Skírnir - 01.01.1889, Page 48
50
ÞÝZKALAND.
ætlar hann aptur í utanlandsferðir. Út af þessu ferðalagi hafa
þjóðverjar gefið honum nafnið «Reisekaiser» (ferðakeisari). Nærri
þvi hvern dag er hann á fótum fyrir allar aldir og vekur þá upp
hersveitir í Berlín eða næstu bæjum, til að sjá hvað fljótt þær
geta undizt við i ófriði. Synir hans, sem enn eru á blautum barns-
aldri, læra allt það er til hernaðar heyrir eins og þeir væru
fullorðnir. Yfirhöfuð likist Vilhjálmur keisari annar í öllu meir
afa sínum en föður.
Hinn 19. ágúst hélt hann ræðu í Frankfurt an der Oder
við afhjúpun minnisvarða eptir Friðrik Karl, bræðrung sinn.
Friðrik Karl var góður hershöfðingi og átti þenna dag árið
1870 mikla orustu við Bazaine nálægt Metz. Hann barðist
lika við Dani og Austurrikismenn. Vilhjálmur sagði i ræðu
sinni, að hann ætlaði að verja minning föður sins og bera
aptur þá ósvífnu lygi, að honum hefði nokkurn tíma dottið í
hug að gefa upp nokkuð af þeim löndum, sem unnin hefðu
verið með herskildi. Fyr skyldu, sagði Vilhjálmur sjálfur, 18
herdeildir og 46 miliónir þjóðverja hníga dauðir, en hann gæfi
upp einn moldarhnaus af þýzkri grund.
Bismarck varð 78 ára gamall hinn 1. apríl 1888 og er
vel ern enn þá. Um haustið þegar heyannir stóðu sem hæzt
fór Bismarck að hitta vinnufólk sitt á búgarðinum Friedrichs-
ruhe. Hann drakk bjór með þeim og klingdi bjórkollum við þá.
Hann sagði að keisarinn væri gott mannsefni og væri bæði
hugur og dugur í honum.
Bismarck hefur átt í vök að verjast þetta ár, einkum
meðan Friðrik keisari sat að völdum. Fyrst kom þýðing í
hinu franska tímariti «Nouvelle Revue* af skjalinu, sem hann
ritaði til Friðriks keisara, þegar hann vildi hamla því, að Alex-
ander af Battenberg kvongaðist dóttur hans. Nordd. Allgm.
Zeitung sagði reyndar að þessi þýðing væri franskur tilbúningur
og að það væri lygi, sem i henni stæði, að Rússakeisari hefði
neitað boði frá Vilhjálmi keisara, að koma á hersýning { Stettin
haustið 1887 og neitað þvi með þjósti. Jeg læt ósagt, hvort
það er satt eða ósatt.
En það var annað sem amaði meir að Bismarck. 1 október-
hefti tímaritsins «Deutsche Rundschau*, sem kom út skömmu