Morgunblaðið - 30.12.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.12.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 41 MINNINGAR INGIBJÖRG STEIN- UNN EYJÓLFSDÓTTIR + Ingibjörg Stein- unn Eyjólfsdóttir fæddist á Seltjarnar- nesi 23. september 1916. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 18. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Eyj- ólfur Jóhannsson, f. 12.2. 1881, d. 15.1. 1933, og Gíslína Sig- ríður Gísladóttir, f. 19.7. 1891, d. 3.9. 1959. Hún var næst- elst af sjö systkinum. Hin eru: Jóhann Kristján, f. 1914; Ása, f. 1918; Gísli, 1920; og Gyða, f. 1923. Látin eru: Ingjaldur Geir sem lést ungbarn, Garðar, f. 1930, d. 1994, og Skúli, f. 1924, d. 2000. Ingibjörg Steinunn fluttist ung með for- eldrum sínum til Sandgerðis og bjó þar æ síðan. Árið 1942 giftist hún Kristni Hjörleifi Magnússyni, skipstjóra, f. 13.4. 1918, d. 3.7.1984. For- eldrar hans voru Magnús Hjörleifsson og Kristjana Þ. Jó- hannsdóttir. Börn Ingibjargar og Kristins eru: 1) Hrefna, f. 1943, d. 1999. Hún var gift Halldóri Aspar. Þeirra börn eru: Kristinn, Björn og Auður. Barnabörn þeirra eru Qögur. 2) Kristjana, f. 1946, d. 1997. Hún var gift Randveri Ár- mannssyni. Þeirra böm em: Stein- unn Yr, Erla Hrönn og Pálmi Freyr. 3) Ifjördís, f. 1950. Hún er gift Þórði H. Hilmarssyni. Þeirra synir eru: Iljörleifur og Hilmar Njáll. 4) Sigrún, f. 1953. Hún er gift Leifi Helgasyni. Þeirra synir eru: Helgi, Víðir og Tómas. 5) Magnús Eyjólfur, f. 1955. Hann er kvæntur Sigurlaugu L. Eiríksdótt- ur. Þeirra börn eru: Eiríka Guð- rún, Kristinn Ingi, Brynjar Þór og Sigrún Ósk. 6) Sólveig, f. 1956. Hún er gift Sigurði Indriðasyni. Þeirra böm eru: Indriði Svavar, Sigurður Rúnar og Ingibjörg Stejnunn. Útför Ingibjargar Steinunnar fór fram frá Hvalsneskirkju 21. desember. „Ég er svo heppin, ég er ekkert kvalin,“ sagði hún nokkrum dögum fyrir andlátið. Á aðventunni kvöddu ástvinir Ingibjargar Steinunnar hana í hinsta sinn. Jólafastan er tími íhugunar um lífið og leiðir, fordæmi og fyrirmyndir. Hugui’ minn leitaði aftur til bamæsku og samfylgdar með henni Ingu á Hvoli eins og við nefndum hana jafn- an. Það var sumarið 1966 í Sandgerði og ég var sex ára. Inga leiddi mig og valhoppaði á leið heim til mín. Hún staðnæmdist skyndilega, opnaði veskið sitt og gaf mér tyggjóplötu. Ég hef dvalið við þessa bemskuminningu undanfama daga og hugleitt af hveiju mér er þessi stund svo minnisstæð. Ekki var það tyggjóplatan sjálf, þótt hún væri amerísk og ekki daglegt brauð þess tíma. Það var mun fremur hvemig hún var gefin. Bragð er að þá bamið finnur, segir máltækið. Það var þessi ást, gjafmildi og kærleikur sem ég varð áskynja og tók sér ból- stað í huganum. Inga og Kristinn Hjörleifur Magn- ússon, móðurbróðir minn, gengu í hjónaband 1942. Þau reistu sér íbúð- arhús í Sandgerði á svipuðum tíma og foreldrar mínir. Samgangur var mik- ill milli heimilanna og naut ég þess ríkulega sem bam. Inga var kennd við Hvol sem var heimili fjölskyldu hennar í Sandgerði í tæp 50 ár. Hún helgaði sig heimilinu og Hvoll var fal- leg umgjörð þess. Inga var gefandi allt sitt líf, ekki alltaf af miklum efnum en með gjaf- mildi. Það var undur að koma í eld- húsið á Hvoli. Mjólkin var hvergi kaldari og kökumar hennar Ingu vom bestar. Þegar ég kom í eldhúsið hennar rétt áður en hún fluttist á Hrafnistu í Hafnarfirði, fyrir rúmu ári, furðaði ég mig á því hve lítið vinnuplássið í eldhúsinu var. Það var ekki spurt um fermetrafjölda eða að- stöðu þegar fæða þurfti átta manna fjölskyldu og alla gestina. En eldhúsið hennar Ingu var vettvangur veislunn- ar og faðmur þeirra Ingu og Kristins var stór. Lífsbaráttan var oft á tíðum hörð en Inga var alltaf svo „heppin". Hún hafði þá dýrmætu afstöðu til lífsins að þakka, gleðjast og orða afstöðu sína. Ég minnist þess að hafa heyrt hana segja það svo oft á lífsleiðinni. Þegar hún hafði keypt kjól á góðu verði í Reykjavík var hún svo heppin að vera grönn og þurfa litla stærð. Hún var svo heppin að vera í eigin húsi þegar Kristinn veiktist. Hún var svo heppin með börnin sín og hún var svo heppin í lífinu. Þessi lífsafstaða kom sér vafa- laust vel á hennar æviveginum. Hún gekk í gegnum mikla lífsreynslu og það reyndi mikið á hana. Eiginmaður hennar veiktist og missti starfsþrek þegar hann var aðeins 47 ára að aldri. Hún missti tvær ástkærar dætur langt um aldur fram. Ekkert brengl- aði lífshapp Ingu. Hinsta kveðja hennar á Hrafnistu til mín var í sam- ræmi við allt sem ég hafði áður skynj- að hjá henni. Hún sagði sjálfri sér trú: „Ég er svo heppin, ég er ekkert kval- in.“ Inga var húsmóðir allt sitt líf. Hún helgaði líf sitt Kristni og sex bömum þeirra. Hún uppskar ríkulega. Það voru engar ýkjur að Inga var svo sannarlega heppin með bömin sín en hún átti sinn þátt í því happi. Þau voru og em lifandi eftirmynd góðra og kærleiksríkra foreldra. Inga kvaddi á aðventunni. Des- ember var um margt mánuðurinn hennar. Hún og Kristinn trúlofuðu sig í desember og síðai' gengu þau í hjónaband á öðmm degi jóla árið 1942. Kristjana þeirra fæddist einnig á öðrum jóladegi fjómm áram síðar. Þau fluttu á Hvol 19. desember 1950. Hálfri öld síðar, 18. desember 2000 kvaddi hún Inga, sátt og af sömu hóg- værð og fegurð og hún lifði. Börnum, bamabömum, bama- bamabömum og tengdafólki votta ég dýpstu samúð mína. Góður Guð styrki ykkur og vaðveiti. Ég kveð Ingu á Hvoli með ást, virðingu og djúpu þakklæti fyi-ir allt það sem hún gaf mér og fyrir allt það sem hún var minni fjölskyldu. Við vomm svo hepp- in að fá að eiga hana Ingu að. Inga var okkur happ frá himnum. Elín Sigrún Jónsdóttir. Ég vil í fáum orðum minnast henn- ar Ingu minnar frá Hvoli í Sandgerði sem nú er látin. Við fráfall hennar rifjast upp hug- ljúfar minningar. Við kynntumst fyrir 16 áram og höfum verið góðar vinkon- ur upp frá því. Nú ert þú farin, elsku Inga mín, til Kristins, Kristjönu og Hrefnu. Ég veit það hefur verið mikil gleði þegar þið hittust aftur. Fyrir stuttu síðan, þegar við töl- uðum saman, sagðir þú að þú hlakk- aðir svo til að fara og hitta þau. Við rifjuðum upp margar góðar minningar þegar við heyrðumst síð- ast, eins og t.d. þegar ég bjó íyrir sunnan og það leið ekki sá dagur að við hittumst ekki og krakkamir sem kölluðu þig ömmu í stiganum af því við áttum heima á loftinu hjá þér. þú hafðir alltaf jafngaman af því þegar þau komu og kölluðu ,^mma í stiganum, ert þú heima?“ Þú varst alltaf svo traust og þegar ég leitaði til þín, hvort sem var í gleði eða sorg, varstu alltaf til staðar og tilbúin að hjálpa. Elsku Inga, ég mun ávallt geyma minningu þína í hjarta mér. Ég þakka þér fyrir öll árin. Sólveig, Sigrún, Hjördís, Magnús og aðrir aðstandendur, ég votta ykk- ur mína dýpstu samúð. Ég kveð þið með miklum söknuði Inga mín. Margseraðminnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof iyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt GekkstþúmeðGuði, Guð þið nú fylgi, Hans dýrgðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Hrönn Guðjónsdóttir og böm á Brimnesi. Ástkær tengdamóðir mín er látin, södd lífdaga og fegin hvíld. Minningin um hana er öllum ljúf. Ingibjörg var um margt sérstæð kona. Hún var hlédræg í margmenni og hógvær í lund. Hún bar ekki tilfinningar sínar á torg og tók meðbyr jafnt sem áfollum af einstöku æðmleysi. Fólki með slíka eiginleika kynnist maður ekki í einu vetfangi, heldur smátt og smátt. Ég hitti Ingibjörgu fyrst fyrir 17 áram eða um það leyti sem við Hjör- dís dótth’ hennar hófum samvisth’. Þá var Ingibjörg ennþá létt í fasi og kvik í hreyfingum eins og hún reyndar var ailt fram á síðustu ár. Hver sem kom að Hvoli og varð vitni að þeirri glaðværð og eindrægni sem ríkti milli Ingibjargar og bama hennar hlaut að hrífast með. Jólaboðin á Hvoli vora alitaf tál- hlökkunarefni og einlæg gestrisni tengdamömmu og umhyggja fyrir*' magamáli „mávastellsins“, eins og við mágamir voram gjaman kallaðir, var þegin með þökkum svo lengi sem pláss leyfði. Allt of sjaldan gafst tækifæri til að setjast niður og spjalla, hlusta og læra af tengdamömmu. Lífsspeki sinni miðlaði hún okkur þó iðulega með málsháttum sem hún greip til við hin ólíkustu tækifæri og hentum við stundum gaman að hversu lagin hún gat verið við að benda á hið rétta sam- hengi hlutanna með þessum hætti. Kínverskt máltæki segir að ham- ingjan sé ekki í því fólgin hvað fyrir þig kemur, heldur hvemig þú tekur því sem henda kann. Þessi speki kem- ur óneitanlega upp í hugann þegar horft er yfir æviskeið tengdamömmu á fúllorðinsáram hennar. Þegar Kristinn maður hennar veiktist alvarlega í blóma lífsins hélt Ingibjörg bamahópnum saman í sterkum fjölskylduböndum þar til þau flugu úr hreiðri hvert eftir því sem þroski og aldur leyfði. Þeir sem þekktu til þessa tímabils í lífi Ingibjargar hafa á orði hversu sterk þessi fíngerða og þokkaíúlla kona reyndist við þessar aðstæður. Ingibjörg fékk einnig að reyna bamamissi, þann missinn sem sárast- an má telja, en hún mátti sjá á eftir tveimur elstu dætram sínum, þeim Kristjönu og Hrefnu, með aðeins tveggja ára millibili. Margur hefur gefist upp af minna tilefni. Ingibjörg var aftur á móti eins og tré sem svign- ar undan óveðrinu en brotnar þó ekki. Hún hélt áfram að líta til hins já- kvæða, hélt dagvenjum sínum og ann- álaðri snyrtimennsku þótt fasið yrði smám saman hljóðara og hreyfing- arnar hægari. Ég minnist sérstaklega þeirrar stundar sem við Hjördís áttum með Ingibjörgu þegar við keyrðum hana í síðasta sinn heim að Hvoli. Hún var þá að útskrifast eftir erfiða aðgerð á spítala. Það var vor í lofti og fyrstu grösin að gægjast upp úr moldu. Alla leiðina suðureftir dáðist hún að því sem fyrir augun bar, meira að segja stráunum sem uxu við vallargirð- inguna á Miðnesheiði. Ég kveð tengdamömmu með sökn- uði. Ljúfar minningar og virðing fyrir persónu hennar era okkur öllum sem hana þekktum þau smyrsl sem milda og sefa. Þórður H. Hilmarsson. + Þröstur Bjarna- son fæddist. á Blönduósi 23. ágúst 1945. Hann iést á heimili sínu 15. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fella- og Hólakirkju 24. nóv- ember. „Hann pabbi þinn er dáinn, Jónína mín“ era fyrstu orðin sem ég heyri að morgni 15. nóvember sl. eftir að ég vakna við það að sím- inn hringir. Síðan eru liðnir 45 dagar og næt- ur, pabbi minn. Samt á ég alltaf von á því þegar dyrabjallan hringir að þú birtist í dyrunum, smellir kossi á kinn og segir hressilega: „Er eitt- hvað á könnunni?" Skynsemin segir mér að ég fái aldrei að heyra röddina þína framar og að ég sjái þig ekki aftur í þessu lífi, en hjartað neitar að skilja það og rígheldur í þá vitleysu að ég hitti þig aftur hressan og kátan á allra næstu dögum. Ég sá þig svo yndislega friðsælan og fallegan í kistunni og ég horfði á hana síga niður í jörðina, en samt, samt trúi ég þessu ekki enn. Þú sagðir alltaf sjálfur: „Ég fer bara þegar ég á að fara.“ Eg verð að reyna að trúa því að það sé rétt. Ég veit að þú hefur nú fengið að sjá alla dýrðina hinum megin og að vel hefur verið tekið á móti þér af afa, mömmu og fleiri ást- vinum okkar, og ég veit að þér líður vel. Myndir minning- anna flæða um hugann, og um stund sefa þær sorgina og söknuðinn í hjarta mínu og ég brosi í gegnum tárin. Ég minnist veiði- túrsins sem þú fórst í með okkur Kidda fyrir norðan, þegar þú bjóst hjá Ivari og Rósu á Ak- ureyri, sumarið ’97. Lagt var af stað með nesti og veiðistangir og Kiddi var náttúralega í vöðlum og öllum græjum, en ég og þú í stígvélum og hann bar okkur, fyrst mig og svo þig á hestbaki yfir ána. Ekki varð veiðin nein enda skipti það engu máli, því það var svo gaman hjá okkur. Ég á alltaf mynd af þér í huganum frá því ég var lítil stelpa þegar þú komst heim að borða í hádeginu, og lagðist svo á bakið á stofugólfið með annan handlegginn yfir augunum, hlustaðir á útvarpsfréttirnar á gömlu Gufunni og fékkst þér „kríu“. Eftir tíu mín- útur stóðstu upp eins og nýsleginn túskildingur, eins og þú sagðir alltaf, og fórst aftur í vinnuna. Ég man líka fyrstu jól fjölskyldunnar í Laufhaga 5, þegar flutt var inn viku fyrir jól og þegar mamma bar fram jólasteikina varstu að enda við að skrúfa upp hill- ur á ganginum og allt var komið á sinn stað. Ég minnist þess líka þegar þú og Kiddi frændi vorað að leika jólasveina á jólaböllum og vorað skemmtilegustu jólasveinar sem ég hef hitt. Og ferðin norður í land á appelsínugula Fólksvagninum sum- arið ’76, í útilegu með ívari, Rósu, Sighvati og Herdísi. í minningunni var sól og 20 stiga hiti alla vikuna. Við fjölskyldan vorum með okkar fyrstu útilegugræjur splunkunýjar, og svakalega voram við Heimir bróðir montinn af nýja tjaldinu. Ferskust í minningunni er veiðiferð- in sem við Kiddi fóram í upp að Hreðavatni sl. verslunarmannahelgi með þér, Kollu, Hannesi, Lilju og Þórði, þegar grillað var uppi í hlíð- inni og verðirnir héldu að kviknað væri í skóginum! Veiðin var sama og engin, en dagurinn ógleymanlegur og dýrmæt minning núna á erfiðum stundum. Þú varst oft svo orðheppinn og kunnir margar skemmtilegar sögur sem þú varst búinn að segja mér nokkrum sinnum í gegnum tíðina og alltaf voru þær jafnbroslegar. Enginn sem ég þekki var hand- lagnari en þú og alltaf varstu tilbú- inn í að aðstoða mig þegar ég leitaði til þín, hvort sem það var að hjálpa okkur Kidda við að „ílikka“ upp á enn eina leiguíbúðina, kenna mér að búa til uppstúf eða að gefa kisunum fyrir okkur þegar við fórum í frí, og þú gerðir þetta allt með glöðu geði, ánægður yfir því að geta aðstoðað dóttur þína og tengdason með eitt- hvað. Þú áttir ekki alltaf auðvelt líf, pabbi minn, og stundum vai’ brattinn mikill, en þú varst ekkert fyrir það að vera að velta þér upp úr fortíðinni eða að kenna öðram um ef illa gekk. Þú varst yfirleitt alltaf svo bjartsýnn og lífsglaður, og þannig mun ég minnast þín, pabbi minn. Ég hitti þig síðast daginn áður en þú varst kallaður burtu frá okkur. Þá komst þú í vinnuna til mín í kuldagallanum þinum, til þess að fá þér kaffisopa og hlýja þér, eftir að þú varst búinn að vera að einangra hús í kuldanum. Ég sýndi þér yfirlit yfir hús sem við Kiddi vorum að hugsa um að kaupa og þér leist vel á það og ætlaðir að koma að skoða húsið með mér næsta dag. Við keyptum húsið pabbi minn og það gerðist allt á svo undarlegan hátt að ég er viss um að þú varst þar með í ráðum. í dag er dagurinn ykkar Kollu. í dag ætluðuð þið að ganga í hjóna- band og allt var til reiðu. Þú veist pabbi minn að ég hafði stundum áhyggjur af þér, en ekki undanfarin ár eftir að þú hittir Kollu. Ég var full tilhlökkunar yfir þessu brúðkaupi, því ég sá hversu hamingjusamur þú varst, og þið bæði og mér þótti af- skaplega vænt um þegar Kolla bað mig að fara í búðir með sér og að- stoða sig við að velja brúðarfötin sín. Kiddi nostraði við að útbúa boðs- kortin og þið höfðuð beðið hann um að taka að sér veislustjómina í brúð- kaupsveislunni og Kolla hafði beðið Heimi bróður um að vera svaramann sinn. Svo allt i einu á einni nóttu er öllu lokið. Þú ert horfinn frá okkur og við sitjum höggdofa eftir. Dagurinn í dag átti að verða svo gleðilegur og góður, en ég veit að hann verður langur og erfiður fyrir Kollu þína. Kolla mín, missir þinn er mikill, en þú munt alltaf eiga minn- ingarnar um góðan mann og ham- ingjustundir ykkar saman. Megi góður Guð lýsa þér veginn í framtíð- inni, sefa sorg þína og gefa þér styrk. Elsku pabbi, ég þakka þér fyrir að hafa verið pabbi minn, bæði á erf- iðum stundum og góðum í þínu lífi og mínu, og fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig og okkur Kidda í gegn um árin. Ég bið algóðan Guð og englana hans að vernda og leiða Kollu og börnin hennar, Heimi bróður og fjöl- skyldu hans, ömmu, systkini þín og alla þá sem þótti vænt um þig og sakna þín. Ég kveð þig í bili, elsku pabbi minn. Ég veit að þú fylgist með mér. Við hittumst á ný þegar minn tími kemur, og þá mun gleðin ein ríkja. Þín dóttir, Jónfna. Sérfræðingar í blómaskreytíngum við öll tækifæri I lHl blómaverkstæði I I JjINNAwJ Skólavörðustíg 12, á liorni Bergstaðastrætis, sínii 551 9090. ÞRÖSTUR BJARNASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.