Skírnir - 01.01.1889, Page 54
56
AUSTURKÍKI 06 UNGVERJALAND.
kveðskap sinum líkist hann Swinburne á Englandi (sjá Skírni
1888 bls. 30—31); hann er fæddur 1836 og er þannig einu
ári eldri en Swinburne.
Austurríki og Ungverjaland.
Ekki er vakurt þó riðið sé.
það er enginn hægðarleikur fyrir Taaffe, sem hefur for-
stöðu ráðaneytis, að gera þjóðunum sem búa í þessu ríki jafnt
undir höfði og að sigla miili skers og báru, svo öllum liki og
engum misliki. þjóðverjar eru honum reiðir og þykir hann
gera sér of lágt undir höfði. Tjekkar, sem hafa stutt Taaffe
hingað til, eru farnir að færa sig töluvert upp á skaptið. Einn
af þingmönnum þeirra hélt á Bæheimsþingi snjalla ræðu um
það, að Frans Jósef ætti að láta krýna sig til konungs í Bæ-
heimi og ekki gera Tjekkum lægra undir höfði en Ung-
verjum.
Um haustið þegar Vilhjálmur keisari var nýfarinn, tók
TaafFe einn af forvígismönnum Tjekka, Schönborn greifa, inn
i ráðaneyti sitt. þjóðverjar voru mjög óánægðir með það.
Einn af þingmönnum þeirra, sem er alræmdur fyrir ofsóknir
sínar móti Gyðingum, Schönerer, brá sér með nokkrum fylgi-
sveinum upp á skrifstofu blaðamanns, sem var andstæður þjóð-
verjum, og misþyrmdi honum. Schönerer var dæmdur i 4
mánaða fangelsi, en þjóðverjar fóru til hans í prósessíu, gjörðu
og fleira þvíumlíkt og létu eins og hann væri pislarvottur.
Slafar í Austurríki, aðrir en Tjekkar, létu líka til sín
heyra. Rússar héldu sumarið 1888 hátið í minningu þess að
þá voru 900 ár liðin siðan kristni var lögleidd hjá þeim.
Biskup Strossmayer í Króatíu sendi heillaóskir. Bréf hans var
prentað og talar hann í því um «hið mikla hlutverk, sem for-
sjónin hefur ætlað Rússlandi». Nokkru síðar hitti Franz Jósef
keisari biskup og talaði hörðum orðum við hann. Biskup, sem
er talinn einn af helztu forvígismönnum Slafa i Austurríki, tók