Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1889, Page 52

Skírnir - 01.01.1889, Page 52
54 ÍTALÍA. komizt. Bókmenntir þeirra standa ekki á jafn háu stigi og vísindi þeirra. í t a I í a. Italia fará da se (Ítalía er 'sjálfri sér næst). Við þetta gamla italska orðtak heldur Crispi sér; hann hefur staðið fyrir ráðaneyti og stýrt Italíu síðan 1887, og sýnt að hann lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna, hvort heldur er innan eða utan rikis. Um nýjár höfðu Italir her í Massovah og ætluðu í herferð móti Abyssiníukonungi, Negus Negesti (konung konung- anna) sem hann kallast. þeir sátu þar aðgjöiðalausir í rúma 3 mánuði og þorðu ekki út fyrir víggirðingar sinar. Abyssiníu- menn þorðu heldur ekki að ráðast á víggirðingarnar. þeir létu sér nægja með að senda hvor öðrum tóninn. I aprílmán- uði fór Abyssiniukonungur heim til sín upp á hálendið og Italir drógu smámsaman lið sitt heim og varð þessi herferð engin frægðarför. I kaflanum um þrenningarsambandið hef jeg sagt frá við- skiptum Crispis við Frakka. Menn furðar á þvi hvað hann er Frökkum andstæður, því hann var Frakkavinur áður hann tók við stjórn, og Italir eiga Frökkum mikið að þakka. En Crispi heldur að Italía hafi meir upp úr þrenningarsamband- inu. Enn sem komið er hafa ítalir ekki haft annað upp úr því en tollstrið. Siðan 1. marz 1888 leggja Frakkar og ítalir háa tolla hvorir á annara vörur. Biða Italir svo stóran skaða af því, að margir eru farnir að verða óánægðir með Crispi, Ofan á þetta bætist, að um jólin heimti hann og fékk afþing- inu 146 miliónir lire (1 lira = 72 aurar) til aukaútgjalda við her og flota. Fjárhagur Itala er í vondu standi; þeir skiptu um fjármálaráðgjafa, en það bætti ekkert um. þeim er farið að þykkja nokkuð dýrt að vera i þrenningarsambandinu, en sjá sér þó ekki annað hagfelldara fyrst um sinn.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.