Skírnir - 01.01.1842, Blaðsíða 89
91
nýtt 8tríÖ brytist út. Af fní, er nú liefir sagt
verið, var eigi að búast við öðru, enn Loðvík
Philipp myndi vilja nota ser tækifæri fietta til að
koma afkomendum sinum til ríkis á Spáni; var
mælt að hann væri að ráðgjöra við Kristínu, að,
ef hann styrkti hana svo hún næði [>ar ríki aptur,
skyldi hún fastna syni hans hertoganum af Au-
male Isabellu dóttur sina. Yins rit tóku og að
berast frá Frakklandi til Spánar, er mjög niddu
Esparteró og stjórn hans. Esparteró ritaði nú
drottningu aptur til að rfettlæta fulltrúa, þó þeir
tekið hefði af henni fjárvarðveitsluna; kvað hann
þjóðinni einni borið liafa að velja drottningu
sinni fjárhaldsmann ; vilji hennar yrði, bæði í þessu
og ölluin öðrura alraennings málefnum, að sitja í
fyrrirúmi fyrir því er Ferðinand heitinn viljað
hefði; einginn mætti hafa neitt vald, nema það
samþykt væri af þeim, er setja ætti mönnum lög.
Alasabi hann Kristinu auk annars fyrir það, að
hún skyldi liafa skipað lionura að augiýsa bref
hennar og kvað slíkt vera myndi leifar af fornura
minningum, er hún leð hefði þeim eyru sín, er
ráðið hefði henni að litilsvirða vilja þjóðarinnar,
þó ráð þau að eudingu hefði komið henui á kaldan
klako. Móti blöðum þeim, er stjórnendum mót-
dræg vóru, tók hann nú og að gjörast nokkuð
harður; en slíkt virðist mjög vorkennanda, því
sjaldan munu menn verja prentfrelsi sinn til ílls
eins, ef þeir eigi gjöra það þá, er þeir reyna til
að efla flokkadrætti raeð þjóð sinni, þegar lienni
er hætta búin af útlendum fjandmönnum. Margan
viðbúnað hafði hann og mátti líka af ölluin at-