Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1889, Page 31

Skírnir - 01.01.1889, Page 31
FRAKKALND. 33 írsku þingmenn sögðu á íundum, að þeir hlýddu ekki páfa nema í trúarefnum, en klerkalýðurinn birti þó skjalið á pré- dikunarstólnuro. Margir prestar skoruðust samt undan því. F rakkland. Quand les pioupious d’Auvergne iront en guerre, le cannon tonnera, ponr sur on dansera. On trempera la soupe dans la grande soupiére; on ne se passera pas de Bouianger. f>egar drengirnir í Auvergne fara í stríð, þá skal failbyssan þruma, þá verður svei mér dansað. J>á verður súpan búin til i stórri súpuskál; þá verðum vér ekki Boulanger-lausir. Boulanger. Verkfall. Panamaskurðurinn. þ>essa vísu hafa Parísarbúar verið að syngja og raula allt árið 1888. Hún varð til sumarið 1887, þegar Boulanger varð herdeildarforingi i Auvergne. Um nýjár var París Boulanger- laus, en hún var það ekki lengi. Hinn 24. febrúar áttu að vera aukakosningar til þings í sjö sýslum (Départements) á Frakklandi. Nokkru áður rituðu sýslumennirnir (préfets) í þessum sýslum til stjórnarinnar 1 París, að i sýslum þeirra væri festar upp auglýsingar, sem bæði menn að kjósa Bou- langer. En enginn franskur hermaður er kjörgengur og Bou- langer hafði ekki boðið sig fram, svo stjórnin skipti sér ekki af þessu. Stjórninni brá i brún, þegar Boulanger fékk 54,000 atkvæði við kosningarnar. Hún varð enn þá meir forviða, þegar umsjónarmenn við járnbrautir sögðu henni, að Boulanger kæmi stundum til Parísar í dularbúningi, með blá gleraugu og gengi haltur. Nú var stjórninni nóg boðið. Enginn hermaður má yfirgefa stöð sína í óleyfi hermálaráðgjafans, og þótti auð- sætt, að Boulanger hefði gert þetta til að iáta kjósa sig. Bou- langer ritaði 5. marz Logerot hermálaráðgjafa bréf og beiddi 3

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.