Morgunblaðið - 30.12.2000, Blaðsíða 56
J 56 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
HVERNIG A EG At>
KOMAST HÉÖAN ÁN
ÞESS At) VEKJA ALLA?
02000 Tribune Media Services, Inc. 10'10
All Rlghts Reserved.
ÞETTA ERU BARA
ÞÚOGÉG!
1----------
x+L'iS!
Grettir
V
Og eitt enn.. við ökum í þessum skólabíl á Hvernig stendur á þvi að við höldum aldrei
hverjum degi, ekki satt? teiti í öftustu sætunum?
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Hugleiðing um
ofbeldi og mótunar-
áhrif fjölmiðla
Frá Ólafi Kr.Valdimarssyni:
ÆTLA má að hegðan fólks og líðan
ráðist að nokkru leyti af eðli og að
nokkru leyti af mótun umhverfis.
Mótun þá annars vegar með beinni
eftiröpun og hins vegar fyrir sakir
umbunar eða refsingar við ákveð-
inni hegðun.
Lengi býr að fyrstu gerð og ætla
má að það sem fyrir augu bama okk-
ar ber fyrstu ár æfi þeirra sé mót-
andi fyrir alla æfi þeirra. Við erum
nógu skynsöm til að meina bömum
okkar að neyta áfengis, því við vitum
að það er þeim skaðlegt. Hví ekki að
beita sömu skynsemi þegar kemur
að ofbeldistengdu efni, sem í krafti
hinnar heilögu kýr Vesturlanda,
markaðslögmáli nútímans, elur ung-
dóminn á pókemónum og öðmm fíg-
úrum sem gera böm að forhertum
neytendum á kostnað foreldra og
öllu saman eingöngu stýrt af hagn-
aðarvon framleiðandans.
Forsjárhyggja er að vísu ekki í
tísku nú á tímum, þegar háttur ung-
linganna, að „dissa allt“ og vera
„kúl“, er oft á tíðum í meiri metum
en að vinna góðum málum brautar-
gengi.
Það er full ástæða til að hafa vem-
leg áhrif með löggjöf eða öðmm
hætti á þau mótandi umhverfisáhrif
sem okkur standa til boða, hvort
sem er fyrir böm eða fólk á öllum
aldri.
Markaðslögmálið er ekkert nátt-
úmlögmál þó að grimmd þess sé oft
á tíðum ekki minni en grimmd þess
lögmáls sem kennt hefur verið við
afkomu hinna hæfustu. Látum ekki
bjóða börnum okkar eða okkur sjálf-
um hvað sem er. Beinum kröftum
okkar hreinlega að því að fjarlægja
neikvæðustu mótunaráhrifin úr um-
hverfinu og styðjum við þau jákvæð-
ustu.
Markaðslögmálið nýtir sér sam-
keppnis- og baráttukraft villidýrsins
og hefur með því stuðlað að hinni
miklu framþróun hins vestræna
heims. En villidýr þarf að hemja, svo
það þjóni manninum án þess að
skaða hann. I þeim tilgangi á for-
sjárhyggjan fullan rétt á sér.
Þróun menningarsamfélaga síð-
ustu hundruð ára hefur að mestu
snúist um að hefja okkur upp fyrir
grimmd náttúrulögmálanna og
ástæðulaust er að láta markaðslög-
málin draga okkur aftur niður á það
plan.
Framtíðarheim okkar þarf að
móta á meðvitaðan hátt og mark-
aðslögmálið eitt sér er ekki í stakk
búið til að sinna því hlutverki vel.
Það þarf að setja skýr markmið um
hvers konar mótunaráhrif við viljum
hafa í samfélaginu og það þarf að
beita bæði fjármunum og sértækum
aðgerðum til að tryggja að þau þjóni
þegnunum í raun.
Virðingarfyllst,
ÓLAFUR KR. VALDIMARSSON
hagfræðingur,
Vesturbergi 26, Reykjavík.
Fasistalýðveldið
Island
Frá Bjartmari Oddi ÞeyAlexand-
erssyni og Páii Eiríki Kristinssyni:
HALDA átti skemmtun fyrir
menntaskólanemendur miðvikudag-
inn 20. desember sem var ætluð fyrir
nemendur úr Menntaskólanum við
Sund, Kvennaskólanum og Mennta-
skólanum í Reykjavík.
Mikill undirbúningur var að
skemmtuninni og eftirvænting með-
al nemenda var mikil. Astæðan var
sú að félagslíf hafði legið niðri vegna
verkfalls framhaldsskólakennara og
mátti sjá að mikil eftirspurn var eftir
að komast á skemmtunina því að
uppselt var á hana. Fólk var búið að
leggja á sig mikinn undirbúning,
fara í hárgreiðslu, kaupa sér föt, taka
sér frí úr vinnu og ýmislegt fleira.
En ... nei. Okkar ágæta lögreglu-
embætti hérna í höfuðborginni tók
eina af sínum skemmtilegu geðþótta-
ákvörðunum og ákvað að tilkynna
fólki sem sá um undirbúning að
skemmtanaleyfi þeirra hefði verið
afturkallað. Þessi tilkynning kom að-
eins fimm til sex tímum fyrir áætl-
aðan upphafstíma á skemmtuninni.
Eftir þessa skemmtilegu tilkynningu
sátu þeir sem um undirbúning sáu
uppi með sárt ennið, því að þeir
þyrftu að endurgreiða 2.500 miða,
tilkynna öllum að ekkert yrði úr
skemmtuninni og gjöra svo vel að
afturkalla allt sem umsamið hafði
verið um skemmtunina svosem
hljómsveit og salur.
Við spyrjum nú bara í hverskonar
fasistalýðræði við lifum héma á ís-
landi þar sem okkar ágæta lögregla
getur gert það sem henni sýnist og í
kjölfarið eyðilagt kvöldið fyrir 2.500
nemendum? Er þetta ekki bara ann-
að dæmið um það hvernig troðið er á
okkur framhaldsskólanemendum,
ekki nóg með að það er búið að eyði-
leggja heila önn og jafnvel meira
vegna sinnuleysis stjórnvalda í
kennaradeilunni, þegar nemendur
sjá Ijós í myrkrinu og ætla að gera
sér glaðan dag, þá... nei!
Er þá jafnvel möguleiki á því að
okkar ágæta lögregluembætti
ákveði það, klukkan 3 á aðfangadegi,
að afturkalla jólin, skipa fólki að
henda út jólatrjám, rífa niður skreyt-
ingar og skipa verslunum að endur-
greiða gjafirnar, hvað finnst ykkur?
BJARTMAR ODDUR ÞEYR
ALEXANDERSSON,
Brekkubæ 38, Reykjavík,
PÁLL EIRIKUR
KRISTINSSON,
Viðarási 57, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.