Skírnir - 01.01.1842, Qupperneq 133
135
II. Stutt \ firlit fréttanna frá nyári.
Nú er aÖ drepa með fám orðum á þaÖ, sem
merkast hefir viö borið, og híngað frðttst frá
nýári til vordaga; og er þá fyrst að géta þess,
að þeir 2 af ráðherrum Breta drottningar, sem
mest voru á, að kornlöguin þeirra væri ekki hagg-
að, lögðu niður völd sín. Sáu menn þá hvað það
mjiidi boðu, enda leið og ekki á laungu, frá því
er meun komu aptur á þingið i málstofunum (það
var-3 dag febr. mán.), til þesser Píll gjörði bert, að
hann myndi stýnga uppá, afe breitt væri i nokkru
koriilögum Breta, og töluvert lækkaður tollur sá,
er þar helir verið goldinn af útlendu korni. þeirri
uppástúugu varð framgeingt i neðri stofunni, sem nú
mátti við búast, og þókti þó mörgum hvorki heilt nð
hálft; enda vita menn ekki hvort uppástúngau að
lokum verði löggildt. Nokkru siðar stakk liann
nppá að lúka toll á imsurn útlcndiim varníngi.
Kémur það nú fram að Torímenn verða að koraa
á nokkrum endurbótum, ef þeim á að takast að
lialda völdum; því í rauninni eru þessar uppá-
stungur Píls af sömu rót sprottnar og uppástúngur
þær, er Vigmenn báru fram í fyrra, þó þær líti
nokkuð öðruvisi út.
Enn stakk Pill uppá því, til þess að auka
ríkistekjurnar, so þær hrikki til útgjaldanna, að
liver sá maður er meiri árstekjurhafi ,enu 1300 rbd.
skuli gjalda af þeim þrjá hiindrudustii parta í skatt.
Varð sú uppástúnga harla óvinsæl, vegna þess að
menn undu því illa, vað grafist væri eptir hvað
miklar tekjur þeirra væri; þó er Iiún nú þegar
samþykkt í neðri málstofunni. þegar Píll er
búinn að koma þessu i kriug, eru líkindi til að
hann inuni haldast í völdum nokkra stund, þó
hann sé ekki sem vinsælastur með alþýðu. — Sonur