Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1889, Page 40

Skírnir - 01.01.1889, Page 40
42 ÞÝZKALAND. hana án þess að hneyxlast, en það varð ekki sagt um hinar fyrri skáldsögur hans. Þýzkaland. Xhe time is out of joint. (Hamlet). Keisaralát. Vilhjálmur I og Friðrik III. Vilhjálmur annar. «Timinn er úr liðis> ge.ta þjóðverjar sagt með sanni. þeir hafa misst tvo keisara árið 1888, nl. «der greise Keiser* og »der weise Kaiser» (gamla keisarann og vitra keisarann) og hafa nú «Reisekaiser» (ferðakeisarann) i staðinn. Vilhjálmur fyrsti lagðist veikur 7. marz. Um kveldið 8. marz fréttist að hann væri dáinn. En hann lifnaði við aptur og var ekki lík fyr en kl. 81/* föstudagsmorgun 9. marz. Hann var fæddur 22. marz 1797 og vantaði hálfan mánuð í að vera 91 árs gamall. Hann var sonur Friðrik Vilhjálms þriðja og var 9 ára að aldri, þegar Napóleon óð yfir Prússland. Hann var gerður að herforingja 1807 (!) og var í ófriðnum 1814 á Frakklandi. Hann gaf sig allan við hermálum og hafði hið mesta yndi af. Faðir hans bannaði honum að kvongast stúlku af Radzivill-ættinni, sem hann vildi eiga. Hann kvongaðist þá prinsessu Agústu, af Sachsen-Weimar. f>egar uppreisnin varð í Berlín 1848, ætlaði bróðir hans sem þá var konungur, Friðrik Vilhjálmur fjórði, að senda herliðið burtu, en Vilhjálmur barðist á móti því; varð hann þá svo óvinsæll að hann varð að flýja til Lundúna. Svo kom hann heim og bróðir hans dó barnlaus 2. janúar 1861, þegar Vilhjálmur var krýndur i Königsberg, tók hann það fram, að hann væri kon- ungur af guðs náð. Hann jók og bjó her sinn i trássi við þingið, enda hafði hann nú hjálp Otto von Bismarcks. J>eir og Moltke hafa gert þýzkaland að hinu voldugasta ríki á megin- landi Evrópu. Vilhjálmur lagði nauðugur eptir vilja Bismarcks út í ófrið við Austurríki 1866, því bæði var það gamalt sam- bandsríki hans og svo var hann hræddur um, að her sinn gæti ekki staðið í Austurrikismönnum. F.n þegar fór eins og fór,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.