Morgunblaðið - 30.12.2000, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Mannfjöldi á höfuðborqarsvæðinu
1. desember 1999 og 2000
Reykja-
vík
Kópa-
vogur
Hafnar-
fjörður
Garða-
bær
Mosfells-
bær
Seltjarnar-
nes
Álftanes
Grundar-
hverfi
Strjálbýli
7.928
8.050
5.850
"1 6.096
M 4.658
□ 4.654
1.436
] 1.543
322
347
432
481
g 1. desember 1999
□ Bráðabirgðatölur
1. desember 2000
O o
109.152
110.658
Breyting milli ára i % 1
Fteykjavík +1,4%
Kópavogur +4,2%
Hafnarfjörður +2,6%
Garðabær +1,5%
Mosfellsbær +4,2%
Seltjarnarnes -0,1%
Álftanes +7,5%
Grundarhverfi +7,8%
Strjálbýli +11,3%
Allt svæðið +2,0%
Heildarmannfjöldi á 1 höfuðborgarsvæðinu 1
1999 2000
171.515 175.000
Heimild: Hagstofa islands
íbuar á höfuðborgarsvæðinu eru orðnir 175 þúsund
Hlutfallslega mest fjölg'-
un í Bessastaðahreppi
Höfudborgarsvædið
ÍBÚUM á höfuðborgarsvæð-
inu hefur fjölgað um 3.485
eða 2% á þessu ári sam-
kvæmt bráðabirgðatölum frá
Hagstofu íslands og eru þeir
nú 175.000. Á síðasta áratugi
hefur fólki á höfuðborgar-
svæðinu fjölgað um 29.020
eða 19,9%. Á þessu ári hefur
fjölgunin í þéttbýli orðið
hlutfallslega mest í Bessa-
staðahreppi en íbúum þar
fjölgaði um 7,5% á árinu og
eru þeir nú 1.543 talsins. íbú-
um fækkaði hins vegar um 4
á Seltjamarnesi og eru þeir
nú 4.654 eða 0,1% færri en í
fyrra.
Hlutfallslega varð næst-
mest fjölgun í Kópavogi og
Mosfellsbæ en þar fjölgaði
íbúum um 4,2%. í Kópavogi
búa nú 23.527 manns en í
Mosfellsbæ 6.096. í Reykja-
vík fjölgaði íbúum um 1.506
eða 1,6% en í Grundarhverfi
á Kjalarnesi, sem nú telst til
Reykjavíkur, fjölgaði íbúum
um 7,8% og eru þeir nú 347
talsins.
í Hafnarfirði fjölgaði íbú-
um um 2,6% og eru þeir nú
19.644 og íbúum í Garðabæ
fjölgaði um 1,5% og eru þeir
nú 8.050. Ibúum sem búa á
svæðum sem skilgreind eru
utan þéttbýlis á höfuðborg-
arsvæðinu fjölgaði um 11,3%
og eru þeir 481.
Átján íþróttamenn voru tilnefndir sem íþróttamenn ársins
í Hafnarfirði en alls hlutu 417 bæjarbúar íslandsmeist-
aratitil á árinu.
• •
Orn íþrótta-
maður ársins
í Firðinum
Hafnarfjördur
HAENFIRÐINGAR völdu
Örn Artiarson sundmann
íþrótlamann ársins á hátið
sem haldin var til að heiðra
afreksfólk í bænum á mið-
vikudag
417 Hafnfirðingar, eða
um 2% bæjarbúa, urðu Is-
landsraeistarar í íþrótta-
greinum á árinu og færði
bæjarstjórnin þeim við-
urkenningu á hátiðinni í
íþróttahúsinu við Strand-
götu. Að auki urðu 12 hóp-
ar frá liðum í bænum bik-
. armeistarar. Þeir sem
kepptu undir merkjum FH
unnu alls 189 íslandsmeist-
aratitla, kappar frá Sund-
félagi Hafnfirðinga unnu
194 titla og 77 kepjpendixr
fýrir hönd Hauka.
Þetta var í átjánda sinn
sem íþróttamaður bæjarins
var valinn og var Örn Arn-
arson nú valinn í þriðja
skipti en flestir landsmenn
þekkja afrek hans á árinu
og kemur iíklega fáum á
óvart að hann hafi hreppt
þennan heiður í sinni
heimabyggð. Örn varð í
fjórða sæti í 200 metra
Örn Arnarson fékk bikar,
blómvönd og fleira í við-
urkenningarskyni frá
heimabæ sínum.
baksundi á Ólympíuleik-
unum í Sydney og”hreppti
tvo Evrópumeistaratitla í
25 metra laug nú í desemb-
er, auk þess að vinna silf-
urverðlaun í þriðju grein-
inni. Þá varð hann í 2. sæti
á eftir Völu Flosadóttur í
: kjöri íþróttafréttamanna á
fþróttaraanni ársins. AIIs
voru 18 hafnfirskir íþrótta-
menn tilnefndir til vcrð-
launanna.
Bæjaryfírvöld í Garðabæ vilja göngubrú yfír
Hafnarfi ar ðarveg
Mikilvægt öryggismál
fyrir íbúa í Asahverfí
Gardabær
BÆJARYFIRVÖLD í
Garðabæ telja afar brýnt að
ný göngubrú verði byggð yfir
Hafnarfjarðarveg á Hrauns-
holti á næsta ári til þess að
tengja Ásahverfið við byggð-
ina austan megin við Hafn-
arfjarðarveg. Hafa bæjaryf-
irvöld farið fram á það við
Vegagerðina að hún skil-
greini göngubrúna sem for-
gangsmál og að framkvæmd-
um við hana verði lokið á
árinu 2001.
„Það er mikið öryggismál
fyrir íbúa í Garðabæ að brúin
verði reist,“ sagði Ásdís
Halla Bragadóttir, bæjar-
stjóri. „Vegagerðin hefur fall-
ist á mikilvægi þess að brúin
rísi.“
Ásdís Halla sagði að ný
brú myndi auka öryggi barna
á skólaaldri í Ásahverfi því
þau þyrftu að fara yfir Hafn-
arfjarðarveginn á leið sinni í
Flataskóla.
Arnarnesvogur
G ARÐ'APíR
'vSC
sxjfxi W§
—~—
<&*, Göngubrú komi
‘ -• á Hafnarfjarðar-
veg á móts við
Breiðás
vÞað er enginn grunnskóli
í Ásahverfinu og það munar
um hvert ár sem krakkarnir
þurfa að fara yfir þennan
veg.“
Grunnskóli byggður í
Ásahverfi árið 2003
Að sögn Ásdísar Höllu hef-
ur bæjarstjóm nýlega sam-
þykkt tillögu frá skólanefnd
um byggingu nýs grunnskóla
í Ásahverfi, en gert er ráð
fyrir 1.200 til 1.500 manna
byggð í hverfinu. Hún sagði
að gert væri ráð fyrir að sá
skóli myndi taka til starfa ár-
ið 2003 en að enn lægi ekki
fyrir hvort hann myndi sinna
öllu hverfinu fyrir vestan
Hafnarfjarðarveg eða hvort
Flataskóli myndi áfram sinna
ákveðnum hluta hverfisins.
„Það verða alltaf mikil
samskipti á milli hverfanna
þannig að mikilvægi brúar-
innar mun ekkert fara
minnkandi. Iþróttaaðstaðan
er austan megin og ýmis
þjónusta sem íbúar þurfa að
sækja, þannig að við h'tum á
þetta sem mikið hagsmuna-
mál fyrir íbúa í Garðabæ."
Hilmar Finnsson, deildar-
stjóri áætlunardeildar
Reykjanesumdæmis Vega-
gerðarinnar, sagði að á sínum
tíma hefðu verið gerðar til-
lögur að gerð göngubrúar á
þessum stað og að farið yrði
yfir þær á ný á næstunni.
Flugumferð og framtíð Rey kj avíkurflug vallar
til umræðu í sveitarstjórn á Álftanesi
Oskað aðgerða til
að draga úr hávaða
Bessastadahreppur
HREPPSNEFND Bessa-
staðahrepps hefur óskað eftir
því við flugmálastjóra að
gripið verði til ráðstafana til
að draga úr hávaða frá flug-
umferð yfir Álftanesi. Sveit-
arstjóri og oddviti hreppsins
hafa átt fundi með flugmála-
stjóra vegna málsins og seg-
ist Gunnar Valur Gíslason
sveitarstjóri vongóður um að
bætt verði úr.
Gunnar Valur sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að Álft-
nesingar hefðu vissu fyrir því
að flúgumferð um Reykjavik-
urflugvöll hafi verið breytt
og henni að hluta til beint
meira yfir Bessastaðahrepp
en áður, m.a. vegna aðgerða
sem gripið var til í því skyni
að draga úr óþægindum
vegna flugumferðar yfir
Kársnesi.
Hann lagði áherslu á að
viðræður við flugmálayfir-
völd vegna málsins hefðu
verið á vinsamlegum nótum
og flugmálastjóri hefði út-
skýrt af hverju aukin flug-
umferð stafaði og fjallað um
leiðir til að bæta úr án þess
þó að ónæði við Kársnes yk-
ist að nýju þannig að úr yrði
bót fyrir alla aðila.
Gunnar Valur sagði að
sveitarstjórnin, sem nú hefur
samþykkt að skrifa flugmála-
stjóra formlegt bréf vegna
málsins, hefði tekið málið
upp í kjölfar umræðu meðal
bæjarbúa, sem m.a hefðu
komið á sveitarskrifstofuna
til að ræða um aukna flug-
umferð yfir byggðina.
Breytt staðsetning varð-
ar hreppinn miklu
Mál Reykjavíkurflugvallar
hafa einnig verið til umfjöll-
unar hjá sveitarstjóminni
vegna væntanlegra kosninga
Reykvíkinga um framtíð
flugvallarins í febrúar nk. Á
síðasta fundi hreppsnefndar
var gerð einróma samþykkt
þar sem sveitarstjóra var fal-
ið að skrifa borgarstjóranum
í Reykjavík bréf „og vekja
athygli borgarráðs og borg-
arstjómar á því að fram
komnar hugmyndir um
breytta stefnu N/S-flug-
brautar Reykjavíkurflugvall-
ar ásamt lengingu þeirrar
flugbrautar út í Skerjafjörð
svo og um nýjan flugvöll í
Skerjafirði varða einnig ná-
grannasveitarfélög borgar-
innar, þ.á m. Bessastaða-
hrepp, miklu,“ eins og segir í
tillögunni.
„Ekki er að sjá að við
framsetningu hugmynda að
breyttri legu N/S-flugbraut-
ar svo og að nýjum flugvelli í
Skerjafirði sem nær inn fyrir
stjórnsýslumörk Bessastaða-
hrepps, eins og þær hafa
birst í fjölmiðlum að und-
anförnu, hafi verið tekið mið
af auknu álagi af flugumferð
á mannlíf og náttúra í Bessa-
staðahreppi og því er
hreppsyfirvöldum ekki ljóst
hvaða áhrif mannvirkin gætu
haft á mannlíf og byggð í
B essastaðahreppi.
Verði þessar hugmyndir
meðal valkosta í fyrirhuguð-
um kosningum í Reykjavík
um framtíð Reykjavíkurflug-
vallar, setur hreppsnefnd
Bessastaðahrepps þann fyr-
irvara við þá niðurstöðu sem
kann að fást um þær, að hug-
myndirnar hafa ekki fengið
neina skipulagslega eða
stjómsýslulega meðferð í
Bessastaðahreppi,“ segir í
ályktun hreppsnefndar
I samtali Morgunblaðsins
við Gunnar Val lagði hann
áherslu á að væntanlegar
kosningar um flugvöllinn
skiptu íbúa Bessastaða-
hrepps miklu, einkum ef boð-
ið verði upp á þann kost að
gera nýjan flugvöll í Skerja-
firði, eins og sé til umræðu.
Með bréfinu til borgarstjóra
væri verið að vekja athygli á
að sú hugmynd hefði enga
umfjöllun fengið í stjómsýslu
hreppsins.
„Það verður kosið um
þessi mál í Reykjavík og íbú-
um í t.d. Grafarvogi gefinn
kostur á að segja álit á flug-
velli í Skeijafirði en ekki íbú-
um Bessastaðahrepps," sagði
Gunnar Valur. Því væri
sveitarfélagið að setja fyrir-
vara um þennan þátt máls-
ins, sem myndi ef af yrði
gerbreyta öllu í íbúasam-
félaginu á Álftanesi.
Átti áður að flytja
völlinn á Álftanes
,ÁIftnesingar þekkja mál
varðandi Reykjavíkurflugvöll
mjög vel því um 1960 stóð til
að færa flugvöllinn á Álfta-
nes og um það stóðu harðar
deilur sem lauk með því að
menn féllu frá slíkum áform-
um eftir að byggingabann
hafði verið sett á í hreppnum
í 10 ár vegna þessa. Þannig
að menn telja ríka ástæðu til
að setja fyrirvara við slíkar
hugmyndir," sagði Gunnar
Valur. Hann kvaðst ekki úti-
loka að hugmyndirnar gætu
verið góðra gjalda verðar.
Hins vegar hefði ekkert ver-
ið um þær fjallað i hreppnum
og áhrif slíkra mannvirkja á
náttúra, umhverfi og sam-
félag hefðu ekkert verið
rannsökuð. Það ætti raunar
einnig við hugmyndir um að
breyta stefnu norður/suður
flugbrautarinnar í átt frá
Kópavogi og að Álftanesi.