Morgunblaðið - 30.12.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Tákn friðar og ástar
MIKIÐ er af dúfum í höfuðborginni enda eru
dúfur afar félagslyndir fuglar. Þær setjast
gjarnan að í þéttbýli og hafa í gegnum tíðina
búið í sátt og samlyndi við mannfólkið, sem
hefur notað hana sem tákn friðar og ástar.
Hætt er við að þeim dúfnahópi sem sveif þarna
yfír höfuðborginni hafi þótt heldur kalt í veðri
enda talsvert frost þótt veður væri stillt. Gert
er ráð fyrir svipuðu veðri næstu daga.
Kennaraverkfail hefur
áhrif á vímuefnaneyslu
Afleiðing-
arnar koma í
ljós að loknu
verkfalli
VERKFALL framhaldsskólakenn-
ara og sú óvissa sem fylgir getur haft
slæm áhrif á vímuefnaneyslu ung-
menna að mati Þórarins Tyrfings-
sonar, yfírlæknis á Sjúkrahúsinu
Vogi. Innlagnir ungmenna á sjúkra-
húsið hafa ekki aukist frá því verk-
fallið hófst.
Þórarinn segir að þeim ungmenn-
um sem leita sér meðferðar í fyrsta
skipti hafi ekki fjölgað sérstaklega
eftir að verkfallið hófst. Hann segir
að fyrstu merki um hvort verkfallið
hafi haft slæmar afleiðingar komi
fram þegar skólastarf hefst að nýju.
Þegar sé los á þessum aldurshópi í
þjóðfélaginu og ungmennin eigi
mörg hver erfitt uppdráttar.
Þórarinn segir marga þætti ráða
því að neysla vímuefna fari úr bönd-
unum. „Eitt af því sem heldur neysl-
unni í skefjum er venjulegur vinnu-
tími og venjulegur skólatími og
ákveðið aðhald. Ef það minnkar er
hætta á því að þeir gæti ekki að sér
og auki neysluna," segir Þórarinn.
Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur
á forvarnadeild SAA, segist hafa
orðið var við aukningu á vímuefna-
neyslu ungmenna. Hún sé þó ekki
stórfelld. Helst séu það krakkar sem
hafi neytt vímuefna áður sem auki
við neyslu sína og hafi foreldrar lýst
áhyggjum sínum. Jóhann segir skól-
ann hafa veitt þessum ungmennum
nauðsynlegt aðhald.
Mikil sala á þorskkvóta fyrir áramót
Verð á varan-
legum kvóta hefur
lækkað um 22%
MJÖG lífleg sala hefur verið með
bæði skip og aflahlutdeildir fyrir
þessi áramót. Eggert Sk. Jóhannes-
son, hjá skipamiðluninni Bátum &
kvóta, segir að aðilar, sem hagnast
hafi á útgerð, hafi sumir hverjir fjár-
fest í greininni aftur. Stundum skap-
ist spenna vegna þess að útgerðir
stíli inn á að fjárfesta á því skattári
sem er að líða. Reynsla undanfarinna
ára hafi sýnt að útgerðirnar fjárfesti
síðustu dagana í desember.
Verð á varanlegum aflahlutdeild-
um í þorski er nú 740 krónur fyrir
veiddan fisk en verðið var lengi vel
950 krónur og nemur lækkunin því
um 22%. Verð á þorskaflamarki á
Kvótaþingi hefur að undanförnu ver-
ið á bilinu 100-110 krónur fyrir kíló-
ið. Verð á óveiddum þorski í króka-
kvótakerfi er nú 500 krónur en var
lengi vel 560 krónur sem er um 11%
lækkun. Leiga á krókaaflamarki inn-
an ársins hefur verið frá 63-67 kr.
fyrir kílóið. Lækkun á verði aflahlut-
deilda nú má að sögn Eggerts að-
allega rekja til minnkandi þenslu í
starfsemi lánastofnana og einnig
hefur gæftaleysi slegið á eftirspurn
eftir aflahlutdeildum.
Eggert segir að lífleg sala hafi
verið með bæði skip og aflahlutdeild-
ir fyrir þessi áramót, reyndar mun
meiri viðskipti en árin á undan.
„Greinin hefur verið að skila mörg-
um vel reknum útgerðum ágætum
hagnaði og skattkerfið stýrir þessum
aðilum til þess að fjárfesta í atvinnu-
greininni. Okkur virðist að nú sé
meiri áhugi en oft áður að fjárfesta
frekar með beinum hætti í aflahlut-
deildum. Meira var um það áður að
útgerðir fjárfestu í hlutabréfum.
Einnig spilar það sterklega inn í að
verð á kvóta er hagstætt um þessar
mundir og endurspegla kvótakaupin
þá trú aðila sem í greininni eru að
verð muni hækka en sú hefur ávallt
verið tilhneigingin eftir áramótin
þegar vertíð stendur sem hæst.“
Slapp svo til ómeidd þegar bfll fór fram af brú
„Það hefur einhver
vakað yfír mér“
„ÞAÐ hefur einhver vakað yfir
mér, ég held að það sé ljóst,“ sagði
Hulda Þorgilsdóttir, 17 ára stúlka
sem slapp ótrúlega vel úr umferð-
aróhappi á Leiruvegi við Akureyri
í fyrrakvöld. Bíll hennar fór í loft-
köstum út af Leirubrú og hafnaði
niðri í fjöru.
Bifreiðin, sem er lítill tveggja
dyra fólksbíll, er gjörónýt og
þurftu slökkviliðsmenn að klippa
hana út úr bílnum, en Hulda slapp
með skrámur og bólgur á hand-
legg.
Hulda býr á Svalbarðseyri og
var á leið til Akureyrar þegar
óhappið varð. Hún sagði að þegar
hún kom inn á brúna hafi þar verið
lúmsk hálka, sem varð til þess að
bfllinn fór að skrika. „Þannig ók ég
yfir alla brúna, bfllinn bara rásaði
og ég reyndi að hægja á mér, en
negldi samt ekki niður,“ sagði
Hulda. Göngubrú er hægra megin
á brúnni og kant-
steinn þar sem hún
endar og á þeim stað
hafnaði bifreið Huldu
að lokum, en tókst þá
á loft og hentist ofan í
fjöru eftir að hafa far-
ið nokkrar veltur.
„Það bjargaði mér
að það var fjara, bfll-
inn hefði endað ofan í
sjó hefði verið flóð og
ég var alveg pikkföst
inni í bílnum," sagði
Hulda. „Þegar bíllinn
tókst á loft í áttina út
í sjó hugsaði ég með
mér hvort ég myndi
sleppa lifandi frá
þessu. Ég hélt satt best að segja
að þetta væri mitt síðast.a,“ sagði
hún og benti á að hún hefði verið í
bflbelti og væri ekki í vafa um að
það hefði bjargað því að ekki fór
verr. „Ég er alltaf í
öryggisbelti þegar
ég ferðast í bíl og
hvet menn eindregið
til að nota þau. Þau
hafa margsannað
gildi sitt.“ Hulda
fékk ökuleyfi í maí
síðastliðnum og seg-
ist aka mikið, en hún
stundar nám á Ak-
ureyri og ekur á
milli, stundum marg-
ar ferðir á dag, segir
hún.
Hún sagði að
óhappið hefði ekki
haft nein áhrif í þá
átt að hún hræðist
að keyra bfl í framtíðinni. „Ég var
mjög heppin og er þakklát því
góða fólki sem kom mér til að-
stoðar á slysstaðnum,“ sagði
Hulda
Hulda
Þorgilsdóttir
Sérblöð í dag
ÁLAUGARDÖGUM
-í
ísland mætir Indlandi,
Indónesíu og Úrúgvæ / B1
: Vetrarveður setur strik
: í reikning ensku liðanna / B1
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is