Morgunblaðið - 30.12.2000, Blaðsíða 68
Palm
Lófatölvur
563 3000 + www.ejs.is
Cisco Systems
P A R T N E R
SILVER CERTIFIED
TæknivaS
MORGUNBLAÐIÐ.KRINGLUNNU, 103 REYKJAVÍK,SÍMI5691100, SÍMBRÉF56S1181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRT. KAUFVANGSSTRÆTl 1
LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000
VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK.
Sendiherra
skipaður í
Mósambfk
SAMKVÆMT heimildum Morgun-
blaðsins hefur verið ákveðið í utan-
ríkisráðuneytinu að skipa Björn
Dagbjartsson sendiherra íslands í
Mósambík. Aformað er að Bjöm hafi
aðsetur í Mósambík og sinni jafn-
framt sendiherrastörfum í sunnan-
verðri Afríku. Þetta er í fyrsta skipti
sem sendiherra íslands í Afríku hef-
ur aðsetur í Afríkuríki.
Björn er framkvæmdastjóri Þró-
unarsamvinnustofnunar íslands,
sem m.a. .hefur unnið að þróunar-
verkefnum í Afríku. Utanríkisráðu-
neytið vildi ekkert tjá sig um breyt-
ingar í utanríkisþjónustunni að öðru
leyti en því að unnið væri að til-
færslum á sendiherrum. Þeirri vinnu
''væri ekki lokið.
------*-+-«----
Slys á fiugelda-
sýningu
BJÖRGUNARSVEITARMAÐUR
brenndist á andliti þegar óhapp varð
á flugeldasýningu björgunarsveitar-
innar Bjargar á Eyrarbakka í gær.
Félagar hans kældu brunasárið nið-
ur og slapp hann við augnskaða og er
á batavegi.
Lögreglan á Selfossi var kölluð út
þegar umferðaróhapp varð kl. 18:25
á Biskupstungnabraut þar sem bfll
valt. Tvennt var flutt til Reykjavíkur
en meiðsl voru ekki talin alvarleg.
Forskot á sæluna
Morgunblaðið/Ami Sæberg
BJORGUNARSVEITIRNAR í
Reykjavík og Bylgjan stóðu í sam-
vinnu við 11-11 verslanimar og
Búnaðarbankann, fyrir viðamikilli
flugeldasýningu í Reykjavík í gær-
kvöld. Var flugeldunum skotið frá
Perlunni í Öskjuhlíð og stóð sýn-
ingin yfír í urn 12 mínútur. Gaf sýn-
ingin forsmekkinn að áramótunum.
Bláfugl ráðgerir að hefja fraktflug til Evrópu 12. mars
Yfír 100 sækja um átta
stöður flugmanna
YFIR 100 umsóknir hafa borist um 8
stöður flugmanna hjá Bláfugli ehf.
sem auglýstar voru nýlega. Nokkrar
konur eru meðal umsækjenda. Blá-
fugl ráðgerir að hefja fraktflug milli
Islands og Evrópulanda 12. mars
næstkomandi með þotu af gerðinni
Boeing 737-300.
Flugfélagið Bláfugl keypti þotuna
í síðasta mánuði af danska leiguflug-
félaginu Sterling og notaði hana í
farþegaflugi sínu. Var henni flogið til
Bandaríkjanna á dögunum þar sem
henni verður breytt til fraktflugs.
Felst breytingin m.a. í því að settar
eru á hana stórar fraktdyr, teknar úr
henni innréttingar sem tilheyra far-
þegaflugi, svo sem salemi og eldhús
og gólf hennar styrkt.
Ráða á fjóra flugstjóra og fjóra
flugmenn og segir Þórarinn Kjart-
ansson, framkvæmdastjóri Bláfugls,
marga umsækjendur uppfylla kröfur
um reynslu sem fyrirtækið gerði í
auglýsingu sinni. Stefnt er að því að
ráðningu verði lokið í janúar til að
þjálfun geti farið fram í febrúar og
flugmannahópurinn fái réttindi á
vélina um það leyti sem hún verður
tilbúin.
Þórarinn segir þotuna væntanlega
aftur til landsins um mánaðamót
febrúar-mars og að fyrsta fraktferð-
in sé ráðgerð 12. október. Ákveðið
hefur verið að fljúga milli Keflavíkur
og Lúxemborgar og verið er að
skipuleggja flug til fleiri borga. Seg-
ir Þórarinn ráðgert að fljúga nánast
á hverjum degi og verður farið héðan
síðdegis og komið á ný að morgni
næsta dags.
Fleiri flugvélar síðar
Þórarinn segir kveikjuna að stofn-
un Bláfugls komna gegnum Flug-
flutninga sem séð hafa um afgreiðslu
fraktvéla Cargolux og fleiri flug-
félaga á Keflavíkurflugvelli. Kveður
hann nauðsynlegt að geta boðið tíðar
fraktferðir milli íslands og annarra
landa. Þá segir hann stefnt að því að
fyrirtækið taki fleiri vélar í þjónustu
sína. A næstu vikum verða ráðnir
fleiri stjómendur flugfélagsins en
Þórarinn segir yfirbyggingu félags-
ins verða í lágmarki. Keypt verði við-
haldsþjónusta af öðrum og hafi
félagið rætt við Flugleiðir, íslands-
flug og erlenda aðila í því sambandi.
Stefna að
samningum
fyrir áramót
FUNDUR grunnskólakenn-
ara og viðsemjenda þeirra
stóð ennþá yfir seint í gær-
kvöldi og var gert ráð fyrir að
fundurinn stæði fram yfir
miðnætti. Enn er stefnt að því
að ljúka samningum fyrir ára-
mót.
Nýr fundur er boðaður í
dag klukkan hálfníu. Ekki
verður gengið frá kjarasamn-
ingi fyrr en skólastjórar hafa
líka náð samkomulagi.
Fundi í kjaradeilu fram-
haldsskólakennara lauk hjá
ríkissáttasemjara um tíuleytið
í gærkvöldi og hefur nýr fund-
ur verið boðaður klukkan ell-
efu í dag.
Eldsneytis-
verð lækkar
um rúmar
fjórar krónur
OLÍS og Olíufélagið hf. hafa ákveðið
að lækka verð á bensíni um 4,20
krónur á lítra um áramótin. Lækk-
unin er sú sama á ÓB stöðvunum og
líklegt er að verð Skeljungs lækki
álíka mikið. Að sögn Samúels
Guðmundssonar, forstöðumanns
áhættustýringar hjá Olís, lækkar
verð á öllum tegundum af bensíni urn
4,20 krónur, þar með talið á ÓB
stöðvunum. Verð á gasolíu lækkar
einnig um 4,20 kr., skipagasolía
lækkar um 2,60 kr. og svartoh'a um
50 aura og tekur lækkunin gildi 1.
janúar 2001.
Olíufélagið hefur ákveðið sa.ms-
konar lækkun og Olís, og er ástæðan
sögð lækkandi heimsmarkaðsverð.
Geir Magnússon, forstjóri Olíu-
félagsins hf., segist engu vilja spá um
framhaldið, en þó megi greina hót-
unartón í framleiðsluríkjunum. Að
sögn Geirs hafa olíuríkin ákveðið að
þola verð á bilinu 22 til 28 dollara á
tunnu, en verðið er 22 dollarar.
Kristinn Bjömsson, forstjóri
Skeljungs, segir að ekki liggi ennþá
fyrir hversu mikil lækkunin verður
hjá Skeljungi, en þó sé Ijóst að verð
muni lækka á öllum tegundum af
bensíni um a.m.k. þrjár og hálfa til
fjórar krónur. Þá muni gasolía einn-
ig lækka í verði og svartolía lítillega.
Eldsneytisverð
á íslandi
árið 2000
Krónur/litrinn
105
100
95
90
85
80
75
70
65
60
55
50
45
40
35
30
25
20
15
10
1 DCIVQIII r 1 rLL'rCU
j j p— 1 1 í 1 l
5 Pn" • i 1 i í i OK
r ! VII 1 iai * 91 —
a m c
~4 * "'v i
j
t ÍA ii/ A L-
1 wnwi/M -i - 4—1 .. r- Lj
I I I j j — n
skipaolIa J i i i — 35i
—J m J
' ....
■i’ 1
3
'j F M á M j J Á s 0 N d'
Metviðskipti á Verðbréfaþingi íslands í gær
Heildarviðskipti fyrir
12.500 milljónir króna
METVIÐSKPTI voru á Verðbréfa-
þingi íslands í gær. Heildarviðskipt-
in námu rúmum 12.500 milljónum
króna og voru viðskipti með hluta-
bréf þar af fyrir rúmar 8.000 milij-
ónir. Áður höfðu dagleg heildarvið-
skipti verið mest fyrir tæpar 11.200
milljónir króna 31. desember 1998.
Heildarfjöldi viðskipta með hluta-
bréf var 3.210 talsins.
Úrvalsvísitala Aðallista VÞÍ
hækkaði í gær um 1,57% og er nú
1.305,900 stig.
Mest urðu viðskipti með hlutabréf
Sjóvár-Almennra trygginga hf. fyrir
rúmar 1.792 milljónir króna. Næst-
mest viðskipti voru með hlutabréf
Islandsbanka-FBA fyrir tæpar 1.356
milljónir og þamæst Kaupþing fyrir
rúmar 1.309 milljónir.
Vísitala lyijagreina
hækkaði mest á árinu
Mest hækkun var með bréf ís-
lenska jámblendifélagsins, 13,6%,
og hlutabréf SR-mjöls hækkuðu
næstmest, eða 11,9%. Bréf Delta
lækkuðu hins vegar mest, eða 3,8%.
Úrvalsvísitala Aðallista VÞÍ lækk-
aði um 19,31% frá áramótum, heild-
arvísitala Aðallista lækkaði um
13,79% en heildarvísitala Vaxtalista
hækkaði hins vegar um 4,56% á
sama tíma. í einstökum greinum
hækkaði vísitala lyfjagreina mest á
árinu, eða 65,20%, vísitala bygginga-
og verktakastarfsemi hækkaði næst-
mest, 28,41%, og vísitala upplýsinga-
tækni hækkaði um 27,05%. Vísitala
samgangna lækkaði hins vegar mest
á árinu, 44,19%, og vísitala sjávar-
útvegs lækkaði næstmest, 30,82%.