Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1889, Side 42

Skírnir - 01.01.1889, Side 42
44 ÞÝZKALAND. keisari settist að í. Aðfaranótt mánudags var lík Vilhjáitns keisara flutt til dómkirkjunnar í grenjandi kafaldsbyl og var látið standa uppi á palli fyrir altarinu og var fólki leyft að sjá það í 4 daga. þrengslin í kring um dómkirkjuna voru svo mikil, að lá við meiðingum og lögregluliðið átti fullt i fangi. f>ví næst komu mörg konungmenni til Berlín, þar á meðal krónprins Dana, prinsinn af Wales o. fl. að vera við jarðarförina. Hinn 16. marz var likið flutt í hátiðlegri prósessíu til kapell- unnar í Charlottenburg; þar standa líkkistur Hohenzollern- ættarinnar. Blys brunnu á báða vegu alla leið (mílu vegar) og óteljandi manngrúi fylgdi. Hinn 12. marz komu út tvö opin bréf frá keisara, Friðrik þriðja, sem hann kallaðist. Hið fyrra hét: «An mein Volk (til þjóðar minnar); talar hann i þvi mikið um föður sinn og segir að þýzkaland sé nú sannarlegt bjarg friðarins i Evrópu. Elitt bréfið var til Bismarcks, um stefnu og horf stjórnarinnar. f>að var langt, og segir keisari meðal annars að hann vilji bæta kjör fátækra, leggja stund á sparnað og létta sköttum af þjóðinni, fækka embættismönnum, haga menntun og uppfræð- ingu þannig, að mönnum lærist að lifa eptir efnum, en ekki freista annara með sællifi og munaði, fækka háskólagengnum hálfmenntuðum mönnum o. s. frv. Bismarck þakkaði á þingi fyrir allar sorgarkveðjur sem hefðu borizt til Berlín frá öllum heimum og geimum. Sér- staklega þakkaði hann Danaþingi, sem hefði sýnt þýzkaland: velvild, þrátt fyrir sárar endurminningar. Hinn 21. marz var keisarinn orðinn svo máttlaus, að hann lét Vilhjáim, son sinn rita nafn sitt undir öll skjöl nema hin allra merkilegustu. Hinn 1. apríl, fæðingardag Bismarcks hélt Vilhjálmur lofræðu um hann, sem sýndi að hann var samrýmdur honum að öllu leyti. 1 marzlok kom upp ágreiningur milli Bismarcks og keisara- drottningar Viktoríu, sem er elzta dóttir Viktoríu Englandsdrottn- ingar, og vill sníða þjóðverja eptir ensku og frjálslegu sniði. Alex- ander afBattenberg, hinn alkunniBúlgaríufursti, og Viktoria, dóttir Friðriks keisara, höfðu lengi verið að draga sig saman, en Vilhjálmur vildi ekki lofa þeim að eigast vegna Rússakeisara.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.