Morgunblaðið - 30.12.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.12.2000, Blaðsíða 45
MOBGUNBLAÐI® MINNINGAR IiAUGiARÐAGUR 30. DESBMBER'2000 45 + Eiríkur Kristinn Níelsson fæddist í Laugardal í Reykja- vík 29. nóvember 1942. Hann lést 17. desember sfðastlið- inn og fór útför hans fram frá Áskirkju 28. desember. Elsku Eiríkur minn. Hvað getur maður sagt? Fyrir rúmlega mánuði hélt ég að þér myndi batna og nú skrifa ég minningar- gein um þig. Maður heldur að maður sé ódauðlegur en svo þegar kemur að endalokunum fínnur maður hvað maður verður máttvana og getur ekkert gert. All- ir þessir erfiðleikar á sama árinu, þið mamma (systir þín) fáið þennan illvíga sjúkdóm og mamma berst nú fyrir lífi sínu. Og þetta er bara hluti af þeim erfiðleikum sem hafa hrjáð okkur undanfarið ár. Líklega man ég fyrst eftir þér þegar ég átti heima úti í Noregi en það var fyrir um 24 árum. Þá hef ég verið um fimm ára gömul. Við mamma, pabbi, Bergdís og Krissi fórum í ferðalag um Svíþjóð, Dan- mörku og Noreg með þér, Jónínu, Eggerti og Bergþóru. Svo þegar við fluttum heim jólin 1977 komu fleiri samverustundir. Við komum til ykkar í Vesturbergið og svo síðar á Kambsveginn og þið til okkar í Hveragerði og svo til Reykjavíkur. Tíminn í Hveragerði var nú kannski svolítið sér- stakari að því leytinu að þá var ekki eins mikið stress og þið gistuð öðru hverju hjá okkur og krakkamir komu og gistu. Við krakkarnir fór- um í ævintýraferðir upp í Hamar og svo voru leikir á lóðinni og götu- leikir með nágrönnum og við systk- inin komum til ykkar en þar feng- um við að smíða á smíðavellinum. Ferðalögin á hálendinu eru líka minnisstæð og ég hugsa oft um það hversu mikla þolinmæði þú hafðir tii að hlusta á einhverjar barnasög- ur á snældum sem við hlustuðum á, ég og Sigga Dóra. Þegar við fluttum til Reykjavíkur gistum við hjá ykkur í einhvern tíma, það var mikið talað um það á heimilinu okkar hvað þú og Jónína tókuð vel á móti okkur. Eiríkur minn, ég á eftir að sakna samveru- stundanna með þér þegar við sátum við eldhúsborðið heima hjá þér og röbbuðum um allt mögulegt. Allar sögurnar sem þú kunnir og hvernig þú sagðir þær, það er svo eftir- minnilegt. Að hlusta á sögurnar um flugið, þá varðstu svo áhugasamur og uppijómaður og iðaðir af spenn- ingi. Enda var þetta stór þáttur í lífi þínu, flugið átti hug þinn allan enda líklega hamingjutímar þegar þú varst ungur og nældir í Jónínu. Þið áttuð það sameiginlegt að vera í flugbransanum á þeim tíma, þú flugmaður og hún flugfreyja. Eg veit ekki hvernig þið kynntust en mér fannst ekkert eðlilegra en að þið væruð saman. Að fara til Eiríks og Jónínu! Nú verð ég að segja bara Jónínu! en einhverra hluta vegna er svo erfitt að segja bara nafnið hennar. Hvenær er maður tilbúinn að sleppa ástvinum sínum? Nú eru tárin farin að streyma og ég sakna þín. Ég gæti skrifað svo margt í viðbót en held ég geymi það í hjarta mínu. Elsku Jónína, Eggert, Sigga Dóra, Atli, Jónína litla, amma, mamma, pabbi og aðrir ættingjar, ég veiti ykkur huggun og styrk til þess að halda áfram. Með ástarkveðjum, Bergþóra Fjóla Bjarnadóttir og fjölskylda. Ég man þegar ég sá í fyrsta sinn frænku mína Jónínu Eggertsdóttur koma með urigan mann sér við hlið. Hann var hávaxinn og gjörvilegur og örlátur á sitt fallega bros. Hann hét Eiríkur Níelsson og gleðin geislaði af þeim báðum. Síð- an eru liðnir meira en þrír áratugir. Þau giftu sig og áttu hamingjuár saman. Nú er hann fallinn frá langt um aldur fram. Eiríkur stundaði flugnám í Bandaríkjunum um skeið, en stopul atvinna á því sviði leiddi til þess að hann hóf störf sem bifvélavirki á bifreiðaverkstæði föður síns. Þeir feðgar ráku verkstæðið lengst af saman, en Eiríkur síðan meðan heilsa hans leyfði. Þar sem annars staðar laðaði hann að sér fólk með glaðlegu viðmóti, góðvild og greiða- semi. Eiríkur og Nina, eins og ég kalla hana gjarnan, stofnuðu heimili sitt í Reykjavík og bjuggu mörg síðari árin á Kambsvegi 7. Þangað var og er gott að koma því bjartsýni og hlýja hjónanna einkenndu heimilið. A þeim tíma sem Eiríkur var við nám vestan hafs hafði hann ferðast talsvert og saman voru þau hjónin miklir ferðagarpar og útivistarfólk. Þau fóru langar gönguferðir um há- lendið og aðrar óbyggðir hér heima fyrir, en einnig stundum á jeppan- um sínum. Sömuleiðis ferðuðust þau nokkuð erlendis. Eiríkur átti mikið safn ferðabóka og kunni góð skil á sögu og staðháttum þeirra staða og landsvæða sem þau fóru um eða heimsóttu á ferðum sfnum. Á heimilinu blasa við sérkennilegir minjagripir sem hann hafði safnað og hann átti ógrynni Ijósmynda frá ferðum sínum. Þær segja langa sögu um alltof stutta ævi. Jólin eru hátíð Ijóss og friðar.r Þau eru ekki einvörðungu trúarhá- tíð heldur eru þau líka hátíð fjöl- skyldunnar. Flestar fjölskyldur leitast við að njóta sameiginlega kyrrðar og helgi jólanna. En allar slíkar áætlanir geta brugðist og þegar ástvinamissir er orsökin hygg ég að hann sé sárari þá en oft- ast endranær. Fyrir einu og hálfu ári kenndi Ei- ríkur sér sjúkleika sem reyndist al- varlegur. Hann háði sína baráttu við sjúk- dóminn af stakri hetjulund og lífs- vilja en varð að lokum að lúta í lægra haldi. Eiginkonan tók ríkulegan þátt í baráttu hans og hún og börnin þeirra studdu hann með öllum þeim ráðum sem þeim voru möguleg. Hann andaðist á Landspítalanum hinn 17. þ.m. Góður drengur var genginn. Við Helga og okkar fólk vottum Nínu frænku minni, börnum þeirra hjóna, aldraðri móður, tengdamóð- ur og öðrum ástvinum hins látna einlæga samúð. Við vonum að þrátt fyrir sorgina hafi þeim tekist að finna frið og helgi jólanna og biðjum þess að þeim vaxi styrkur til að taka á móti nýrri öld af þeirri bjartsýni sem_ . þeim er eðlislæg. Pálmi Jónsson. EIRIKUR KRISTINN NÍELSSON JÓN KRISTINN BJÖRNSSON + Jón Kristinn Bjömsson fædd- ist í Bæ á Höfð- aströnd 22. desem- ber 1928. Hann lést á gjörgæsludeild Landspftalans við Hringbraut 12. des- ember siðastliðinn og fór útför hans fram frá Sauðár- krókskirkju 22. des- ember. Það eru hlýjar minn- ingar sem koma upp í huga minn þegar ég hugsa til hans afa. Afa sem fyrir okkur krökkunum var afi á Hellu- landi en aðrir kölluðu Bússa. Það að koma að Hellulandi er engu öðru líkt, afi beið iðulega á tröppunum og bauð mann velkominn og svo var sest inni í eldhúskrók og umræður um allt milli himins og jarðar voru oft fjörugar og ekki síst fróðlegar. Ég hef oft líkt þeim afa og ömmu við sagnabanka. Allt var svo nákvæmt og miklar bollaleggingar þeirra á milli um hina ýmsu atburði og atvik. Ég hef alltaf hugsað til þeirra afa og ömmu með miklu stolti. Það að eiga þau þarna í sveitinni hefur verið mér ómetnalegt og oft hef ég þakk- að guði fyrir það að eiga þau og þeirra stóru fjölskyldu að. Það var í haust að ég ásamt þremur vinum mínum vorum á ferða- lagi um Skagafjörðinn. Mér hefur verið títt að tala um þau afa og ömmu og vildu þau því endilega kíkja við hjá þeim. Ég hringdi að Hellulandi og bar það undir afa hvort við mættum kíkja við. Auðvitað var ekkert sjálfsagðara. Heimili þeirra afa og ömmu er einstaklega skemmtilegt. Allt á sér mikla sögu sem þau kunnu bæði að segja frá. Að venju var sest yfir kaffibolla í eldhúskróknum. Það sem var svo sérstakt við þessa heimsókn var að tveir af þessum vinum mínum eru erlendir og skildu því ekki orði í þeim umræðum sem fram fóru en sátu og hlustuðu á samræðumar og voru hugfangnir af þessu mikla sveitaheimili sem ber mikinn keim af gömlu íslensku sveitamenning- unni. Ein af mínum síðustu minningum frá samverustundum okkar afa er frá því núna í nóvember, þegar ég kom að Hellulandi sem oftar. I þetta skiptið virtist svo sem enginn væri heima, engin afi sem beið á tröpp- unum. Það var nú ekki líkt þeim afa og ömmu að vera af bæ svona um hádegisbilið og rölti ég því niður að fjárhúsum og fann hann þar ásamt ömmu þar sem þau höfðu verið að gefa. Áð venju voru móttökurnar einstaklega hlýjar, með faðmlögum og kossum. Áfi hafði þetta sterka faðmlag, faðmlag sem segir mera en þúsund orð. Auðvitað var maður strax sendur inn í bæ þar sem afa fannst óhæft að ég angaði af húsa- lykt. Þegar inn í bæ var komið iðaði afi eins og smástrákur og gefur mér bendingar um að koma og sjá. Ég rölti á eftir honum inn í stofu og þar sýnir hann mér forláta tréskál sem hann hafði keypt og ætlaði að gefa ömmu í jólagjöf. Skálinni fylgdi fal- legt ljóð sem handverksmaðurinn hafði látið fylgja með. Þetta fannst mér einstakt af svo fullorðnum manni, að vera búin að hugsa fyrir jólagjöfinni handa konunni sinni þó svo enn væri nóvember. Endalaust gæti ég rifjað upp og það yljar mér í hjartanu að hugsa um allar þær Ijúfu minningar sem ég geymi í hjartanu. Nú þegar hátíð Ijóssins gengur í garð kveð ég afa minn og bið góðan guð að geyma hann. Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma. Minning þín opnar gamla töfraheima. Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu. (Davíð Stef.) Guðmunda. + Eiður Sævar Marinósson fæddist í Vestmanna- eyjum 30. ágúst 1939. Hann lést af slysforum 16. des- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landa- kirkju 29. desember. Harmurberstum hryggjusvið, hjartaðskerstafergi. Þegarmestégþurftivið, þávoruflestirhvergi. Þessi vísa kom í hugann þegar vin- ur okkar Eiður Sævar Marinósson fórst svo sviplega ásamt Guðbirni Guðmundssyni í Vestmannaeyjahöfn 15. desember sl. Við vorum félagar og nágrannar frá bam- æsku, Ágúst átti heima á Skólavegi 13, Gísli í Stakkholti við Vest- mannabraut 49 og Eið- ur, eða Eisi Nóa eins og hann var ævinlega kall- aður, á Faxastíg 25. Þótt við værum ekki mikið eldri en þriggja ára þegar kynnin tók- ust voru bundin ævi- löng vináttubönd sem aldrei trosnuðu. Æ síð- an höfum við verið í góðu sambandi og vináttan styrkst með árunum. Þegar okkur óx fiskur um hrygg fórum við til sjós og lentum stundum í sama skiprúmi. Sjómannslífið er ekki eintómar ástir og ævintýr, held- ur einnig dauðans alvara. Því fékk Eiður að kynnast sem ungur sjómað- ur þegar hann bjargaðist ásamt sjö öðrum af Erlingi IV en varð ásamt þeim að horfa á eftir tveim skips- félögum í hafið. Æskuárin eru löngu liðin en minn- ingarnar verða bjartari og dýrmæt- ari með hverju árinu sem líður. Þar eiga stóran þátt gamlir og góðir vin- ir. Við félagarnir höfum skaffað landinu auð og bömunum brauð allt okkar líf. Einhvem veginn finnst manni eðlilegt að fá að njóta sam- vista við sína nánustu þegar um hægist og of skjótt klippt á lífsþráð- inn þegar vinir á góðum aldri era kvaddir burt. Nú er höggvið skarð í vinahópinn, en minning Eisa Nóa lif- ir í huga okkar. Við vottum fjölskyldu hans samúð okkar og biðjum góðan Guð að hugga þau og líkna í sárri sorg. Gústaf Sigurlásson og Gfsli Óskarsson. EIÐUR SÆVAR MARINÓSSON Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: f sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. f miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útranninn eða eftir að útíor hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. + Ástkær eiginkona mín, LAUFEY TÓMASDÓTTIR, Grandavegi 47, lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn 28. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Björgvin Halldórsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, SIGURSÆLL BENJAMÍN MAGNÚSSON veitingamaður, Sóllandi við Suðurhlíð, sem lést þriðjudaginn 19. desember síðast- liðinn, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 3. janúar kl. 13.30. Olga Stefánsdóttir, - Stefán Sigursælsson, Ásta Stefánsdóttir, Atli Sigurðsson, Olga Stefánsdóttir, Jón Þór Eyþórsson og barnabarnabörn. + Þökkum innilega samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför móður okkar og tengdamóður, ÁRSÓLAR KLÖRU GUÐMUNDSDÓTTUR, Barðavogi 21, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 4A Hrafnistu í Reykjavík. Fyrir hönd ættingja og vina, Regína Svavarsdóttir, Hans E Garðar Svavarsson, Aðalhe Soffía Lúðvíksdóttir Taylor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.