Morgunblaðið - 30.12.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.12.2000, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Mannfjöldi á höfuðborqarsvæðinu 1. desember 1999 og 2000 Reykja- vík Kópa- vogur Hafnar- fjörður Garða- bær Mosfells- bær Seltjarnar- nes Álftanes Grundar- hverfi Strjálbýli 7.928 8.050 5.850 "1 6.096 M 4.658 □ 4.654 1.436 ] 1.543 322 347 432 481 g 1. desember 1999 □ Bráðabirgðatölur 1. desember 2000 O o 109.152 110.658 Breyting milli ára i % 1 Fteykjavík +1,4% Kópavogur +4,2% Hafnarfjörður +2,6% Garðabær +1,5% Mosfellsbær +4,2% Seltjarnarnes -0,1% Álftanes +7,5% Grundarhverfi +7,8% Strjálbýli +11,3% Allt svæðið +2,0% Heildarmannfjöldi á 1 höfuðborgarsvæðinu 1 1999 2000 171.515 175.000 Heimild: Hagstofa islands íbuar á höfuðborgarsvæðinu eru orðnir 175 þúsund Hlutfallslega mest fjölg'- un í Bessastaðahreppi Höfudborgarsvædið ÍBÚUM á höfuðborgarsvæð- inu hefur fjölgað um 3.485 eða 2% á þessu ári sam- kvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu íslands og eru þeir nú 175.000. Á síðasta áratugi hefur fólki á höfuðborgar- svæðinu fjölgað um 29.020 eða 19,9%. Á þessu ári hefur fjölgunin í þéttbýli orðið hlutfallslega mest í Bessa- staðahreppi en íbúum þar fjölgaði um 7,5% á árinu og eru þeir nú 1.543 talsins. íbú- um fækkaði hins vegar um 4 á Seltjamarnesi og eru þeir nú 4.654 eða 0,1% færri en í fyrra. Hlutfallslega varð næst- mest fjölgun í Kópavogi og Mosfellsbæ en þar fjölgaði íbúum um 4,2%. í Kópavogi búa nú 23.527 manns en í Mosfellsbæ 6.096. í Reykja- vík fjölgaði íbúum um 1.506 eða 1,6% en í Grundarhverfi á Kjalarnesi, sem nú telst til Reykjavíkur, fjölgaði íbúum um 7,8% og eru þeir nú 347 talsins. í Hafnarfirði fjölgaði íbú- um um 2,6% og eru þeir nú 19.644 og íbúum í Garðabæ fjölgaði um 1,5% og eru þeir nú 8.050. Ibúum sem búa á svæðum sem skilgreind eru utan þéttbýlis á höfuðborg- arsvæðinu fjölgaði um 11,3% og eru þeir 481. Átján íþróttamenn voru tilnefndir sem íþróttamenn ársins í Hafnarfirði en alls hlutu 417 bæjarbúar íslandsmeist- aratitil á árinu. • • Orn íþrótta- maður ársins í Firðinum Hafnarfjördur HAENFIRÐINGAR völdu Örn Artiarson sundmann íþrótlamann ársins á hátið sem haldin var til að heiðra afreksfólk í bænum á mið- vikudag 417 Hafnfirðingar, eða um 2% bæjarbúa, urðu Is- landsraeistarar í íþrótta- greinum á árinu og færði bæjarstjórnin þeim við- urkenningu á hátiðinni í íþróttahúsinu við Strand- götu. Að auki urðu 12 hóp- ar frá liðum í bænum bik- . armeistarar. Þeir sem kepptu undir merkjum FH unnu alls 189 íslandsmeist- aratitla, kappar frá Sund- félagi Hafnfirðinga unnu 194 titla og 77 kepjpendixr fýrir hönd Hauka. Þetta var í átjánda sinn sem íþróttamaður bæjarins var valinn og var Örn Arn- arson nú valinn í þriðja skipti en flestir landsmenn þekkja afrek hans á árinu og kemur iíklega fáum á óvart að hann hafi hreppt þennan heiður í sinni heimabyggð. Örn varð í fjórða sæti í 200 metra Örn Arnarson fékk bikar, blómvönd og fleira í við- urkenningarskyni frá heimabæ sínum. baksundi á Ólympíuleik- unum í Sydney og”hreppti tvo Evrópumeistaratitla í 25 metra laug nú í desemb- er, auk þess að vinna silf- urverðlaun í þriðju grein- inni. Þá varð hann í 2. sæti á eftir Völu Flosadóttur í : kjöri íþróttafréttamanna á fþróttaraanni ársins. AIIs voru 18 hafnfirskir íþrótta- menn tilnefndir til vcrð- launanna. Bæjaryfírvöld í Garðabæ vilja göngubrú yfír Hafnarfi ar ðarveg Mikilvægt öryggismál fyrir íbúa í Asahverfí Gardabær BÆJARYFIRVÖLD í Garðabæ telja afar brýnt að ný göngubrú verði byggð yfir Hafnarfjarðarveg á Hrauns- holti á næsta ári til þess að tengja Ásahverfið við byggð- ina austan megin við Hafn- arfjarðarveg. Hafa bæjaryf- irvöld farið fram á það við Vegagerðina að hún skil- greini göngubrúna sem for- gangsmál og að framkvæmd- um við hana verði lokið á árinu 2001. „Það er mikið öryggismál fyrir íbúa í Garðabæ að brúin verði reist,“ sagði Ásdís Halla Bragadóttir, bæjar- stjóri. „Vegagerðin hefur fall- ist á mikilvægi þess að brúin rísi.“ Ásdís Halla sagði að ný brú myndi auka öryggi barna á skólaaldri í Ásahverfi því þau þyrftu að fara yfir Hafn- arfjarðarveginn á leið sinni í Flataskóla. Arnarnesvogur G ARÐ'APíR 'vSC sxjfxi W§ —~— <&*, Göngubrú komi ‘ -• á Hafnarfjarðar- veg á móts við Breiðás vÞað er enginn grunnskóli í Ásahverfinu og það munar um hvert ár sem krakkarnir þurfa að fara yfir þennan veg.“ Grunnskóli byggður í Ásahverfi árið 2003 Að sögn Ásdísar Höllu hef- ur bæjarstjóm nýlega sam- þykkt tillögu frá skólanefnd um byggingu nýs grunnskóla í Ásahverfi, en gert er ráð fyrir 1.200 til 1.500 manna byggð í hverfinu. Hún sagði að gert væri ráð fyrir að sá skóli myndi taka til starfa ár- ið 2003 en að enn lægi ekki fyrir hvort hann myndi sinna öllu hverfinu fyrir vestan Hafnarfjarðarveg eða hvort Flataskóli myndi áfram sinna ákveðnum hluta hverfisins. „Það verða alltaf mikil samskipti á milli hverfanna þannig að mikilvægi brúar- innar mun ekkert fara minnkandi. Iþróttaaðstaðan er austan megin og ýmis þjónusta sem íbúar þurfa að sækja, þannig að við h'tum á þetta sem mikið hagsmuna- mál fyrir íbúa í Garðabæ." Hilmar Finnsson, deildar- stjóri áætlunardeildar Reykjanesumdæmis Vega- gerðarinnar, sagði að á sínum tíma hefðu verið gerðar til- lögur að gerð göngubrúar á þessum stað og að farið yrði yfir þær á ný á næstunni. Flugumferð og framtíð Rey kj avíkurflug vallar til umræðu í sveitarstjórn á Álftanesi Oskað aðgerða til að draga úr hávaða Bessastadahreppur HREPPSNEFND Bessa- staðahrepps hefur óskað eftir því við flugmálastjóra að gripið verði til ráðstafana til að draga úr hávaða frá flug- umferð yfir Álftanesi. Sveit- arstjóri og oddviti hreppsins hafa átt fundi með flugmála- stjóra vegna málsins og seg- ist Gunnar Valur Gíslason sveitarstjóri vongóður um að bætt verði úr. Gunnar Valur sagði í sam- tali við Morgunblaðið að Álft- nesingar hefðu vissu fyrir því að flúgumferð um Reykjavik- urflugvöll hafi verið breytt og henni að hluta til beint meira yfir Bessastaðahrepp en áður, m.a. vegna aðgerða sem gripið var til í því skyni að draga úr óþægindum vegna flugumferðar yfir Kársnesi. Hann lagði áherslu á að viðræður við flugmálayfir- völd vegna málsins hefðu verið á vinsamlegum nótum og flugmálastjóri hefði út- skýrt af hverju aukin flug- umferð stafaði og fjallað um leiðir til að bæta úr án þess þó að ónæði við Kársnes yk- ist að nýju þannig að úr yrði bót fyrir alla aðila. Gunnar Valur sagði að sveitarstjórnin, sem nú hefur samþykkt að skrifa flugmála- stjóra formlegt bréf vegna málsins, hefði tekið málið upp í kjölfar umræðu meðal bæjarbúa, sem m.a hefðu komið á sveitarskrifstofuna til að ræða um aukna flug- umferð yfir byggðina. Breytt staðsetning varð- ar hreppinn miklu Mál Reykjavíkurflugvallar hafa einnig verið til umfjöll- unar hjá sveitarstjóminni vegna væntanlegra kosninga Reykvíkinga um framtíð flugvallarins í febrúar nk. Á síðasta fundi hreppsnefndar var gerð einróma samþykkt þar sem sveitarstjóra var fal- ið að skrifa borgarstjóranum í Reykjavík bréf „og vekja athygli borgarráðs og borg- arstjómar á því að fram komnar hugmyndir um breytta stefnu N/S-flug- brautar Reykjavíkurflugvall- ar ásamt lengingu þeirrar flugbrautar út í Skerjafjörð svo og um nýjan flugvöll í Skerjafirði varða einnig ná- grannasveitarfélög borgar- innar, þ.á m. Bessastaða- hrepp, miklu,“ eins og segir í tillögunni. „Ekki er að sjá að við framsetningu hugmynda að breyttri legu N/S-flugbraut- ar svo og að nýjum flugvelli í Skerjafirði sem nær inn fyrir stjórnsýslumörk Bessastaða- hrepps, eins og þær hafa birst í fjölmiðlum að und- anförnu, hafi verið tekið mið af auknu álagi af flugumferð á mannlíf og náttúra í Bessa- staðahreppi og því er hreppsyfirvöldum ekki ljóst hvaða áhrif mannvirkin gætu haft á mannlíf og byggð í B essastaðahreppi. Verði þessar hugmyndir meðal valkosta í fyrirhuguð- um kosningum í Reykjavík um framtíð Reykjavíkurflug- vallar, setur hreppsnefnd Bessastaðahrepps þann fyr- irvara við þá niðurstöðu sem kann að fást um þær, að hug- myndirnar hafa ekki fengið neina skipulagslega eða stjómsýslulega meðferð í Bessastaðahreppi,“ segir í ályktun hreppsnefndar I samtali Morgunblaðsins við Gunnar Val lagði hann áherslu á að væntanlegar kosningar um flugvöllinn skiptu íbúa Bessastaða- hrepps miklu, einkum ef boð- ið verði upp á þann kost að gera nýjan flugvöll í Skerja- firði, eins og sé til umræðu. Með bréfinu til borgarstjóra væri verið að vekja athygli á að sú hugmynd hefði enga umfjöllun fengið í stjómsýslu hreppsins. „Það verður kosið um þessi mál í Reykjavík og íbú- um í t.d. Grafarvogi gefinn kostur á að segja álit á flug- velli í Skeijafirði en ekki íbú- um Bessastaðahrepps," sagði Gunnar Valur. Því væri sveitarfélagið að setja fyrir- vara um þennan þátt máls- ins, sem myndi ef af yrði gerbreyta öllu í íbúasam- félaginu á Álftanesi. Átti áður að flytja völlinn á Álftanes ,ÁIftnesingar þekkja mál varðandi Reykjavíkurflugvöll mjög vel því um 1960 stóð til að færa flugvöllinn á Álfta- nes og um það stóðu harðar deilur sem lauk með því að menn féllu frá slíkum áform- um eftir að byggingabann hafði verið sett á í hreppnum í 10 ár vegna þessa. Þannig að menn telja ríka ástæðu til að setja fyrirvara við slíkar hugmyndir," sagði Gunnar Valur. Hann kvaðst ekki úti- loka að hugmyndirnar gætu verið góðra gjalda verðar. Hins vegar hefði ekkert ver- ið um þær fjallað i hreppnum og áhrif slíkra mannvirkja á náttúra, umhverfi og sam- félag hefðu ekkert verið rannsökuð. Það ætti raunar einnig við hugmyndir um að breyta stefnu norður/suður flugbrautarinnar í átt frá Kópavogi og að Álftanesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.