Skírnir - 01.01.1889, Page 53
ITALÍA.
55
Crispi er ekki einungis ráðrikur utanrikis; hann veður enn
þá meir upp i innanríkismálum. Páfinn hélt nýjársdag 1888
hátíðlegan venju fremur, því þann dag hafði hann verið klerkur í
50 ár. Múgur og margmenni kom úr öllum löndum að sýna
honum hlýðni og hollustu og dró hann ekki dulur á við þá,
að kosti hans væri þrengt í Rómaborg. Kaþólskir menn á
þýzkalandi fóru að tala á fundum um að reisa við aptur hið
veraldlega vald hans o. s. frv. Crispi vildi nú minna páfa á,
að hann skyldi ekki láta sér slíkt detta i hug. Hann lagði
fyrir þing frumvarp til nýrra hegningarlaga og fleiri lagafrum-
vörp, sem voru í þá átt að rýra vald klerkalýðsins og gera
klerkum jafnt undir höfði og öðrum. þingið gekk að öllum
þessum frumvörpum, og varð klerkalýðurinn mjög æfur við
þetta. Páfi sagði að nú væri ekki lengur vært i Rómaborg.
Kaþólskir menn í Belgiu buðu honum að búa þar, en hann
þáði það ekki. Kaþólskir menn á þýzkalandi héldu fundi og
skömmuðu hina ítölsku stjórn; var Windthorst gamli þar í
broddi fylkingar. Hann er 3 árum eldri en Bismarck, en
stendur þó i honum á þingi og utanþings eins og hann væri
ungur maður. Páfinn kvað nú vera farinn að draga sig saman
við Boulanger; rússneskur sendimaður hefur verið að semja við
páfa um hina kaþólsku kirkju á Póllandi og hefur gengið
saman með þeim. það er auðséð að páfi er í fjandaflokki
þýzkalands, og hefur Bismarck fengið að kenna á því áður, að
páfavaldið er ekki dautt úr öllum æðum enn þá. Leó 13. er
hinn 257. eptirmaður Péturs postula í Rómi og er fæddur
1810.
Bókmenntir ítala eru blómlegar sem stendur. þeir eiga
marga góða skáldsöguhöfunda, Verga á Sikiley, Salvatore
F arina (sem hefur verið kallaður hinn italski Dickens), Barrili,
Castelnuovo, Amicis. Skáldkonan Matilde Serao hefur nýlega
ritað ágæta skáldsögu frá Neapel, þegar kóleran æddi þar.
Höfuðskáld Itala Giosué Carducci (sjá Skírni 1888 bls. 47)
er nú prófessor í italskri bókmenntasögu við háskólann í
Bologna. Hann er höfuð þeirrar stefnu á Italiu, sem kallast
•<Rea]isme» i öðrum löndum, en á Italíu «verismo» (sannleiks-
stefna). Bæði í þessu og eldlegu íjöri og snildarlegu formi í