Morgunblaðið - 30.12.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.12.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ URVERINU LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 25 Fékk dæmdar bætur vegna brottvikningar HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands hefur dæmt Soffanías Cecilsson hf. í Grundarfírði til að greiða vélstjóra bætur að upphæð 2,1 milljón króna auk vaxta og málskostnaðar vegna ólögmætrar uppsagnar vélstjórans. Málsatvik eru þau að vélstjórinn mætti til skips fyrir um ári undir áhrifum áfengis og nokkru of seint ásamt tveimur öðrum skipsfélögum sínum. Þeim var öllum sagt að taka pokann sinn og gerðu þeir svo. Vél- stjórinn taldi uppsögn slna ólög- mæta svo og uppsögn með þriggja mánaða fyrirvara, sem skráð hafði verið í skipsdagsbók um einum og hálfum mánuði áður. Hann viður- kenndi að hafa verið undir áhrifum áfengis en ekki svo miklum að hann gæti ekki sinnt starfi sínu. Stefndi, Soffanías Cecilsson, taldi að brottvikning vélstjórans hefði verið fyllilega lögmæt, enda hefði áhöfnin verið vöruð við því áður að þeir sem mættu ölvaðir til skips, yrðu reknir. Það hafi verið mat skipstjóra og annarra að þeir hafi allir verið verulega ölvaðir og ófær- ir um að sinna skyldum sínum. Stefndi krafðist því sýknu, en til vara að bótakrafan yrði lækkuð verulega, enda hefði hluti lögbund- ins þriggja mánaða uppsagnar- frests verið liðinn. Finnur Torfi Hjörleifsson hér- aðsdómari kvað upp dóminn. I nið- urstöðum hans segir að sannað hafi verið að stefnandi hafi verið undir áhrifum áfengis er umrætt atvik átti sér stað, en ósannað sé að hann hafi verið ofurölvi og ekki fær um að sinna skyldum sínum. Því hafi ekki verið heimilt að víkja stefn- anda úr skiprúmi með tilvísan til áfengisneyzlu hans. Þá hafnar dóm- urinn kröfu stefnda um að stefn- anda hafi verið sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara. Færsla í skipsdagbók þess efnis, sé ekki nægileg enda skuli uppsögnin vera skrifleg til að standast lög. Svo hafi ekki verið. Því er fyrirtækið dæmt til að greiða vélstjóranum 2,1 milljón króna ásamt vöxtum og 350.000 krónur í málskostnað. Arnar HU með 976 milljónir AFLAVERÐMÆTI frystitogarans Arnars HU frá Skagaströnd nam á árinu sem nú er að líða alls um 976 milljónum króna (CIF). Það er nokkru minna verðmæti en á árinu 1999 sem þá var um 1.025 milljónir króna en þá var Arnar HU með mesta aflaverðmæti allra íslenskra fiskiskipa. Þess ber þó að geta að skipið var í slipp allan júh'mánuð á þessu ári og því er verðmætið jafn- mikið eða meira á þessu ári ef miðað er við úthaldsdaga. Afli skipsins var um 5.700 tonn af fiski upp úr sjó, að langmestu leyti þorskur eða rúmlega 3.100 tonn að verðmæti um 600 millj- ónir króna. Þá veiddi skipið um 1.160 tonn af úthafskarfa. Jóel Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Skagstrendings hf., segir að ekki sé annað hægt en að gleðjast yf- ir árangrinum. Skipinu hafi gengið vel á árinu, sérstaklega á fyrri helm- ingi þess en ótíð, smáfiskur og tíðar skyndilokanir hafi gert sóknina erf- iðari á síðari hluta ársins. Lítið breyttur kvdti KVÓTI Rússa í Okhotskhafi, Ber- ingshafi og Japanshafi fyrir næsta ár hefur verið ákveðinn 4,6 milljónir tonna. Uppistaða aflaheimildanna er alaskaufsi, bæði í Beringshafi og Okhotskhafí. Það er mjög svipað magn og á þessu ári, en nokkrar til- færslur hafa orðið á milli tegunda. Krabbakvótinn hefur verið lækkað- ur úr 60.000 tonnum í 40.000 og er það mesta breytingin. Fyrir vikið mun sala Rússa á kóngakrabba til Japans og Bandaríkjanna dragast saman. Þetta eru mikilvægustu markaðarnir fyrir þennan stóra og eftirsótta krabba. E3E TIL KL. 22: í KVÖLD ...og til kl. 14:00 á morgun gamlársdag! - 550-4444 • Hafnarfirði - 550-4020 • Kringlunni - 550-4499 Grafarvogi - 577-7744 • Reykjanesbæ - 421-4040 • Akureyri - 461-5500 • Egilsstöðum - 471-3880 TAL12 er 12 mánada GSM greiðsludreifinQ greidd með kredit- korti. Auk TAL12 útborgunar eru greiddar 8Ö0 krónur á mánuði / 112 mánuði. Þannig eru greiddar kr. 17.599,- fyrir Nokia 6210. Haegt er velja mismunandi þjónustuleldlr þar sem greitt er mismunandl ásknftargjaid: Eintal fyrir kr. 600 á mánudi, Frftal fyrir kr. 500 á mánuöi eða Tlmatal fyrir kr. 590 á mánuði. Greiddar eru krónur 1.999 fyrir simkort og símanúmer. Toppurinn frá Nokia • Þunnur & léttur aðeins 114 grömm • Wap 1.1 vafri • Innbyggt háhraða mótald með innrauðu tengi. • 500 nafna slmaskrá. Geymir nafn, 3 númer, netfang og heimilis- fang! f 12 mánuði. Fullt verð símans án áskríftar er 27.999,- Einnig fáanlegur með islensku stýríkerfi _ ., ákrónur 12.999 i TAL12 og 31.999 án "W3L áskriftar. f,___-..■■rr.^rTrrr-r^.ra.ff,1TTT”~,. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Aldamótakarfar NÚ styttist óðum í aldamótin, þó marga greini á um togaranum Klakki SH frá Grundarfirði á Þverálshorn- hvenær þeim beri að fagna. Hvað sem því líður þá inu fyrir skemmstu og var Kári Ólafsson, háseti, komu þessir vænu „aldamótakarfar" í trollið hjá ísfisk- ánægður með fenginn. ^ [eflílj !3 jsjðj [d J j ^ “Til j jj UNGIR SEM ALDNIR í KIRKJUKÓRUM, SKÓLAKÓRUM, KARLAKÓRUM, KVENNAKÓR OG BLÖNDUÐUM KÓRUM FRÁ REYKJAVÍK OG NÁGRANNABYGGÐUM SYNGJA ÚT MENNINGARBORGARÁRIÐ Á INGÓLFSTORGI í DAG. Borgarkórinn • Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju • Mótettukór Hallgrímskirkju ■ Lögreglukór Reykjavíkur ■ Dómkórinn ■ Söngfuglar - Kór félagsstarfs aldraðra I Reykjavlk ■ Kór Menntaskólans í Reykjavlk ■ Gradualekór Langholtskirkju ■ Söngfélag Félags eldri borgara I Reykjavlk ■ Skólakór Kársness ■ Kór Hafnarfjarðarkirkju ■ Kór Snælandsskóla • Kvennakór Hafnarfjarðar ■ Skólakór Mosfellsbæjar ■ Kór Hofsstaðaskóla ■ Kór Flensborgar- skólans i Hafnarfirði ■ Karlakórinn Fóstbræður Dagskránni lýkur með sameiginlegum söng allra kóranna. 600 raddir sameinast I Stjörnukór Menningarborgarinnar og árið verður kvatt með fallegum áramóta- og nýárssöngvum. KOMDU í HJARTA BORGARINNAR í DAG OG TAKTU ÞÁTT í AÐ KVEÐJA GOTTÁR SEM VÍSAR Á BJARTA FRAMTIÐ ÍSLENSKRAR MENNINGAR. M«NNINUAI)«a*S KVRðPU Amtu MÁTTARSTÓLPAR menningarborgar SIÓVÁ^I^VLMENNAR (Á) BÚNAriARRANKINN LandsvTriqun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.