinu, eðatæpl3%.
30. október síðastliðinn tók Verð-
bréfaþing Islands í notkun nýtt við-
skiptakerfi og hóf þá að flokka veltu-
mestu hlutabréfin sérstaklega. Sú
flokkun er í samræmi við svipaða
flokkun kauphalla NOREX-sam-
starfsins. í tilkynningu frá Verð-
bréfaþinginu segir að valið verði end-
urskoðað tvisvar á ári þannig að nýr
listi yfir veltumestu fyrirtækin taki
gildi 1. janúar og 1. júlí ár hvert. Við
val á félögum á listann sé litið til síð-
ustu 12 mánaða og markaðsvirðis á
ákvörðunardegi en skilyrðin séu eðli
máls samkvæmt breytileg og taki mið
af markaðsaðstæðum á hverjum tíma.
Miðað sé við að velta með bréfin nemi
yfir 5 milljörðum króna á 12 mánaða
tímabili og markaðsverðmæti félag-
anna í flokknum sé yflr 10 milljörðum
króna. Þá segir í tilkynningu Verð-
bréfaþingsins að gert sé ráð fyrir að
veltumestu félögin verði ávallt u.þ.b.
8-12 talsins. Mögulegt sé að nýskráð
félag bætist í þennan flokk strax við
skráningu ef líkur eru taldar á mikilli
veltu með félagið. Einnig sé hugsan-
legt að félag skráð á Vaxtalista komist
á listann. Val í Úrvalsvísitölu Aðal-
lista Verðbréfaþings íslands sé óháð
þessari sérstöku flokkun á veltu-
mestu félögunum.
I tilkynningu Verðbréfaþingsins er
greint frá hvaða tíu félög hafa verið
valin á listann yfir veltumestu félögin
á VÞI fyrir tímabilið frá 1. janúar til
30. júní 2001 Þau eru, raðað eftir
veltu: Íslandsbanki-FBA hf.; Kaup-
þing hf.; Össur hf.; Landsbanki Is-
lands hf.; Baugur hf.; Eimskipafélag
íslands hf.; Samherji hf.; Trygginga-
miðstöðin hf.; Búnaðarbanki Islands
hf.j Olíufélagið hf.
I tilkynningunni kemur fram að
þau félög sem falli út að þessu sinni
séu Opin kerfi hf. og Marel hf., þar
sem markaðsverðmæti þeirra nái
ekki 10 milljörðum. Kaupþing hf. sé
nýtt á listanum. Velta með hlutabréf
Kaupþings hf. séu reiknuð hlutfalls-
lega miðað við heilt ár en Kaupþing
hf. var skráð á Verðbréfaþing í októ-
ber síðastliðnum.
Fram kemur í tilkynningu Verð-
bréfaþingsins að ef hlutabréf félags
teljist til veltumestu hlutabréfanna sé
svokölluð viðskiptalota bréfanna í við-
skiptakefi Verðbréfaþings um tvöfalt
stærri en hjá öðrum félögum. Við-
skipti séu þó möguleg með smæstu
fjárhæðir, en þau hafi ekki áhrif á
verðmyndun. Þá segir í tiikynning-
unni að veltumestu félögin hafi verið
hvött.til að birta fréttir sínar á ensku
samtímis því að þau birti þær á ís-
lensku, til þess að auðvelda erlendum
fjárfestum að fylgjast með þeim.
Mestu viðskipti á einum degi
Heildai-viðskipti á Verðbréfaþingi
Islands í gær námu rúmum 12.500
milljónum króna og þar af með hluta-
bréf fyrir rúmar 8.000 milljónir
króna. Þetta er nýtt met því áður
höfðu dagleg heildarviðskipti mest
náð tæpum 11.200 milljónum króna
31. desember 1998. Heildarfjöldi við-
skipta með hlutabréf var 3.210.
Hlutabréfavelta félaga á Adallista VÞÍ 2000
Hlutafélag
á aðallista
Austurbakki hf.
Bakkavör Group hf.
Baugur hf.*
Búnaðarbanki ísiands hf.*
Delta hf.
Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf.
Hf. Eimskipafélag íslands*
Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf.
Flugleiðir hf.*
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf.
Grandi hf.*
Hampiðjan hf.
Haraldur Böðvarsson hf.
Hraðfrystihús Eskifjarðar hf.
Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf.
Húsasmiðjan hf.
Íslandsbanki-FBA hf.*
íslenska járnblendifélagið hf.
Jarðboranir hf.
Kaupþing hf.
Kögun hf.
Landsbanki íslands hf.*
Lyfjaverslun íslands hf.
Marel hf.‘
Nýherji hf.
Olíufélagið hf.
Olíuverzlun íslands hf.
Opin kerfi hf.*
Pharmaco hf.
Samherji hf.*
SÍF hf.*
Síldarvinnslan hf.
Sjóvá-Almennar tryggingar hf.
Skagstrendingur hf.
Skeljungur hf.*
Skýrr hf.
SR-Mjöl hf.
Sæplast hf.
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf.
Tangi hf.
Tryggingamiðstöðin hf.*
Tæknival hf.
Útgerðarfélag Akureyringa hf.
Vinnslustöðin hf.
Þorbjörn hf.
Þormóður rammi-Sæberg hf.*
Þróunarfélag íslands hf.
Össur hf.*
* Hlutafélög sem mynda úrvalsvísitölu Aðallista VPl
Heildarvelta m. Markaðsverð
hlutabr., millj. kr. 29/12, milli. kr.
220,2 691
718,7 2.722
11.357,5 14.031
5.734,4 19.475
881,1 5.016
707,7 3.749
9.663,3 22.323
124,7 -
4.619,7 6.460
774,6 3.534
2.000,7 6.655
1.384,6 2.535
1.093,8 -
62,4 -
185,4 -
1.601,5 5.221
22.988,3 41.500
232,6 2.204
738,8 1.908
41.711,8 15.207
1.439,9 3.015
11.848,7 23.618
968,8 1.560
7.178,3 9.428
2.671,6 3.696
5.336,2 10.987
526,9 5.695
5.274,1 9.030
3.547,5 15.743
10.849,6 12.303
2.698,0 4.067
637,6 3.256
1.044,9 17.433
1.445,4 2.029
1.679,0 -
2.165,3 2.800
1.512,7 2.507
218,6 1.014
702,4 -
25,8 -
8.569,1 11.655
717,5 1.761
1.128,2 5.976
1.449,1 -
277,7 4.395
2.324,2 4.160
613,4 4.125
18.555,5 18.622
Radiomiðun
kaupir
Hátækni
RADIOMIÐUN hf. hefur
keypt öll hlutabréf í Hátækni
ehf. sem er sölu- og þjónustu-
aðili fyrir fjarskipta-, hita- og
loftræstitæki og mun Há-
tækni ehf. starfa áfram í nú-
verandi mynd í sjálfstæðu
félagi. Hluti kaupverðs var
greiddur með hlutabréfum í
Radiomiðun hf. FBA ráðgjöf
hf. leiddi samningaviðræður
fyrirtækjanna, ásamt því að
annast aðra milligöngu í þess-
um viðskiptum.
í tilkynningu um kaupin
segir að markmiðið með þeim
sé að styrkja stoðir beggja
fyrirtækjanna á þeim markaði
sem þau starfa á en hann ein-
kennist af örum vexti, hraðri
þróun og breytileika.
Velta Hátækni á árinu 2000
nemur um 275 milljónum
króna og mun samanlögð
velta Radiomiðunar hf. ásamt
dóttur- og hlutdeildarfélögum
eftir kaupin verða yfir 1.400
milljónir króna á þessu ári.
Starfsemi
SÍF hf.
undir
Aðalstöðvar SÍF hafa verið fiuttar í Fornubúðir í Hafnarfirði.
einu þaki
SIF hf. hefur fiutt aðalstöðvar
fyrirtækisins úr Fjarðargötu að
Fornubúðum 5 í Hafnarfirði þar
sem innkaupa- og sölustarfsemi
fyrirtækisins á íslandi, SÍF-Island,
er til húsa. Að Fomubúðum verða
því undir einu þaki skrifstofur
móðurfélags SIF hf, skrifstofur og
vörugeymsla fyrir rekstrarein-
inguna SÍF ísland, sem og skrif-
stofur dótturfyrirtækjanna Salt-
kaup og Saltskip.
Við þessa flutninga munu um
120 starfsmenn fyrirtækisins á ís-
landi starfa undir sama þaki, sem
án efa mun efia upplýsingamiðlun,
samræmingu og samstöðu starfs-
manna á Islandi, að því er segir í
fréttatilkynningu frá SÍF. Þá
skapast með fiutningunum nokkur
hagræðing við rekstur húseigna.
SÍF hf. hefur gengið frá sölu á
hluta af húseign fyrirtækisins við
Fjarðargötu 13-15 en til stend-
urað selja eða leigja alla húseign-
ina.
Hjá SIF samstæðunni starfa
samtals um 1.700 starfsmenn sem
staðsettir eru í fimmtán löndum
við fullvinnslu, markaðssetningu
og sölu sjávarafurða til yfir 60
landa um heim allan.
Hagvöxt-
ur og sam-
runi ein-
kenndu
liðið ár
HAGVÖXTURINN á heims-
vísu er talinn hafa verið um 4,9%
á síðasta ári að því er kemur
fram í samantekt The Econom-
ist og hefur vöxturinn ekki
mælst meiri síðastliðin sextán
ár. í Bandaríkjunum var hag-
vöxturinn liðlega 5% eða all-
miklu meiri en í evrulöndum og í
Japan. Þegar leið að lokum árs-
ins fóru menn að hafa áhyggjur
af minnkandi hagvexti og að
lendingin kynni að verða nokkuð
hörð. Seðlabanki Bandaríkjanna
hækkaði vexti þrisvar sinnum á
árinu til þess að slá á þenslu en í
desember tilkynnti hann að
vextir kynnu að lækka í janúar.
Tækni- og netfyrirtæki hröpuðu
Gengi evrunar gagnvart
Bandaríkjadal féll verulega á
árinu og náði lágmarki, 0,83 döl-
um, síðla í október en hefur
styrkst nokkuð síðan.
Verð á olíu fór hæst í hátt í 37
dali á fatið á árinu og hafði ekki
verið hærra í heilan áratug.
Vegna þrýstings frá vestrænum
ríkjum ákváðu OPEC-ríkin að
auka framleiðsluna um haustið
og lækkaði oh'verðið undir lok
ársins.
Verð á hlutabréfum tækni- og
netíyrirtækja náði hámarki í
mars en eftirspumin hafði verið
gríðarlega mikil svo líkja mátti
við gullgrafaraæði. Nasdaq-vísi-
talan hríðféll hins vegar það sem
eftir lifði árs og í endaðan des-
ember var hún 38% lægri en í
upphafi ársins og 50% lægri en
þegar hún var sem hæst. I kjöl-
farið fóru netíyriríæki á hausinn
þai’ sem fjárfestar misstu áhuga
á að leggja þeim til meira fé.
Stærstu samrunar sögunnar
Tilkynnt var um samruna
America Online (AOL), sem er
stærsta netþjónustufyrirtæki
heimsins og fjömiðlarisans Time
Warner í janúar. Samkeppnisyf-
irvöld í Bandaríkjunum lögðu
blessun sína yfir samrunann í
lok ársins. Þegar samkomulagið
tókst í janúar var um stærsta
samruna fyrirtækja að ræða í
sögunnni; markaðsverðmæti
þessara tveggja fyrirtækja var
þá 340 milljarðir dala. En fljótt
skipast veður í lofti og í lok árs-
ins hafði markaðsverðmæti
þeitxa lækkað um 140 milljarða
dala eða liðlega 41%.
Vodafone varð stærsta far-
símafyrirtæki heimsins þegar
það keypti þýska keppinautinn
Mannesmann og var sá samn-
ingur stærri en AOL og Time
Wamer en verðmæti hlutabréfa
hins sameinaða fyrirtækis og
annarra fjarskiptafyrirtækja
féll mjög síðari hluta ársins
vegna áhyggna fjárfesta af mikl-
um kostnaði við kaup á leyfum
tyrir þriðju kynslóð farsíma.
Af bílum og bönkum
I bílaiðnaðinum tókst sam-
starf með General Motors og Fí-
at. Ford keypti Land Rover af
BMW sem einnig losaði sig við
Rover Group í Bretlandi.
DaimlerChrysler keypti 34% í
Mitsubishi og hlut í Hyundai.
Samþjöppun var einnig á meðal
fjárfestingart>anka: UBS keypti
Paine Webber í Bandaríkjunum
og Credit Suisse keypti DLJ.
Hins vegar varð ekkert af sam-
runa stærstu bankanna í Þýska-
landi: Viðræður Deutsche Bank
og Dresdner Bank fóru út um
þúfur og viðræður Dresdner og
Commerzbank.