Skírnir - 01.01.1889, Qupperneq 24
26
ENGLAND.
réðst nú á Balfour, írlandsráðgjafa. Balfour svaraði, að Brjánn
hefði fitnað í fangelsinu, þvi hann hefði verið 5 pundum þyngrj
þegar hann kom út en hann var þegar hann fór inn. Irland
væri nú spakara en áður og sómi þætti sér að því, að vera
skammaður i írskum blöðnm, því fyrir fáum árum hefðu þau
kallað Gladstone Júdas svikaia og þaðan af verri nöfnum.
Gladstone kvaðst mundu styrkja stjórnina i þeim málum, sem
ekki kæmu írlandi við.
Lög um breyting á þingsköpum voru afgreidd frá þingi
snemma í marz. Fundir mega ekki standa yfir lengur en
frá kl. B —12; áður byrjuðu þeir ki. 4 og var eklci slitið fyr
en langt fram yfir miðnætti og stundum langt fram undir
dögun. f>að er hægra en áður að stytta umræður og forseti
hefur meiri völd en áður til að fella burt óþarfar ræður og
uppástungur.
Frumvarp um héraðastjórn (Local Government Bill) var
lagt fyrir þing í marzmánuði. Héraðsnefndir (County Councils)
eru valdar í hverju héraði af héraðsbúum og stýra þær héraðs-
málum öllum. London og hérumbil 60 aðrar borgir eru
taldar í héraðatölu. þetta var frjálslegt frumvarp. En Glad-
stones flokkur var óánægður með ýms smáatriði, einkum það
að nefndirnar mættu gefa leyfi til að halda veitingahús og
fækka veitingahúsum, ef þær vildu, með því móti, að bæta eig-
endum skaða þann, sem þeir kynnu að bíða. þetta þótti vera
veitingamönnum í hag og voru haldnir fundir út um allt land
og þrefað um það lengi á þingi. Stjórnin varð að láta undan
og fella þetta atriði burt úr frumvarpinu. Frumvarpið varð
ekki að lögum fyr en í sumarlok. f>að hefur mikla þýðingu
fyrir England. þjóðin lærir á þenna hátt að stjórna sjálfri sér
enn þá betur en áður. það er ómögulegt að kalla þá stjórn
apturhaldsstjórn, sem hefur komið þessum lögum á, en hugs-
unarháttur Englendinga er líka allt öðruvísi en þjóðanna á
meginlandinu.
Goschen fjármálaráðgjafi lagði fyrir þing frumvarp um
leigubreyting á skuldabréfum stjórnarinnar og var því vel tekið.
þegar þetta frumvarp öðlast lagagildi, græðir stjórnin 25,200,000
krónur á ári þangað til 1903 og 50,400,000 áriega 1903—23.