Skírnir - 01.01.1842, Page 61
63
þessa höföu og margir ríkisbubbar fyrr skotið
ýmsu undan, og eyrÖu þeir eigi betur þessum
nýu reglugjöröum enn fátæklingarnir. FjórÖa
skattinum er eigi svoleidis varið, sem hinum þremur
fyrr nefuduj er hann eigi fyrirfram tiltekinn,
heldur borgar hverr ákveoinn eyri af atvinnu vegi
sinuin', veröa því ríkis tekjurnar því meiri, því
fleiri, sem svara honum ; að enginn gæti komið
ser her undan, var því ráðherra mjög áriðanda;
enda sannaðist og að menn höfðu hilmað yfir með
mörgum og lofað þeim að hafa ýmsa smá bjarg-
ræðisvegu, án þess þó að Játa þá borga skatt af
þeim. En verst af öllum fellu þó bygðastjór-
unum regiugjörðir þessar, því þeir sögðu', að eptir
lögunum bæri ser að taka manntalið og rita upp
það, er borga ætti skatta eptir; en skattheiintu-
rnenn einúngis sjá um, að þeir eigi svikist um
það, nfe leti það fara í ólestri; nú vildi Húmann
svipta sig völdum þessurn, og fá skattheimtu mönn-
um þau í hendur, en láta sig stjana uudir þá;
raeð slíkt ætti hann ekki. Láðu og rnargir ráð-
herra, að hann eigi hefði látið þetta bíða, þángað
til hann með lögum hefði fengið því breitt; þó
sögðu margir að þetta og væri lög, þvi bygðar-
stjórum væri eigi falið á hendur slíkt vald, að
þeir skyldi geta ráðið því, hve inikife sveitir þeirra
gildi í tiltölu til annarra sveita ; einúngis, er
sveitar skerfurinn væri ákveðinn, ætti þeir að
liafa aðal umsjón þess, að jafna honum niður á
sveitarmenn sína, og skattheimtumenn veita þeim
iiðsinni sitt til þess. Blöð þau, er stjórnendum
mótdræg vóru, urðu nú skjót á ser til að lasta til-