Skírnir - 01.01.1889, Qupperneq 5
FRIÐUR EÐA ÓFRIÐUR.
7
Danmörk: Her. Floti. Skuldir.
í ófriði: 60,000. 40 gufuskip. 97 miliónir króna (Passiva
(8 brynskip) að frádregnum Activa).
Svíþjóð: Her. Floti Skuldir.
her í ófriði: 194,000. 64 gufuskip 245 miliónir króna.
(15 smá brynskip).
Noregur: Her.
18,000.
Montenegro: Her.
36,000.
Monaco: Her.
800.
Floti. Skuldir.
50 skip. 108 mil. kr. (Passiva 108mil.
Activa 139 mil.).
Skuldir.
óþekktar.
Skuldir,
engar.
Floti.
ekki teljandi.
Floti.
enginn.
Menn sjá af þessu yfirliti, að floti Englendinga er meiri
en þjóðverja og Frakka til samans. Aptur á móti sýnist floti
þeirra vera minni en Frakka og Rússa til samans. En það er
ekki svo i raun og veru. Englendingar eiga fleiri brynskip
smiðuð á árunum 1879—89 en Frakkar og Rússar tilsam-
ans, og þau brynskip, sem eru smiðuð á undan 1879, eru flest
úrelt. Auk þess hefur hin enska stjórn gert þann samning við
helztu gufuskipafélög i landinu, að í ófriði má herbúa hin
beztu og sterkustu skip þeirra. þannig hafa Englendingar
margfalt fleiri skip í ófriði en Fiakkar og Rússar, sem hafa
mesta flota næst þeim. Elckert riki er eins voldugt á landi
eins og Englendingar á sjó. þýzkaland getur ekki staðið í
Rússum og Frökkum. Setjum svo, að þrenningarsambandið
(þýzkaland, Italia og Austurríki), eigi ófrið við Frakkland og
Rússland. þá yrðu 5 — 6 miliónir hvoru megin. Á sjó gæti
þrenningarsambandið ekki staðið í Rússum og Frökkum. Af
smáríkjunum yrðu Spánn, Portúgal, Belgia og Sviss (ef þjóð-
verjar réðust yfir þau tvö lönd inn á Frakkland; það er sagt, að
þjóðverjar komizt ekki aðrar leiðir inn á Frakkland, því landa-
mæri Frakka eru svo ramlega viggirt), Grikkland og Monte-
negro með Rússum og Frökkum. Tyrkland yrði móti þeim.
Um Rúmeníu, Serbíu og Búlgaríu er ómögulegt að segja, með
hvorum þau yrðu; það er undir þvi komið, hver flokkurinn
ræður þar mestu um það leyti, Rússa eða Austurrikismanna