Skírnir - 01.01.1889, Síða 43
ÞYZKALAND.
45
Nú ætlaði keisaradrottningin að kalla Alexander til sín og lofa
þeim að eigast, en Bismarck kvaðst mundi víkja úr völdum ef
sliku yrði framgengt. Hann fékk keisaranum skjal, 30 blað-
síður, með röksemdir móti þessn hjónabandi. Um tima vissu
menn ekki hvort mundi verða hlutskarpast, drottning eða Bis-
marck. En einn dag sátu þau á tali í 2 tíma og var sagt,
að drottning hefði þá loks látið undan með þeim skilmála, að
dóttir sín mætti eiga manninn seinna, þegar vænna áhorfðist.
Yms blöð höfðu nefnt til menn, sem áttu að taka við embætti
Bismarcks, en þeim varð ekki kápan úr því klæðinu.
Hinn 8. júní vék keisarinn úr völdum Puttkamer, ráðgjafa
í innanrikismálum, vegr.a þess að hann hefði beitt embættis-
valdi sínu tii að snúa kosningum stjórninni i vil. Puttkame.r
er venzlamaður Bismarcks og talinn hinn rammasti apturhalds-
maður á öilu þýzkalandi. Keisarinn lifði ekki nógu lengi til
að setja nýjan ráðgjafa í hans stað.
Hinir þýzku læknar og Mackenzie rifust um keisarann.
Honum versnaði meir og meir og fluttist hann til hallarinnar
Friedrichskron við, Potsdam og bjó þar seinustu dagana sem
hann lifði. Hann andaðizt um morguninn 15. júní og hafði
verið keisari i rúma 3 mánuði. Hann var fæddur 1831 og var
ekki fullra 57 ára að aldri, þegar hann dó. Hinn ágæti
sagnaritari og fornfræðingur, Curtius, var kennari hans og hann
var mörg ár við háskólann í Bonn. Hann var mjög hneigður
í'yrir vísindi og fagrar listir, en gaf sig lítt að hermálum og
hafði jafnvel sagt optar en einu sinni, að hann hefði óbeit á
stríði og blóðsúthellingum. Virchow og aðrir vísindamenn
voru hans vinir. Hann kvongaðist 1858 Viktoríu, dóttur Eng-
landsdrottningar. Hann var í ófriðnum við Dani 1864, en kom
lítið sem ekkert við hann og hafði ekki foringjatign. Arið
1866 var hann yfir einum her þjóðverja, átti noklcra bardaga við
Austurríkismenn og skakkaði leikinn við Sadova. Vilhjálmur
faðir hans faðmaði hann á vigvellinum og gaf honum heiðurs-
merkið: pour le merite. Blumenthal, sá er barðist móti Dön-
um við Fredericia 1849, var reyndar hægri hönd hans og
skrifaði hann konu sinni i bréfi, að krónprinsinn hefði ekkert
vit á hermálum. þessu bréfi náðu Austurríkismenn og prentuðu