Skírnir - 01.01.1842, Side 63
ráðlegast, að hafa sig hi& fyrsta á burt; l&t og
Mahul sfer þa& að góðri kenníiigu verða, og fór í
skyndi burt úr borginni. Nú úrðu ráðherrar ósam-
þykkir, hvert þeir skyldi láta nokkuð til svigna
við bæarmenn, eður ekki; settu þeir Guizot og
Humann sig móti því; varð og útúr, að maður
nokkur, að nafni Duval, var sendur þángab; skyldi
hann með ofbeldi koma bæarmönnum aptur til
hlíðni, vildi þeir eigi með góðu láta undan. Bæ-
arstjórar voru sviptir völdum síuum, og 511 her-
völd tekin frá [ijóðliðinu; auk þessa var og bann-
að að flytja nokkur herfaung til borgarinnar og
selja bæarmönnum þau. Bæarstjórar trássuðust
lengi við að sleppa völdum sínum, kváðu þeir, að
skipun sú, er svipti sig þeim, væri ólögleg, er
bæarmenn eigi væri í henni til kvaddír að velja
sér aptur nýa bæarstjóra í sinn stað; báru þeir
það mál undir marga löglærða inenn, og voru flestir
þeim í því samdóma. Skömmu ept.ir þetta brut-
ust og óeyrðir út í Bourdeaux, en þar slöku&u ráð-
herrar til við bæarmenn til að sefa þá; slíkt láðu
raargir ráðherrum, þvi það hefði eigi verið nema
gúnguskapur einn og eigi til aunars, enn vekja
víðar ócyrðir, því menn mætti annarstaðar halda,
a& ogsvo kynni ver&a slakað til við sig, færi þeir
að bridda á ser. Hefði því hið eina rétta verife, að
hætta fyrirtæki þessu aptur, úr því svona hefði
farið. j)etta varð orð og að sönnu; því óeyrðir
brutust nú út um allt land því nær í hverri borg,
og urðu bæarmenn víða eigi fengnir aptur til að
gánga til hlýðni nema raeð blóðs úthellíngum. f>ó
5