Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1889, Page 55

Skírnir - 01.01.1889, Page 55
AUSTURRÍKI OG UNGVERJALAND. 57 ávítUm hans ljúflega og sagði: yðar hátign, samvizka mín er hrein. Dr. Zivny hélt úti blaði í Vín með Alslafa stefnu og sagði í því, að eðlilegast af öllu væri, að Rússar fengju hinn slafneska hluta Austurríkis, þjóðverjar hinn þýzka, Italir hinn ítalska o. s. frv. Zivny var dæmdur í fangelsi fyrir landráð, og þó hefur hann ekki gert annað en prenta það, sem býr í brjósti ótal manna í Austurríki. Blöðin í Austurriki og Ungverjalandi hafa komizt í upp- nám í hvert skipti og Rússar þokuðu sér til á landamærunum. Frumvarp til laga um herauka var lagt fyrir þingið í Vín og samþykkt. Við árslok var ekki búið að leggja það fyrir þingið í Pest, en enginn efi lék á, að það mundi einnig sam- þykkja það. Frá Tisza og Frökkum hef jeg sagt i Frakklandsþætti. Frans Jósef keisari hélt 2. desember 40 ára stjórnarafmæli sitt. Hann fór burt úr Vín og dvaldist á búgarði einum þenna dag og hélt hann hátíðlegan í mesta kyrþey. Hann lét þegna sína vita, að sér væri mest þægð í að þeir gæfu fátækum gjafir eða stofnuðu gagnlegar stofnanir. Stórgjafir voru gefnar um allt rikið og margar stofnanir stofnaðar. f>etta ár var lokið við feikna mikinn minnisvarða i minn- ing Maríu Theresíu drottningar. Um sumarið var haldin iðn- aðarsýning i Vín. Leifar hinna nafntoguðu tónleikaskálda, Beethovens og Schuberts, voru fluttar þaðan sem þeir voru grafnir, til Vinar og jarðaðar þar í kirkjugarðinum með mikilli viðhöfn. Billroth i Vín er almennt talinn hinn ágætasti sáralæknir (chirurg), sem nú er uppi í heimi. Serbía er undir handarjaðrinum á Austurríki og hefur hingað til verið að mestu leyti upp á það komin. Milan (Mlan) konungur er samhentur Austurríkismönnum í öllu sem hann getur, enda er hann kominn í stórskuldir við þá. Natalia drottning hans er dóttir rússnesks herforingja; þeim hjónum hefur aldrei komið vel saman, en þó batnaði ekki um þegar Mílan fór sneypuför sina til Búlgaríu. Loksins kom svo, að þau gátu ekki búið saman og fór hún þá til

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.