Skírnir - 01.01.1889, Qupperneq 23
england.
25
sem þau nú taka það eptir ýmsum þýzkum blöðum sem hafa
komið með hugleiðingar um England eða þau taka það upp
hjá sjálfum sér) að það sé úti um England, nema það fari að
dæmi annara þjóða! þjóðverjar gleyma þvi úr þessum bolla-
leggingum, að England er víggirt af náttúrunni. Englend
ingar hafa fullt eins mikinn flota og Rússar og Frakkar til
samans. Rússar og Frakkar hafa mesta flota af öllum þjóð-
um, næst Englendingum. Af þessu má marka, að Englend-
ingar drottna enn á hafinu, en til þess að geta varið aðra
hluta ríkisins eins og England, þá ætla þeir nú (í marz 1889)
að auka flota sinn um 70 skip og verja til þess um 400 mil-
iónum króna. f>eir þurfa mörg skip iil að verja verzlunarflota
sinn, sem er talinn um 40,000 skip með rúm 9 miliónir tons.
þeir eiga smá herskip, «krussara» [cruisers), sem fara 5 mílur
á klukkustund (20 knots — Knobs á dönsku)1) og á ekkert
annað land jafnfljót herskip. þeir þurfa fleiri krussara, því
þau skip geta betur en önnur haldið verndarskildi yfir
verzlun þeirra.
Sumarið 1888 reyndu þeir flota sinn á þann hátt, að
þeir skiptu honum i tvær deildir. Sá flotinn, sem átti að
vinna England, var í tveim höfnum og Englandsfloti átti að
varna honum að komast út. Flotinn slapp út eina nótt og
tók Edinburgh, Liverpool og fleiri borgir herskildi. þannig
er það sannað, að erfitt er að kvia inni skipaflota. Ekki er
þess getið, að neitt mannfall hafi orð i þessum ófriði.
Almenn herskylda er i augum Englendinga þrældómur,
ósæmandi og ósamboðinn frjálsum mönnum. Einn enskur
herforingi réð til að taka hana upp, sumarið 1888, en fékk
svo illar undirtektir, að honum féll allur ketill í eld og dettur
vist ekki optar í hug að bjóða löndum sinum slíkt.
[>ing var sett á Englandi 9. febrúar. í þingsetningar-
ræðunni var sagt, að ástandið á írlandi færi batnandi og lofað
mörgu fögru, nýjum lagabótum, o. s. frv. Brjánn (O’Brien,
sjá Skirni 1888 bls. 26—27), var nýkominn út úr fangelsi og
) Sumir þeirra fara jafnvel 5 */« mílu á klukknstund.