Morgunblaðið - 30.12.2000, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 30.12.2000, Qupperneq 68
Palm Lófatölvur 563 3000 + www.ejs.is Cisco Systems P A R T N E R SILVER CERTIFIED TæknivaS MORGUNBLAÐIÐ.KRINGLUNNU, 103 REYKJAVÍK,SÍMI5691100, SÍMBRÉF56S1181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRT. KAUFVANGSSTRÆTl 1 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Sendiherra skipaður í Mósambfk SAMKVÆMT heimildum Morgun- blaðsins hefur verið ákveðið í utan- ríkisráðuneytinu að skipa Björn Dagbjartsson sendiherra íslands í Mósambík. Aformað er að Bjöm hafi aðsetur í Mósambík og sinni jafn- framt sendiherrastörfum í sunnan- verðri Afríku. Þetta er í fyrsta skipti sem sendiherra íslands í Afríku hef- ur aðsetur í Afríkuríki. Björn er framkvæmdastjóri Þró- unarsamvinnustofnunar íslands, sem m.a. .hefur unnið að þróunar- verkefnum í Afríku. Utanríkisráðu- neytið vildi ekkert tjá sig um breyt- ingar í utanríkisþjónustunni að öðru leyti en því að unnið væri að til- færslum á sendiherrum. Þeirri vinnu ''væri ekki lokið. ------*-+-«---- Slys á fiugelda- sýningu BJÖRGUNARSVEITARMAÐUR brenndist á andliti þegar óhapp varð á flugeldasýningu björgunarsveitar- innar Bjargar á Eyrarbakka í gær. Félagar hans kældu brunasárið nið- ur og slapp hann við augnskaða og er á batavegi. Lögreglan á Selfossi var kölluð út þegar umferðaróhapp varð kl. 18:25 á Biskupstungnabraut þar sem bfll valt. Tvennt var flutt til Reykjavíkur en meiðsl voru ekki talin alvarleg. Forskot á sæluna Morgunblaðið/Ami Sæberg BJORGUNARSVEITIRNAR í Reykjavík og Bylgjan stóðu í sam- vinnu við 11-11 verslanimar og Búnaðarbankann, fyrir viðamikilli flugeldasýningu í Reykjavík í gær- kvöld. Var flugeldunum skotið frá Perlunni í Öskjuhlíð og stóð sýn- ingin yfír í urn 12 mínútur. Gaf sýn- ingin forsmekkinn að áramótunum. Bláfugl ráðgerir að hefja fraktflug til Evrópu 12. mars Yfír 100 sækja um átta stöður flugmanna YFIR 100 umsóknir hafa borist um 8 stöður flugmanna hjá Bláfugli ehf. sem auglýstar voru nýlega. Nokkrar konur eru meðal umsækjenda. Blá- fugl ráðgerir að hefja fraktflug milli Islands og Evrópulanda 12. mars næstkomandi með þotu af gerðinni Boeing 737-300. Flugfélagið Bláfugl keypti þotuna í síðasta mánuði af danska leiguflug- félaginu Sterling og notaði hana í farþegaflugi sínu. Var henni flogið til Bandaríkjanna á dögunum þar sem henni verður breytt til fraktflugs. Felst breytingin m.a. í því að settar eru á hana stórar fraktdyr, teknar úr henni innréttingar sem tilheyra far- þegaflugi, svo sem salemi og eldhús og gólf hennar styrkt. Ráða á fjóra flugstjóra og fjóra flugmenn og segir Þórarinn Kjart- ansson, framkvæmdastjóri Bláfugls, marga umsækjendur uppfylla kröfur um reynslu sem fyrirtækið gerði í auglýsingu sinni. Stefnt er að því að ráðningu verði lokið í janúar til að þjálfun geti farið fram í febrúar og flugmannahópurinn fái réttindi á vélina um það leyti sem hún verður tilbúin. Þórarinn segir þotuna væntanlega aftur til landsins um mánaðamót febrúar-mars og að fyrsta fraktferð- in sé ráðgerð 12. október. Ákveðið hefur verið að fljúga milli Keflavíkur og Lúxemborgar og verið er að skipuleggja flug til fleiri borga. Seg- ir Þórarinn ráðgert að fljúga nánast á hverjum degi og verður farið héðan síðdegis og komið á ný að morgni næsta dags. Fleiri flugvélar síðar Þórarinn segir kveikjuna að stofn- un Bláfugls komna gegnum Flug- flutninga sem séð hafa um afgreiðslu fraktvéla Cargolux og fleiri flug- félaga á Keflavíkurflugvelli. Kveður hann nauðsynlegt að geta boðið tíðar fraktferðir milli íslands og annarra landa. Þá segir hann stefnt að því að fyrirtækið taki fleiri vélar í þjónustu sína. A næstu vikum verða ráðnir fleiri stjómendur flugfélagsins en Þórarinn segir yfirbyggingu félags- ins verða í lágmarki. Keypt verði við- haldsþjónusta af öðrum og hafi félagið rætt við Flugleiðir, íslands- flug og erlenda aðila í því sambandi. Stefna að samningum fyrir áramót FUNDUR grunnskólakenn- ara og viðsemjenda þeirra stóð ennþá yfir seint í gær- kvöldi og var gert ráð fyrir að fundurinn stæði fram yfir miðnætti. Enn er stefnt að því að ljúka samningum fyrir ára- mót. Nýr fundur er boðaður í dag klukkan hálfníu. Ekki verður gengið frá kjarasamn- ingi fyrr en skólastjórar hafa líka náð samkomulagi. Fundi í kjaradeilu fram- haldsskólakennara lauk hjá ríkissáttasemjara um tíuleytið í gærkvöldi og hefur nýr fund- ur verið boðaður klukkan ell- efu í dag. Eldsneytis- verð lækkar um rúmar fjórar krónur OLÍS og Olíufélagið hf. hafa ákveðið að lækka verð á bensíni um 4,20 krónur á lítra um áramótin. Lækk- unin er sú sama á ÓB stöðvunum og líklegt er að verð Skeljungs lækki álíka mikið. Að sögn Samúels Guðmundssonar, forstöðumanns áhættustýringar hjá Olís, lækkar verð á öllum tegundum af bensíni urn 4,20 krónur, þar með talið á ÓB stöðvunum. Verð á gasolíu lækkar einnig um 4,20 kr., skipagasolía lækkar um 2,60 kr. og svartoh'a um 50 aura og tekur lækkunin gildi 1. janúar 2001. Olíufélagið hefur ákveðið sa.ms- konar lækkun og Olís, og er ástæðan sögð lækkandi heimsmarkaðsverð. Geir Magnússon, forstjóri Olíu- félagsins hf., segist engu vilja spá um framhaldið, en þó megi greina hót- unartón í framleiðsluríkjunum. Að sögn Geirs hafa olíuríkin ákveðið að þola verð á bilinu 22 til 28 dollara á tunnu, en verðið er 22 dollarar. Kristinn Bjömsson, forstjóri Skeljungs, segir að ekki liggi ennþá fyrir hversu mikil lækkunin verður hjá Skeljungi, en þó sé Ijóst að verð muni lækka á öllum tegundum af bensíni um a.m.k. þrjár og hálfa til fjórar krónur. Þá muni gasolía einn- ig lækka í verði og svartolía lítillega. Eldsneytisverð á íslandi árið 2000 Krónur/litrinn 105 100 95 90 85 80 75 70 65 60 55 50 45 40 35 30 25 20 15 10 1 DCIVQIII r 1 rLL'rCU j j p— 1 1 í 1 l 5 Pn" • i 1 i í i OK r ! VII 1 iai * 91 — a m c ~4 * "'v i j t ÍA ii/ A L- 1 wnwi/M -i - 4—1 .. r- Lj I I I j j — n skipaolIa J i i i — 35i —J m J ' .... ■i’ 1 3 'j F M á M j J Á s 0 N d' Metviðskipti á Verðbréfaþingi íslands í gær Heildarviðskipti fyrir 12.500 milljónir króna METVIÐSKPTI voru á Verðbréfa- þingi íslands í gær. Heildarviðskipt- in námu rúmum 12.500 milljónum króna og voru viðskipti með hluta- bréf þar af fyrir rúmar 8.000 milij- ónir. Áður höfðu dagleg heildarvið- skipti verið mest fyrir tæpar 11.200 milljónir króna 31. desember 1998. Heildarfjöldi viðskipta með hluta- bréf var 3.210 talsins. Úrvalsvísitala Aðallista VÞÍ hækkaði í gær um 1,57% og er nú 1.305,900 stig. Mest urðu viðskipti með hlutabréf Sjóvár-Almennra trygginga hf. fyrir rúmar 1.792 milljónir króna. Næst- mest viðskipti voru með hlutabréf Islandsbanka-FBA fyrir tæpar 1.356 milljónir og þamæst Kaupþing fyrir rúmar 1.309 milljónir. Vísitala lyijagreina hækkaði mest á árinu Mest hækkun var með bréf ís- lenska jámblendifélagsins, 13,6%, og hlutabréf SR-mjöls hækkuðu næstmest, eða 11,9%. Bréf Delta lækkuðu hins vegar mest, eða 3,8%. Úrvalsvísitala Aðallista VÞÍ lækk- aði um 19,31% frá áramótum, heild- arvísitala Aðallista lækkaði um 13,79% en heildarvísitala Vaxtalista hækkaði hins vegar um 4,56% á sama tíma. í einstökum greinum hækkaði vísitala lyfjagreina mest á árinu, eða 65,20%, vísitala bygginga- og verktakastarfsemi hækkaði næst- mest, 28,41%, og vísitala upplýsinga- tækni hækkaði um 27,05%. Vísitala samgangna lækkaði hins vegar mest á árinu, 44,19%, og vísitala sjávar- útvegs lækkaði næstmest, 30,82%.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.