Morgunblaðið - 30.12.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.12.2000, Blaðsíða 38
•i 38 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Stigið á stokk við áramót „Það ku vera ágætt að skrifa heitin sín niður, bœði til aðgera þau áþreifanlegri ogsvo auðveldara sé að átta sig á þeirn á nýársdagsmorgun þegargleðskaþnum lýkur. Nýársheitasérfræðingar segja til dæmis uþþlagt að líma blað með skrif- uðum heitstrengingum uþþ á sþegil, svo þærséu sífellt í augsýn. “ Þegar nýtt ár gengur í garð stíga margir á stokk og strengja þess heit að gera eitthvað sem þeir létu ógert á síðasta ári. Þessi nýársheit eru af ýms- um toga. Algengt er að fólk heiti að hætta að reykja, kannski ekki alveg á miðnætti þegar gamla árinu lýkur end- anlega, heldur frekar daginn eftir þegar gleðskapurinn er úti, eða alla vega fyrstu vikuna í nýju ári. Það er líka mjög al- gengt að fólk ákveði að missa nú nokkur kíló, eða a.m.k. að bæta ekki á VIÐHORF Eftlr Hönnu Katrínu Friðriksson sig enn fleirum. Og miðað við marga lista yfir algeng nýárs- heit, sem er að finna á Netinu, þá ætla margir sér að fara bet- ur með peninga, fara betur með annað fólk, finna sér betri vinnu sem gefur líka meira í aðra hönd, verða skipulagðari í leik og starfi, stunda líkamsrækt, njóta útivistar, bæta sambandið við elskuna sína, yfirmenn, und- irmenn og fjölskyldu, borða hollari fæðu, læra að elda góðan mat og horfa minna á sjón- varpið. Sumir ákveða meira að segja að verða betri mann- eskjur og hljóta að þurfa lengri tíma en á milli áramóta til þess. Allt er þetta auðvitað gott og blessað og engin ástæða til að letja fólk sem er uppfullt af góðum ásetningi. Spekingar, jafnt á Netinu sem annars stað- ar, kunna hins vegar ýmis ráð til að auka líkurnar á að heit- strengingamar verði ekki bara orðin tóm, en sú hætta mun vera umtalsverð. Það er til dæmis alls ekki talið ráðlegt að setja sér markmið sem afar ólíklegt er að náist. Sem dæmi má taka að það er glórulaust að setja sér það markmið að vinna í happdrætti á árinu. Nýársheit um batnandi fjárhagsstöðu nást víst ekki nema á öllu minna spennandi hátt. Fólki er líka ráðlagt að beina heitum sínum í ákveðinn farveg. I stað þess að lýsa því til dæmis yfir að nú vilji það ekki lengur liggja í leti alla daga á það að setja sér markmið um reglulega hreyfingu. Þetta gera margir í ársbyijun, þjakaðir af þung- meltum stórmáltíðum. Oft bregða bollurnar á það ráð að kaupa ársmiða í líkamsrækt- arstöðvum og heita því að breyta nú lífsstílnum svo um munar. Og þegar sjálfsstjórnin bregst eru líkamsræktarstöðv- arnar allt í einu búnar að vinna í happdrætti, því þær hafa rukkað alls konar letingja um háar fjárhæðir og sjá þá aldrei meir. Líklega er því ástæða til að setja þá undanþágu við happdrættisregluna hér að ofan að hún nái ekki til eigenda lík- amsræktarstöðva. Svo haldið sé áfram með ráð- leggingar nafnlausra netspek- inga: Það ku vera ágætt að skrifa heitin sín niður, bæði til að gera þau áþreifanlegri og svo auðveldara sé að átta sig á þeim á nýársdagsmorgun þegar gleðskapnum lýkur. Nýársheita- sérfræðingar segja til dæmis upplagt að líma blað með skrif- uðum heitstrengingum upp á spegil, svo þær séu sífellt í aug- sýn. Þetta ráð gæti reynst þeim vel sem hefur heitið að draga úr hégómleik sínum og hætta að eyða löngum tíma við spegilinn. Sumum nægir alls ekki að búa einir að þekkingu um heitin sin, heldur þurfa að deila þeim með öllum ættingjum, vinum, kunningjum og samstarfsfólki. Þeim finnst jafnvel að vitn- eskjan um að aðrir viti allt af létta setji á þá mikla pressu að standa sig. Allir þekkja svona fólk. Og ef þeim nægir ekki að deila þessu með 2-300 manns, þá stendur þeim til boða að gera heit sín opinber á sér- stökum síðum á Netinu. Þeir geta jafnvel samið um að fá tölvupóst á tveggja vikna fresti, þar sem þeir eru minntir á að nú eigi þeir að vera að grenn- ast/skemmta sér/vinna/safna peningum/hugsa um annað fólk o.s.frv., allt eftir inntaki heits- ins. Möguleikarnir á Netinu er ótal margir. Þar er t.d. að finna hvatningasíður fyrir gæludýra- eigendur, þar sem þeim er bent á mikilvægi þess að hundar þeirra, kettir og gullfiskar grennist/skemmti sér/hætti að reykja/stundi útivist eða geri hvað annað sem talið er geta aukið lífsfyllingu dýranna. Líklega er það svo, að fyrir hvert eitt nýársheit sem staðið er við liggja þúsund brotin. Fæstir fá svipaða aðstoð og nirfillinn Ebenezer Scrooge í Jólaævintýri Dickens, sem eftir heila nótt heimsókna að handan sá loksins að sér og varð nýr og betri maður. En þess ber líka að geta að fáir þurfa vonandi á jafnróttækri hjálp að halda, því þeir eru fjarri því að vera slík erkifól sem hann. Það eitt að menn skuli vilja strengja heit um nýtt og betra líf sýnir að þeir eru meðvitaðir um að verða betri manneskjur, á einn eða annan hátt. Það eitt er ágæt staða við áramót. Stórt leikrit í litlum umbiíðum Á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins verður í dag frumsýnt nýtt írskt leikrit, Með vasa fulla af grjóti, eftir Mari Jones í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Það eru þeir Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefánsson sem fara með hvorki meira né minna en 7 14 hlutverk en leikstjórinn er Irinn Ian McElhinney sem hefur leikstýrt verkinu á Irlandi og í Englandi og fyrir dyrum stendur frumsýning á Broadway í New York. Hávar Siguijónsson hitti leik- stjórann yfír kaffibolla rétt fyrir upphaf síðustu æfíngar 1 gærdag. AÐ er nánast eins og Ian sé gamall kunningi þar sem honum hefur oft brugðið fyrir á hvíta tjaldinu og sjónvarpskjánum á undanfömum Wn. „Ég leik yfirleitt valdsmenn af einhveiju tagi, lögreglumenn og þess háttar náunga," segir hann og ypptir öxlum. Hann hefur leikið í kvikmyndum á borð við Michael Collins, Hamlet og Angel að ógleymdum sjónvarpsþáttunum um Taggart. „Oftast nær er ég sprengd- ur í loft upp fyrir miðja mynd,“ segir hann og hlær. „Þetta gerist gjarnan þegar ég sest inn í bíla. Kunningjar mínir hafa haft á orði að það sé varla óhætt að sitja í hjá mér.“ Hann hef- ur stýrt öllum þeim sýningum sem settar hafa verið upp á Með fulla vasa af grjóti hingað til, á írlandi, Bretlandi í Svíþjóð og nú á íslandi. Auk annarra leikstjórnarverkefna í heimalandinu hefur Ian leikið víða um írland, Bretland og N-Ameríku, meðal annars hjá The Royal Shake- speare Company, í Abbey- og Gate- leikhúsunum í Dublin og Lyric-leik- húsinu í Belfast. Nýverið lék hann einleik sinn Græna sprotann í Was- hington DC. Hann er kvæntur höf- undi verksins, Marie Jones og búa þau í Belfast. Kvikmyndaleikur á írlandi er ein- mitt söguþráður leikritsins Með fulla vasa af grjóti þar sem segir frá tveimur náungum sem ráða sig sem aukaleikara í Hollywoodkvikmynd sem verið er að taka upp í friðsælu sveitaþorpi á vesturströnd írlands og setur lífið þar á annan endann meðan á tökunum stendur. Vestur- ströndin er vinsælt baksvið erlendra kvikmynda, enda landslagið stór- brotið. Yfirleitt eru heimamenn not- aðir sem aukaleikarar, eins og til dæmis í Braveheart (1995), en það er skilyrði að tiltekinn hluti starfs- manna séu heimamenn samkvæmt nýlegum lögum um skattaívilnanir til erlendra kvikmyndgerðannanna sem vilja taka myndir á Irlandi. Þessi lög hafa gert mikið til að laða kvikmyndaframleiðendur að írlandi og færir það þjóðarbúinu tekjur, og írskum leikurum og tæknifólki tæki- færi til að starfa við erlendar stór- myndir. Ian segir að margir hafi vilj- að túlka verkið sem umfjöllun um menningarlega heimsvaldastefnu, þar sem alþjóðlega afþreyingar- maskínan breiði sig yfir lítið sam- félag, líti niður til þess og noti að vild. „Þetta má auðvitað lesa útúr verkinu, en fyrst og fremst fjallar það um þessa tvo pilta sem ná sam- an og verða vinir.“ Kannski má segja sem svo að með leikritinu hafi dæminu verið snúið við því það hefur farið sigurför um heiminn undanfarið ár. Leikkonan og leikritaskáldið Mar- ie Jones skrifaði um árabU fyrir Charabanc-leikhúsið í heimaborg sinni Belfast. Leikrit hennar hafa verið leUdn víða um Bretland og ír- land, í Bandaríkjunum, Kanada, Þýskalandi og fyrrum Sovétríkjun- um. Meðal þekktari verka hennar má nefna Nóvemberkvöld, sem er, líkt og leUcrit hennar Með fulla vasa af gijóti, eitt vinsælasta leikritið frá Norður-írlandi á síðari árum, og hefur verið leikið víða um Irland og Bretland, auk þess sem það var leik- ið Off-Broadway í New York í hitt- eðfyrra. Einnig hefur leikrit hennar Konur á barmi hormónameðferðar notið töluverðra vinsælda, en það var frumsýnt í Belfast, sýnt á leikför um írland og Skotland, og loks sett upp á West End í London fyrir þremur árum. Önnur leikrit hennar eru meðal annars Ruby Murray, Draumur Spóla, EftirUtsmaðurinn og Hamstur á hjóh. Marie hefur einnig skrifað útvarps- og sjón- varpsleikrit fyrir BBC. Marie hefur hlotið nokkur verðlaun fyrir verk sín, meðal annars fyrir Með fulla vasa af gijóti, en frumuppfærsla leikritsins í Belfast hlaut Irish Theatre-verðlaunin og Irish Times/ ESB-verðlaunin sem besta sýning ársins. Þá hlaut leikritið nú í haust Evening Standard-verðlaunin sem besta gamanleikrit ársins í Bret- landi. Hún hefur leikið í flestum helstu leikhúsum írlands, í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum. Má þar nefna að hún lék Söru Conlon í kvik- myndinni í nafni föðurins, og móður knattspyrnuhetjunnar George Best í væntanlegri mynd um hann. Ian segir að líkt og hann sjálfur sé fastur í ákveðinni manngerð sjónvarpi og kvikmyndum þá sé Mari nánast orð- in hin dæmigerða írska móðir í kvik- myndunum. Hann hlær og dregur ekki úr írska hreimnum þegar hann segir að dæmigerð setning fyrir hana í kvikmyndum sé: „Ekki skjóta son minn en viltu kannski tebolla?" Hann bætir þvf við að hún sé reynd- ar alls ekki dæmigerð írsk móðir í raunveruleikanum. Með fulla vasa af grjóti var upphaflega skrifað fyrir leikhópinn Doublejoint árið 1996, og fór þá í leikferð um írland. Tveimur árum síðar bað John Sheehan, þá nýráðinn leikhússtjóri við Lyric- leikhúsið í Belfast, Marie Jones um hentugt leikrit til að slá botninn í fyrsta leikár sitt við leikhúsið. Marie og Ian McElhinney ákváðu að Marie myndi endurskrifa Með fulla vasa af grjóti, og að í þetta sinn myndi Ian leikstýra verkinu, sem var frumsýnt Fallegur hljómur TÖNLIST Laugarneskirkja DRENGJAKÓR LAUGARNESKIRKJU flutti jólasöngva, undir stjórn Friðriks S. Friðrikssonar. Einsöngvari: Garðar Thor Cortes. Flautuleikari: Magnea Ámadóttir. Pianóleikari: Peter Máté. Miðvikudaginn 28. desember. ÞAÐ er unnið merkilegt braut- ryðjandastarf í Laugameskirkju með starfrækslu drengjakórs, því enn hefur tónlistarfólk almennt ekki haslað sér völl á þessu sviði þótt bama- og unglingakórar hafí starfað í marga áratugi með mikl- um ágætum hér á landi, kórar sem hafa nær eingöngu verið skipaðir stúlkum. Drengjakór er sérstakt fyrirbæri og ef til vill besta leiðin til að ala drengi upp í söng, sem ann- ars hafa af ýmsum orsökum ekki verið fjölmennir í venjulegum bamakórum. Fyrsti hluti efnisskrár var fluttur af drengjakómum og eldri félögum og var þessi „blandaði" kór nokkuð vel hljómandi, þótt þeir eldri væru á köflum helst til raddsterkir, eink- um bassarnir. Fyrsta lagið var Leiði mig Guð eftir Samuel Wesley (1766-1837), enskt tónskáld og org- elleikara. Hann var undrabam og samdi óratoríuna Rut er hann var 8 ára. Annað lagið var Ave vemm corpus eftir Mozart, er var fallega sungið, og þar á eftir var sungið Guð blessi herra húsbóndann, enskt þjóðlag í hlaðinni og leiðinlegri út- setningu eftir R.V. Williams. Næstu tvö lög voru sérlega fallega sungin, listaverkið Ave verum eftir Elgar og Englar hæstir, fallegt sálmalag eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Eldri félagamir sungu svo einir Si iniq- uitates observaveris eftir Wesley og var töluverður þokki yfir söng þeirra, þótt enn séu raddir þeirra ekki fullmótaðar. í næstu lögum, sem drengjakór- inn söng einn, skiptust félagarnir á að syngja einsöng, er sýndi tölu- verðan raddmun í blæ og styrk, en í heild var söngur þeirra fallega framfærður. Fyrst var Ave María eftir Eyþór Stefánsson, sungin fal- lega af Birki Blæ Ingólfssyni og Tómasi Páli Máté, og þar næst I dag er glatt í döprum hjörtum eftir Mozart, sungið af Bjarna G. Ing- ólfssyni, Bjai-na F. Bjamasyni og Geir Eggertssyni, og þrátt fyrir smáóstöðugleika var söngurinn í heild mjög góður. Kórinn lauk svo fyrri hluta tónleikanna með Lof- syngið Drottni eftir Hándel, af tölu- verðum myndugleika. Eftir hlé söng Tryggvi K. Valdi- marsson Pie Jesu eftir Fauré og þrátt fyrir smávandræði með tón- stöðuna í miðhluta lagsins var söng- ur hans einstaklega fallega fram- færður. Jól, hið fallega jólalag Jórunnar Viðar, var sérlega vel flutt en þar átti Magnea Ámadóttir fallegan einieik á flautu. Einsöngv- aramir í Nóttin var sú ágæt ein eft- ir Kaldalóns voru á ýmsum aldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.